Vísir - 30.04.1973, Side 11
Vfsir. Mánudagur 30. aprfl 1973.
Sigurvegarar Fram f 3. flokki karia.
Sigurvegarar KR i fjórða flokki karla.
Valur kominn
í efsta sœti
eftir 3-0 sigur gegn Ármanni ó Reykjavíkurmótinu
Valur átti í litlum erfið-
leikum að sigra Ármann í
níunda leik Reykjavíkur-
mótsins á Melavellinum á
laugardag. úrslit urðu 3-0
og við sigurinn skauzt Val-
ur upp i efsta sætið í mótinu
— hefur fimm stig eftir
þrjá leiki, en Fram, Vík-
ingur og Vestmannaeying-
ar hafa enn ekki tapað ieik
í mótinu.
Þaö var kalt og hvasst á Mela-
vellinum, þegar Valur og Armann
léku og einkenndist leikurinn
mjög af þvi. Valur skoraöi tviveg-
is i fyrri hálfleik og voru lands-
liðsmennirnir kunnu, Þórir Jóns-
son og Hermann Gunnarsson þar
aö verki. I siðari hálfleiknum
bætti Valur svo einu marki viö,
þegar dæmd var vitaspyrna og
skoraöi Hermann úr henni.
A föstudag léku Fram og IBV —
Islands- og bikarmeistararnir frá
i fyrra. Þetta var allfjörugur leik-
ur, þó svo norðangarðurinn réöi
mestu um gang hans. Jafntefli
varð 1-1 — fjóröi jafnteflisleikur-
inn i mótinu.
Eyjamenn léku undan vindin-
um i fyrri hálfleiknum og skoruðu
þá eitt mark. Það var á tiundu
minútu, að örn Öskarsson spyrnti
i átt aö marki Fram af um fjöru-
tiu metra færi og með hjálp
vindsins flaug knötturinn aö
marki Fram — efst i markhornið.
Fallegt á aö horfa — en ekki gott
hjá markveröi Fram. Fleiri mörk
voru ekki skoruð i hálfleiknum og
var útlitið þvi allgott fyrir Fram
— svona að þvi er virtist, þó
vindurinn hafi kannski verið full-
mikill til þess að gott væri að nýta
hann.
Fram jafnaði nokkuð fljótt i
siðari hálfleiknum — Jón Péturs-
son skoraði úr þvögu á áttundu
minútu eftir hornspyrnu. En fleiri
urðu mörkin ekki i leiknum. Þaö
var reyndar undravert hve Vest-
mannaeyingum tókst oft vel upp,
þegar liða tók á leikinn og fengu
þeir meira að segja ágæt færi. En
ekki tókst þeim að skora — og
sama var uppi á teningum hjá
Fram. Liðið skapaði sér sæmileg
færi, en inn vildi knötturinn ekki
og þá varði til dæmis Arsæll
Sveinsson mjög vel frá Marteini
Geirssyni.
Mótið heldur áfram i kvöld. Þá
verður tiundi leikur mótsins
háður og leika þá KR og Þróttur.
Staðan i mótinu er nú þannig:
Valur 3 2 1 0 5-1 5
Fram 31209-2 4
Vikingur 21103-1 3
KR 21014-1 2
IBV 2 0 2 0 1-1 2
Þróttur 3 0 2 1 0-2 2
Armann 3 0 0 3 1-15 0
Markahæstu leikmenn eru:
Simon Kristjánsson, Fram, 3
Björn Pétursson, KR, 2
Hermann Gunnarsson, Val 2
Marteinn Geirsson, Fram, 2
Buxnatízkan
er orðin eitt aðalatriði i
fatatízkunni. Sniðin eru
orðin fjölmörg svo og efn-
isgerðir og litir. Áður fyrr
var nægilegt að eiga t.d.
einar sparibuxur og einar
draslbuxur.
Nú vilja allir klæðast
buxum við alls konar
tækifæri, jafnt konur sem
karlar.
Við höfum fylgzt vel með.
Fyrir utan að við fram-
leiðum margar gerðir af
buxum sjálfir, allar
hannaðar af Colin Porter,
flytjum við inn frá þekkt-
ustu sportbuxnaframleið-
endum heims, t.d. Inega,
Levi’s, Live-ins, Billy
Russel, Scrooge, Jaytex
Ltd.
Urvalið er sem sagt
ótrúlegt.
Póstsendum um land allt.
® KARNABÆR
LAUGAVEGI 20A 0G LAUGAVEGI 66