Vísir - 16.03.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 16.03.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 16. marz 1973. 7 cTMenningarmál Sjónvarp: Hvorki fugl né fískur uppbótar sæti i einhverri feitri nefnd með hálfa milljón í auka vasapeninga. Hitt er alveg óskiljanlegt, hvaöa samleiöir þessir toppar eiga með sima- stúlkunni i kjarabaráttunni. Þannig fer það einhvern veginn alltaf i þessu heilaga bandalagi, að láglaunafólkið verður forustu- laust og hagsmunir hinna fátæku útundan. Eða hafið þið ekki tekið eftir þvi, hvað hinir svokölluðu verkalýðsforingjar verða með timanum embættismannslegir, jafnvel i útliti, hvað þá i hugsun, og þeir lykta meira að segja af skriffinnsku? Það má rétt imynda sér hvorum megin'hjarta þeirra slær, hvort það er ekki orð- ið mikilvægara i brjósti þeirra að vernda status og hefðarstöðu, heldur en hitt, hvort fátækt barn fái næga mjólk að drekka. Það er nú eitt brýnasta þrifa- mál i þjóðfélagi okkar að greina skýrt á milli þessara tveggja þátta, sem eru að verki i þjóðlif- inu, og sjá með hvaða hætti þeir valda sifelldri spennu, ófarnaði, framleiðslutregðu og útbreiddu þjóðfélagslegu ranglæti. Það er nauðsynlegt að greina skýrt á milli þess, að islenzkur þjóðarauður og framleiðsla er nú alveg tvimælalaust nógu mikill til að veita öllum vel viðunandi lifs- kjör og frelsun undan fátækt, en getur ekki staðið undir endalausu hefðarkapphlaupi út i loftið. Þjóðfélagið hefur efni á þvi að veita þegnunum viðtæka félags- lega þjónustu. En á þeim tima siðan núverandi svokölluð „vinstri” stjórn tók við völdum, hefur hefðarkapphlaupið magn- azt svo ofboðslega, að sverfur að öllum möguleikum til úrbóta. Tökum sem dæmi þann skort, sem er á legurými fyrir gamalt fólk, eða hvernig hefur farið með háleitar vonir um að leysa kon- una úr ánauð með þvi að koma upp dagheimilum? Þjóðarauðurinn er nægur til þess, að það er alger óþarfi að láta fólk berjast i bökkum. Þegar sú óvissa viðgengst stöðugt, þá hefur láglaunafólkið tvimæla- laust sterkan neyðarrétt til verk- falla og jafnvel til skemmdar- verka, eins og ég nefndi áðan að hella niður mjólkinni i hefndar- skyni fyrir þjóðfélagslegt rang- læti. En frá þessum rétti verður að skilja skýrt og greinilega skækla- tog hálaunaaðalsins um sitt hefðarstand. Ekki svo, að ég sé að prédika neinn algeran jöfnuð. Ef öllum almenningi eru fyrst tryggð viðunandi lifskjör og sjálf- sögð félagsleg þjónusta tryggð, þá má sjálfsagt lofa hundum að bitast um það sem afgangs er, en við eigum ekki að gefa bolabitn- um að 'borða á undan barninu. Þjóðfélagið hefur ekki efni á þvi að standa undir takmarkalausri hálaunasjalúsiu og þeirri heimskulegu sóun og fjáraustri, sem þvi fylgir. En þar skiptir engu máli, hvar I stétt menn standa og mikill misskilningur, að menn þurfi nokkurn hlut að vera „alþýðlegri” þó þeir vinni með hönd en huga. Það er til dæmis alger misskilningur, að sjómenn með 200 þús. kr. mánaðartekjur af loðnumokstri haldi áfram að vera „alþýðu- menn”, þó þeir kunni að miga i saltan sjó. Þeir eru ekkert annað en loðnuaðall, sem hefur litið að gera við þvilik fjárráð og kann sjaldnast með að fara. Allra sizt er það eðlilegt á sama tima og annað raunverulegt alþýðufólk liður nauð i samfélaginu, vinn- andi við þá sömu loðnu i landi, meðan skortur er á félagslegri aðstöðu til að létta bágindi. Og hitt, sem er svo greinilegt núna, er auðvitað alger ósvinna, að hálaunamennirnir á togara- flotanum hafi verkfallsrétt til að stöðva atvinnutækin i hefðar- kapphlaupi sinu, hvort sem það er hefðarkapphlaup til að halda sig svo og svo mörgum stigum yfir hásetunum eða halda sig til jafns við óheilbrigðan gullmokstur loðnuaðalsins. Það er fjarstæða, að þjóðfélagið geti viðurkennt verkfallsrétt til þess eins að viðhalda hefðarstöðu og hálaunum, og er vægast sagt furðulegt, að rfkisvald og lög- gjafarvald skuli ekki taka harka- lega i taumana, jafnmikil þjóðar- smán og togaraverkfallið er fyrir hina islenzku beiningaþjóð út á við. eftir Sœmund Guðvinsson Tími sá/ sem sjónvarpið