Vísir - 22.03.1973, Side 16
vísm
Fimmtudagur 22. marz. 1973.
„Lögbannið
gildir hvert
sem nafnið er"
„Svo lengi sem þetta er taliö
vera sama féiagiö, skiptir ekki
máli, hvort tekin er ákvöröun um
aö breyta nafni þess”, segir Logi
Guðbrandsson lögfræöingur
Bjarna-manna.
Logi segir einnig, aö ekki sé
heimild i lögum félags „samtak-
anna” i Reykjavik til að breyta
nafni félagsins nema á aöalfundi.
Þótt nafnbreyting, sem hanni-
balistar gerðu, hafi verið bundin
þvi skilyrði, að hún hlyti staöfest-
ingu á næsta aðalfundi félagsins,
geri lög félagsins ekki ráð fyrir
slikri „skemmri skirn”, segir
Logi.
Hann telur þvi, að úrskurður
um lögbann gildi, hvert svo sem
nafn félagsins sé. — HIL
Togaraverkfalli
lýkur í dag
Kikiö mun punga út 6-S milljón
krónum til að leysa togaraverk-
falliö, sem hefur staöiö i (>() daga.
Hikisstjórnin ætlar aö lögfesta
lokatilboö yfirmanna, sem
samninga cn greiöa úr rlkissjóöi
mismuninn á þvf tilboöi og loka-
tilboöi útgeröarmanna.
Frumvarpið verður væntanlega
samþykkt sem lög i dag. Það var
samþykkt i neðri deild seint i
gærkvöldi, með atkvæðum
stjórnarflokkanna, en stjórnar-
andstaðan sat hjá.
Sjálfstæðismenn lögðu til, að
málinu yrði visað i gerðardóm.
Það var fellt með 20:14 og þrjár
breytingartillögur, sem voru frá
Pétri Sigurðssyni, Alþýðuflokks-
mönnum og Sverri Hermanns-
syni, voru felldar. Þessar tillögur
fjölluðu um, til hvaða skips-
manna sérstök ákvæði frum-
varpsins skyldu taka. -HH.
Meðalœvi í heiminum:
BARÁTTAN
HARÐNAR
Meöalævi kvenna er hæst i Svi-
þjóð, þá llollandi og svo tslandi.
Meðalævi karla er hæst i Sviþjóð,
þá Noregi og llollandi og siöan ts-
landi og Ilanmörku.
Konur veröa aö jafnaði T6,5 ára
gamlar i Sviþjóö, 7(>,4 ára í Hol-
landi, 7(>,3 ára á tslandi og 76 ára i
Noregi.
Karlar verða aö jafnaöi 71,9 ára
i Sviþjóð, 71,0 ára i Noregi og llol-
landi og 70,7 ára á tslandi og i
I)an mörku.
Meöalævi kvenna var hæst á
tslandi á árunum 1961-1965, en
siöan náðu Svíþjóð, Holland og
Noregur islandi i þeim efnum.
— HH.
SÍNE um Hannibal:
„Undansláttarsemi
við auðhringa"
„Ailar tilraunir ýmissa inn-
lendra aöila i þá átt að þvæla ts-
lendingum fyrir dómstólinn i
Haag eru undansláttarsemi við
alþjóða-auðhringa og algjörlega .
andstæður hagsmunum tslend-
inga”.
Þannig er sagt i yfirlýsingu
Sambands islenzkra námsmanna
erlendis (StNE) um stefnu
Hannibals gagnvart Haag.
StNE-menn álita, að íslendingar
viðurkenndu lögsögu dómstóls-
ins, ef þeir sendu fulltrúa fyrir
dómstólinn i Haag. tslendingar
yrðu þá „að viðurkenna bráða-
birgðaúrskurð dómstólsins frá
þvi i sumar og hætta að trufla
landhelgisbrjóta, telur SINE, til
að flækja ekki málið, meðan dóm-
stóllinn fjallar um það. Verndun
islenzks hersvæðis innan 50 miln-
anna yrði þar með skotið á frest
um ófyrirsjáanlegan tima”.
