Vísir - 27.01.1973, Side 15
Vlsir. Laugardagur 27. janúar 1973
n □AG | Q KVÖLD | Q □AG | Q KVÖLD | Q □AG |
Sjónvarp í kvöld kl. 20.50:
Kvöldstund í sjónvarpssal
Ágúst Atlason, Helgi
Pétursson og ólafur
Þórðarson taka á móti
gestum i sjónvarpssal i
kvöld.
Meðal gesta verða: Guðrún A.
Simonar, sem syngur eitt lag,
Aldila, við undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur. Rósa Ingólfsdóttir
syngur lag sem nefnist Ræ ég við
róður minn, en lagið er eftir hana
sjálfa. Magnús Sigmundsson og
Jóhann Helgason syngja eitt lag
saman, Sweet Cacándro, og leika
sjálfir undir. Lagið og textinn er
eftir Jóhann Helgason. Þá mun
Vilhjálmur H. Gislason syngja
eitt lag, Karlmannlegur beið
hann Böðvar. undirleik annast
Ragnar Þorgrimsson. Enn-
fremur ætlar hún Hanna Valdis
Guðmundsdóttir að sýngja lagið
um hanan Linu langsokk, en
textinn er eftir Kristján frá
Djúpalæk.
— LTH
Þetta eru þær Guðrún
Á. Símonar, óperusöng-
kona, og Guðrún
Kristinsdóttir, píanóleik-
ari.
Hljóðvarp í kvöld kl. 19.40:
HIN ÓDAGSETTU BRÉF
sinni I kvöld.
í dag spjallar Hjörtur
Pálsson við Jón úr Vör,
skáld, og munu þeir
sjálfsagt fjalla meðal
annars um nýútkomna
ljóðabók Jóns, „Vinar-
hús.”
Sum ljóðin i þeirri bók eru
þýdd, en flest eru frumort.
Fyrsta ljóðabók Jóns, „fig ber
að dyrum,” kom út skömmu fyrir
1940, en næsta ljóðabók hans,
„Stund milli striða,” var útgefin
nokkrum árum siðar.
Sú þriðja i röðinni var hin
margumtalaða bók „Þorpið,” en
hún kom út á árinu 1946. Fyrir þá
bók er Jón úr Vör einna þekktast-
ur sem ljóðskáld.
Hér erofurlitið sýnishorn, tekið
úr ljóði, sem er i bókinni „Vinar-
hús”.
Sum ljóð min, sum beztu ljóð
min,
eru ódagsett bréf, stiluð
til min sjálfs,
rituð i myrkri og send
áður en birtir.
Jón mun lesa úr hinni nýju
ljóðabók sinni fáein ljóð.
LTH
Háskólabió:
Fyrsta mynd franska
snillingsins Truffauts
er næsta mánudags-
mynd.
Yrkisefniö tekiö úr æsku hans.
Næstkomandi mánudag sýnir
Háskólabió fyrstu myndina, sem
Francois Truffaut gerði og varð
frægur fyrir, eins og kunnugt er.
Þetta er myndin „Ungur flótta-
maður.”
Myndin fjallar um það
skelfilega áfall, sem 12 ára
drengur veröur fyrir, þegar hann
sér móöur sina i örmum ókunns
manns. Drengurinn, Antoine,
telur sig grimmilega svikinn af
móður sinni, og hann verður ekki
mönnum sinnandi, Hann missir
allan áhuga á skólagöngu, fer á
flakk, stelur og lýgur og blekkir.
Loks er hann settur á uppeldis-
hæli, en strýkur þaðan — hann
hefur gert algera uppreisn gegn
öllu og öllum.
Eins og þegar segir, er þetta
fyrsta langa myndin, sem
Truffaut gerði, og fékk hún verð-
laun á kvikmyndahátiðinni i
Cannes árið 1959. Það tryggði
Truffaut heimsfrægð, sem hann
hefur aukið á siðan.
Þess er vert að geta, að
Truffaut tók atvik úr eigin æsku
til meðferðar i mynd þessari, og
munu menn þá skilja, hver áhrif
það hefur haft á hann, en allir eru
sammála um, að hann fari nær-
færnum listamannshöndum um
viðfangsefnið.
Fyrstu sýningar myndarinnar
verða mánudaginn 29. janúar.