ætlaði ágætum mönnum til að ræða um grunnskóla- frumvarpið á þriðjudags- kvöld var gjörsamlega útí bláinn. Samkvæmt prent- aðri dagskrá áttu þessir menn að fjalla um þetta frumvarp, segja kosti þess og galla á 30 mínútum. Að vísu teygðist nokkuð úr þessum þætti og hann fór fram úr áætlun. En hætta varð þegar f jör tók að fær- ast í leikinn, aðeins rætt um tvö eða þrjú atriði, og gefur það eins og eðlilegt er ekki rétta mynd af frumvarpinu í heild. Fyrst sjónvarpið tók þetta sér fyrir hendur á annað borð, átti þátturinn að standa i það minnsta tvo tíma undir röggsamri stjórn. Að minum dómi er það beinlinis móðgun við landsmenn að vera með svona sýndarmennsku. Segja má að hér hafi verið um að ræða mál sem snertir hvert ein- asta heimili á landinu meira eða minna. Að ætla sér svo að af- greiða þetta stórmál innan klukkutima er beinlinis fáránlegt. Ekki bætti það úr skák, að til þess að stjórna þessum þætti var feng- inn maður sem ekki hefur nokkra reynslu til þeirra starfa. Þegar hugsað er úti það hvað stofnunin gæti gert til að kynna landslýö þetta grunnskólafrumvarp, þá er þetta framtak á þriðjudagskvöld- ið harla litils virði. Staðir hestar Sverrir Pálsson skólastjóri á Akureyri hélt uppi rökfastri gagnrýni á tiltekna liði frum- varpsins, en tók jafnframt fram að hann væri þvi samþykkur i meginatriðum. Menntamálaráð- herra og Kristján Ingólfssón kennari komu hins vegar út eins og staðir hestar i þessum þætti. Má nefna sem dæmi gagnrýni Sverris á lengingu skólatimans. Þá gripur Magnús Torfi orðið og ber það uppá Sverri Pálsson að hann fari með rangt mál. Sverrir svaraði ásökun ráðherrans af bragði, og þótt risið væri ekki hátt á menntamálaráðherra fyrir, lækkaði það um nokkra þumlunga við þær ákúrur sem Sverrir veitti honum. Aumust fannst mér frammi- staða Kristjáns Ingólfssonar, kennara af Austurlandi. Hann er einn af höfundum grunnskóla- frumvarpsins, og honum var ákaflega. annt um þetta af- kvæmi. Sú gagnrýni sem Sverrir Pálsson og Salóme Þorkelsdóttir héldu uppi fékk ekki hljómgrunn hjá Kristjáni. Þetta átti allt að vera I stakasta lagi að hans dómi. Það var ekki að ófyrirsynju að ráðherrann einblindi á þennan kennara þegar hann þóttist vera að svara Sverri og Salóme en Kristján ætti örugglega heima á alþingi eins og hann er leikinn i að tina til aukaatriði en gleyma meginpunktum. ónýt aöferö Hvað sem grunnskólafrum- varpinu liður þá verður þvi vart á móti mælt.að umræðu- þættir eins og sá sem sjónvarpiö bauð uppá á þriðjudaginn vekja fleiri spurningar en svör fást við. Ekki fannst mér nokkur hemja á þvi að einn þriðji timans skyldi fara i að ræða um að traðkað sé á réttindum skólastjóra i þessu. frumvarpi. Það er hagsmunamál skólastjóra og þeir geta leyst þaö á öðrum vettvangi. En þrátt fyrir góða viðleitni Björns Teitssonar, þá verður að segjast ejns og er, að hann var gersamlega ófær að stjórna umræðunni. Þetta kann að virðast harður dómur, en ég bara spyr: hvernig má það vera að hrein bylting i skólamálum geti fengið afgreiðslu á einum hálftima, nema með þvi móti að umræðum stýri maður sem kem- ur með hvassar spurningar sem rista djúpt i efnið. Þarna sýndi sjónvarpið hvað það getur gert, en allt ekki hvað hægt er að gera ef kunnáttumenn eru við stjórnvölinn. Af hverju voru t.d. ekki tekin stutt viðtöl við foreldra barna, bæði i Reykjavik og úti á landi? Af hverju fengum við ekki álit nemenda i fram- haldsskólum? Hvers vegna voru ekki fléttuð inni þessar umræður stutt viðtöl við kennara og nem- endur, t.d. i gagnfræða- og menntaskólum Reykjavikur? Þessi þáttur var hvorki fugl né fiskur og talandi dæmi um hvernig sjónvarpsþættir eiga ekki að vera. Mega sjónvarpsmenn fara i læri til Magnúsar Magnús- sonar hjá BBC, ef þeir ætla að gera þátt sem er þess virði að honum sé veitt einhver athygli. K TIIBOÐ óður IIÚ 7 IVA 700g 72.90 59.00 DOFRI 647g 58.70 49.00 CUT ■ RITE vaxpappír 37.40 24.00 Formósa ananas 3/4 d$. 59.00 49.00 Molasykur 1 kg 63.00 59.00 TÆPANOL ooog 102.00 88.00 Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.