Vísir - 15.08.1973, Page 2

Vísir - 15.08.1973, Page 2
2 Vísir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973. vimsm: Hvað segið þér um seinustu at- burði i landhelgismálunum? Kjartan Gunnarsson, stud. jur.: — Var hægt að taka togarann? Svo er aldrei að vita, hvaða ákvarðanir hafa verið teknar af dómsmálaráðherranum eða skip- herranum. Ég álit, að skipherrar varðskipanna eigi að vera skip- stjórar á sinu skipi, og það verður að treysta þeim til að taka sinar eigin ákvarðánir. Guðjón Stefánsson, skrifstofu- maður: — Varðskipin hafa staðið sig vel, og þeirra menn hafa vit- að, hvað átti að gera. En ég held ekki, að þeir hefðu getað komið togaranum til hafnar. Einnig álit ég, að þessar aðgerðir hafi veriö framkvæmdar með fullu sam- bandi við æðstu yfirvöld i landi. ltagnheiður Einarsdóttir, hús- móðir: — Það er ekki gott, að tog- arinn slapp. Að visu var þó frei- gáta nálæg, og ég álit, að hennar vegna hefði verið örðugt að koma togaranum til hafnar. Sigriður Einarsdóttir, húsmæðra- kennari: — Það er ekki gott að fást við þetta, þegar togararnir neita að stoppa. Þvi efast ég um, aö hægt hefði verið að stoppa þá. Þaö má heldur ekki hætta manns- lifum fyrir þetta. Ég held, að erf- iöara sé aö glima við þetta en við gerum okkur grein fyrir, sem er- um i landi. Vilhjálmur Húnfjörð, iðnaðar- maður: — Mér finnst hrein firra, að togarinn skyldi sleppa. Og ég er óánægður með, að freigátan hafi verið innan tólf milna mark- anna. Það var sóðalegt athæfi hjá Bretum. Þaö er erfitt að segja, hvort hægt hefði verið að taka togarann. Alfa Hjálmarsdóttir, veðurfræð- ingur:— Þetta er afleitt, og Bret- ar koma andstyggilega fram. Það á að sýna þeim meiri hörku. Ég býst við, að núna seinast hefði verið hægt að taka togarann. Annars mikið undir skipherran- um komið. LESENDUR HAFA ORÐIÐ §Hringið í síma 86611 á milli kl. 13-15 Sitja grafarrœningjar um kirkjugarðana? Hágje hringdi: „Það líður varla sá dagurinn, að maður heyri ekki af einhverj- um auvirðilegum þjófnum, sem lagzt helur svo lágt aö ste)a þessu eða öðru. Maður hefur heyrt svo mörg tilbrigði af sliku, að ég hélt, að lægra væri ekki hægt að skriða, þar til mér varð ljóst, að það eru einhverjir, sem sitja um að stela blómaskrauti af leiðum kirkjugarðanna! Hefur nokkur vitað auðvirði- legra? Af minni reynslu og þeim frétt- um. sem ég hef af öðrum, þá eru þessir þjófnaðir framdir jafnt i Fossvogskirkjugarðinum og i kirkjugarðinum við Suðurgötu. — Og hér er ekki á ferðinni p.einn ó- vitakrakki né rænulitill fylliraft- ur, heldur er hér farið mjög fag- mannlega að! Þannig var það t.d. með laukinn, sem ég plantaði á leiði i F’ossvogskirkjugarðinum, en þessi laukur þarf vorið allt til þess að safna i sig forða. Það er þvi ekki hægt að taka hann upp eða flytja hann fyrr en i enda júni. Viti menn! í enda júni kem ég að leiðinu, og þá er búið að hirða laukinn og sópa af leiðinu helmingnum af moldinni. Hlutað- eigandi hefur greinilega verið i moldarhraki lika! Vinkona min, sem á tvo ástvini i kirkjugarðinum við Suðurgötu, gróðursetti sina rósina á hvoru leiði. Einn daginn, þegar hún vitjaði leiðanna i sumar, voru rósirnar horfnar. í stað þeirra var kringlótt hola i leiðið — sömu ummerkin á báðum leiðunum og eru þau þó sitt i hvoru horninu i kirkjugarðinum. Fleiri slikar frásagnir hef ég heyrt, og af þeim má vel átta sig á þvi, að þjófurinn er vandfýsinn mjög og tekur aðeins fallegustu blómin eða laukana. Hann fer lika mjög fagmannlega að þvi að nema þau burt af leiðunum. Hann er meira að segja svo glöggur, að hann velur réttan tima (grasa- fræðilega séð) til þess arna.” ÞEIR BJORGUÐU ARNARHÓLI - EN VAR ÞAÐ ÚR ÖSKUNNI í ELDINN? Bankabyggir hringdi enn: „Aftur vil ég bjóöa ykkur spak lega lausn á deilunni um byggingu Seölabankahússins og visa þá til eftirfarandi orða i minningabók Knuds Zimsen borgarstjóra, „Við fjörð og vik” (bls. 189). „Þótt Arnarhóll sé eitt helzta örnefni bæjarins og fagur út sýnisstaður, hefur að minnsta kosti tvivegis legið viö, að hann yrði meö öllu eyddur. Þakka má það Matthiasi þjóöminjaverði, aö svo hefur ekki oröið. Þá er hús Landsbankans brann árið 1915, sótti Björn Kristjánsson það fast, aö fá að reisa á Arnarhóli hið nýja hús yfir bankann. Matthias fékk þá allmarga