Vísir - 30.04.1973, Side 5

Vísir - 30.04.1973, Side 5
Vísir. Mánudagur 30. apríl 1973. 5 AP/INITE3 ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Watergatehneykslið lagði Nixon undir feld Kvaddi síðan helztu róðgjafa til fundar í gœr. Yfirlýsingar vœnzt fró honum Nixon forseti á i dag leyndardómsfulla fundi með nokkrum ráðgjafa sinna á sveitarsetrinu i Camp David, og er tal- ið, að draga muni nú til tiðinda i Water- gate-málinu. Forsetinn fór frá Washington á föstudag og var ákvörðunin tek- in nokkuð skyndilega. Dvaldist hann einn yfir helgina i Camp David, þar til að hann i gær kallaði fyrir sig nokkra ráðgjafa sina með mestu leynd. 1 Hvita húsinu hafa menn ekki viljað staðfesta, að nokkrir fundir ættu sér stað í Camp David, en menn geta sér til um það, að þar sé rætt, hvernig for- setinn eigi aö bregðast við þeim uppljóstrunum, sem orðið hafa i Watergate-málinu. Hneykslið, sem kosninga- njósnirnar i aðalstöðvum demó- krata, hafa valdið, og svo með- ferð yfirvalda á málinu og þau tengsl, sem fundizt hafa milli innbrotsmannanna og ráðgjafa sjálfs forsetans, hefur mjög rýrt álit og traust forsetans. Hafa flokksbræður hans i repú- blikanaflokknum mjög knúið á hann, að hreinsa til og reka þá ráðgjafa sina, sem viðriðnir hafa verið þetta mál. Spiro Agnew varaforseti sagði núna um helgina, að Water- gate-hneykslið mundi skaða mjög repúblikanaflokkinn, ef ekki yrðu þegar i stað, lögð öl! spilin fram á borðið og stað- reyndir málsins kunngerðar. Tveir öldungardeildarþingmenn repúblikana hafa i heyranda hljóði beðið Nixon forseta um að reka nokkra ráðgjafa sina. New Yorkblaðið „Daily News” segir, að Richard Klein- dienst dómsmálaráðherra hafi flogið til Camp David i gær- kvöldi, og að einkaritari forset- ans hafi verið þangað kominn til hans, en það hvort tveggja þykir benda eindregið til þess, að for- setinn sé að undirbúa einhverja mikilvæga yfirlýsingu. Þá leggja menn ennfremur vissan skilning i þá staðreynd, að i ráðgjafahópnum, sem kom- inn er til Camp David, er ekki að finna þá H.R. Haldeman, John Ehrlichmann eða John Dean. Þessir þrir eru allir mjög nánir starfsmenn forsetans, en hafa allir verið mjög mikiö nefndir i sambandi við tengsl Hvita húss- ins við kosninganjósnarana sjö. Eftir að Patrick Gray, yfir- maður FBI, sagði af sér em- bætti, þegar það komst upp, að hann hafði látið eyöileggja skjöl, sem fundust i skjalaskáp Howards Hunts, eins sjömenn- inganna, biða menn meö öndina i hálsinum næstu stórtiðinda Timaritið „Time” sagði, að einn af fyrrverandi ráðgjöfum Nixons, Charles Colson, hafi greitt ungum kynvillingum fé fyrir að safnast að fundarstöð- um George McGovern i kosningabaráttunni i fyrra. Ungu mennirnir áttu að bera merki McGoverns svo aö fólk fengi á tilfinninguna, að McGovern styddi samtök kyn- villinga. Timaritið segir ennfremur, að Nixon hafi átt fund með lög- fræðingi þeirra Haldemans og Ehrlichmanns i siðustu viku. Heldur blaðið þvi fram, að þess- ir tveir ráðgjafar hafi hótað, ef þeir yrðu ákærðir að ljóstra þvi upp, að Nixon hafi átt hlut að þvi að reyna að þagga málið niður. Blaðið tekur þó fram, að eng- ar sannanir séu fyrir þessu, „en það er heldur ekki sannað, að Nixon hafi ekkert vitað um þessa njósnir, sem ráðgjafar hans höfðu á prjónunum”, segir Time. — Fram til þessa hefur ekkert bandarisku blaðanna gengið svo langt að bendla opinskátt forsetann sjálfan við ráðagerðir um kosninga- njósnirnar. Nixon forseti fór á föstudag til sveitasetursins I Camp David, þar sem hann f einrúmi hugsaöi sitt ráö varöandi Watergatemáliö. t gær kallaöi hann til sin ráögjafa sina til skrafs og ráöageröa — þó ekki þá, sem bendlaðir hafa verið viö Watergate. Margir hafa, eins og þessi ungu hjón, sem leita sér huggunar i faðmihvors annars, misst allt sitt i flóðunum i Missisippifljóti. Hart nær 30.000 höfðu orðið að yfirgefa heimili sin, áður en flóðið komst i hámark núna á laugardaginn. Þetta er mesta flóð, sem orðið hefur þarna vestra i Missisippi, siðan hvitir menn fluttust þangað vestur á bóginn. Mönnum er þó kunnugt um annað flóð enn meira, sem þarna varð, meðan Indiánar bjuggu þar einir, og landnemar voru ókomnir fyrir rúmri öld. allt fró þeim Stungu föngunum inn i fangdsín aflur Hætt var I morgun viö frekari afhendingu borgaralegra striös- fanga I Víetnam, þar sem ekki þótti nægilega gætt öryggis fulltrúa alþjóölega eftirlitsins, sem áttu að vera til staöar. Alþjóðlega eftirlitsnefndin neitaði að senda fulltrúana átta, sem fylgjast áttu með fanga- skiptunum i bænum Loc Ninh, sem er á valdi Vietcong nokkuð norðan við Saigon. Gert hafði verið ráð fyrir, að flogið yrði með mennina i þyrlum, en áður hafði verið tryggt, að ekki yrði skotið á neinar flugvélar, sem væru á ferli á 1 km breiðu svæði milli Saigon og Loc Ninh. Þetta þótti yfir- manni herafla Indónesiu ekki nægilegt öryggi. En talsmaður Þjóðfrelsishreyfingarinnar taldi ófært að i tæka tið yrði hægt að gera skyttum Vietcong viðvart um að breikka þetta friðaða svæði. Það átti aðskiptast á 722 striðs- föngum i dag. Saigonstjórnin ætlaði að sleppa 400 en Þjóðfrelsisherinn 322, en af þess- um sökum var þvi slegið á frest. ' Tvivegis hefur fangaskiptum Saigonstjórnarinnar og Vletcong veriö frestaö. Þessi hópur 200 fanga á myndinni var settur aftur I vörubllana og honum ekiö á föstudag aftur I fangabúöirnar, eftir aö ágreiningur varö um listann yfir fangana.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.