Vísir - 22.03.1973, Side 3

Vísir - 22.03.1973, Side 3
3 Vísir. Fimmtudagur 22. marz. 1973. Blað Braga Jósefssonar orðið landsblað hannibalista „Samfökin hofo nú fengið mólgagn" BlaðiA Þjóðmál var kosninga- blað Braga Jósefssonar i Vest- mannaeyjum, þegar hann var i framboði til þings. „Nýtt land hefur nokkuð lengi ekki verið máigagn Samtakanna,” scgir Halidór S. Magnússon fram- kvæmdastjóri flokksins „Sam- tökin liafa nú fengiö máigagn, þar sem Þjóðmál er.” Stuðningsmenn Hannibals og Björns hafa breytt Þjóðmálum i landsblað. Það hefur komið út tvisvar i þvi formi. „Þetta er aðeins til bráðabirgða,” segir Halldór. „Við ætlum með vorinu að hefja reglulega útgáfu blaðs.” „Það eru eingöngu sjálfboða- liðar, sem að þessu vinna. Hall- dór er fastur starfsmaður þing- flokks hannibalista með skrif- stofu i Vonarstræti, þar sem i sama húsi eru þingflokkar Framsóknar og Alþýðubanda- lags. Nýtt land ákærði keppi- nautana við Þjóðmál fyrir að nota sima Alþingis. „Það gerum við ekki,” segir Halldór. „Hið eina er, að i blaðinu er sagt, að nýir áskrifendur geti hringt i þennan tima, þar sem ég starfa. Hér er sambýli þingflokka við Vonarstræti — „Og vinstri manna” hefur veriö limt neðan við „Samtök frjálslyndra” á miðanum, kannski við nafnbrevtinguna. Hér svarar Halldór, ef menn vilja verða áskrifendur að Þjóðmálum. „Kosningahúmor" ó skrifstofum Nýs lands „Við erum ekki að gefast upp" Meðan sundrungin gerist alger i berbúðum „Samtak- anna” i Reykjavik, efla báðar fylkingar starf sitt, og mikil- vægur þáttur er blaöaútgáfa. Nýtt land var blað Samtakanna, en það er i höndum stuðnings- manna Bjarna Guðnasonar. Fylgjendur llannibals og Björns i Keykjavik geta ekki unað við slikt og gefa nú út eigið biað i Reykjavik, „Þjóðmál”. Visir sky ggndist i gær bak viö tjöldin i þessari blaðaútgáfu beggja vegna viglinunnar. „Við erum alls ekki að gefast upp,”, segir Garðar Viborg ábyrgðarmaður Nýs lands, sem við hittum við umbrot blaðsins i prentsmiðju Þjóðviljans ásamt Björgúlfi Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra útgáfufélagsins Hugins h.f. „Þvert á móti mun- um við herða sóknina og skipu- leggja starf um allt land. Mér segir einnig hugur um, að ekki sé langt i næstu kosningar,” segi Garðar. Nýtt land kemur út vikulega i náiægt fjögur þúsund eintökum. „Það er kannski fullmikið sagt, að blaöið skili hagnaði,” segir Björgúlfur. „en það er ekki langt frá þvi. Blaðið hefur haft rikisstyrk. sem var á siðasta ári á fjórða hundrað þúsund krónur. Eigandi blaðsins er hluta- íélagið Huginn, sem i eru 30-40 hluthafar,” segir Björgúlfur. Samtökin i Reykjavik, félagið sem stuðningsmenn Bjarna ráða, á stærstan hlut, en engan veginn helming. Hins vegar munu liðsmenn Bjarna i mikl- um meirihluta i stjórn hluta- félagsins. Hannibalsmenn vildu hlutafé fyrir rikisstyrkinn „Þeir buðu okkur einkenni- lega kosti,” segja þeir um meirihluta hannibalista i stjórn landssamtaka SFV-flokksins. „Þeir buðu, að við gætum haldið rikisstyrknum áfram, en fram- kvæmdastjórn landssamtak- anna fengi jafnan hlutafé sem styrknum næmi. Með þessu,” segir Garðar, „hefði verið skammt að biða þess, að stuðn- ingsmenn Hannibals hefðu fengið meirihluta i hlutafélag- inu,” þar sem þeir ráða stjórn flokksins á landinu sem heild. Og nú getursvo farið, að Nýtt land missi rikisstyrkihn. Kannski fær blað hannibalista, „Þjóðmál”, styrkinn. Björgúlfur segir, að fjármála- ráðuneytið hafi dregið i land hótun um að svipta Nýtt land opinberum auglýsingum, og fái blaðið slikar auglý.singar eins og önnur blöð, segir hann. Tveir fastir starfsmenn eru við blaðið, auk þess sem Bjarni Guðnason og Garðar vinna kannski um hálft