Vísir - 22.03.1973, Side 1

Vísir - 22.03.1973, Side 1
„SAMTÖKIN" í BLAÐA- STRÍDI - SJÁ BLS. 3 63. árg. — Fimmtudagur 22. marz 1973 — 69. tbl. Riddari ömurleikans óvorpar vindmylluna — Þorgeir Þorgeirsson sendir Jóni Þórarinssyni línu - Sjó bls. 7 Deila þar til annar er orðinn „staurblankur" Danir báa sig undir, aö vinnudeilan þar i landi leys- ist ekki tyrr en annar hvor abilinn er orðinn „staur- blankur”. Þykja vinnuveitendur lik- iegri til þess að hafa lengra úthaid, en ýmsar stéttir launþegasamtakanna, eins og samband járniðnaðar- manna, leita fyrir sér um stuðning hjá bræðrafélögun- um i nágrannalöndunum. — Sjá bls. 5 • „Enginn drepizt af þessu ennþó" „Það hefur enginn drepizt af þessu ennþá”, og „A mis- jöfnu þrffast börnin bezt”. Þetta hefur mörgum þótt vera einhvers konar „mottó” fyrir frystihúsin okkar. Já, hreinlætinu hefur ekki verið fyrir að fara i þeim mörgum hverjum. En nýir tlmar boða nýja hollustuhætti og við erum neyddir til að láta af slfkum hugsunarhætti. — SJÁ BLS. 2 • Dónalegir leigubíl- stjórar Leigubilstjórar hafa talsvert verið i fréttunum siðustu mánuði. í blaðinu i dag er kvartað yfir litilli þjónustu- lipurð leigubilstjóra I þættin- um LESENDUR HAFA ORÐIÐ Sjó bls. 2 • Keflavíkursjónvarp kl. 19: FISHER MEÐ BOB HOP OG MARK SPITZ Frá talningunni I morgun, talið frá vinstri: Séra Eriendur Sigmundsson, Bergur Pálsson, ráðuneytis- fulltrúi, Sr. Úskar Þorláksson, Sigurbjörn Einarsson, biskup, Baldur MöIIer, ráðuneytisstjóri, Leifur Sveinsson, forstjóri og Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Yfirgnœfandi sigur sr. Þóris Ilinn nýkjörni dómkirkjuprestur, séra Þórir Stephensen. „Þetta er mikið þakkarefni fyrir mig og hvatning. Þakklæti mitt beinist til Guðs og ég vona, að Guð gefi mér kraft til að gera alltaf það, sem rétt er — að hann hjálpi mér að gera sinn vilja,” sagði séra Þórir Stephensen, þegar úrslitin voru kunn i prestskosningunum i Dómkirkjuprestakalli laust fyrir hádegið. „Þetta var drengileg kosninga- barátta,” sagði hann, „enda tókumst við séra Halldór i hendur i upphafi hennar og hétum að keppa drengilega.” Séra Þórir hlaut samtals 2081 atkvæði.en séra Halldór S. Gröndal 860. Þegar séra Þórir varð prestur I Dölum aðeins 22ja ára að aldri var hann yngsti prestur, sem tekið hafði við embætti. Hann fluttist til Sauðárkróks eftir sex ár. Þar beitti hann sér fyrir eflingu æskulýðsstarfs kirkjunnr, og hafði söfnuðurinn keypt gamla sjúkrahúsið til þess starfs. Formaður Æskulýðsnefndar kirkjunnar var séra Þórir i tvö ár, en lét af störfum i fyrra. Fyrir rúmu ári gekkst hann fyrir stofnun Æskulýðsfélags Dóm- kirkjunnar. Talning atkvæða hófst klukkan að verða hálftiu i morgun, en séra Þórir var viðstaddur hana ásamt lögfræðingi sinum, Benedikt Blöndal. Lögfræðingur séra Halldórs var sömuleiðis viðstaddur talninguna, en sjálfur var presturinn staddur að Borg á Mýrum. Var talningu atkvæða lokið á rétt rúmum klukkutima. A kjörskrá voru samtals 5410 og var kjörsókn 55 prósent. Voru það um 70 prósent greiddra atkvæða sem séra Þórir hlaut, og er þvi kosningin að fullu lögmæt. -ÞJM. Flugvélaeign íslendingo: r FLUGVELUM FJÖLGAR - EN SÆTUM FÆKKAR islendingar áttu um síð- ustu áramót 97 flugvélar, sem taka 1063 farþega f sæti. Flugvélum haföi fjölgað á síöasta ári, en sætum fækkað. Við bættust þrjár tveggja hreyfla Fokkerflugvélar Flug- félags íslands og ein landhelgis- gæzluvél. Hins vegar seldi Flug- félag islands eina 4ra hreyfla Douglas vél úr landi. Vélum fjölg- aði um 11, en sætum fækkaði um 188. Landsmenn áttu um áramót 9 4ra hreyfla vélar, 2 3ja hreyfla, 29 2ja hreyfla og 57 eins hreyfils. Eln fyrir 12 árum áttu Is- lendingar 51 flugvél, sem tók samtals ekki nema 713 farþega. Hámarkssætafjöldi flugvéla i islenzkri eign varð árið 1968, 2071. Siðan varð þróunin sú, að 4ra hreyfla vélarnar voru margar seldar (Loftleiðir), en þotur teknar á leigu i staðinn. — HII NEGRARNIR MEÐ EIK TALDIR „ÓÆSKILEGIR" — flugu af landi brott snemma í morgun Blökkumennirnir Michael Stevens og Ari, sem sungið hafa með hljómsveitinni EIK, flugu héðan i morgun eftir að hafa fengið aðvörun frá útlendinga- eftirlitinu. Var þeim ráðlagt að hafa sig af landi brott innan 24 klukkustunda, ef verra ætti ekki að hljótast af. Blökkumennirnir höfðu brotið vinnulöggjöfina með þvi að syngja á hljómieik- um i Reykjavik i fyrrakvöld án atvinnuleyfa. Að sögn Ólafs Sigurðssonar i EIK flugu blökkumennicnir til Luxemburg i morgun klukkan sex, en þaðan halda þeir með lest til Parisar. I Parisarborg ættu þeir að vera i kvöld, en þá tekur við ferð til Spánar, þar sem þeir þurfa ekki atvinnuleyfi til að sygnja. „Ef þeim tekst að fá eitthvað fyrir hljómsveitina að gera þar erum við i hljómsveitinni tilbúnir til að halda utan án mikils fyrirvara”, sagði ólafur. Annars sagði hann, að hljóm- sveitin tæki upp þráðinn þar, sem frá var horfið, þegar Mike og Ari komu i spilið. „Við ætlum að æfa upp frumsamin lög, en halda siðan til Danmerkur i sumar, þar sem okkur hefur verið heitið starfi við góðan klúbb”, sagði Ólafur. — ÞJM.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.