Vísir - 16.03.1973, Síða 6

Vísir - 16.03.1973, Síða 6
6 Vfsir. Föstudagur 16. marz 1973. VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Þar kom að því Þá kom að þvi, að alþýðufylking hljóp af stokkunum i Frakklandi og gerði mikla atlögu að landsstjórninni. Skoðanakannanir nokkru fyrir kosningar gáfu til kynna, að vinstri menn hefðu mikla möguleika á að hreppa völdin. Fylkingar þess flokks, sem De Gaulle hershöfðingi setti saman, höfðu riðlazt. Kosningaskipulagið, sem De Gaulle hafði látið setja til þess i rauninni að hindra uppivöðslu aragrúa flokka vinstri sinna, virtist nú jafnvel geta orðið til að skapa vinstri flokkunum meirihluta. I Frakklandi er kosningaskipulag öðru visi en fólk á að venjast annars staðar i heiminum. Kjör- dæmin eru einmenningskjördæmi.en til að ná kosningu i fyrstu umferð kosninganna, þarf frambjóðandi að hafa meira en helming allra greiddra atkvæða. 1 seinni umferð vinnur sá sætið sem flest atkvæði fær. Frakkland einkenndist eftir strið af engu frem- ur en pólitiskum glundroða. Flokkaforingjarnir gáfust loks upp, er Alsirstriðið náði hámarki, og kölluðu á hershöfðingjann De Gaulle, sem hafði verið einingartákn Frakka i striði en mis- heppnaður i tilraunum sinum til að stýra þjóðinni i friði. Nú reyndist hinn allóvenjulegi persónu- leiki hans það, sem þjóðin þarfnaðist. Hann studdist við þorra manna i baráttunni við hægri sinnaða öfgamenn, sem vildu halda i Alsir, hvað sem það kostaði, og reyndu margsinnis að ráða hershöfðingjann af dögum. Siðan varð De Gaulle þó foringi fiokks, sem var fyrst og fremst hægri flokkur en hafði stuðning ýmissa sem töldu sig vinstri sinnaða en trúðu á De Gaulle. Árum saman hafði verið talað um algert kosningasamstarf vinstri sinna sem fyrirheitið land, sem ekki fannst vegna ósamlyndis. Nú kom að þvi, að það var reynt, en án árangurs. Þegar De Gaulle hætti skyndilega að stýra þjóðinni, er hann móðgaðist við úrslit þjóðarat- kvæðis, skildi hann eftir hinn einkennilega flokk sinn i höndum Georges Pompidous núverandi forseta. Kjördæmaskipulagið færði hægri mönnum miklu fleiri atkvæði en þeir hefðu fengið ella. í seinni umferð kosninga sameinuðust hægri menn gjarnan um einn frambjóðanda, meðan vinstri menn voru of sundurþykkir til að sam- einast að neinu marki um einn manna sinna. Fjandskapur milli kommúnista og krata hefur löngum hindrað, að þeir kysu hverjir aðra i kjör- dæmunum og án slikrar einingar hafa hægri menn, gaullistar og bandamenn þeirra, haft auðfenginn sigur. Vinstri menn horfðu fram á endalausa útlegð frá landsstjórn, ef svo héldi áfram. Þvi varð það fyrir kosningarnar nú, að þeir tjösluðu saman al- þýðufylkingu. Úrslitin urðu þó á þann veg, að vinstri fylkingunni tókst ekki að ná stjórn landsins. Þegar á hólminn kom skapaðist i seinni umferð kosninganna enn á ný veruleg eining hægra meg- in, og gaullistar og bandamenn þeirra héldu völd- um. Þetta var vinstri sinnum liklega fyrir beztu. Reynslan af samstarfi kommúnista við lýðræðis- sinnaða vinstri menn hefur ekki verið á þá leið, hvorki i Frakklandi né annars staðar, að slikt samstarf sé góðs viti. Hefðaraðall i verkfalli i Verðhækkanirnar um siöustu mánaöamót eru reiöarslag fyrir fjár- hagsafkomu almennings. Þar sem hækkanirnar eru nú mestar á ein- földustu iifsnauösynjum, er augijóst aö þær leggjast meö mestum þunga á iáglaunafólk. Þær sliga þá, sem einmitt hafa átt öröugast uppdráttar, þær eru miskunnarlaus meöferö á olnbogabörnum þjóö- fclagsins, barnafólki, öryrkjum, gamalmennum, sem eru nú verr sett en