Vísir


Vísir - 27.01.1973, Qupperneq 20

Vísir - 27.01.1973, Qupperneq 20
vísm Laugardagur 27. janúar 1973 Héldu órúsar- mdnni unz lög- reglan kom — lögreglan neitar að gefa upplýsingar „Þaö er orðiö Iskyggilegt, hversu likamsárásir færast i vöxt I borginni”, sagöi maður, sem hringdi til Visis i gær. Sjálfur haföi hann átt þátt I að hafa hendur i hári árásarmanns fyrr um daginn. „Um klukkan niu fyrir hádegi sá ég mann berja unga stúlku i höfuðið”, byrjaöi hann. ,,Hann hafði staðið i portinu á móts.viö hús númer 33b við Njálsgötu, og þegar stúlkan gekk þar i gegn, lét hann höggið ríða”. Stúlkan féll niður og gaf um leiö frá sér mikið sársaukaóp. Við þaö var eins og allur vigamóðurinn rynni skyndilega af árásarmann- inum, og hann tók til fótanna. Ég og nokkrir fleiri vegfarenda tókum á rás á eftir honum, en náöum honum ekki fyrr en á næstu götu fyrir neðan. Þar tókst okkur að halda hon- um, þar til lögreglan kom á stað- inn. Svo virtist sem maöurinn væri undir áhrifum”, sagði sjónarvotturinn aö lokum. Lögreglan vildi engar upplýs- ingar gefa Visi um mál þetta, þegar blaðið vildi leita frekari upplýsinga i gærkvöldi, þar sem aftan : bókun um málið i dagbók- inni stæði, að ekki mætti gefa fjöl- miölum upplýsingar um það. Slikum leyndarmálum hefur farið fjölgandi upp á siðkastið. — ÞJM Eyjabörn fá lelkhúsboð Börnum frá Vestmannaeyjum veröur boöið i leikhús á mánu- daginn til aö sjá barnaleikritið „Feröin til tunglsins”. Þeir sem vilja fá miöa á þessa sýningu Þjéöleikhússins geta náö i þá I dag, miili 13,00 og 16,00. Miðarnir fást endurgjaldslaust. Það er ekki svo oft sem krökk- um úr Vestmannaeyjum gefst kostur á aö fara i Þjóðleikhúsið, aö margir munu án efa þiggja þetta boö. Sagan, sem leikritið er gert eftir, var lesin fyrir skömmu i útvarpið, og liklegt er að börnin i Eyjum hafi fylgzt með henni og hyggi gott til aö fá aö sjá alla skrýtnu fuglana, sem koma fyrir i sögunni. Vart er að efa, að aldin- borinn, Oli lokbrá, karlinn I tunglinu og allir hinir munu vekja kátinu hjá ungviðinu. i fyrrakvöld mun unglingum úr Eyjum hafa verið boðið i Tónabæ, einnig endurgjaldslaust. Það er auðséð, að einhverjir hafa gert sér grein fyrir, að Vestmannaey- ingar hafa fleiri þarfir en þær efnalegu. —Ló 500-1000 býðst vinna - en aðeins 11 Mikið hefur verið boðið fram af störfum fyrir Eyjabúa og sifellt koma fleiri og fleiri boð um vinnu. óskirnar um að fá fólkið i vinnu hafa borizt viðs vegar að af landinu og er til dæmis áberandí mikið, sem Austfirðingar hafa látið i sér heyra. í dag Eyjamenn hafa var sett á stofn sérstök vinnumiðlun i Hafnar- búðum. A Austfjörðum er bæði boðizt til að taka fólk i vinnu og eins er sagt, að ákveðinn fjöldi báta geti komizt að til útgerðar. Alls mun vera til vjnna fyrir-á milli 500 og tOOO'manns, en ekki hefur verið gerð nákvæm niður- röðun á öllum tilboðunum, svo að fjöldinn er ekki vitaður ná- kvæmlega. t gær mun talan þó hafa verið nær þúsund. sótt um ennþó Þeir, sem þegar eru byrjaðir að starfa, eru starfsmenn á bæjarskrifstofunni, þeir vinna allir i Hafnarbúðum, og starfs- fólk sjúkrasamlags, Sparisjóðs Vestmannaeyja, og Otvegs- bankaútibúsins. Einnig vinnur margt fólk úr ýmsiim-starfs-' gteinum i Háfnarbúðum við margvislegustu störf. Sérstök sjúkradeild? 1 gær var haldinn fundur fólks, sem unnið hefur að heil- brigðismálum. Fundurinn var haldinn i Domus Medica og kom þar fram áhugi á að hefja störf við heilsugæzlu Vest- mannaeyinga i höfuðborginni. Ekkert var ákveðið á þessum fundi og eru þessi mál öll i at- hugun ennþá. Mikill hugur kom fram á að drifa i að koma þessum málum i gott horf. Til greina-mun koma, að.jsérstök sjúkradeild verði i húsnæði "Landspitalans, en það er ekki komið á lokastig ennþá. Eins og komið hefur fram i fréttum hafa tveir læknar verið starfandi til að þjóna Eyjabúum eingöngu, það eru þau Einar Guttormsson og Ingunn Stur- laugsdóttir. —LÓ 300 millj. — ef allir gefa eins og Grímseyingar Óskipuiögð söfnun er nú hafin til styrktar Vestmannaeyingum. Kikisstjórnin hefur ekki enn skýrt frá þvi, á hvern hátt hún telji eðli- legt að safna til styrktar Vest- mannaeyingum, með frjálsum samskotum eða meö