Hljóðvarp sunnudag kl.
ÓPERAN
TANNHAUSER
Óperan „Tannhaus-
er”, eftir Richard
Wagner, verður flutt á
sunnudag.
Flytjendur eru: Hugh
Beresford, Gwyneth Jones, Bernd
Weikl, Hans Sotin, Harald Ek,
Franz Mazura, Heribert Stein-
back, Heinz Feldhoff og Walter
Gambert, ásamt hátiðarkór og
hljómsveit óperunnar i Bayreuth.
Erich Leinsdorf stjórnar, en
Arni Kristjánsson, tónlistarstjóri
kynnir.
LTH
Myndin er af Richard Wagner.
Hann fæddist árið 1813, þann 22.
mai, en dó 13. febrúar 1883, tæp-
lega sjötugur aö aldri.
Laugardagsmyndin er
í kvöld kl. 21.30:
Laugardagsmyndin
að þessu sinni heitir
Lyftudrengurinn. Þetta
er frönsk biómynd, jafnt
við hæfi barna sem full-
orðinna.
Hún gerist i stóru
hóteli i Monte Carlo og
segir frá dreng, sem
starfar við lyftu hótels-
ins. Hann lendir i hinum
margvislegustu ævin-
týrum, en sleppur furðu
vel' frá þeim öllum.
Auglýsing um
dlagningu fasteigna-
gjalda í Reykjavík 1973
Lokið er álagningu fasteignagjalda
1973.
Gjöld þessi eru:
Fasteignaskattur, sbr. 3. gr. laga nr. 8/1972, 0,75% af
fasteignamati ibúða og ibúðarhúsa ásamt lóðar-
réttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sem ekki eru
nytjaðar til annars en landbúnaðar, útihúsa og mann-
virkja ábújörðum, sem tengd eru landbúnaði og 1,5%
af öllum öðrum fasteignum, sem metnar eru fast-
eignamati.
Miðað er við fasteignamat 1. janúar 1970 með 20%
hækkun.
Kærufrestur til borgarráðs vegna ágreinings um
gjaldskyldu eða gjaldstofn er 6 vikur frá álagningu
fasteignaskatts.
Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fast-
eignaskatt, sem efnalitlum elli- og örorkulifeyris-
þegum ergert að greiða. Sama gildir um slika lifeyris-
þega, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- og
örorkulifeyri. Umsóknir um lækkun eða niðurfellingu
samkv. þessari heimild ber að senda til borgarráðs.
Lóöarleiga, sbr. reglugerð nr. 250/1971, 0.5% af fast-
eignamatsverði leigulóðar 1. janúar 1970.
Vatnsskattur, sbr. reglugerð nr. 249/1971.
Minnsta og mesta gjald pr. rúmmeter er sem hér
segir:
Ibúðarhúsnæði minnst kr..5.75 mestkr. 8.65
Vörugeymslur: minnst kr. 4.30 mestkr. 10.00
Aðrar byggingar minnst kr. 5.75 mestkr. 10.00
Vatnsskattur skal aldrei vera lægri en kr. 900.00 af
skattskyldri eign.
Aukavatnsskattur er kr. 4.45 pr. rúmmeter vatns.
Brunabótaiögjald: Iðgjaldið er reiknað með gildandi
brunabótamati. Húseigendur eiga þess kost að kynna
sér vátryggingarskilmála Húsatrygginga Reykja-
vikur að Skúlatúni 2. It. hæð.
Sorptunnuleiga er kr. 325.00 fyrir hverja tunnu.
Gjalddagar fasteignaskatta eru 15. janúar og 15. mai
en annara gjalda samkv. fasteignagjaldaseðli 15.
janúar. Dráttur hefur orðið á álagningu fasteigna-
gjaldanna, en gjaldseðlar verða sendir út næstu daga.
Gjöldin eru innheimt i Gjadheimtunni i Reykjavik.
Reykjavik, 25. janúar 1973.
Borgarstjórinn i Reykjavik.
Tapað — Fundið
Rautt kvenreiðhjól, teg. Philips (vantar á
það frambrettið), var tekið frá afgreiðslu
Visis i gærdag. Þeir, sem gætu gefið uppl.
um hjólið, vinsaml. hafi samband við af-
greiðslu blaðsins.