Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 16
VISIR Miövikudagur 15. águst 1973. Vildi ekki Kjarvals- staðanafnið ,,Ég tel óeölilegt aö velja aðal- listsýningarhúsi borgarinnar nafn ákveöins listamanns", sagði Albert Guömundsson, borgarfull- trúi, þegar viö ræddum við hann I morgun. En Albert sat hjá við at- kvæðagreiöslu um tillögu, sem gerði ráð fyrir þvi, að Myndlistarhúsið á Miklatúni verði nefnt „Kjarvalsstaðir" i framtiðinni. Sú tillaga var sam- þykkt með fjórum samhljóða at- kvæðum. „Ekki hefði verið óeðlilegt, aö einn salur hússins hefði verið nefndur eftir listamanninum, en alls ekki húsið allt, nema þá ef að- eins ætti að sýna þar listaverk hans", sagði Albert ennfremur. Albert sagði, að ef endilega ætti að kenna húsið við einstakan listamann, þá kæmi enginn annar til greina en fyrsti islenzki lista- maðurinn. Vegna þessarar skoðunar sinn- ar hefði hann setið hjá við at- kvæðagreiðsluna og látiö bóka eftirfarandi athugasemd: „Ég tel miður, að Mynd- listarhúsið við Miklatún verði kennt við Jóhannes Kjarval ein- an, þótt ég telji ekki óeðlilegt, aö annar salur hússins beri nafn Kjarvals og tel enga hefð hafa skapazt um nafngift á húsinu og mun af þeim sökum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um nafngift- ma Dómkvaddir matsmenn skoða Dat- sun-bílana Tveir dómkvaddir matsmenn vinna nú ötullega við að tollmeta Datsun bilana, sem selja átti á innan viö hálfvirði, vegna þess að þeir höfðu skemmzt af reyk. Afturkaliaði fjármálaráðuneytið ieyfisitt til sölu á bílunum, toliuð- um samkvaemt erlendu kaup- verði, og krafðist nýs tollmats á bflunum. Voru dómkvaddir matsmenn bg tóku þeir til starfa s.l. mánudag. Er starf þeirra allerfitt, þar sem þeir þurfa að kanna alla hugsan- lega galla á bilunum, sem margir hverjir munu ekki koma fram hærri strax. Samkvæmt upplýsingum, sem Jón Grétar Sigurðsson, fulltrúi tollstjóra, gaf blaðinu I morgun, verðurreyntað flýta þessu máli eins og unnt er. Er jafnvel ekki útilokað, að end- anlegt tollmat liggi fyrir i lok þessarar viku. Munu matsmennirnir halda fund i dag og ræða þetta mál. Ekki verður unnt aö skoða alla bflana, en þess I stað verða tekin nokkur úrtök. Bilarnir hafa allir verið fluttir ur tollafgreiðslunni og verið ryðvarðir, en slika heimild er hægt að fá já toll- yfirvöoldum, Eru þeir nú flestir hjá innflytjandanum, Ingvari Helgsyni og biða þar eigenda sinna, þar til endanlegt tollmat liggur fyrir. — ÞS FÍLL I YFIRUD A ÚTSÖLU ÍBORGINNI! Lög um útsölur síðan 1933 Það eru oft sagðar skemmtilegar sögur af æsingi kvenmanna á utsölum. Ein slík var Vísismönnum sögð i gær, þegar þeir litu við á utsölum borgarinnar, og hefði sú sómt sér vel hvar sem væri. Það leið yfir tvær konur á útsölu i verzluninni Faco á Laugavegi. Geysimikill troðningur var i verzluninni og nokkuð loftlaust orðið þegar konurnar bar að garði! Skipti það engum togum, þær létu yfirbugast af látunum og voru fluttar i herbergi inn af verzluninni. Þar var þeim hjálpað eftir beztu getu, þar til þær voru færar um að leggja út i lætin á ný! Þetta er ákaflega óvenjulegt, og að sögn