Vísir - 22.03.1973, Síða 13

Vísir - 22.03.1973, Síða 13
Vísir. Fimmtudagur 22. marz. 1973. 13 1 □AG | D KVÖLD Q □AG | D □ J :□ > * Q □AG „Furöuverkið” fer á ferðaiag um landið. Sýningar verða á Suðvesturiandi í fyrstu. Þetta leikrit er fræö- andi, og krökkum, sem sáu það i Grindavík, virtist þykja það skemmtilegt. Krakkarnir fá að vera meö og kalla fram í, þegar þeir vilja. í kvöld heyrum viö álit nokkurra barna á þessu leikverki. A myndinni sjást fornir fuglar og risaeðla, Halla Guömundsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Sigmundur örn Arngrimsson. Útvarp klukkan 19.20 í kvöld MENNTAMÁLARÁÐ, FURÐUVERK O.FL. Krakkar eru spurðir hvað þeim finnist um harnasýningar I þætt- inum Giugginn i kvöld. Mörgum hefur fundizt kyndugt, að full- orðnir menn eigi að vera dómarar yfir barnasýningum, þar sem þessar sýningar séu alls ekki miðaðar við smekk fullorðinna manna. Það má eflaust fullyrða, að börnin séu beztu dómararnir á sýningarnar að vissu marki, þó að hrifnæmi og lftill samanburður hái kannski afstæðu mati þeirra. Það er þó ekki óliklegt, að skemmtilegra verði að hlusta á börn tala um barnasýningu heldur en þá fullorðnu. Það er Sigrún Björnsdóttir, sem spyr börnin spurninga og ræðir við þau um hina nýstárlegu sýningu Þjóðleikhússins, „Furðurverkð”, og einnig verður fjallað um aðra skemmtilega sýningu, eins og Sigrún orðaði það. En það er leikbrúðusýningin „Leikbrúðuland”. Þar eru nú sýndir þrir stuttir þættir á einni sýningu, allir um Meistara Jakob. Guðrún Helgadóttir verður að þessu sinni með spjall, sem hún átti við Ingu Birnu Jónsdóttur, formann menntamálaráös. Sagði Guðrún okkur, að í spjalli þeirra kæmu fram nokkur nýstárleg at- riði og forvitnileg, meðal annars að þvi er varðar kvikmyndagerð, hljómlist og útgáfustarfsemi á vegum ráðsins. Ekki fékkst vitneskja um hlut Gylfa Gislasonar að þættinum. — Lö Útvarp kl. 21.40 í kvöld ÞURRKAST INDÍÁNAR ÚT? Haraldur ólafsson flytur tiðum fróöleg erindi I rikisútvarpið. Hann hefur talað mikið um nátt- úruvernd, þriðja heiminn og nú er hann byrjaður að tala um það, sem hann kallar fjórða heiminn, en þar mun hann eiga viö minni- hlutahópa hvar sem þeir finnast á jarðarkringlunni. Það má segja að það séu orð i tima töluð hjá Haraldi ólafssyni lektor, þegar hann ræðir um Indiána i kvöld. Undanfarið hefur komið hér á landi skriða af frétum um ýmis- legt tengt Indiánum á einn eða annan máta. Fyrst var byrjað að sýna myndina Little Big Man, siöan tók Þjóðleikhúsið til sýn- inga leikritið „Indiána”. Bæði þessi listaverk fjölluðu um Indi- ána i Norður-Ameriku fyrir mörgum árum. Bæði tóku mið af nútiðinni og minntu á hana, og i báðum kom fram svipuð skoðun á hlutskipti Indiána. Þegar þetta gerist hér norður á Islandi og menn eru enn aö ræða þetta sin á milli, kemur svo skyndilega straumur frétta um núlifandi Indiána, sem eru að mótmæla kjörum sinum og hafa uppi harðar aðgerðir til að fylgja kröfum sinum eftir. Og nú er svo komið, að þeir eru sveltir, þar sem þeir hafast viö, i bænum Wounded Knee. En þetta átti að vera til að vekja athygli á erindi Haralds Ólafssonar. Þetta er i annað skiptið, sem hann ræðir um Indi- ána. I siðasta erindi fjallaði hann um Indiána i Suður-Amerfku. Hann segir, hvernig þeir eru við- ast orðnir að kúguðum minni- hlutahópum sem alls staðar eru óvelkomnir. Yfirskrift erindisins i kvöld er enda: „Er verið að út- rýma Indiánum?”, svo að Har- aldi finnst greinilega ekki ótima- bært að varpa þessari spurningu fram á þessu herrans ári 1973. Þetta er sem sagt vakandi mál núna, eins og árið 1851, þegar eftirfarandi klausa var i skýrslu frá innanrikisráðuneytinu banda- riska: „Þvi verðu ekki leynt, að grip- deildir Indiána á landamæra- svæðunum hafa haft i för með sér mikinn vanda. Framrás þjóðar vorrar þvingar innfædda til að yfirgefa arðsöm landsvæði og leita hælis á ófrjósömum svæðum, þar sem hvorki fyrir- finnst akur né villibráð: knúöir af hungri stela þeir hestum land- nemanna, múldýrum og naut- gripum til að bæta upp vandræði sin og fullnægja kröfu náttúrunnar. I slikum tilvikum er þeim þegar veitt eftirför, og verði þeir fangaðir, er þeim refsaö harðlega. Það skapar afturámóti .W.V.'.V.W.V.W.V.V.VAW.V.'