Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 9
Marsh kominn á sölulistann Enski landsliðsmað- urinn Rodney Marsh hjá Manch. City fór fram á það i gær að vera settur á sölulista. Félags- stjórnin hjá City sam- þykkti það og má nú bú- ast við kapphlaupi til að ná i þennan leikmann, sem City keypti fyrir ári Þeir keppa í Fœreyjum tslenzku landsliösmennirnir i borðtennis héldu til Fær- eyja i morgun, en þeir heyja landskeppni við Færeyinga um helgina. t liðinu eru Hjálmar Aðalsteinsson, KR, Ragnar Ragnarsson, örninn, Björn Finnbjörnsson, örn- inn, ólafur H. ólafsson, örn- inn, Jóhann örn Sigurjóns- son, örninn, Birkir Þ. Gunnarsson, örninn. Auk þess tveir unglingar, Gunnar Finnbjörnsson, örninn og Jón Sigurðsson, ÍBK. Leikið verður i einliða- og tviliða- leik i Færeyjum. frá QPR fyrir 200 þús- und pund. Við þessu var búizt, þegar Malcolm Allison yfirgaf Manch. City. Þó sagði Marsh sl. laugar- dag, að hann væri ánægður hjá City og vildi leika þar áfram. En vika er langur timi i knattspyrnu og nú vill Marsh komast til Lundúnaliðs á ný. Hann hefur leikið 39 leiki fyrir Manch. City og var niu sinnum valinn i enska landsliðið sem City-leikmaður. Undanúrslit í ensku bikar- keppninni eru á morgun. Aðeins Sunderland á ekki i erfiðleikum með liðsskipan. Þar eru allir leik menn heilir. Hjá Arsenal er fyr- irliðinn Frank McLintock frá — en það sem verra er hjá Arsenal, varamaður hans Blockley er heldur ekki heill. John Radford á við meiðsli i hné að striða. Hjá Úlfunum eru fyrirliðinn Bailey og McCalling vafasamir vegna meiðsla, en liklegt þó að þeir leiki. Hins vegar hafa Danny Hegan og Jefferson enga mögu- leika vegna meiðsla, en nokkrar likur eru á að miðherjinn sterki Frank Munro verði með. Hjá Leeds eru Norman Hunter, Eddie Gray og Mike Jones meiddir, en ekki verður vitað fyrr en rétt fyrir leikinn við Clfana hvort þeir geta leikið. I hinum leika Sunderland og Arsenal á Maine Road i Man- chester. Það er komið vor vestur i Klettafjöllum I Bandarfkjunum —og það er llka greinilega komið i þessa tvo skiðastökkmenn, sem eru að leika sér i „The Rockies”. Þeir eru Roger Evans og Mike Grazier og hafa fariðheljarstökk á skíðunum. Horfa niður á Klettafjöllin, en þar lýkur skiðatimabilinu 22. april. NÆR EINAR 100 MÖRKUM? Tveir leikir i 1. deild tslandsmótsins i hand- knattleik verða leiknir á sunnudagskvöld i Laugardalshöllinni. Aðalspurningin verður ekki i sambandi við úrslit þeirra — heldur hvort Einari Magnús- syni, Viking, tekst að skora að minnsta kosti niu mörk i leiknum gegn Ármanni og ná þar með 100 mörkum i 1. deildinni. Slikt hefur ekki skeð áður. Einar hefur nú lengi verið markahæsti leikmaðurinn i deildinni — hefur skorað 91 mark i 13 leikjum. Þó byrjaði hann ekki vel i mótinu — skoraði aðeins tvö mörk I fyrsta leik Vikings gegn Haukum. En siðan fóru mörkin hjá honum að koma ótt og titt i leikjunum. Hann skoraði ellefu mörk gegn KR, sem er mesta markaskorun hjá einum leikmanni i leik á mótinu. Þá skoraði hann tiu mörk gegn Islandsmeisturum