kaupsýslumenn til þess aö skrifa bankastjórninni og hóta að hætta viðskiptum við bankann, ef hann yrði fluttur upp fyrir læk. Eftir það var ekki nefnt að reisa nýja Landsbankahúsið á Arnarhóli. Siðar var sótt fast á að reisa Þjóðleikhúsið á Arnarhóls- túninu, en það hefði haft það i för meö sér, að Arnarhóll heföi horfiö.” Þarna er þá lausnin fundin. Hættum öllum viðskiptum við Seðlabankann, þar til hann hefur hætt við þessi byggingaráform sin.” VERKSMIÐJA AFNEITAR Kristján Kjartansson hjá Verk- smiðjunni Vifilfelli h.f., fram- leiðanda Coca-Cola á tslandi, simaði: „Við vildum gjaruan, að fram kæini i þættinum, að verksmiðj- an hefur ekkert meö sjálfsalann við Lækjargötu að gera, hcldur eru það privatmenn, sem hann eiga og reka”. GUÐMUNDUR LITU OG ÓMAR KOLLUR Guömundur Óskarsson skrifar: „Maður getur ekki á sér setið að vanda ögn um við Ómar Ragn- arsson. Hann var ekki smekkvis á sunnudaginn i spjallinu um leik Breiðabliks og Fram i sjónvarp- inu i þættinum „Islenzka knatt- spyrnan”. Ómar þrástagaðist á þvi, hvað fyrirliði Breiðabliks, Guðmundur Jónsson, væri litill maður vexti. Gaf Ómar honum viöurnefnið „Guðmundur LITLI Jónsson”. Þetta margendurtók hann. Svona framkoma finnst manni óþörf og leiðinleg, eða hvernig fyndist Ómari það sjálfum að fá á sig álika viðurnefni? — Ef hann væri t.d. kynntur i sjónvarpsdag- skránni sem Ómar SKOLLÓTTI Ragnarsson! Nei, Ómar, það er ekkert fyndið við að uppnefna menn út af útlit- inu, sem þeir geta ekkert gert að, hvernig er.” Svar Ómars Við heyrðum þennan þátt hjá Ómari, og þaö er anzi djúpt i ár- inni tekið að segja, að ómar, sem sagði tvisvar i öllum þætt- inum „litli” um Guðmund, hafi þrástagazt á því. — Annars tók- um við Ómar tali út af þessu. „Ég kynni því bara vel að vera titlaður þannig i dagskránni,” sagði Ómar og skellti upp úr. — „Annars er „litill” i minum eyr- um ekkert hnjóðsyröi og ekki frekar til minnkunar en það var Davið til minnkunar aö vera minni en Goliat! — Mér varð hins vegar á að tvitaka þetta, vegna þess að mér þótti svo til um dugnaö Guðmundar og liörku, sem gerði öörum skömm til, þótt hefðu þeir likamsburði yfir hann. — Engum datt i hug, að knattspyrnumaðurinn Eilert Sölvason hefði veriö kaliaður „kötturinn” i niörunarskyni. Það var vegna þess, aö hann var köttur snar, köttur liðugur og þrautseigur eins og kötturinn. — En bréfritara rámar kannski i það, aö það voru tveir Guö- mundar á vellinum — annar stór og hinn litill — og ég var aö aðgreina þá. Svo einfalt var það.” Aðrír ánœgðir með sjálfsalann Halldór Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri fyrir Vendo-sjálf- sölum, hringdi: — Ég var að lesa i blaðinu á mánudag um glerbrot við sjálf- sala þann, sem fyrirtækið setti upp i Lækjargötunni fyrir mán- uði. Ég get ekki annað sagt en að þetta komi ákaflega flatt upp á mig. Það hefur aldrei áður verið kvartað undan flöskubrotum i kringum sjálfsalann. Ég hef fylgzt mikið með honum siðan hann var settur upp. Ég hef einn- ig hreinsað glerbrot upp i ná- grenni hans, þegar ástæða hefur veriðtil. Og mér telst að þau gler- brot, sem hafa komið inn á þess- um mánaðartima, séu nóg í fjórar kókflöskur. Ég hef verið i nágrenni þessa sjálfsala um nætur — til að fylgj- ast með sölunni. Meirihluti þeirra, sem koma að kaupa, er á bilum. Þeir stoppa þarna, kaupa gosið og fara siðan. Aldrei hef ég séð neinn vera við flöskubrot. Sem dæmi um þetta má nefna bifreiðastjórana hjá B.S.R., en sjálfsalinn stendur einmitt beint fyrir utan þeirra stöð. t fyrstu, þegar setja átti sjálfsalann upp, voru þeir tortryggnir gagnvart honum. Töldu þeir.að glerbrot og flöskukast ga li valdið skaöa á bil- um þeirra. En eftir að reynsla hefur komið á sjálfsalann, þá verða þeir sifellt ánægðari með hann. Ekki hef ég heyrt þá kvarta undan glerbrotum. Sá sem kvartar undan glerbrot- unum, (það er að visu ekki birt neitt nafn með ) kvartar undan okri á' kókinu. Hefur hann gert sér grein fyrir þvi, að þetta er nætursala. Eng- inn er neyddur til að kaupa þarna gos meðan búðir eru opnar. Þetta er fyrst og fremst þjónusta.” Stafirnir með bréfinu um sjálf- salann féllu þvi miður niður, þeg- ar bréfið var birt. Bréfritarinn auðkenndi sig: S.P.A.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.