Vísir - 30.04.1973, Síða 9

Vísir - 30.04.1973, Síða 9
Vlsir. Mánudagur 30. aprfl 1973. 9 75 ára í dag Loftur Bjarnason, útgerðarmaður Loftur Bjarnason útgeröar- maöur i Hafnarfiröi hefur verið þjóökunnur athafnamaöur hátt á fimmta áratug. Hann hefur færzt i aukana meö aldrinum og aldrei haft meira umleikis en nú. Loftur er og hefur verið fram- kvæmdastjóri hvalveiðifélagsins Hvals h/f i Hvalfirði frá 1950 og formaður félagsins frá stofnun þess 1947. Svo sem kunnugt er á félagið og rekur hvalveiðistöðina i Hvalfirði, 4 hvalveiðiskip og stórt hraðfrystihús i Hafnarfirði, sem frystir bæði hvalkjöt og fisk. Hraðfrystihúsið eignaðist Hvalur h/f fyrir tveimur árum, stækkaði það og endurbætti. Allt frá árinu 1927 hefur Loftur verið aðili að stofnun margra út- gerðarfélaga einkum til togaraút- gerðar. 1 stjórn Félags isl. botn- vörpuskipaeigenda hefur hann verið frá árinu 1943 og formaður félagsins frá 1959. Hann var bæjarfulltrúi i Hafnarfirði i 16 ár, þar til hann baðst undan endur- kosningu. Hann átti sæti i stjórn Eimskipafélags íslands, en baðst þar einnig undan endurkosningu. Loftur er mikill áhugamaður um menningar- og trúmál. Hann var meðal helztu hvatamanna að stofnun bókaútgáfufélagsins Stuðlar og i stjórn þess frá upp- hafi. Stuðlar h.f. eru eins og kunnugt er bakhjarl Almenna bókafélagsins. í byggingarnefnd Hallgrimskirkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd átti hann sæti frá 1955 og var þess þá ekki langt' að biða, að kirkjan kæmist undir þak. Hún var vigð 28. júli 1957. Hvalur h/f gaf vandað eirþak á kirkjuna að tillögu Lofts. 1 ágætri grein sóknarprests Hallgrimskirkju á Hvalfjarðar- strönd, Jóns Einarssonar, er birt- ist i Morgunblaðinu i gær, farast honum svo orð m.a.: ,,Á sinum tima átti Loftur sæti i byggingarnefnd Hallgrimskirkju i Saurbæ, og þeirri kirkju hefur hann fórnað meira en nokkur annar einstaklingur. Gjafir þeirra hjónanna og þeirra fyrir- tækja, sem Loftur veitir forstöðu, til Hallgrimskirkju i Saurbæ eru svo miklar að vöxtum og gæðum, að til fádæma má telja I kristni- sögu Islands. Meðal þeirra gjafa er altáristafla kirkjunnar, sem Hvalveiðifélagið gaf. En eins og kunnugt er, er altaristaflan eitt fegursta og sérstæðasta listaverk hér á landi. (Gerð af hinum nafn- kunna finnska listamanni Lenn- art Segerstraale). Það er Lofti Bjarnasyni meira að þakka en nokkrum öðrum hvilikt listaverk og menningarprýði Hallgrims- kirkju i Saurbæ er. Einstæðrar fórnar hans, höfðingsskapar og örlætis mun kirkjan njóta um all- an aldur”. Loftur Bjarnason er i heiminn borinn vestur á Bildudal við Anarfjörð, sonur hjónanna Bjarna Loftssonar kaupmanns og Gislinu Þórðardóttur. Bjarni var sonur Lofts Bjarnasonar bónda að Brekku á Hvalfjarðarströnd og konu hans Guðrúnar Snæbjarnar- dóttur frá Bakkakoti i Skorradal. Eru þetta kjarnaættir borgfirzk- ar. Gislina móðir Lofts var ættuð frá Sveinseyri við Tálknafjörð. A æsku- og unglingsárum Lofts var útgerð og önnur starfsemi Péturs Thorsteinssonar á Bildu- dal i fullum blóma. Rausnar- heimili Péturs og frú Asthildar Guðmundsdóttur systur frú Theodóru Thoroddsen, var annál- að um land allt. Ahrifa frá for- eldrum i heimahúsum og um- hverfi á æskuárum gætir i lifi hvers manns. ALofti Bjarnasyni sannast vel hið forna máltæki ,,án er ills gengis nema heiman hafi”. Loftur stundaði sjómennsku 12 ára gamall á árabátum, siðan á skútum og togurum. Hann tók farmannapróf frá Stýrimanna- skólanum i Reykjavik 1916 þá að- eins 18ára að aldri. Var siðan aft- ur háseti á togurum, en 1918 réð- ist hann sem háseti á gufuskipið „Willemoes”. Július Júliniusson varð siðar skipstjóri á „Wille- moes”. Skipið var i Amerikusigl- ingum. Þegar Danir höfðu viðurkennt sjálfstæði íslands hinn 