Svo segir SINE. — HH.
VARNARGARÐURINN VARÐ
ÞÁ BARA TIL TRAFALA
8 hús undir hraun síðan í gœr — Mörgum vöknaði um augu að horfa upp
á eyðileggingu híbýla sinna
Mikiö gos var I Eyjum I morg-
un, hraunrennsli talsvert, en
gas var i lágmarki. Enda var
heldur hvasst I morgun, en þó
fór að lygna þegar liða fór á
morguninn, meö hægum suö-
vestan.
Hraunrennslið heldur áfram
við verkamannabústaðina svo-
kölluðu, og virðist einna mest
við Urðaveg. Siðan i gærdag,
eru 8 hús komin undir hraun, og
hraunið er nú alveg komið að
þvi niunda. Þrir verkamanna-
bústaðanna eru komnir undir. A
þremur dögum hafa þvi 20 hús
farið undir hraun.
Þar sem áður hafði verið
reistur varnargarður, sem átti
að hefta framrás hraunsins,
hafa heldur betur orðið enda-
skipti á hlutunum. Varnargarð-
urinn virðist heldur ógagn en
hitt, þvi alls ómögulegt er að
dæla i gegnum garðinn, til þess
að kæla hraunið.
Eina vonin er nú bundin við
nýja varnargarðinn, sem er stór
og mikill. Þar hefur hraun ekki
komist að ennþá, en ef það færi
yfir hann, er hraun komiö á
jafnsléttu upp i bæinn.
Menn hafa verið á stöðugu
undanhaldi að undanförnu með
dælur og slöngur, en nú er verið
að reyna áð koma þeim fyrir á
nýjan leik. Margt hefur þó
gengið á móti, vélar hafa brætt
úr sér og annað slikt. Reynt hef-
ur verið að gera tilraunir meö
að dæla á hraunið að ofan, en
það hefur gengið brösuglega.
Virðist nú helzt sem varnar-
garðurinn sem búið var að
leggja svo mikla vinnu i, verði
til trafala. Hraunið fer ekki yfir
garðinn, en það ýtir honum
hægt, og hægt á undan sér á
stöku stað.
Þegar við höfðum samband
við Eyjar i morgun, var komið
svartsýnishljóð i mjög marga,
jafnvel þá sem hafa staðið að
kælingu á hrauninu.
Vatn kom aftur um klukkan
þrjú i gærdag á þá staði þar sem
vatnslaust haföi verið þá um
morguninn, en þá hafði fiski-
mjölsverksmiðjan minnkað af-
köstin um helming, en talsvert
magn af vatni er notað þar.
Mjög ströng gæzla er höfð á
þvi að menn hætti sér ekki að
óþörfu inn i miðbæinn. Súrefnis-
grimur hafa nú bætzt við, og
hefur lögreglan til dæmis 10
undir höndum. Einnig hafa þeir
sem þurfa að stunda vinnu á
hættusvæðinu súrefnisgrimur,
sem koma að miklu gagni.
t morgun var gasið mælt, og
þá kom i ljós að þaö var i lág-
marki, en búast má við að það
aukist aftur, ef eitthvað fer að
lygna að ráði.
„Vonleysishljóð er i mörgum
hérna núna, enda engin furða,
þar sem hraun viröist renna
sina leið þrátt fyrir allar aö-
gerðir”, sagði einn lögreglu-
maður sem við ræddum við i
morgun.
„I gærmorgun þegar hraun
fór að renna yfir verkamanna-
bústaðina brustu sumir eigend-
anna i grát”.
— EA.
„Vildum ekki lóta eyðileggja
aðra kosningu
## — segir Davíð Oddsson um
„fcg frétti ekki af þessari utan-
kjörslaðakosningu fyrr en
klukkan hálftólf kvöldið áður en
hún átti að fara fram. Og þá varð
þaðbaravegna þess, aö kunningi
minn, sem hafði heyrt af henni,
sagði mér frá hcnni”. Þetta sagöi
Davið Oddsson, aðalfram-
bjóðandi Vöku við kosningar til
Háskólaráðs aö þessu sinni.