áöur. Þaö er ömurlegt aö þurfa aö segja þaö i nútima tækniþjóö- féiagi, aö aukin fátækt hlýtur nú aö hefja innreiö, fjöldi fólks hefur nú tæpiega til hnifs og skeiðar, og biliö heldur áfram aö stórbreikka milli rikra og fátækra. Það er i hæsta máta undarlegt og óeðlilegt, hvernig svo gifurleg- ar verðhækkanir geta skolliö yfir almenning eins og fárviðri eða óviðráðanlegar náttúruhamfarir, án þess að nokkur fái borið hönd ( fyrir höfuð sér. Það má jafnvel likja þessu viö náttúruhamfarirn- ar i Vestmannaeyjum. Sá er þó munur, að menn geta ekki flúiö á einni nóttu i allsherjar þjóðflótta . frá eyðandi afli verðbólgunnar. ( Hún smýgur eins og hvirfilbylur inn á heimili okkar, og við fáum ekkert að gert, þó efnahagsöryggi og afkomutraust sé lagt i rúst. auðvelt er að sýna fram á með tölum. Út af hamförunum i Vest- mannaeyjum og þeim halla, sem þjóöin myndi biða af þeim, hafa verið lögö á vöruna ein skitin 2%, og svo gátu menn verið að rffast um þetta. En hvað er það á móti verðbólguófreskjunni, sem hækk- ar landbúnaðarvörurnar á einni nóttu um hvorki meira né minna en 40-50%! bað er nú með öllu óeðlilegt i lýðræðisriki, að almenningur taki slikum gegndarlausum verð- hækkunum með þegjandi þökk- um. Verðbólguhamfarirnar eru Það er furðulegt, ef fólk getur tekiö þvi með jafnaðargeði, að mjólk og aðrar landbúnaðaraf- urðir skuli á einni nóttu hækka um 40-50%. Verður fólk kannski alveg vanmegna, er hún spúandi eldgos, sem menn stara á lamaðir og rænulausir? Og þó hefur það komið i ljós sið- ustu vikur, að maðurinn er ekki ímeð öllu vanmegnugur gegn eld- gosum. Það hefur að visu komið sumum á óvart, en staðreynd er það orðin engu að siður, að það er hægt að moka og moka og moka vikrinum af húsþökunum, og það er hægt að grafa og ýta upp voldugum varnargörðum gegn hraunrennsli og það er ekki leng- ur neinn vafi á þvi, að það er hægt að sprauta vatni á streymandi hraun og láta það storkna og mynda sjálfvirkan varnargarö. Og þaö væri lika hægt, hvað sem hver segir, að sprengja, ef á þyrfti að halda. Manneskjan getur vissulega að nokkru tekið upp bardagann við eldinn, þökk sé Þorleifi Einars- syni og fleiri ótrauðum köppum, sem hafa drýgt dáðir. En á sama tima og við getum miklað okkur af þvi aö ná taki og stjórn á glóandi hraunflaumi, gjósa upp aðrar hamfarir, hin gifurlega verðbólga hrannast upp og steypist yfir okkur rauð- glóandi, og við höfum engan Þor- leif til að sprauta vatni á hana. Verðbólgan er þannig verri en nokkrar náttúruhamfarir. Hún reynist líka miklu meira áfall fyr- ir þjóðarbúið en eldgosið, sem nú einu sinni ekki nema mann- anna verk. Það er lýðræðisleg og samfélagsleg óhæfa, að slfkar rosalegar tilfærslur fjármagns, sem stjórnar þjóðfélagsuppbygg- ingunni og innleiöa aukna fátækt hjá talsverðum hluta þjóðarinn- ar, skuli fara fram þegjandi óg hljóðalaust. Hversu hjákátlegt verður ekki nöldur og deilur á löggjafarþingi okkar um allskyns ómerkilegustu smásmugusmæð, þegar allir þegja eins og dauðir drumbar við þetta ofboö. Og þegar kerfi þingræðisins bilar svo algerlega til verndar þegnunum og allsherjarhags- munum þjóöarinnar, þá ætti al- menningur að gripa til sinna ráða. Þann dag, sem mjólk- in hækkar um 40%, væri húsmæörum heimilt að gera smá- samtök um að ráðast inn i mjólkurbúðir og hella allri mjólk- inni niður. Hvers konar rolur er fólkið, lætur það bara reka sig viljalaust og forustulaust eins og sauðfé I rétt og rýja sig inn að skinni. Svo er fólkiö róaö með kjass- málgu tali um blessun visitölunn- ar. Kaupið hækkar, — jú, kaup