1. desem- ber og landið fengið sinn eiginn siglingafána, lét Július skipstjóri draga fánann að hún að morgni dags á skipi sinu i Oslóarhöfn. Valdi hann til þessa heiðurstarfs háseta sinn Loft Bjarnason. Segir Loftur svo frá, að það hafi verið sér hið ljúfasta verk, sem hann hafi unnið um dagana. Július er enn vel ern, þótt hann sé orðinn 95 ára. Er mikil vinátta með þeim Lofti. Loftur var siðan i siglingum á skipum Eimskipafélags Islands allt fram i feb. mánuð 1926, að hann hætti farmennsku. Var hann þá 1. stýrimaður á Lagarfossi. Hann settist að i Hafnarfirði i aprilmánuði 1926 og rak þar fisk- verkunarstöð i félagi við Geir Zoéga i 14 ár. Árið 1927 stofnaði hann i félagi við aðra útgerðar- félagið Júni og siðar hvert togaraútgerðarfélagið á fætur öðru svo sem að framan getur. Loftur er hinn eini útgerðar- maður og framkvæmdastjóri, sem enn er i fullu starfi, er tekið hefur þátt I allri þróunarsögu sjávarútvegsins frá árabátum til seglskútna, togara og farskipa. Loftur hafði með eigin þátttöku kynnzt islenzkum sjávarútvegi og siglingum frá þvi að vera á sama þróunarstigi og á landnámsöld allt til vorra tima. Siðan gerðist hann sjálfur einn af braut- ryðjendum i framförum sjávar- útvegsins og hefur um langt skeið verið meðal hinna fremstu á þeim vettvangi. Ég tel mér það mikla gæfu, að ég skyldi kynnast Lofti Bjarna- syni norður á Siglufirði sumarið 1927 og hafa siðan notið vináttu hans. Loftur var um áratuga skeið tiður gestur á heimili foreldra minna. Þar var mjög gestkvæmt og var Loftur ætið aufúsugestur á þvi heimili. 011 vorum við syst- kinin i vináttu við Loft. Bjarni heitinn bróðir minn leitaði oft álits Lofts, þegar úr vöndu var að ráða i útgerðarmálum, þvi að hann fann, að hann var manna hollráðastur. Svo mikil er gifta Lofts, að óvæntir örðugleikar, sem oft ber að höndum i atvinnurekstri, eigi siður en i lifi einstaklinga, snúast jafnan fyrir atbeina hans til betri vegar en á horfðist um skeið. Hann er mjög úrræðagóður, hjálpsamur, góðgjarn og laus við alla öfund. Loftur hefur látið svo ummælt, að það hafi aldrei staðið sér fyrir svefni, að öðrum mönn- um vegnaði vel. Hann var jafnan kátur og glett- inn i viðræðum og laus við þröng- sýni. Aðra menn, hverjir sem eru, umgengst hann sem jafningja og vill greiða götu þeirra eftir þvi sem unnt er, en þó með fullri gát. A þessum timamótum sendi ég Lofti, frú Sólveigu Sveinbjarnar- dóttur konu hans og börnum þeirra Kristjáni og Birnu svo og tengdasyni þeirra Gisla Torfa- syni og dótturdóttur alúðarkveðj- ur, með þakklæti fyrir langa órofa vináttu. Þau hjón eru gest- risin með afbrigðum, en nú vill svo til að Loftur þarf um stundar- sakir að dveljast á spitala og missir þvi af þeirri ánægju að taka á móti gestum á afmælis- daginn. Sveinn Benediktsson. SIÐFERÐI SPILLT Hvað gerðist, þegar sonur kraftajötunsins og iþróttakemp- unnar fyrrverandi lokaði sig inni með barnungri og bæklaðri stúlku i herbergi sinu. Stúlkan læknast og gengur af fundi piltsins óhölt og alheilbrigð. En pilturinn er sakaður um að hafa misnotað sakleysi stúlku undir lögaldri. Agnar Þórðarson hefur samið Lausnargjaldið, leikrit, sem verður frumsýnt 4. mai n.k. i Þjóðleikhúsinu. Hér eru mörg vandamál, sem ofarlega eru á baugi, tekin til meðferðar. Við skulum rétt lita á kafla úr leikriti Agnars, en þar hafa nokkrir reiðir nágrannar farið á fund glimukappans, föður hins unga kraftaverkalæknis: Annarþáttur 1. atriði (Tveimur dögum siðar. Þrir reiðir feður i heimsókn, Grimur og Gró hafa sýnilega hlustað á reiðilestur þeirra.) Gró: . . . ég botna hreint ekki i, hvað þið eruð að fara, þvi að mér er ómögulegt að skilja, að það geti verið saknæmt og varðað við lög að hafa læknað stúlku af bækl- un, sem hún hefur árum' saman