Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 6. aprfl. 1973 5 AP/MTB ÚTLÖNDS MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Watergatemálið reið yfirmanni FBI að fullu L. Patrick Gray III., sem Nixon forseti hafði tilnefnt sem yfirmann FBI, dró sig i hlé i gær, og um leið dró Nixon tilnefninguna til baka. Eftir að Nixon forseti hafði tilnefnt Gray, sem hefur verið settur yfirmaður FBI, siðan Hoover féll frá, kom Gray fyrir eina af rannsóknarnefndum öldungadeildar Banda- rikjaþings. Til þess að ganga úr skugga um að Gray væri ekki of póli- tiskur til þess að stjórna alríkis- lögreglunni, gengu demókrata- þingmennirnir i nefndinni hart að honum í yfirheyrslu um, hvernig hann hafði stjórnað FBI þennan tíma, sem hann hefur verið yfirmaður þar. Kom þá í ljós, að Gray hafði látið John Dean, lögfræðilegan ráðunaut forsetans, hafa allar skýrslur um rannsókn L. Patrick Gray III: Water- gatehneykslið bitnaði á hon- um. kosninganjósnanna i Water- gatebyggingunni, meðan ennþá var unnið að rannsókn málsins. Og ennfremur hafði hann leyft Dean að vera viðstöddum yfir- heyrslur ýmissa starfsmanna Hvíta hússins. — En rannsókn Watergatemálsins gekk m.a. út á að kanna, hvort ekki væru fleiri við málið riðnir en þeir, sem staðnir voru að verki eftir innbrotið i aðalskrifstofur demókrataflokksins i Water- gatebyggingunni. Marga hafði grunað, að nánustu samstarfs- menn forsetans og fulltrúar i Hvita húsinu kynnu aö vera við málið riðnir. Svör Grays við spurningum nefndarmanna urðu til þess, að þeir óskuðu eftir, að Dean yrði látinn mæta fyrir nefndina einn- ig, en þvi neitaði Nixon. — Eftir þessar uppljóstranir tók Gray upp þann háttinn að nota sér réttinn til þess að svara ekki spurningum, og var þá fíjótlega hætt yfirheyrslunum. Þingmennirnir töldu, að Gray hefði sýnt of mikla samvinnu- lipurð við stjórnina i Hvita húsinu, og verið of fljótur til þess að láta undan þrýstingi þaðan. Þegar Nixon tilkynnti þá ákvörðun sina i gærkvöldi, að draga til baka uppástungu sina um Gray sem næsta yfirmann FBI, sagði hann, að það lægi ljóst fyrir, að þingið mundi aldrei samþykkja þessa tilnefn- ingu. Hann sagði, að það væri leitt að vita til þess, að „full- komlega eðlileg og nauðsynleg samvinna Gray’s við æðstu stjórn landsins hefði vakið tor- tryggni, og orðið til þess að spilla ágætis orðstir manns, sem hefði stjórnað FBI með ágætum og hefði verið liklegur til að gera það áfram.” Tilkynning forsetans var kunngerð klukkustundu eftir, að Gray hafði I simtali við dóms- málaráðherrann, Kleindienst, tilkynnt honum, að hann mundi draga sig i hlé. Biður USA aldrei um hermenn aftur Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam, sagði i gær, að hann mundi aldrei aftur biðja Bandarikin um að senda hermenn til Vietnam. Forsetinn, sem svaraði spurningum fréttamanna á sér- stökum fundi meö þeim i gær, taldi, aö Suður-VIetnam gæti bjargazt af án aðstoðar bandariska flughersins. Hann Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam, er staddur I Bandarikjunum I stuttri opin- berri heimsókn, en það er fyrsta heimsókn hans sfðan 1960. Hann hefur átt viðræður við Nixon forseta um hugsan- lega efnahagsaðstoð Banda- rikjanna viö Suður-Vietnam. sagðist viss um, að stjórnarher- inn gæti hrundið stóráhlaupi úr norðri. Thieu forseti lagði hins vegár áherzlu á það, að Suður-Vietnam þarfnaðist efnahagsaðstoðar Bandarikjanna, meðan hlúð væri að iðnaði og landbúnaði, þar til landið gæti brauðfætt þjóðina. „Við viljum verða færir um að standa á eigin fótum svo fljótt, sem auðið verður”, sagði Thieu forseti. Thieu sagðist ekkert hafa á móti þvi, að Bandarikin veittu Norður-VIetnömum efnahagsað- stoð Slikt mundi stuðla að friði. En Bandarikjaþing samþykkti núna i gær tillögu demókrata- þingmanna um