Vísir - 30.04.1973, Síða 6
6
Vlsir. Mánudagur 30. april 1973.
vísrn
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Ayglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
AfgreiBsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Slmi 86611 (7 lfnur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuBi innanlands
I lausasölu kr. 18.00 einfakiö.
BlaBaprent hf.
Ó/ofn leikur
Þegar Island gerðist aðili að Friverzlunar-
samtökum Evrópu fyrir hálfu fjórða ári, var
ákveðið að færa skatta á isl. atvinnurekstri
i svipað horf og var hjá öðrum rikjum samtak-
anna. Þetta átti að stuðla að þvi, að islenzk fyrir-
tæki hefðu svipaða samkeppnisaðstöðu og erlend
fyrirtæki, bæði heima fyrir og erlendis.
Forustumenn iðnaðarins lögðu mikla áherzlu á
þetta á sinum tima. Þeir bentu á, hve veigamiklu
hlutverki iðnaðinum væri ætlað að gegna á næstu
áratugum. Til þess að hann gæti gegnt þessu hlut-
verki yrði hann að vera samkeppnisfær á heima-
markaði og geta þar að auki stóraukið útflutning
frá ári til árs.
Viðreisnarstjórnin hafði i samræmi við þetta
frumkvæði að þvi,að ný skattalög voru sett árið
1971. í þeim lögum var nokkuð iétt á skattbyrði
atvinnuveganna. Gengu þær breytingar i átt til
þeirra skattreglna, sem gilda i löndum Fri-
verzlunarsamtakanna, þar á meðal á Norður-
löndum.
Skömmu eftir að þessi nýju lög voru sett kom
vinstri stjórnin til valda. Eitt af fyrstu verkum
hennar var að iáta alþingi fella lögin úr gildi og
samþykkja ný lög, sem að verulegu leyti féllu i
það far, sem var fyrir aðildina að Friverzlunar-
samtökunum.
Rikisstjórnin lét né fylgja kviði. Hún lét nýju
lögin verka aftur fyrir sig, svo að atvinnu-
vegirnir nytu ekki fyrri reglna við skattlagningu
ársins 1972. Hún unni atvinnuvegunum þess ekki
að njóta skandinaviskra skattreglna i eitt ár.
Þetta var rikisstjórninni svo mikið hjartans
mál að hún beitti aðferðum, sem eru vægast sagt
mjög óvenjulegar i rikjum réttaröryggis. Hún
iét lög verka aftur fyrir sig. Þvi hefur verið
haldið fram, að þetta væri stjórnarskrárbrot.
Það kom fram á ársþingi iðnrekenda i fyrri
viku, að þeir hafa verulegar áhyggjur af þessari
þróun. Formaður félags þeirra Gunnar J.
Friðriksson sagði m.a.: ,,Með hinum siðustu
skattalögum var algjörlega brugðizt fyrirheitinu
um að jafna aðstöðu islenzkra iðnfyrirtækja við
erlenda keppinauta sina.”
Nú höfum við gert viðskiptasamning við Efna-
hagsbandalag Evrópu. Sá samningur er efnis-
lega hliðstæður aðildinni að Friverzlunarsam-
tökunum. En samkeppnissvæðið hefur stækkað
verulega. Möguleikar okkar til útflutnings eru
mun meiri. En jafnframt hefur aukizt hættan af
erlendri samkeppni.
Það er þvi nauðsynlegra en nokkru sinni áður,
að islenzkir atvinnuvegir búi ekki við þyngri
skatta en atvinnuvegirnir i samkeppnislöndun-
um. Við lifun nú á aðlögunartima, en smám
saman mun raunveruleikinn færast nær okkur.
Tollar á samkeppnisvörum munu smám saman
• lækka og hverfa. Þá reynir einkum á islenzka
iðnaðinn, að hann standi sig. Og þá mega stjórn-
völd ekki jafnframt reka hnifinn i bak iðnaðarins.
I reyndinni eru ekki nema þrjú ár eftir af að-
lögunartima islenzkra atvinnuvega. Eftir þann
tima verða innflutningstollar á iðnaðarvörum
orðnir svo lágir, að þeir skipta litlu máli fyrir
erlenda keppinauta, sem áhuga hafa á sölu á Is-
landsmarkaði. Það er þvi mikið i húfi, að stefnu-
breyting verði skjótt i viðhorfi stjórnvalda til at-
vinnuveganna.
