Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 6. aprii. 1973 7 staklega einn óvana, sem þróazt hefói innan dómstólakerfisins, að sakborningar lýstu sig geðveika og það væri orðinn siður hjá dóm- stólum að vera mjög fljótir að taka slikt til greina, siðan liði ekki á löngu áður en menn hættulegir umhverfi sinu kæmust aftur á lausan kjöl til að fremja fleiri glæpi. Lýsti hann þvi og yfir, að hann myndi beita sér fyrir alrikislöggjöf um geðveiki sem sakhæfisskorti, og yrðu þau ákvæði mjög hert og stefnt að þvi að menn sem beittu fyrir sig slikum undanbrögðum yrðu þá þess i stað til öryggis fyrir sam- félagið lokaðir inni á sjúkrahús- fangelsum, svo þeir slyppu ekki léttara frá þvi. Allt er þetta mjög athyglisvert og ihugunarvert. Hér er komið að vandamálum, sem gera æ meira vart við sig i öllum löndum. bað er viðar en i Bandarikjunum, sem glæpa og lausingjaöld hefur gengið yfir, sem veldur öllum almenningi stórkostlegum þjáningum og öryggisleysi. Sennilega er ástandið þó óviða svo slæmt eins og i Bandarikjun- um að stjórnvöld telji sér nauðsyn á að innleiða dauðarefsingu að nýju. Bandarikin eru sér i flokki vegna þess sérstæða ofbeldis- hugarfars, sem haldizt hefur þar við lýði allt frá þvi á landnáms- timum villta vestursins. Þar standa menn lfka á svo lágu félagslegu stigi, að þess var sizt að vænta að frjálsynd refsistefna gæti rutt sér þar til rúms, þar er ástandið i fangelsismálum t.d. svo ömurlegt, að það er meira heljarátak sem þarf að fram- kvæma þar en nokkur getur imyndað sér, ef nokkur von á að vera fyrir árangur af frjálslegri refsistefnu. En þrátt fyrir það, er nú nauð- synlegt að taka sér umhugsunar- tima varðandi þessi vandamál viða um lönd, lika á Norðurl. og hér á landi. Tökum t.d. ástandið i Kaupmannahöfn, sem ekki er hægt að sjá annað en hafi ummyndazt á siðustu árum i hreint eiturlyfjabæli. Það er i rauninni furðulegt, að dönsk yfir- völd skuli hafa látið þetta við- gangast og sú hugsun þrengist að, að hér dugi ekki lengur nein linkind frjálshyggju i refsistefnu. Eiturlyfjacentrið i Höfn er orðið svo mikið spilling- arbæli, að það eitrar út frá sér i allar áttir og höfum við mátt á þvi kenna. Þegar slikt ástand kemur upp, sýnast forsendur frjálslyndrar refsistefnu gersam- lega hrynja og það koma upp kröftugar raddir um að hverfa aftur til næstum þvi miðaldalegra refsiaögerða, til að uppræta meinið. Og það er einmitt gagnvart eiturlyf javandamálinu, sem Nixon segist muni grípa til hvað róttækastra aðgerða. Hann lýsti þvi yfir að hann myndi bráðlega leggja fram frumvarp að nýjum eiturlyfja-refsilögum, sem herða stórkostlega refsingar. Samkvæmt þeim verða eitur- lyfjasalar sem eru teknir með minna en 4 únsur af heróini óskil- orösbundiö dæmdir i minnst 5 ára fangelsi og eiturlyfjasalar sem hafa meira en 4 únsur af heróini eða öörum samsvarandi eitur- lyfjum verða óskilorðsbundið dæmdir i ævilangt fangelsi. Hér á vissulega að taka stórkostlega fast i taumana. Að visu brýtur þetta algerlega i bága við rikj- andi hugmyndir manna um frjálslega refsistefnu, en spurningin er aðeins, hvað á að gera, þegar allt losnar úr böndum. Og sama gildir um af- stöðu danskra yfirvalda gegn spillingarbælinu i Höfn, hvað ætla þau lengi að svikjast um skyldur sinar gagnvart almenningi að hreinsa burt þann ósóma. Að visu er ekki svarað með hertri löggjöf, ýmsum þjóðfélagslegum vanda- málum sem liggja að baki afbrot- unum. En þegar allt er að verða vitlaust i þjóðfélaginu vegna lausungar og glæpa þá er ekki mikill timi til umhugsunar, heldur verður tafarlaust að snú- ast