Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 17
17 Visir. Föstudagur 6. aprfl. 1973 í DAG | | í KVÖLD | í DAG 1 | í KVÖLD 17 | í DAG Sjónvarp kl. 20.30: Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi Karlar ! krapinu eru meðal efnis á dagskrá sjónvarpsins í kvöid, og þar sem þessir kariar lifa hinu mesta ævintýralifi, er ekki við öðru að búast en ein- hverju spennandi úr þeirri átt- inni. Þýðandinn Kristmann Eiðs- son fræddi okkur um þráðinn i þættinum I kvöld. Félagarnir tveir koma til bæjar og leggja leið sina beint inn á krána i bænum. Þar sitja menn við fjárhættuspil, og þeir félagar tylla sér niður við eitt borðið og spila póker við tvo aðra. Þegar á líður fer þá félaga að gruna að ekki sé allt með felldu i spilamennskunni og gruna spila- mennina tvo um að hafa brögð i tafli. Þeir ákveða að spyrja eiganda kráarinnar, sem i þessu tilfelli er kona, hvort þessir pókerspilarar séu á hennar vegum eða kráar- innar, eða hvort þeir séu henni ókunnir. Hún segir þá vera alls óvið- komandi sér og húsinu og félag- arnir setjast aftur við borðið og afhjúpa spilamennina. Og það er ekki að sökum að spyrja, þar hafa þeir eignazt óvini. Eigandi kráarinnar verður hrifin af þessum skörungsskap, og ræður piltana til sin. Hluverk þeirra á kránni á að vera það að fylgjast með þvi hvort nokkru sé hnuplað eða hvort nokkur óskundi fer þar fram. En þeir hafa ekki nema rétt tekið til við þetta nýja starf sitt, þegar eigandinn segir þeim upp starfinu, og til þeirra kemur ókunnur maður og segir þeim að koma sér burtu úr bænum, elleg- ar muni illa fara. Hvað liggur þarna á bak við og hver ástæðan fyrir þessu er, fáum við svo að sjá kl. 20.30 i kvöld. — EA Indiánarnir I Wounded Knee eru meðal efnis I Sjónaukanum í kvöld. A myndinni má sjá Indiána vopnaðan riffli i Wounded Knee, tilbúinn til alls. Sjónvarp kl. 22.05: Pacific Gas & Eletric Pacific Gas & Electric heitir hljómsveitin sem er á dagskrá sjónvarps- ins i kvöld, en sú hljómsveit er tiitölulega litt þekkt hér á landi. Sjón- varpsáhorfendum gefst þó tækifæri til þess að kynnast þeirri hljóm- sveit ögn betur, en sýnd verður upptaka, sem gerð var I fyrrasumar I Stokkhólmi. Þá kom hljómsveitin þar við á tónleikaferð sinni um Evrópu. Hljóm- sveitina skipa fjórir menn, en einn af þeim er söngvarinn Charlie Allen. Tveir sjónvarpsþættir voru gerðir en hér verður sýndur sá fyrri, kl. 22.05. — EA Sjónvarp kl. 21.20: SJÓNAUKINN: „NÚ GETA MENN GIFZT FYRRV. TENGDA- MÆÐRUM SÍNUM" Sjónaukinn er meðal efnis á dagskrá sjónvarpsins i kvöid, að þessu sinni i umsjón Sonju Diego, Ólafs Ragnarssonar, og Svölu Thorlacius, en Eiður Guðnason er kynnir. Það er margt fróðlegt sem ber á góma I þessum umræðu- og fréttaskýringaþætti, sem fjallar i kvöld að venju jafnt um innlend sem erlend málefni, og við höfðum samband við Ólaf og forvitnuðumst svolitið um efnið að þessu sinni. Eitt af þvi sem fjallað verður um er hringvegurinn um landið, og þar koma meðal annars fram Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri og Stefán G. Þórarinsson aðalféhirðir i Seðlabankanum. Þetta er i sambandi við það, að nú á að hefja aftur sölu á happ- drættisskuldabréfum og komið að næsta áfanga i hringvegarfram- kvæmdunum. Annað efni eru Indiánarnir i Wounded Knee, sem svo mikið hefur verið rætt um og ritað að undanförnu, og verður það nú tekið fyrir með máli og myndum i þættinum i kvöld. I þriðja lagi verður rætt við Armann Snævarr, hæstaréttar- dómara um nýja löggjöf um stofnun og slit hjúskapar, sifja- rétt og slikt. Þar eru ýmsar nýjungar og breytingar sem hafa átt sér stað, sem litið hafa verið kynntar og litið hafa verið ræddar. ,,Við ætlum svona að sýna fólki hvaða möguleikar eru fyrir hendi, menn geta vist gifzt tengdamóður sinni núna, þ.e.a.s. fyrrverandi tengdamóður”, fræddi Ólafur okkur á meðal annars. Að lokum verður svo sýnd mynd um islenzka unglinga sem eru á samyrkjubúi i Israel, en sem kunnugt er hélt hópur unglinga héðan erlendis fyrir skömmu. Unglingarnir eru viðs vegar af landinu, og munu þeir starfa i þrjá mánuði á samyrkjubúinu. Sjónvarpið lét kvikmynda þeirra daglega lif og hvernig það gengur til á þessum stað. Þessi mynd verður sýnd i Sjónaukanum i kvöld, enda er það nokkuð forvitnilegt, þvi ekki hafa allir hugmynd um hvernig störfum þeirra er háttað eða hvernig lifið gengur til á samyrkjubúum. Sjónaukinn er á dagskrá kl. 21.20. — EA □ m Nt ■þ ★ ¥ ¥ -k ■K * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ■k ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * S- * «- * «- * s- ★ s- * s- * s- + s- + s- + s- * s- * s- X- s- * s- ♦ s- + s- * s- * s- + s- ★ s- * s- + * s- ★ s- * s- + s- ★ s- * s- ★ s- ★ s- ★ s- ★ s- ★ s- * s- ★ s- * s- * s- * s- * s- * s- ★ s- * s- + s- * s- * s- ★ s- * s- X- s- + s- * s- Spáin gildir fyrir iaugardaginn 7. april. Hrúturinn,21. marz—20. apríl. Það litur helzt út fyrir að þú hafir það nokkuð á valdi þinu hvort dagurinn verður þér notadrjúgur. Þér bjóðast vissulega kjörin tækifæri. Nautið, 21. april—21. mai. Heldur svona að- gerðarlitill dagur, að þvi er séð verður, og naumast vert að byrja á nokkru nýju. En þægi- legur dagur eigi að siður. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þetta getur orðið góður dagur, en það er öruggara fyrir þig að flana ekki að neinu. Annriki getur orðið talsvert þegar á liður. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Hvernig sem allt veltist i kringum þig er liklegt að dagurinn verði þér ánægjulegur, og ef til vill einnig gagnlegur að vissu leyti. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Farðu þér hægt og ró- lega fram eftir deginum, þar eð svo getur farið að þú verðir að leggja dálitið hart að þér i kvöld við einhverjar framkvæmdir. Meyjan, 24. ágúst.-23. sept. Það litur út fyrir að þér gremjist iverulega einhver sóun kunningja þins, teljir að hann láti hafa af sér fé, og mun sönnu nærri. Vogin,24. sept.—23. okt. Margt bendir til að dag- urinn byrji vel, en heldur þyngist undir fæti þegar á liður. Ef til vill verður einhver óánægja innan fjölskyldunnar. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Ekki neitt sérlega góður dagur, I bezta lagi hlutlaus. Þannig að hvorki gerist neitt að ráði jákvætt eða neikvætt að kalla. Bogniaðurinn, 23. nóv,—21. des. Þú kynnist að öllum likindum einkennilegri persónu, sem vill að visu alit gott gera, en ferst það ekki alltaf eins vel og skyldi. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Þú virðist óvenjulega hikandi og ráðþrota i dag, og það án þess að nokkur raunveruleg ástæða sé til. Þvi mun bezt að fresta ákvörðunum. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Þér berast ef til vill fréttir, sem þér falla ekki allskostar, og ekki er heldur útilokað að þær séu að einhverju leyti ýktar. Fiskarnir,20. febr.—20. marz. Þú stendur i ein- hverjum framkvæmdum, sem valda þér erfið- leikum og áhyggjum, en sem betur fer breytist það innan skamms. IÍTVARP # 13.15 Með sinu lagi.Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.15 Búnaðarþáttur (endur- tekinn) óli Valur Hansson ráðunautur talar um klipp- ingu trjáa og runna. 14.30 Siðdegissagan: „Lifs- orrustan” eftir óskar Aðal- stein.Gunnar Stefánsson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar Maureen Forrester syngur 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Þjóðlög frá ýmsum löndum 17.40 Tónlistartimi barnanna Sigriður Pálmadóttir sér um timann. 18.00 EyjapistiII. Bænarorð. Tönleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra k völdsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þáttinn, 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands I Háskólabiói kvöldið áður. Stjrfrnandi: Vladimir Asjkenazý. Einleikari á pianó: Misha Dichter frá Bandarikjunum a. Pianó- konsert nr. 2 i B-dúr op. 83 eftir Johannes Brahms. b. Sinfónia nr. 5 i e-moll op. 64 eftir Pjotr Tsjaikovský. 21.45 Um siglingu á Lagarfljótsós Gisli Kristjánsson ritstjóri talar við Þorstein Sigfússon bónda á Sandbrekku. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (40). 22.25 Ótvarpssagan: „Ofvitinn" eftir Þorberg Þórðarson Þorsteinn Hannesson les (25). 22.55 Létt músik á siðkvöldi Flytjendur: Gracie Fields, Count Basie og hljómsveit hans, André Previn og Russ Freeman. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar i krapinu. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.20 Sjónaukinn.Umræðu-og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 P.G. & E. Upptaka, sem gerð var i Stokkhólmi i fyrrasumar, þegar popp- hljómsveitin Pacific Gas & Electric kom þar við á ton- leikaferð sinni um Evrópu. Hljómsveitina skipa fjórir menn, og einn þeirra er söngvarinn vinsæli Charlie Allen. Tveir sjónvarpsþætt- ir voru gerðir með hljóm- sveitinni i Stokkhólmi, og er þessi hinn fyrri. (Nordvis- ion). 22.35 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.