afgreiðslumanns I verzluninni hafði þetta ekk'i komiðfyrir áður. En útsölur eru i fullum gangi, eins og dæma má af þessu. Þegar gengið er niður Lauga- veginn, standa mörg skilti i verzlununum, þar sem á stend- ur útsala, og þá er tækifarið til þess að gera góðu kaupin. Það vill þó oft fara svo, að margt er keypt, sem enginn virðist svo hafa not af siðar meir. Lögin, sem gilda um tima út- sala, eru siðan árið 1933, en þá rlkti ennþá konungur yfir Is- landi. Hafa fæst lög haldizt óbreytt siðan á þeim tima! Útsölur er heimilt að halda á tlmabilinu frá 10. janúar til 10. marz og frá 20. júli til 5. septem- ber. Verzlunum er heimilt að hafa útsölur tvisvar sinnum á ári, og þá ekki lengur en eínn mánuði einu, eða þá einu sinni á ári og þá ekki lengur en I 2 mánuði. -EA. Það er mikið aö snúast I verzlunum þessa dagana, þar sem útsölur eru, en nú eru haustútsölurnar að hefjast af kappi. Mynd þessa tók Ijósm. i verzluninni Faco, en þar leið yfir tvær konur I ölium troðningnum. OSKUTUNNUVAKTIN GERÐ HLÆGILEGA LÉTT Nú hefur sjálfvirknin náð til sorptunnanna. í einni blokk i Breiðholt- inu, Asparfelli 2, hefur verið komið fyrir sjálf- virkum sorptunnuút- búnaði, smiðuðum af griska vélvirkjanum Mikael Magnússyni. Þetta er fyrsta tækið, sem tekið er i notkun hérlendis, en smiði þess tók um tvo mánuði, að þvi er Mikael sagði. Þegar hafa verið pöntuð fimm önnur tæki i blokkina Asparfell 2—12, en það er BSAB, sem byggði þá blokk. Reynslan af fyrsta sorptunnuútbúnaðinum hefur verið góð, en tækið hefur verið staðsett i blokkinni frá þvi á föstudag. Húsvörðurinn þar, Einar Guð- laugsson, sagði, að hingað til hefði hann þurft að lita inn i sorp- geymsluna 3svar á sólarhring, en nú þarf hann ekki að hafa eftirlit með þessu nema annan og þriðja hvern dag. Tækið er þannig útbúið, að 6 tunnum er komið fyrir á plötu, sem er um 1.80 m á breidd. Breidd herbergis þess, sem tækið er staðsett i, þarf þvi að vera um 1.90 m á breidd. Á miðri plötunni er rafmótor, sem stjórnað er af eins konar rafeindaauga. Raf- eindaauganu er komið fyrir á sorprennslinu, og I hvert sinn, sem tunna fyllist, slökknar ljós- geisli I rafeindaauganu og veld- ur þvi, að platan snýst fram til næstu tunnu. Þannig fyllist hver tunna á fæt- ur annarri, en þegar allar eru orðnar fullar, kviknar aðvörunar- ljós. Ráðgertersvo aðkoma fyrir tengi upp i ibúð húsvarðarins, Einars, þar sem hann getur fylgzt með þvi, hvenær ljósið slökknar. Hann þarf þá ekki að fara niður i geymslurriar nema einu sinni á viku. Sérstakur takki er svo fyrir sorphreinsunarmenn, sem þeir ýta á til þess að fá tunnurnar til sin á þægilegan hátt. Ekkert skilyrði er, að tunnurn- ar séu sex, heldur er hægt að fá fleiri, ef húsrými leyfir. Mikael — óvinsœlasta skylduverkið í blokkunum leyst með nýrri uppfinningu sagði, að útbúnaðurinn kostaði um hundrað þúsund krónur, en hann hefur þegar tryggt sér einkarétt á honum. —EA. ,,Nú þarf ég ekki að Ifta niður nema annan og þriðja hvern dag á móti 3svar sinnum á sólarhring áður", sagði hiísvörðurinn Einar Guðlaugsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.