Davið stóð, sem kunnugt er,
fyrir þvi, að lögbann var sett á
áðurnefnda utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu. Visir spurði
hann hverjar ástæður hefðu verið
helztar til þess.
lögbannsaðgerðina
— Mér er sú ástæða efst i huga,
að þarna er um að ræða freklega
mismunun á milli nemenda
skólans. Margir háskóla-
stúdentar þurfa að vera
fjarstaddir, þegar kosningin fer
fram. Ef á annað borð er farið út
i að láta fólk kjósa utan kjör-
Eins og líkum lætur hefur lögfræðideildin skeggrætt lögbannið. Hér eru þrir tilvonandi lögfræöingar I
slikum samræðuin. Davið Oddsson, form Vöku á litlu myndinni.
staðar, þá á þetta fólk að fá að
gera það alveg eins og þessir
náttúrufræðinemar.
önnur ástæða var sú, að engar
reglur voru til um utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu i kosningum til
Háskólaráðs, og við vildum ekki
láta eyðileggja kosninguna I
annað skipti á mánuði með
klaufaskap i kjörstjórn.
Ég er frekar hlynntur, að fólk
fái að kjósa utan kjörstaðar, ef
það kemur ekki atkvæðagreiðslu
við á kjördegi, en þá verður jafnt
yfir alla að ganga. Ég væri ekki
að bjóða mig fram, ef ég hefði á
móti þvi að fólk kysi.
A fundi með kjörstjórn i gær-
kvöldi lagði Davið Oddsson þvi
til, að kosningunum yrði frestað
um eina viku. Þar sem komið
hefði fram hjá kjörstjórn, að hún
hefði auglýst kosningununa vit-
laust, þannig að löglegar kosning-
ar gætu ekki farið fram á morgun
— föstudag.
Davið benti á, að hann hefði
lagt til að fresturinn yrði i viku,
vegna þess að þá yrðu náttúru-
fræðinemarnir komnir heim úr
Færeyjaferð sinni.
— Markmiðið með lögbanninu
var alls ekki það að hindra þetta
fólk I að kjósa, heldur vildum við,
að það eins og allir, fengi að kjósa
á sama grundvelli sagði Davið að
lokum.
— LÓ/ÓG.
m
LAFÐIN AÐ KOMA?
Töskur brezku sendimannanna Pooley (t.v.) og Keeble voru ekki siöur ábúöarmiklar en þeir sjálfir. Hér
eru þeir að ræða við McKenzie sendiherra i morgun. A myndinni til hægri arkar Lúðvik til fundar nreð
tviræðan svip á aiullitinu. Að baki hans eru þeir Magnús Torfi og Einar Ágústsson (Ljósm. VIsis BG).
Mikilvœgur fundur
um londhelgismól
í morgun
„Við vonumst eftir að ná sam-
komulagi um ráðherrafund.
Þaö er varlegast að segja ekki
mikið annað, og liklega munum
við ekkert geta sagt eftir
fundinn heldur,” sagði
McKenzie sendiherra Breta i
anddyri utanriksráðuneytisins.
Mikilvægur fundur um land-
helgisdeiluna var að hefjast.
Sendiherra hafði fengið liðs-
styrk tveggja sérfræðinga frá
London, Keeble aðstoðarráðu-
neytisstjóra i utanrikisráðu-
neytinu og Pooley frá sjávarút-
vegsráðuneytinu.
í liði islands voru þrir ráð-
herrar, Einar, Ldðvik og
Magnús Torfi, með meiru.
„Ég segi bara allt gott,” sagði
Einar.
Niðurstöðurnar gætu orðið, að
lafði Tweesmuir birtist aftur á
sviðinu.
-HH.