Fram — einnig tiu mörk i siðari leik Vik- ings gegn KR. Niu mörk gegn Ármanni og átta mörk gegn bæði FH og Haukum. Aðeins einn leikmaður, Geir Hallsteinsson, hefur möguleika á þvi að skora fleiri mörk en Einar i mótinu. Geir hefur skor- að 82 mörk og á eftir tvo leiki — að visu erfiða leiki gegn Haukum og Fram. Geir hefur skorað mest tiu mörk i leik — i fyrri leiknum gegn 1R. Hann skoraði niu mörk i siðari leik FH við 1R — einnig niu mörk gegn KR, og gegn Haukum og Viking skoraði hann átta mörk i leik. Brynjólfur Markússon, 1R, hefur skorað ellefu mörk i leik eins og Einar Magnússon. Það var i leik 1R gegn KR. Einnig skoraði hann tiu mörk gegn Ár- manni — þar af niu i fyrri hálf- leik — og niu gegn Haukum. Einn leikmaður fyrir utan þessa þrjá hefur náð tveggja stafa tölu i leik. Það er Bergur Guðnason, Val. Hann skoraði tiu mörk i fyrri leik Vals gegn Viking — átta i hinum siðari. fyrra. Geir Hallsteinsson var þá i talsverðum sérflokki hvað markaskorunina snerti. Hann skoraði sautján mörkum meira en næst markahæsti leikmaður mótsins. Það var Axel Axelsson, Fram, er skoraði 69 mörk. Gisli Blöndal, Val, var þá i þriðja sæti með 61 mark. 1 fjórða sæti i fyrra varð Stefán Jónsson, Haukum með 56 mörk. Þá Vilhjálmur Sigurgeirsson, 1R, i fimmta sæti með 52 mörk og einn leikmaður enn skoraði þá yfir fimmtiu mörk. Það var KR-ingurinn ungi, Björn Pétursson. Einar Magnússon skoraði 32 mörk á íslandsmótinu i fyrra Hann viðbeinsbrotnaði á æfingu rétt fyrir mótið og var þvi ekki með nokkra fyrstu leikina og missti við það alveg mögu- leikana að vera meðal efstu manna. Sama er uppi á teningnum hjá nokkrum leikmönnum nú, sem voru með- al hinna hæstu i fyrra. Meiðsli hafa komið i veg fyrir, að þeir hafi skorað mikið. Má þar til dæmis nefna Axel Axelsson og Gisla Blöndal, sem voru i örðu og þriðja sæti i fyrra. Axel hefur nú skorað 32 mörk — á reyndar eftir þrjá leiki, svo enn getur hann bætt markatölu sina hijög — og Gislihefur skorað 22 mörk. Geir Hallsteinsson meiddist i vetur i landsleiknum við Sovétrikin, en missti ekki við það leik eða leiki, og það merki- lega, að nefbrotið virtist ekki hafa mikil áhrif á skorunina hjá honum. En hvað sem þessum bolla- leggir.gum liður, þá verður gaman að fylgjast með Einari i leiknum á sunnudagskvöld. Hann er nú meö sjö mörk að meðaltali i leik — tekst honum að skora niu mörg gegn Ar- manni og ná þar með fyrstu 100 mörkum i leikjunum i 1. deild Islandsmótsins? — hsim. — . Það er erfitt aö verja, þegar Einar Magnússon stillir „kanónuna.” Hann er þarna til hægri, en Norömaðurinn Tyrdal til varnar. Myndin var tekin i landsleiknum við Norðmenn á dögunum. Ljósmynd Bjarnleifur. 1 fyrra var Geir Hallsteinsson markahæsti leikmaðurinn á Is- landsmótinu. Hann skoraði þá 86 mörk i leikjunum, sem þá voru tólf. Hann hefur þvi skorað fjórum mörkum minna nú i jafnmörgum leikjum — eða tæplega sjö mörk i leik á þessu íslandsmóti, gegn rúmlega sjö mörkum i leik á Islandsmótinu i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.