Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 13
Vlsir. Miövikudagur 15. ágúst 1973. n □AG | Q KVÖLD | Q □AG | Útvarpið í kvöld kl. 19.20: „Bein lína/# Þór Guðjóns- son veiðimóla- stjóri svarar spurningum hlustenda Þór Guöjónsson veiðimála- stjóri svarar spurningum hlustenda i þættinum ,,Bein lina,” sem er i umsjá Árna Gunnarssonar og Einars Karls Haraldssonar i kvöld. Viö ræddum viö Arna og sagöi hann, aö undir veiðimál heyrðu fiskiræktarmál öll og er óhætt að segja, að áhugi á fiskirækt i ám og vötnum hafi sjaldan verið meiri en nú og jafnvel talað um hana sem sérstaka búgrein hjá bændum. Laxveiði i islenzkum ám er vaxandi þjónustugrein, og hingað koma fjölmargir for- rikir útlendingar til þess að veiða lax. Þór fjallar þó ekki um leigu á laxveiðiám. Það er mál veiðieigenda og þeirra, sem leyfin kaupa. „Sem fyrr leggjum við áherzlu á, að menn hafi hnit- miðaðar og stuttar spurningar tilbúnar. Frábiðjum við okkur langar ræður. Menn undir áhrifum áfengis ættu ekki að hringja, enda leiðinlegast fyrir þá sjálfa,” sagði Arni. Siminn er 22260. -EVI Þór Guðjónsson. Sjónvarpið í kvöld kl. 20.30: Melanie i sjónvarpinu í kvöld kl. 20.30 verður brezkur söngvaþáttur, þar sem hin vinsæla vísnasöngkona, Melanie frá New York, syngur eigin lög. Einnig er rætt við hana um list hennar og atvinnu. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir. EVI. Sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 21.25 3. þátt brezka framhalds- flokksins „Mannaveiöar.” Myndin er af Alfred Lynch, sem leikur Jimmy, en hann er ein af aðalpersónum i „Mannaveiðum.” Framhaldsþættir þessir fjalla um andspyrnuhreyfingu Frakka gegn Þjóðverjum i heimsstyrjöldinni siðari. -EVI Sjónvarp í kvöld kl. 20.55: Ferðalög um vegleysur geims og jarðar „Af nýjustu tækni og visindunt kynnumst við i kvöld i þrcmur myndum geimrannsóknu m, hryggskekkju og nýjum veg- leysubil,” sagði örnólfur Thorlacius, stjórnandi þáttarins „Nýjasta tækni og visindi,” þegar við höfðum samband við hann. örðugleikar hafa steðjað að bandarisku Skylabframkvæmd- unum, og í fyrstu myndinni kynnumst við skemmdum, sem urðu á geimstöðinni, er hún var send upp 14. mai sl„ og hvernig fyrsta áhöfn geimstöðvarinnar lagfærði þessar skemmdir úti i geimnum, og brugðið er upp myndum af lifi og störfum geim- faranna þá 28 daga, sem þeir höfðu þar útivist. Þá er mynd um sjúkdóm, sem læknar nefna scoliosis. Þetta er hryggskekkja, sem leggst á unglinga og hefst á niunda til fimmtánda aldursári. Sjúkdóm- urinn er af ástæðum, sem menn þekkja ekki, mun algengari i stúlkum en piltum. Mikils er um vert að uppgötva kvillann snemma, og i myndinni eru sýnd einkenni hans og hvernig bakið er rétt með léttri stoðgrind, sem borin er i allmarga mánuði eða nokkur ár. Þættinum lýkur svo á þvi, að kynntur er nýr torfærubill, sem raunar er ekki enn kominn i framleiðslu, og kallaður er Rolligon. Þetta er vöru- flutningabill, sem rennur greiðlega yfir bratta sandskafla, kviksyndi, is og snjó og ýmsar torfærur aðrar, sem halda aftur af öllum venjulegum torfærubil- um. Auk þess er Rolligoninn þeim ágæta kosti búinn, að hann skilur vart eftir sig för i viðkvæmum jarðvegi, sem aðrir bilar mundu rista i sundur. -EVI. 13 ^-☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆'d «- * «- * «- «- * «- ★ «- «■ s- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- X- «- ★ «- * «■ * «- s- * s- X- ★ «- ★ s- ★ s- X- Hrúturinn. 21. marz-20. april. Það virðist vera margt, sem þú þarft að koma i verk og vilt um- fram allt koma frá en einhverjar tafir virðast þó hamla. Nautið, 21. april-21. mai. Það litur helzt út fyrir, að einhver áhrifamaður vilji vepa þér innan handar, en athugaðu, hvort ekRi fylgir þar böggull skammrifi. Tviburarnir,22. mai - 21. júni. Farðu gætiléga i ’ öllum fullyrðingum og varastu yfirleitt að segja neitt, sem þér stendur ekki á sama, til hverra berst. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Það getur átt sér stað, að þér sé vissara að fara að öllu með gát i ein- hverju máli, sem snertir bæöi ættingja og pen- inga. Ljónið,24. júli-23. ágúst. Þú þarft að afla þér sem beztra upplýsinga i sambandi viö ferðlag, sem þú eða einhver þér nákominn á fyrir höndum, og skipuleggja það sem bezt. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Ef þér finnst að þú eitir helzt ekki að gera eitthvað það, sem aðrir vilja fá þig til, skaltu setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Vogin, 24. sept.-23. okt. Farðu að öllu með gát i sambandi viö einhvern, sem leitar kynna við þig, og þú þekkir naumast af afspurn. Fréttir verða jákvæðar i dag. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Þessi dagur getur orðið dálitið einkennilegur. Það litur út fyrir að fátt standist, sem sagt er, og allar áætlanir ruglist. «- ★ «- ★ «- * «- * «- ★ «- ★ «- ★ «• ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- «- «- «- «- X- «- X- «- ★ «■ «- Bogmaöurinn, 23. nóv.-21. des. Það er ekki að vita, nema einhver langt að kominn hafi sam- band við þig i dag. Gamall vinur, ef til vill, en þó ekki vist. Steingcitin, 22. des.-20. jan. Það er margt, sem þú þarft að athuga um þessar mundir, einkum ef þú stendur i einhverri fjárfestingu, eins þó hún geti ekki talizt mikil. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Farðu bæði var- lega og djarflega i dag, það er kannski vandi að sameina það, en gæti þó tekizt, ef þú hugsar vel allar aðstæður. Fiskarnir. 20. febr.-20. marz. Góður dagur, einkum hvað allar fréttir snertir, þær sem eitt- hvað koma þér við og þinum fyrirætlunum, en taktu samt ekki allt trúanlegt. ÚTVARP # MIÐVIKUDAGUR 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „óþekkt nafn” eftir Finn Soeborg Þýðandinn, Halldór Ste- fánsson,Tes (2). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lcnzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina. Umsjónar- menn: Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 Hörpukonsert nr. 4 I Es- dúr eftir Franz Petrini Ann- ie Challan og hljómsveitin Antiqua Musica leika: Marcel Couraud stj. 20.20 Sumarvaka. a. t kaupa- vinnu fyrir 40 árum. Agúst Vigfússon kennari flytur frásöguþátt. b. Kvæði og stökur eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson. Valdimar Lárusson les. c. Flateyjar- kirkja og framtíð hennar. Séra Arelius Nielsson flytur erindi. d. Kórsöngur Al- þýðukórinn syngur nokkur islenzk lög. Söngstjóri: Dr. Hallgrimur Helgason. 21.30 Otvarpssagan: „Vernd- arenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum. Guðrún Guð- laugsdóttir les (11). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.35 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. SJÚNVARP • MiðvikudaEfur 20.00 Frcttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 Melanie. Brezkur söngvaþáttur, þar sem hin vinsæla visnasöngkona. Melanie frá New York, syngur eigin lög. Einnig er rætt við hana um list hennar og atvinnu. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Nýjasla tækni og visindi. Skylab, viðgerðir á geim- stiið. Hryggskekkja. Rolli- gon, nýr torfærubill. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Mannaveiðar. Brezkur framhaldsflokkur um and- spyrnuhreyfingu Frakka gegn Þjóðverjum i heims- styrjöldinni siðari. 3. þáttur. Þeir dauðu lifa lengst. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.15 Rithöfundurinn James Baldwin. Viðtal við einn kunnasta rithöfund úr hópi bandariskra blökkumanna. Hann hrökklaðist ungur frá Bandarikjunum og hefur siðan verið búsettur i Paris og haft talsverð afskipti af baráttumálum blökku- manna samhliða ritstörfun- um. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 22.40 Ilagskrárlok. VÍSIR §í!ni86611 ☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆*☆*☆*☆**☆*☆*☆*☆***☆*************£*****£*****☆***☆*.☆*.☆*☆*☆*☆*☆*☆*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.