.V.V.V.V.V.V.V.1 * Spáin gildir fyrir föstudaginn 23. marz u m M Nl " r 'A v* m Hrúturinn,21. marz - 20. april. Það litur út fyrir, að það muni borga sig fyrir þig að beita tals- verðri dirfsku i samskiptum þinum við aðra i dag t.d. varðandi samninga. Nautið, 21. april - 21. mai. Góður dagur, ekki hvað sizt hvað snertir öll samskipti við gagn- stæða kynið, eins að gera þá ráð fyrir þvi um leið, að þar sé ekki allt sem sýnist. Tviburarnir, 22. mai - 21. júni. Þú skalt athuga alvarlega endurskipulagningu i allri starfstil- högun, eins mundi ekki saka, þó að þú endur- skoðaðir fjármálin við tækifæri. Krabbinn, 22. júni - 23. júli. Þetta getur orðið dálitið erfiður dagur, og þá sér i lagi fyrir ein- hvern misskilning, þinn eða annarra, sem ekki er gott að átta sig á i bili. Ljónið,24. júli - 23. ágúst. Að mörgu leyti glæsi- legur dagur, sér i lagi hjá þeim, sem fást aö ein- hverju leyti við hönnun eða undirbúning meiri háttar viðfangsefna. Meyjan,24. ágúst - 23. sept. Ekki atkvæðamikill dagur, en það sem gerist og til atburða getur talizt mun verða fremur jákvætt, að minnsta kosti þegar frá liður. Vogin, 24. sept. - 23. okt. Segöu ekki hug þinn allan i dag, en reyndu þvi meir aðgera þér grein fyrir, hvað aðrir munu hugsa, og láta ekki upp- skátt eins og er. Drekinn,24. okt. - 22. nóv. Þó að eitthvað miður æskilegt komi fyrir þig i dag, ættirðu ekki aö láta á þvi bera, en telja öðrum of gott að hlakka yfir mistökum þinum. Bogmaðurinn, 23. nóv. - 21. des. Þú skalt ekki gera neina samninga i dag, nema þaðsé öruggt, aö þeir séu þér i hag. Taktu loforð ekki sem góða og gilda vöru. Stcingcitin,22. des. - 20. jan. Verði þér trúað fyr- ireinhverju leyndarmáli i dag, skaltu varðveita það vel, en verði leitað ráða hjá þér, skaltu hugsa þig vandlega um. Vatnsberinn 21. jan - 19. febr. Þú kemst i kynni við einhvern, sem þér gengur erfiðlega að átta þig á, og ættirðu að athuga, hvort ekki er viss- ara að vera á verði gegn honum. Fiskarnir,20. febrúar - 20. marz. Þótt þér kunni að finnast, að allt snúist sama hringinn aftur og aftur, er um nokkra framsókn að ræða hjá þér i dag og árangur talsverður. I S I I í í .v.v.v.vv: haturskennd hjá Indiánunum, sem leiðir til ofbeldisverka, er bitna á friðsömum borgurum og eignum þeirra. Landið allt logar þvi i uppþotum, og fylgja þeim eyðileggjandi styrjaldir með blóðugum fórnum og efnalegum skaða. Það er álit okkar, að þetta sé i flestum tilvikum hinn eigin- legi bakgrunnur baráttu okkar við Indiána.” Nú eru Indiánar viðast hvar horfnir i risasamfélögin, og hnefarétturinn er ekki eins al- gildur og á þessum dögum. Lög og regla hafa sterka arma, sem koma i veg fyrir atburði svipaða þeim, sem gerðust i þann tið. Að þvi leyti er hlutskipti minnihluta- hópanna, hvort sem þeir heita Indiánar eða eitthvað annað, ömurlegra nú en áður. Það þýðir ekkert fyrir þá að risa upp á afturfæturna. Þá fer eins og i Wounded Knee. — Ló IÍTVARP • 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Barnatími: Soffia Jakobsdóttir stjórnar. a. Æsir og Asynjur. Goðfræði- leg kynning i ljóðum og lausu máli, með söngvum úr nýju leikriti eftir Böðvar Guðmundsson. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Indriði Gislason lektor flytur þátt- inn. 19.25 Glugginn. 20.05 Samleikur i útvarpssal. Konstantin Krechler, Vladimir Dedek, Allan Williams og Pétur Þor- valdsson leika Strengja- kvartett nr. 6 i F-dúr op. 96 eftir Dvorák. 20.30 Leikrit: „Ast Don Pcrlimplins á Belísu i garði hans” eftir Frederico Garcia Lorca. Þýðandi: Guðbergur Bergsson. Leik- stjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur:: Don Perlimplin, Rúrik Har- aldsson. Belisa, Valgerður Dan. Marcolfa, Sigriður Hagalin. Móðir Belisu, Magrét ólafsdóttir. Húm- vofur, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Soffia Jakobs- dóttir. 21.15 Ctvarpskórinn i Riga syngur, lettnezk lög. Söngstjóri: Ed.gar Rachevský. 21.40 Er verið að útrýma Indiánum? Haraldur Ólafss. lektor flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (27) 22.25 í sjónhending. Sveinn Sæmundsson talar viö Jón Asmundsson i Hafnarfirði, sem rifjar upp ýmislegt frá ferli sinum til sjós og lands. 22.55 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guömundar Jónsson pianó- leikara. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. '.V.V.VAV.VAV.V

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.