gegn ósköpunum, þó það séu aðeins bráðabirgðaaðgerðir. t siðustu föstudagsgrein urðu prentvillur undir lokin, sem brengluðu dálitið setningum. Ég vona nú samt að lesandinn hafi skilið hvað ég átti við og það er auðvitað aðalatriðið að meiningin komist til skila, svo ég fer ekki að leiðrétta það staf fyrir staf. Þorsteinn Thorarensen Umsjón: Edda Andrésdóttir NÚ SAUMUM VIÐ BLÓM OG MYNDIR í SNJÁÐAR GALLABUXUR ! Þœgilegur og skemmtilegur fatnaður fyrir sumarið mennirnir sig ekkert siður um með blóm á buxnaskálminni. Enda eru gallabuxurnar ekki siður vinsælar hjá þeim, og þeir taka sig ekkert siður út, skreyttir frá toppi til táar. Og þá er litiö annað en að taka upp nál og tvinna, rifja upp barnaskólasauminn, og hefjast siðan handa við að koma sér upp þægilegum og skemmtilegum fatnaði fyrir sumariö, og hafa hann tilbúinn þegar sólin loks nær að senda geislana niður til okkar. —EA Það kemur óneitan- lega æði oft margt skemmtilegt upp á teningnum hvað við- kemur tizkufatnaði. Og sérlega litrik og létt virðist tizkan ætla að verða á komandi sumri.Þvi að þótt vindurinn næði og snjórinn hylji nú allar götur og torg þessa dagana hjá okkur uppi á íslandi, þá hefur sumarið samt. sem áður bankað upp á hjá öðrum. Þegar sumar og sól loks sigra Vetur konung og vekja menn aftur til lifsins hér á hjara veraldar, þá vaknar löngunin til þess að fara í ferðalög og stunda útilif og iþróttir. Og i þess háttar þarf léttan og þægilegan klæðnað, sem hægt er að hreyfa sig i, án þess að vera hræddur um að rifa nú eitthvað eða óhreinka dýrar og finar buxur, eða annað slik. Og sumartizkan býður einmitt upp á þægilegan fatnað, tilvalinn i útiveruna. Hvorki meira né minna en snjáðar gallabuxur og skyrtublússur. Hvað kjósum við frekar? Reyndar er ekkert skilyrði að gallabuxurnar séu snjáðar, en öllu þægilegri eru þær buxur, sem eru búnar að liggja i þvottinum nokkrum sinnum, heldur en alveg nýjar galla- buxur, sem eru stirðar og gera það að verkum, að maður er næstum eins og spýtukarl þegar eitthvað á að hreyfa sig. En nú streyma óðum á markaðinn margs konar gerðir af þægilegum gallabuxum. Buxur sem eru úr þægilegu og mjúku efni, buxur sem hægt er að þvo einu sinni til þess að fá þær ljósbláar eða þá að setja þær i hreinsuntil þess að halda þeim i upprunalegum lit sinum. Og svo jafnvel notaðar buxur, sem seldar eru á hæfilegu verði. Reyndar er vist litið um þaö hér að seldar séu notaðar galla- buxur, en það tiðkast þó mjög erlendis. En þaö sem gerir þessar sivinsælu buxur ennþá skemmtilegri og litrikari eru rósirnar, fuglarnir og allt það skraut, sem nú tilheyrir að koma fyrir á þeim. A meðfylgjandi myndum má sjá hvernig hægt er að sauma ýmislegt skraut i skálmarnar, á vasana eða annars staðar á buxurnar. Og ekki er eingöngu um að ræða buxur úr nankin eða sliku efni, heldur er það nú notað i pils, bæði stutt og sið og svo vesti og jakka og fleira. Og alls staðar má sauma margs konar skraut i. Vinsælt virðist vera að koma upphafsstöfum nafns sins einhvers staðar fyrir, en svo má sauma hestshausa, blóma- kransa, fugla og heilu blóm- vendina á fatnaðinn. Bezt er þó að muna eftir þvi að þvo buxurnar nokkrum sinnum áður en saumað er i þær, það er að segja ef þær eru nýjar, þar sem efnið i slikum fatnaði vill hlaupa talsvert við fyrstu þvotta. Og það skal svo tekið fram að hér er ekki eingöngu um að ræða tizku fyrir kvenfólkið, þó að sumum finnist kannski sem útflúrog skreytingar á fatnaði i þessum dúr, tilheyri frekar þvi kyninu. Nei, nú spóka karl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.