Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 6. april. 1973 13 Vill Maigret feigan! Georges Simenon vill koma Maigret fyrir kattarnef Sá heimsfrægi glæpasagna- höfundur, Georges Simenon^ hefur lýst þvi yfir, að nú sé hann búinn að fá nóg af sinni vinsælu sögupersónu, sem er leynilög- reglusnillingurinn Maigret. Kveðst höfundurinn vera að vinna að siðustu bókinni um ævin- týri þess spæjara og mest langi hann til að ganga af honum dauð- um i sögulokin. Maigret hefur verið skipað á bekk með glæpasögupersónum á borð við sjálfan Sherloc Holmes. Það rifjast annars upp þegar á Holmes er minnzt, að höfundur hans ætlaði einmitt að stytta honum aldur þegar 'hann var búinn að fá leið á að skrifa sögur um hann.Þaðfór þó ekki betur en svo, að ákafir aðdáendur sögu- hetjunnar linntu ekki látum fyrr en skáldið hafði setzt á ný við rit- vélina og vakið hetjuna upp frá dauðum með nýrri sögu. Skyldi Maigret frekar fá að hvila i friði? Erich Segal aftur i lukkupottinn? Erich Segal, ameriski skáld- sagnahöfundurinn, sem fyrir að- eins þrem árum siðan skóflaði inn milljónum fyrirsögu sina Love Story, hefur nýlega sent frá sér nýjan róman. Hún hefur næstum eins > sölulegt nafn, nefnilega Fairy Tale. Sagan fjallar um ungan mann,sem kaupir notaðan bil af bilasala, sem er sú mann- tegund, sem maður skyldi aldrei skipta við. Kvikmyndaframleiðendur keppast nú við að bjóða i kvik- myndaréttinn, en kvikmyndin, sem gerð var eftir Love Story gaf Paramount-framleiðendum ekki minna en 800 milljónir dollara, en myndin er orðin fjórða aflahæsta kvikmynd sögunnar. Á ekki af Soryu að ganga.... Sorya, fyrrverandi keisaraynja Persiu, er enn á ný slegin harmi. Hún hafði verið afar raunamædd siðan vinur hennar Franco Indovina lézt. Siðar eignaðist hún annan vin, sem geröi allt til að fá hana til að taka gleði sina að nýju. Það var honum óneitanlega að takast — þegar honum skyndilega tók að leiðast lifið sjálfum. Og nú hefurhann, Claude Kaouza, svipt sig lffi, en eftir stendur Sorya óhuggandi.... Roger Moore misheppnaðist Roger Moore (sem við þekkjum sem Fóstbróðurinn góða, Dýrling og núna siðast i hlutverki 007) á ekki eins gott með að leikstýra öðrum og öðrum gengur vel að gera gott úr hans leikhæfileikum. Hann hafði kostað stórum fjár- fúlgum i leikhúsævintýri, sem Það verður dýrt spaug ef ljónsunginn, hann Felix, heldur ekki jafnvægi á þeim tveggja metra langa göngutúr á „höndum”, sem honum er ætlað að komast. Felix þessi á heima i dýra- garðinum i London, þar sem hann er eitt aðaiaðdráttaraflið. Þangað kemur daglega til hans fréttaljós- myndarinn Gerhard Rudich og færir honum buffsneið að borða. Felix fær þá aðeins buffið, að hann geti nálgazt það i þeim stellingum sem myndin hér til hliðar sýnir. Gerhard Rudich, sem býr i tveggja herbergja ibúð i miðri London, á sjálfur heiðurinn af þvi að ala Felix upp. En þegar dýrið þótti orðið of stórt og stæðilegt urðu nágrannarnir hræddir við það og Gerhard varð að gera sér það að góðu að flytja dýrið i dýra- garðinn. En Ijósmyndarinn fékk leyfi til að heimsækja vin sinn á hverjum degi, sem hann og gerir og leika þeir sér þá • saman eins og smábörn. ■ Umsjón: Þ. J. M. misheppnaðist og skilar engu öðru en heljarmiklu tapi. Moore hafði keypt sýningarréttinn á nýjum söngleik, sem gerður hafði verið og gefið nafnið „Þeir góðu gömlu vesælu dagar” — og undir- tektirnar urðu óttalega vesælar. Söngleikurinn hefur fengið slæma dóma og aðsókn er i lágmarki. „Getur keppt viö Bardot" Christian Kalt, sem Brigitte Bardot elskað svo heitt, þar til hún byrjaði að leika i siðustu kvikmynd sinni og fékk áhuga á öðrum piltungi, hefur nú fallið fyrir annarri frægri. Sú heitir Jude Archer og er eitt aðal- númerið með söngflokknum fræga, Les Humphries Singers. Hefur Kalt látið svo ummælt, að Judy þessi gæti hæglega skákað BB á kynþokkasviðinu ef svo bæri undir. Jack Lemmon vill dansa Gamanleikarinn Jack Lemmon hefur lýst yfir áhuga sinum að taka að sér hlutverk i söngleik eða annars konar leikverki, sem hefur annaðhvort í för með sér söng eða dans. Skiptir það hann litlu máli, hvort þá er um að ræða kvikmyndahlutverk eða hlutverk i einhverri uppfærslunni á Brodway. „Bara að ég fái tæki- færi til að dansa og syngja”, segir Lemmon. Roch Hudson óánægður Ameriski leikarinn Roch Hudson hefur tekið sér fri frá leik i sjónvarpsmyndaflokknum „McMillan og frú”. Astæðan er sú, að hann vildi leika i svo sem einni almennilegri biómynd, sem meira væri lagt i en sjónvarps- þætti. En vininum gengur ótta- lega erfiðlega með að sætta sig við hlutverkin, sem honum hafa boðizt. Núna hefur hann afþakkað að minnsta kosti fjögur á þeim forsendum, að þau væru svo fá- vitaleg.. Podgorny Sovétforseti hélt nýverið upp á 70 ára afmæli sitt. Hefur hann sagt svo frá, að heillaóskirnar sem honum bárust úr vestri hafi ekki verið færri en þær sem hann fékk úr austri. VIÐ VILJUM LÁTA YÐUR VITA - AÐ NÝ SENDING AF LITUÐUM KRISTAL VAR AÐ KOMA. EINNIG VILJUM VIÐ MINNA YÐUR Á HVÍTU POSTUUNS- STYTTURNAR - MARGAR NYJAR GERÐIR. HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞÉR: FERMINGARGJÖFINA AFMÆLISGJÖFINA BRÚÐARGJÖFINA OG AÐRAR TÆKIFÆRISGJAFIR TÉKK- KRISTALL Skólavöröustig 16 simi 13111 etr eru kommr Í5>kórm<r sem jpuet ktfutr rtcctr da<jlc<)a un4anfatrna i Íok>í n> cru 5uí»nc>ku korl mantta>kotrmtr |rá g&9aíyvívlctk' 'tttu Otlathn. . . tnnfeemur íugiv rcímaÞír me& pykkum balmutt. Póstsendum SAMDÆGURS owí& um 3 mánuÞí, DOMUS MEOICA, EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 - Pósthólf 5050

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.