Vísir - 16.03.1973, Page 5
Vísir. Föstudagur 16. marz 1973.
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Lögreglan gerði „razzfu
hjá leyniþjónustunni
sem hafði neitað að láta áströlsku stjórninni í té skýrslur fyrir heimsókn forsœtisráðherra Júgóslavíu
ii
Hin almenna lögregla
Ástralíu réöst í morgun
inn í aðalstöðvar leyni-
þjónustunnan sem stað-
settar eru í Melbourne.
Þrjú bilhlöss lögreglu-
þjóna ruddust inn í skrif-
stofurnar við St. Kilda-
veg, þar sem ástralska ör-
yggisleyniþjónustan
(ASIO) er til húsa. —
ASIOer ástralska útgáfan
af CIA í Bandarfkjunum
I Canberra, þar sem rikis-
stjórnin hefur aðsetur sitt, var
sagt, að lögreglan væri að leita
að skýrslum yfir aðgerðir Kró-
ata i Astraliu. bessar sömu
heimildir sögðu, að ASIO, sem
lýtur stjórn Gough Whitlams,
forsætisráðherra, hafi neitað að
láta skjölin af hendi við stjórn-
ina.
Lögreglan fór að fyrirmælum
Lionels Murphy, dómsmálaráð-
herra, þegar hún réðst inn i
leyniþjónustuna til húsleitar-
innar, og óljósar fréttir i morg-
un hermdu, að dómsmálaráð-
herrann hefði sjálfur verið i
fylkingarbrjósti lögregluliðsins,
þegar innrásin var gerð.
Það hafði verið búizt við þvi,
að Murphy flytti ræðu i þinginu
um hópa Króata, sem sakaðir
hafa verið um að hafa staðið að
baki sprengjutilræða við júgó-
slavneskar byggingar i Astraliu
og stuðningsmenn Júgóslaviu
þar. —En ræða Murphys átti að
flytjast áður en forsætisráð-
herra Júgóslaviu, Dzemal
Bijedic, kemur i opinbera heim-
sókn til Canberra i næstu viku.
Þessi fy.rirhugaða tveggja
daga heimsókn hefur leitt af sér
einhverjar umfangsmestu
öryggisráðstafanir, sem nokkru
sinni hefur verið gripið til i
Astraliu.
Starfsmenn júgóslavneska
sendiráðsins i Canberra telja,
að eitt helzta málið, sem bera
mun á góma i viðræðum þeirra
Whitlams og Bijedic, verði ein-
mitt tilvera króatiskra hermd-
arverkahópa i Astraliu, sem
skreppi annað veifið yfir til
Júgóslaviu til að vinna stjórn
Titos allt það ógagn, sem þeir
geta.
t Canberra er það haft fyrir
satt, að Murphy hafi fengið upp-
lýsingar um tilvist þessara
öfgahópa frá FBI, þegar hann
heimsótti Washington fyrr á
þessu ári.
Murphy hefur sjálfur ekkert
viljað segja um málið, ekki einu
sinni um innrásina i morgun.
Blaðamönnum sagði hann i
morgun, að hann hefði „heim-
sótt” skrifstofur leyniþjónust-
unnar.
Skutu á þyrlu
í friðargœzlu
Horfast í augu ytir byssuna
Það hefur hvorki gengið né rek-
ið i viðræðuni Bandarikja-
stjórnar við hina herskáu Indi-
ána i Wounded Knee. úr varð-
stöðum sinum hafa lögreglu-
menn, sem umkringt hafa þorp-
ið, vakandi auga með hernáms-
liðinu og svo öfugt. Þeir horfast
i augu yfir byssurnar. — Nú
liggur þar snjór yfir öllu og
kuldinn þjakar setuliðið.
Bandarisk þyrla með
fulltrúa innanborðs úr
sameiginlegu herráði
striðsaðilanna i Vietnam
sætti skotárás i gær,
þegar hún bjóst til lend-
ingar nærri Tam Ky við
miðbik strandarinnar.