láglaunamannsins hækkar um 1000 kr. á mánuöi, en kaup ráð- herrans um 10 þús. kr. á mánuði fyrir blessun visitölunnar. Bráð- um stöndum við i sömu sporum og löngu fyrir daga vélvæðingar, vörurnar verða aðeins fyrir al- menning til að skoða i búðar- gluggunum. Með áframhaldi hins smánar- lega togaraverkfalls erum við enn einu sinni að komast hringinn i hinum dáralega harmleik. Um leið komum við aftur aö kjarna málsins. Eftir að samið hefur verið við hásetana um kauphækk- un, svo „vesalings mennirnir geti lifaö”, koma yfirmennirnir bros- andi á eftir og biðja um „hlut- fallslega sömu hækkun”! Þessi krafa yfirmannanna er I rauninni kjarninn I efnahags- vandamálum, verðbólgu og kjarabaráttu þjóðarinnar I dag. Kjarabaráttan greinist i eðli sinu æ meira i tvo óskylda þætti. Annar er barátta láglaunafólks við að reyna að halda lifinu, örvæntingarfull barátta fátækl- inga við að reyna að fljóta en sökkva ekki i siendurteknu sogi verðbólgubrimöldunnar, þvi þar er aldrei ein báran stök. Hinn þátturinn er barátta há- launaaðalsins við að halda status og hefðartign gagnvart öðrum hefðar- og hálaunaaðli. Þar er ekki spurt um, hvort menn hafa þörf fyrir launahækkun til að lifa, heldur er leiðarljósið, „að það er svo sem enginn vandi að eyða meiru en aðrir”. Það óvenjulega er við áfram- hald togaraverkfallsins núna, að þessi sundurgreining kjara- baráttunnar kemur óvenju greinilega i ljós, af þvi að yfir- mennirnir eru ekki i sama stéttarfélaginu. Venja er, að þetta raunverulega samhengi hlutanna sé falið. Það er venjulega láglaunafólk- inu, sem er att út i verkföllin, það er látið fórna sér og þjást og tapa þénustu. Svo kemur hefðaraðall- inn á eftir með sinar venjulegu „sanngirniskröfur” um „hlut- fallslega” hækkun. Slikar „sann- girniskröfur” komast venjulega baráttulaust i gegn, án allra verkfalla. En þær gera um leið að engu þær kjarabætur, sem lág- launafólkið fékk kreist undan nöglum. Allt situr við það sama hlutfallslega, og þær leiða til alls- herjarhækkunar yfir alla linuna. Þar með eru það fyrst og fremst þær, sem sprengja upp verðbólgugosiö. Þessi sundurgreining kjarabaráttunnar er nú smám- saman farin að skýrast, en þó gætir furðulegrar tregðu hjá „áhrifamönnum” á að viður- kenna hana. Astæðan fyrir þeirri tregðu er að sumu leyti, að hún er frávik frá gömlum og gildum reglum. Skipulag kjarasamtaka er miðað við úreltar aðstæður. Verkalýðsfélag eins og Dagsbrún er frá gamalli tið málsvari lág- launafólksins, en nú er kominn upp innan félagsins svokallaður „sértaxtaaðall”, sem gin yfir hátekjum, en læzt áfram tilheyra „alþýðunni”. Leikurinn er I eðli sinu sá að beita láglaunafólkinu i félaginu sem verkfærum til að tryggja hálaun sin. Og innan al- þýðusamtakanna er hinn svokall- aði „uppmælingaaðall”, sem er á rosalegum hátekjum, orðinn langáhrifamestur um stjórn verkalýðshreyfingarinnar. Hon- um stendur alveg á sama um það, þó mjólk eða skyr hækki, ef hann aðeins getur átt tvo ameriska bila og komizt árlega suður á Majorka i skemmtiferð. 1 samtökum opin- berra starfsmanna er lika öllu hrúgað saman, simastúlkum og vélritunarstúlkum og næturvörð- um meö svo lág laun, að það er flestum óskiljanlegt, hvernig þau geta, greyin, lifað af þessari lús. En þar sitja lika i kúfnum hátt- settu embættismennirnir og for- stjórarnir og ráðuneytisstjórarn- ir með milljónalaunin, sem vegna „stöðu sinnar” þurfa stööugt að fylgja eftir meö sina signuðu „hlutfallshækkun” og fá svo til ÞORSTEINN THORARENSEN

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.