sérstökum skatti, sem lagöur yröi á meö öör- um sköttum. Þar til þetta liggur ljóst fyrir, má ekki búast við þvi, aö söfnun fari verulega af staö. Meðal þeirra, sem þegar hafa sent fé, eru Grfmseyingar. Þeir sendu 121.500 krónur, sem sam- svarar um 1500 krónum á hvert mannsbarn i Grímsey, Ef allir aðrir landsmenn gæfu jafnt og Grimseyingar, mundu safnast með frjálsum samskotum um 300 milljónir króna frá almenningi. Auk Grimseyinga hafa all- margir aðilar sent fé. Stærstur einstaklinga er Lúðvik Storr með 300 þús. kr. Stærsta upphæðin hins vegar frá V-Þýzkalandi, 3 milljónir röskar. Framlög til Vestmannaeyinga má leggja inn á giróreikning Rauða krossins, nr. 90.000. — VJ 9 milljónir hafa safnazt ,,Ég lifi, og þér rounuð lifa”. Vestinaniiaeyjar inunu einnig iifa. þótt þær séu sumpart i jörðu grafnar sem stendur. Ljósm. Visis: BG I gær. Niu milljónir, tvö hundruö og átlatiu þúsund krónur höföu i gærkvöldi borizt Rauöa kross- inum sem framlög til styrktar Vestmannaeyingum. Samanlögð útgjöld Rauða krossins vegna hjálparstarfsins höfðu þá numið fjórum og hálfri milljón. Stórar fjárhæðir bárust i gær til viðbótar þeim, sem áður höfðu borizt. íslenzkir aðalverktakar lögðu fram þriár milli- ónir króna, og margir aðilar lögðu fram um eitt hundrað þúsund krónur. —HH „Steini kemur ekki „Nei, ég get ekki fariö aftur til Vestmannacyja. Mamma vill bara ekki fara þangað aftur. Hún var svo hrædd, þegar lætin byrj- uðu — og afi llka. Nei, ég var ekk- ert hræddur. Og ég Hka sagöi þeim að vera ekkert hrædd. En svo varö ég veikur i skipinu, en þaö var ailt i lagi. Ég fékk sko poka”, þannig fórust honum orö i viötali við blaðamann Visis I gær, fjögurra ára gamla Vestmanna- eyingnum, sem hefur fengiö inni á barnaheimilinu Bakkaborg i Breiöholti. „Pabbi er ennþá úti i Eyjum til að passa flugvélarnar. Ég er ekk- ert hræddur um hann. Hann er svo duglegur”, hélt Jón Páll áfram. Hann sagði, að pabbi sinn héti Halli „eða sko Hallgrimur eins og afi”. Og Jón Páll segir okkur lika, aðhann hafi átt heirha við Kirkjuveginn. Við spurðum hann, hvort hann saknaði ekki einhvers, sem hann átti i Vestmannaeyjum? „Jú, ég sakna kisunnar minnar soldið”, var svarið. Og þegar við spurðum hann, hvort hann ætlaði ekki að sækja hana út i Eyjar, svaraði hann: „Ja, þá verð ég nú að flýta mér voða mikið”. Svo varð Jón litli enn daprari á svipinn en áður. Svo sagði hann. „Steini kemur aldrei meir”. Löng þögn. Þá spurðum við hann að þvi, hvernig hann kynni við sig á nýja barnaheimilinu. „Allt i lagi”, var svarið — og Vestmannaeyingur- inn teymdi okkur ljósmyndarann þangað sem eggjabakki stóð á borði málaður i öllum regnbogans litum. A hann voru lika limdir misháir hólkar og kubbar af ýms- um stærðum og gerðum, einnig málaðir. „Þetta eru hús, sem ég var að búa til”, útskýrði Jón Páll. „Svo hef ég lika verið að teikna. Stund- um hef ég búið til smávegis myndir um lætin heima. Ekki samt margar, bara nokkrar”. Svo sneri hann skyndilega tal- inu að öðru: „Það var tjörn fyrir framan leikskólann minn i Eyj- um. Hér er engin svoleiðis. En ég veit um eina i Hafnarfirði. Hún er samt ekki eins fin og min”, sagði hann. Og enn þurfti hann að hugsa pinulitið. Að lokum spurðum við Jón Pál þeirrar klassisku spurningar, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann væri orðinn stór. Hvort hann meirf # ætlaði kannski að fljúga með pabba sinum. „Nei”, var svarið. „Ég verð nefnilega stýrimaður á togarabát og svoleiðis. . .” Forstöðukona Bakkaborgar tjáði okkur, að tveir litlir Vest- mannaeyingar myndu að öllum likindum koma á heimilið til við- bótar. Kvað hún heimilið að visu vera fullskipað, en ómögulegt væri að úthýsa litla flóttafólkinu eins og kringumstæður væru. Hjá Sumargjöf höfðu þeir ekki upplýsingar i gær um fjölda þeirra barna, sem kynnu að hafa verið tekin inn á barnaheimilin. P’orstöðukonur heimilanna ættu ennþá eftir að láta vita af þeim til félagsins. —ÞJM rabbað við fjögurra ára gamlan Vestmannaeying ..Þetta þyrfti ég eiginlega að mála lika rautt”, sagöi Jón litli hugsandi. Hann hefur lika „búið til smávegis myndir um lætin heima......”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.