að Nixon forseti gæti ekki veitt Norður-Vietnöm- um efnahagsaðstoð, nema að hafa áður fengið til þess samþykki þingsins. Rœndu 33 milljónum úr banka Tóku 2 konur fyrir gísla, en slepptu svo Tveir ræningjar, sem eru á flótfa undan vestur-þýzku lögreglunni eftir að hafa framið bankarán í Munchengladbach i gær, létu í nótt lausar tvær kon- ur, sem þeir höfðu tekið sem gísla. Með þrjátiu og þriggja milljón króna ránsfeng óku ræningjarnir i stolnum Mercedes Benz suður á bóginn, en lögreglubilar fylgdu fast á hæla þeirra. Landamæra- verðir hafa lokað landamærunum við Frakkland, til þess að hindra, að ræningjarnir sleppi út úr land- inu. Sömuleiðis hafa landamæra- verðir Belgiu og Hollands verið beðnir um að hafa gát á þvi að ræningjarnir sleppi ekki þá leið- ina. Mennirnir tveirhöfðu farið inn i banka við aðalgötuna i Munchen- gladbach um fjögurleytið i gær (að staðartima), og lögðu á borð- ið hjá gjaldkeranum miða, sem á hafði verið vélritað: „Þetta er rán.” — Voru mennirnir vopnaðir vélbyssum. Þeir tóku tvær starfsstúlkur bankans, 19 og 29 ára gamlar, sem gisla. Kröfðust þeir einnar milljónar þýzkra marka i lausnargjald og svo bifreiðar til undankomu. Lögreglan lagði til bifreiðina, og ræningjarnir höfðu sig á burt með gislana og peningana. Skömmu fyrir miðnætti i nótt slepptu þeir yngri stúlkunni i út- hverfi Kölnar, en héldu hinni áfram. Hótuðu ræningjarnir að drepa hana, ef lögreglan hætti ekki eftirförinni. En nokkru siðar slepptu þeir henni einnig, og voru þá komnir á móts við Kirchheim- bolanden, sem er um 30 km norð- austur af Kaiserslautern, en þar um liggur hraðbraut til landa- mæra Þýzkalands og Frakklands. Siðar i nótt fann svo lögreglan bifreið ræningjanna i nágrenni Kaiserslautern. Sagði fulltrúi lög- reglunnar, að mennirnir hefðu greinilega haldið flóttanum áfram gótgangandi, og að lög- reglan hefði týnt slóð þeirra. Herkvínni í Wounded Knee afíétt Indiánarnir, sem i fimm vikur hafa haft sveitaþorpið, Wounded Knee, á valdi sinu, undirrituðu i gær sam- komulag, sem bindur enda á hersetu þeirra þar. Þegar eftir undirritun sam- komulagsins i gærkvöldi, virtist eins og fyrri fjandskapur hefði þurrkast út. Buðu Indiánarnir aðalfulltrúa dómsmálaráðu- neytisins við samningana I reið- túr, þegar gengið hafði verið frá samkomulaginu og menn höfðu tekið upp léttara tal. Hann endurgalt svo vinsemdina með þvi að bjóða Indlánunum með sér i flugferð i einni af þeim þyrlum, sem gát hafa haft á að- gerðum mótmælendanna. I samkomulaginu, sem var undirritað i stóru Indiánatjaldi, þar sem samningaviðræðurnar hafa farið fram, er gert ráð fyr- ir, að nefnd Indiána muni fara til samninga til Hvita hússinsog ganga frá samningum og skipun nefndar, sem rannsaka skuli, hvernig hviti maðurinn hefur haldið gerða samninga við rauðskinna. En ekki er gert ráð fyrir neinni sakaruppgjöf fyrir þá Indiána, sem þátt tóku I að- gerðunum i Wounded Knee. Sagði Kent Frizzell, aðstoðar- dómsmálaráðherra, að þeir Indiánar, sem liggi undir ákær- um, verði handteknir, eins og lög gera ráð fyrir. Eftir þvi að dæma, mega hinir 30 Indiánar vænta handtöku, þegar rikislögreglan fer inn i þorpið i dag. Og sennilega ekki færri annars staðar I Banda- rikjunum, þvi að all margir þeirra Indiána, sem þátt tóku i aðgerðunum i Sounded Knee, hafa laumazt þaðan út I gegnum varðhring lögreglunnar og sloppið burt. Leiðtogar Indiána og fulltrúi dómsmálaráðuneytisins ræða samkomulagsleiðir I „samn- ingatjaldinu”: — Frá vinstri talið: Russel Means, leiðtogi herskárra, Leonard Kráku- hundur, töfralæknir, óþekktur Indiáni, Ramon Robideaux (krjúpandi með teppi yfir herðum), sem er lögmaður Indíánanna, og maðurinn I kulda jakkanum er Kent Frizzell, aðstoðardómsmála- ráðherra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.