átt við að striða og hefur legið eins og skuggi yfir allri lifsham- ingju hennar. Faðir 1: Við erum ekki að tala um lækninguna út af fyrir sig, heldur á hvern hátt hún hafi átt sér stað. . . Faðir 2: Þar sem grunur leikur á að siðferði ungrar stúlku hafi verið spillt. Gró: En þið efizt þá ekki um, að hann hafi læknað hana? Faðir 3: Ne-ei, það er að segja. . Grimur: Þið hafið séð hana sjálfa? Faðir 1: Já, ég hef séð hana. Grimur: Og er hún hölt? Faðir 1: Nei, að visu ekki, en. . . Faðir 3: Það skýrir ekki á hvern hátt lækningin hefur orðið, þvi við höfum rökstuddan grun um, að sú aðferð, sem notuð var við lækninguna, geti ekki sam- rýmzt kristilegum siðferðishug- myndum. Grimur: öll ykkar hugsun stjórnast af merkingarlausum orðum. — Þið eruð fangar orða. Faðir 1: Sum orð eru þó ekki merkingarlausari en það, að þau eru studd samþykktum hinna almennu hegningarlaga. Faðir 3: Þér virðist ekki vera ljóst, að það getur varðað margra ára fangelsi að leiða telpur innan við lögaldur á glapstigu. Gró: Hann hefur alls ekki gert það. Faðir 1: Samkvæmt lögum númer 200 i 22. kafla um skirllfs- brot i hinum almennu hegningar- lögum. . . Gró: Hefur stúlkan sjálf borið hann þessum sökum? Faðir 1: Nei, að visu ekki. Gró: Eða móðir hennar? Faðir 3: Þær mæðgur hafa ekki fengizt til að segja orð. Faðir 1: Þær eru vist hræddar. Gró: Við hvað skyldu þær vera hræddar? Faðir 1: Við að hann geti lagt eitthvað á þær i hefndarskyni. Gró: Sliku er nú ekki hægt að anza — Faðir 2: Þær trúa á hann. Faðir 3: Við höfum vitni að þvi sem gerðist. Grimur: Vitni? Hvaða vitni? Faðir 2: Kom hún ekki buxna- laus fram frá honum? Gró: Hver hefur sagt ykkur það? Logi (kemur óvænt inn): Hvað eruð þið að fjasa? Gró: Þessir menn koma hér inn með alls konar ásakanir á Grim. Grimur: Hvað hefur þú sagt þeim? Logi: Náttúrlega ekki annað en sannleikann. Já hún kom buxna- laus fram. Þeir: Þarna heyrið þið sjálf. (Gró og Grimi verður mikið um þetta.) Logi: En góðir hálsar. Afklæð- ist ekki fólk hjá læknum að ýmsu leyti, þegar það leitar sér meina bót. Sjaldan er það þó til mikils, en þessi maður hefur i einni svip- an læknað unga stúlku á svo full- kominn hátt, að lærðustu læknar standa gapandi af undrun. Faðir 1: Við vildum aðeins ganga úr skugga um, hvort lækn- ingin hefði farið fram á þann hátt að forsvaranlegt mætti teljast út frá kristilegum siðferðishug- myndum. (Hinir taka undir það.) Logi: Þið dyggðanna ljós, sem lýsið ekki nema i skugga og myrkri. — eða var það krafta- verka- lœkning? V' GENGISHÆKKUN - VERÐLÆKKUN Ný sending af hljómplötum tekin upp i dag BEATLES 1962-1966 BEATLES 1967-1970 Arlo Guthrie Puzzle Jr. VValker New catus band Jackson 5 King Grimson O’Jays J. Geils band Klo og Kddie I.ee Pickens Paul Keliv John C'ale Alice Cooper Lou Keed Birtha Kamilv Affair Steeleye Span Pink Kloyd Byrds Seatrain L'riah Heep Kmerson, l.ake og Palmer John og Yoko Ike og Tina Turner Kay C harles Channed Heat Johnnv C'ash Buck Owens Shirlev Bassey Dionne Warwick James I.ast A1 C'aiola Lena llorne llarri Belafonte Tonv Mottola Krank Valdor lleintje Manfred Mann James Brown Sammy Davis jr. Kavi Shankar Kasettur, 8 trakka (rása) Kree Seals og Crofts Yes Iloctor Hook Moodv Blues T. Rex Creedence Clearwater Steevie Wonder Led Zeppelin Crosbv, Stills, N'ash og Young War Ten vears after Who Ileep purple Kmerson. I.ake og Palmer Uriah Heep America Klton John Kinks Don Mcl.ean Alice Cooper Jethro Tull Neil Young Crosbv, Stills, Nash og Young Black Sabbath O’Jays , Koberta Flack Stephen Stills John og Yoko Hollies Diana Ross Marvin Gave Úrval af plötum með sígildri tónlist jpCuðjónsson hf. ^rva* a* ^^SkúíagÖtu 26 íslenzkum plötum 1740 A

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.