Þyrlunni tókst að
hækka flugið og sveigja
burtu i tæka tið, áður en
skytturnar niðri fengu
komið á hana skoti. En
fresta varð þessari
rannsóknarferð, sem
farin hafði verið til
leitar að hentugum stað
til skipta á stríðs-
föngum.
Mennirnir i þyrlunni töldu ein
50 skot, sem skotið var að þyrl-
unni úr léttum skotvopnum.
begar þeir komu úr ferðinni,
sögðu þeir, að fulltrúar Víet Cong
og Norður-Víetnam „hefðu
greinilega ekki orðið um sel”,
þegar þeir sáu púðurreykinn niðri
á milli trjánna”.
Þyrlan var vel merkt gul-
rauðum röndum, til merkis um að
þar væri á ferð farartæki sam-
eiginlega herráðsins, sem annast
eftirlit með vopnahléinu.
Bandarisk og suður-vietnömsk
hervöld halda þvi fram, að þetta
sé ekki i fyrsta sinn, sem skotið
hefur verið á bandariskar þyrlur i
friðsamlegum erindisgerðum. Og
ein hafi verið skotin niður með
þeim afleiðingum, að einn
áhafnarinnar féll og fjórir
særðust.
„Að þessu sinni”, sagði tals-
maður bandarisku herstjórnar-
innar við fréttamenn, „verður
þvi varla visað á bug af hálfu
kommúnista”.
Hann sagði, að foringjar
kommúnista, sem voru um borð i
þyrlunni, segi, að atvikið hljóti að
stafa af þvi, að ekki hafi náðst
samband við skæruliða á þessum
slóðum.
Teknir fyrír þrœlahald
Söfnuðu að sér farandverka-
mönnum og höfðu í þrœlabúðum
T undurduflahreinsun
Bandarikjamenn hafa hafið á nýjan leik hreinsun tundurfudla á
siglingaleiðum fyrir ströndum Norður-VIetnam og úti fyrir
Haiphong. En hlé var gert á þvi, þegar afhending strfðsfanga hafði
drcgizt á langinn. Þessi mynd var tekin úr þyrlu, þegar tundur-
skeytabátur forðaði sér, um leið og hann hafði sprengt upp eitt
tundurfuflið af mörgum.
Tveir menn voru
handtekniri Homestead
i Florida i gær, sakaðir
um að hafa rekið þræla-
búðir með 27 farand-
verkamönnum.
,,Þeir voru að vinna
þarna gegn vilja sínum
og voru hafðir i
þrælkun”, sagði einn
iögreglumannanna,
sem vinnur að rannsókn
málsins.
Mennírnir tveir ‘voru 35 árá
gamall landbúnaðarverktaki og
27 ára gamall aðstoðarmaður
hans, sem var vörður i búðunum.
Lögreglan var að vinn'a að
rannsókn á innbroti, sem framið
hafði verið i búðunum og var
óviðkomandi þessu máli, þegar
hópur landbúnaðarverkamanna
kom að máli við þá, og sögðust
þeir vera þarna i haldi gegn vilja
sinum.
„Yfirmaðurinn hefur vörð um
okkur, svo að við komumst ekki
neitt” sagði ungur verkamaður
frá Suður-Karolina. „Ef einhver
okkar vildi fara, hótaði vörðurinn
okkur barsmiðum, svo að við
gátum ekki einu sinni farið i
kaffihúsið hér rétt hjá”.
„Verktakinn hélt reikninga yfir
það, sem við unnum okkur inn, og
svo það, sem við tókum út i mat
og húsnæði og uppihaldi.— Við
skulduðum honum alltaf meira
en við höfðum unnið inn”.
Þegar lögreglan handtók verk-
takann, var hann á splunku-
nýjum Cadillac, sem hann hafði
keypt og greitt út í hönd fyrr i gær
— 16.000 dollara á borðið. En
hann bar á sér 43.700 dollara i
reiðufé, þegar hann var færður á
lögreglustöðina.
Landbúnaðarverkamennirnir
höfðu verið þvingaðir til þess að
vinna fyrir 3 dollurum á viku, en
voru alltaf i skuld i vikulokin.
Þeir höfðu verið tældir til
Flórida frá Georgiu og Karólina
með loforðum um há laun og
miklar tekjur.