Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 7
Fjölskyldumeðferð: SAMSTAÐA í FJÁR- MÁLUM ÞÝÐINGAR MEIRI EN KYNLÍF! Rœtt við Ólaf Jóhann Jónsson lœkni á Kleppi um fjölskyldumeðferð, en hana bar mjög á góma á nýafstöðnu þingi geðlœkna hér í Reykjavík Samstaða í fjármálum þýðingarmeiri en kynlíf móttækilegra hér fyrir fjöl- skyldumeðferð en viðast hvar annars staðar i heiminum. Fjölskyldumeðferð hentar okkur vel sem lækningaform. I fjölskyldumeðferð er lögð sér- stök áherzla á að fá fólk til að tjá hvort öðru tilfinningar sinar og þarfir. Það var þvi athyglisvert, að þessi rannsókn virtist renna stoðum undir það, hvað mikil- vægt þetta er. Könnuð var tilfinningaleg af- staða hjónanna hvors fyrir sig til ýmissa hugtaka, og kom þá greinilega i ljós, að þau hjón, sem lögðu svipaða meiningu i þessi hugtök, áttu auðveldasta sambúð. Þaö kom einnig i ljós, að ein- mitt þessi hjón áttu auðveldara með að taka sam-eiginlegar ákvarðanir, sem hlýtur ávallt að vera mikilvægt i hverju hjónabandi. Geðlæknirinn skipti hjónun- um niður i 2 hópa, og var mjög greinilegt, að i þeim hópnum, sem átti við færri erfiðleika að striða, sem væri hægt að kalla samhentu hjónin, tóku hjónin sameiginlegar ákvarðanir i fjármálum. Af þeim hóp, þar sem hjónin voru samhent, íóku 9 af hverjum 11 sameiginlega ákvörðun i fjármálum, en að- eins 2 af þeim 10, sem voru i hin- um hópnum. Einnig kom i ljós, að þau sem tilheyrðu samhenta hópnum, virtust vera ánægð með kynlif sitt, en aöeins helmingurinn af þeim, sem voru i hinum hópn- um. Samstaða i fjármálum virðist þvi skipta meira máli en að samræmi sé i kynlifi. Fjölskyldumeðferð hefur þró- azt á siðastliðnum 20 árum og er enn i mjög örri þróun. Fjölskyldumeðferð byrjaði á Kleppi upp úr árinu 1967, og sá fjöldi sjúklinga, sem fær þá meðferð þar, hefur aukizt ár frá ári. Kristin Gústafsdóttir, sem er sérmenntuð aðallega i Banda- rikjunum i sambandi við þessar lækningar og vinnur nú i Svi- þjóð, hefur aðallega undirbúið jarðveginn fyrir þessar rann- sóknir. Fjölskyldumeðferð þarfnast sérstakra skilyrða til þess að hún geti verið árangursrik, ef á að stunda hana i sambandi við stofnanir. Til að geta byrjaö slika með- ferð þarf sem allra stærstur hluti af starfsfólkinu að hafa fengið grundvallarmenntun á þessu sviði, og slikt tekur eðli- lega langan tima. í hverju er fjölskyldumeð- ferð fólgin? Mjög skiptar skoðanir eru um, hvað kalla á fjölskyldumeð- ferð. 1 viðustu merkingu þess orðs mætti ef til vill segja, að einstaklingsmeðferð geti i viss- um tilfellum virkað sem fjöl- skyldumeðferð. Ef sjúklingur breytist við meðferð og kemur sem breyttur einstaklingur i hópinn, fellur hann ekki lengur inn i fjölskylduna á sama hátt og áður. Jafnvægi fjölskyldunn- ar er þar með raskað, og hún veröur að finna jafnvægi eftir nýjum leiðum. Flestir sem vinna við fjölskyldumeðferðina, kjósa þó að hafa sem flesta úr kjarna henna\; með i þessari meðferö. Alita þeir, að á þann hátt sé oft á tiðum hægt að ná skjótari, við- tækari og varanlegri árangri. Einnig er