Nikolai Podgorny, forseti Sovétrlkjanna, og gestur hans, Salvador Allende, forseti Chile, heiisa
Moskvubúum, meöan á heimsókn Allende stóB. En erindiö var rétt meira en bara að heilsa upp á fólk-
ið....
Með fulla vasa
af lánsloforðum
Þegar forseti Chile, dr. Salva-
dor Allende, sneri heim frá heim-
sókn sinni til Moskvu I desember,
hafði hann vasana úttroðna af
iánsloforðum sovézku stjórnar-
innar. Þau munu létta ögn af
Chile mest aðkallandi efnahags-
vandræðunum, en um leið fylgir
þeim viss pólitisk áhætta af þvi
tagi, sem Kúbubúar þurfa að
horfast I augu við eftir siöustu
millirikjasamninga þeirra og
Sovét.
Þótt einstök, ákvæði nýjustu
efnahagssamninga Sovétrikj-
anna og Chile hafi ekki ennþá
verið gerð kunn, þá er á flestra
vitoröi, að upphæðin þar fari
fram úr 100 milljónum dollara.
Enda var mikið I húfi, þegar All-
ende leitaði aðstoðar Kremlleið-
toganna. Framundan voru þá
kosningarnar I marz, og I Moskvu
var mönnum mikiö i mun, að
samtök sósialista, Union Popular,
færu með sigur af hólmi.
Utanrikisráðherra Chile,
Clodomiro Almeyda, skýrði þing-
inu frá þvi, þegar hann kom heim
úr ferðinni með Allende, að Chile
hefði fengið 30 milljón dollara lán
til skamms tlma hjá Rússum til
kaupa á hveiti, fleski, smjöri og
baðmull. Sovétrikin höfðu einnig
tvöfaldað 50 milljón dollara lán,
sem þeir höfðu veitt Chile 1971 til
kaupa á vélum. Einnig var sam-
þykkt að fresta gjalddaga 400
milljón dollara eldri skuldar um
óákveðinn tima.
En fleira hefur ekki verið látiö
uppi um þessa nýju lánasamn-
inga, sem Allende náöi i Moskvu.
Ein aðalástæöan fyrir þessari
tregðu aðilanna til þess að opin-
bera, hve langt aöstoð Sovétrikj-
anna við Chile nær, er áreiöan-
lega sú, að leiðtogarnir i Kreml
vilja hvorki egna Bandarikja-
menn upp né stjórnarandstöðuna
i Chile með þvi að flagga þvi, hve
langt þeir ganga til þess að halda
viö hinni marxistisku stjórn dr.
Allendes. — Stjórnarandstaðan
kynni að reka upp það ramakvein
að Allende væri að selja Rússum
Chile, sem gæti leitt til þess, að sá
litli meirihluti, sem Allende hef-
ur, sneri viö honum baki. Og
Bandarikjamenn, sem alla daga
hafa verið hvumpnir viö öllu
brölti kommúnista i suðurhluta
heimaálfunnar. Með tilliti til
þess, hve Rússar hafa látið sér
annt um aö ná verzlunarsamn-
ingum viö Bandarikjamenn og
bæta sambúðin við þennan fyrri
fjanda sinn, er skiljanlegt, þótt
þeir vilji siður egna upp á nýjan
leik þá, sem sjá voðann sjálfan
uppmálaðan, ef kommúnistar ná
að búa um sig I vesturálfunni.
Fyrir heimsókn Salvadors All-
endes til Moskvu höfðu margir
haldið þvi fram, að Rússar
IIIIIIIIIIII
M) MPM
Umsjón:'
Guðmundur Pétursson
mundu vera hikandi við að láta
blanda sér frekar i botnlausa
fjármálahit Chile, og fjármála-
sérfræðingum Rússa þætti eitt
Kúbuævintýri i Vesturheimi æriö
nóg. Tvöslik væri dýrara sport en
hóflegt mætti teijast. Enda voru
ráöamenn engan veginn vissir
um, að stjórn Allendes héldi velli,
þótt efnahag landsins yrði gefið
inn I æð. Og þá væri stórum fjár-
munum á glæ kastað, ef einhver
ihaldsaðilinn nyti einn góös af öllu
saman.