starf við það, svo að segja mætti, að fastir starfsmenn séu þrir alls. Blaðið er i góðum húsakynn- um, fjögurra herbergja, við Laugaveg 28. Þar skal verða fundarstaður fyrir stuðningsmenn Bjarna. Nú eru 12 i ritnefnd blaðsins og þangað komnir fulltrúar frá landshlutunum, sem lita má á sem visi að stofnun nýs flokks, stuðningsmanna dr. Bjarna. „Klofningurinn hlýtur að vera báðum til bóta að mörgu leyti ', segir Garðar. „Þessir hópar áttu ekki saman.” Á skrifstofur Nýs lands kom nokkuö margt manna, meðan blaðamenn Visis stóðu þar við. Það var „kosningahúmor” i mönnum. „Lausasalan hefur aukizt, siðan slagurinn byriaði sögðu ráðamenn. — HH Forráðamenn Nýs lands: Garðar Viborg, ábyrgöarmaður, Lárus B. Haraldsson ritstjórnarfulltrúi og Björgúlfur Sigurðsson framkvæmdastjóri I prentsmiðju Þjóðviljans. enda er ekki um önnur húsa- kynni að ræða.” Blaðið Þjóðmál vill ekki standa Nýju landi að baki. Út- gefin eru um fjögur þúsund ein- tök. Útgáfan er i samræmi við samþykkt flokksstjórnar Sam- takanna frá i haust um útgáfu blaðs þar sem menn töldu Nýtt land starfa i ósamræmi við stefnu meirihluta stjórnenda flokksins. Blaðið er prentað i prent- smiðju Guðmundar Benedikts- sonar. „Það er lifrænt og skemmtilegt verkefni að gefa út þetta blað,” segir Guðmundur, sem lét þess getið, að i prent- smiðjunni væru þrir tsfirðingar og hann hafði ánægju af að starfa fyrir Hannibal, enda gert það i prentsmiðju á Isafirði, þegar Hannibal hófst til mann- virðinga forðum daga. Halldór S. Magnússon segir, að sá hópur, sem standi að Nýju landi „hafi ekki hug á að starfa innan Samtakanna”. Bragi Jósefsson, sem sagt er, að muni að nýju taka við stjórn þessa gamla blaðs sins, tók i sama streng. Abyrgðarmaður að siðustu út- gáfu Þjóðmála hefur verið Jón Sigurðsson. —HH Blað hannibalista i fæðingu I prentsmiöju Guðmundar Bene- diktssonar. URÐU AF FERÐ TIL MIAMI /• Fl auglýsti ferð, en varð að aflýsa Það liafa liklega verið sár von- brigði fyrir þá, sem áttu fyrir höndum ferð til Miami, þegar það kom i Ijós nokkrum dögum fyrir brottför, að ekkerl yrði úr ferðinni. Flugfélag íslands auglýsti eina ferð þangað suður, en upphaflega áttu tvær af vélum félagsins aö fara þangað i skoðun, sem ekki er enn hægt að framkvæma hér- lendis, aö þvi er Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Ft, tjáði blaðinu. „Reglur um leiguflug komu i veg lyrir, að hægt yrði að fara”, sagði Sveinn meðal annars. Það eru ameriskar reglur, sem segja til um. að i slikar ferðir verði að taka sig saman landsmálafélög. Landsmálafélagið Vörður bauö félagsmönnum upp á þessa lerð. þar sem góö kjör voru i boði, en Sveihn sagði, að sennilega helði þetta verið hægt með lengri fyrir- vara. Enda vannst ekki timi til þess að upplylla þær kriilur. sem settar voru. Við höfðum samband við llilmar Guðlaugsson hjá Verði. og sagði hann, að sökum lá- tnennis hefði orðið að hætta við fyrirhugaða ferð. Um 20-30 trtanns höfðu pantað. en ferðin var ákveðin 7 marz. Það má geta þess, að hart var deilt á Vörð fyrir að bjóða upp á slika ferð, á meðan allt gekk á afturfótunum i Eyjum. og eftir slika atburði, sem þar höfðu átt sér stað. Hefur það kannski átt sinn þátt i slæmri þátttöku. En vélar flugfélagsins fóru ferðina samt ekki til einskis, þó að engir farþegar væru um borð. I staðinn var flutt fragt, og seinni flugvclin, sem kom til landsins i fyrradag flaug til að mynda til Flórida.Brussel og Afriku. .Sveinn Sæmundsson kvað þetta atvik ekki einsdæmi, og tók það fram, að mikil bréfaskipti hefðu átt sér stað á milli amerisku flug- málastjórnarinnar og Flug- lélagsins vegna þessa. —EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.