það álitið kostur að vinna með sem flestum fjöl- skyldumeðlimum til að athyglin beinist frá þeim einstaklingi, sem er sjúkdómsberinn. Fjölskyldumeðferðin beinist svo vanalega i þá átt að hjálpa fjölskyldunni að átta sig á, hvaða venjur og siðir hafi myndazt innan hennar. Hvort þessar venjur og siðir fullnægja þörlum einstaklinganna og hjálpa fjölskyldunni til að finna nýjar leiðir til að leysa sin vandamál. Tjáskipti Sérstök áherzla er lögð á tjá- skipti innan fjölskyldunnar, sem oft er ábótavant. Þvi miður virðist það vera þannig að fólk getur sér til um tilfinningar og þarfir hinna i fjölskyldunni i staðinn fyriraðspyrja þá sjálfa. Þetta leiðir eðlilega til alls konar misskiínings, og af þvi skapast margs konar vandræði, sem smám saman magnast. Þannig getur fjölskylda óafvit- andi og gagnstætt vilja allra meðlimanna lent á blindgötu, sem erfitt er að komast út úr aftur. Það getur þá hjálpað að hafa hlutlausan utanaðkomandi að- ila, sem oft sér hlutina i skýrara og öðru Ijósi en fjölskyldufólkið sjálft. Vegna sérstakrar þjálf- unar geta þeir áttað sig betur á, hvað er að gerast eða hefur gerzt i fjölskyldunni. Enginn sökudólgur Oft kemur það fram, þegar reynt er að rifja upp orsaka- samhengi i fjölskyldumeöferð- inni, að meölimirnir misskilja þetta og finnst, að nú sé verið aö leita að sökudólgnum, en oftast nær er auðvelt að sannfæra fólk um, að svo er ekki og koma fjöl- skyldunni i skilning um, að ein- mitt þetta, að skella sökinni á einhvern ákveðinn eða ein- hverja ákveðna orsök, eins og t.d. áfengi, er algjörlega til- gangslaust og óhagkvæmt. Hag- kvæmara er að reyna að finna nýjar leiðir og lausnir, svo að sem flestir i fjölskyldunni fái sinum þörfum og óskum full- nægt. 1 fjölskyldumeðferð er fólk gjarnan spurt að þvi hverju það vilji breyta, hvernig sé hægt að breyta. Og siðan reynt að fylgja þvi i framkvæmd. —EVI Visir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973. fllNIIMl I 5ÍÐAN 1 Umsjórt: Erna V. Ingólfsdóttir Sem liður í undirbúningi undir f jölskyldumeðferð var síðastliðinn vétur gerð rannsókn á 21 eðlilegri kjarnafjölskyldu hér í Reykjavík. Þetta voru hjón, sem giftu sig árið 1961. Reynt var að hafa rannsóknina eins víðtæka og mögulegt var. Félagsráðgjafar áttu viðtöl við f jölskyldurnar á heimilunum. Hjón tóku allvíðtækri sálfræðilegri rannsókn, og síðan höfðu hjónin viðtal við geð- lækni. Umsjón með félagslega hlut- anum hafði Haraldur ólafsson lektor. Viðtölin tóku Sigrún Júliusdóttir félagsfræðingur og Hólmfriður Gunnarsdóttir fé- lagsfræðingur. Sálfræðilega hlutann sáu Gylfi Asmundsson sálfræðingur og Ölafur Jóhann Jónsson læknir um. Fjölskyldu- tengsl mikilvœgari ó íslandi og fólk móttœkilegra fyrir fjölskyldu- meðferð 1 þessari rannsókn kom fram, að fjölskyldutengsl virðast vera mikilvægari fyrir fólk hér á Is- landi en i öðrum löndum á sama þróunarstigi. Þetta bendir til þess, sem raunar virðist þegar hafa komið i ljós samkvæmt reynslu á Kleppsspitala, að fólk virðist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.