En eftir að hafa velt vöngum
yfir vandamálinu, var álitið sem
svo, að mikilvægi þess að halda
Chile á „götunni til sósialismans”
réttlætti áhættuna og kostnaðinn,
þótt mikill væri.
Gagnrýni kommúniskra vel-
vildarmanna á efnahagsstefnu
Chile hefur leitt til þess, að fjöidi
tékkneskra, júgóslavneskra og
kúbanskra „ráögjafa” situr nd
fyrir aftan fjármálastjórn lands-
ins og stýrir „hendinni” á penn-
anum til þess að tryggja það, að
stýrt sé i rétta átt.
Eitt þeirra atriða samninganna
um efnahagsaðstoö Rússa, sem
ekki hefur komið fram i dagsljós-
ið, lýtur aö koparnum. Það hafði
þó verið á allra vitoröi fyrir för
Allendes, að hann mundi reyna i
fyrsta lagi að fá Rússa til þess aö
taka viö kopar Chilemanna sem
greiðslu fyrir varning og upp i
skuldir. Og f öðru lagi var búizt
við þvi, aö hann reyndi að fá
Rússa til þess að annast milli-
göngu um að koma koparnum á
markað. Chilemenn hafa átt i erf-
iðleikum meö það vegna aðgerða
auðhringanna, sem áttu kopar-
námurnar I félagi með þeim, en
urðu frá að hverfa bótalitið, þeg-
ar Chile þjóðnýtti þær.
Það þykir vist, að i samningun-
úm sé gert ráð fyrir, að Rússar
veiti Chilemönnum tækniaðstoð
við að nýta námurnar, en Chile
hefur ekki gengið reksturinn allt-
of vel, eftir „að útlendu arðræn-
ingjarnir höföu verið flæmdir
burt.”
En þrátt fyrir að raddir séu há-
værar um, að Rússar muni ætla
að hjálpa Chile við að koma þess-
ari aðalútflutningsvöru þeirra á
markað, hefur stjórn Chile þver-
tekið fyrir, að nokkuð slikt væri i
bigerð. Stjórnarandstöðublað
kristilega demókrataflokksins
birti þó grein, þar sem það full-
ýrti, að ein af ástæðunum fyrir
þvi, að Rússar byðust til að að-
stoða Chile i þessu efni, væri sú,
að þeir sæju sér leik á borði til
þess að öölast innsýn inn I kopar-
vinnslutækni Chilemanna. I
greininni var þvi haldið fram, að
Rússar yrðu ekki lengi að taka
Chile þar fram og verða skæðir
keppinautar i koparsölunni og
undirbjóða Chilemenn jafnvel ef
þurfa þætti. I greininni voru tekn-
ar til viðmiðunar aðferðir Sovét-
manna og hvernig fór i Finnlandi.
Með skilmálum fyrir lánveitingu
þvinguðu Rússar Finna til þess að
taka lánið aö hlutá til i kopar til
þess að grynnka á koparbirgðum
Rússa. En það leiddi til þess, að
koparútflutningur Chilemanna til
Finnlands minnkaði til helminga.
En það er greinilega á fleiri en
fjármálasviðinu einu saman, sem
Rússar virðast fúsir til þess að
gera Chilemenn háöa sér. Það
sást greinilega, þegar fréttir bár-
ust um, aö þeir hefðu hvatt Chile-
menn til aö notfæra sér lánsloforð
til kaupa á vopnum og hergögn-
um fyrir 50 milljónir dollara.
Boðiö var upp á sérlega hagstæð
kjör eða 1% vexti og lánið til
fimmtiu ára. Ef þetta yrði þegið,
væri Chile fyrsta landið I latnesku
Ameriku — fyrir utan Kúbu —
sem yrði háð Sovétrikjunum um
öflun hergagna. En það er sögð
vera mikil andstaöa innan hers-
ins gegn þvi að breyta yfir úr
vestrænum vopnum I rússnesk.