Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 15.08.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973. VÍSIR Útgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 •Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 ('ý.lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr> 18.00 einfakiö. Blaöaprent hf. Þetta gengur ekki Þjóðir heims verða að bindast samtökum og stöðva vitleysuna i Mið-Austurlöndum. Smáþjóðir geta átt leikinn i þeim efnum. Við skulum gera okkur ljóst, að hvenær sem er gæti islenzkur ferðamaður fallið fyrir kúlu eða sprengju einhvers dátans i hildarleiknum. Hermdarverkamenn arabisku skæruliðaflokk- anna eru á kreiki um allan heim. Rikisstjórn Israels tekur þátt i brjálæðinu með flugránum, sem gætu vissulega leitt til þess, að flugvélar færust. Hið siðasta af þvi tagi var, þegar orrustuflug- vélar ísraelsmanna neyddu farþegaflugvél frá Libanon til að lenda á herflugvelli i Israel. Isra- elsmenn ætluðu með þvi tiltæki að handsama for- ingja arabisks skæruliðaflokks. Þeir voru ekki i flugvélinni. Hefðu þeir verið þar, má ætla, að ekki hefði verið jafnauðvelt að neyða flugmenn til að lenda. Má alveg eins gera ráð fyrir, að ísraels- menn hefðu orðið að skjóta. Það hafa þeir áður gert i svipuðu tilviki, og var mildi, að flugvélin fórst ekki með manni og mús i það sinn. Þetta flugrán var kallað svar við morðárás, sem arabiskir skæruliðar gerðu á ferðafólk i flughöfninni i Aþenu fyrir rúmri viku. Þess konar hermdarverk hafa útsendarar skæruliðanna framið margsinnis á undanförnum árum. Hrunadansinn er stiginn með vaxandi ákefð. í slikum deilum viljum við helzt geta tekið einarðlega afstöðu með öðrum og móti hinum. En hildarleikurinn nær of langt til þess. Hann er kominn of nálægt okkur til þess, að við getum litið á hann sem fótbolta. Við teljum Israelsmenn skyldari okkur og standa okkur nær. Við vildum helzt geta stutt þá. En sannleikurinn er sá, að þeir beita sömu að- ferðum og hinir. Þar er stigsmunur á, en enginn eðlismunur. Israelsmenn hafa i engu komið til móts við Araba i friðarsamningum. Afstaða þeirra er að halda i svæðin, sem þeir tóku af Aröbum i sex daga striðinu, þótt þeir hefðu þá sagt annað. Stórveldunum er ekki unnt að treysta i þessum efnum. Sovétrikin miða alla afstöðu sina við að styrkja stöðu sina i Arabarikjunum. Bandarikin eru of háð áhrifavaldi Gyðinga. Eigi að verða unnt að veita striðsmönnunum frá Mið-Austurlöndum ráðningu, þurfa smærri rikin að standa saman, þau riki, sem hafa ekki hagsmuni af öðru en þvi að tryggja öryggi sak- lauss fólks. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, reyndi i fyrra að fá framgengt sam- þykktum um aðgerðir gegn skæruliðum. Tilraun- in fór út um þúfur. íslendingar eiga aðild að margs konar alþjóð- legum stofnunum og bandalögum, ekki aðeins islenzka rikið, heldur hvers konar samtök, stofn- anir, fyrirtæki og einstaklingar. Þarna gætu áhrif okkar viða orðið álika mikil og annarra, þótt fjöl- mennari séu. Reynslan sýnir, að á mörgum sviðum má beita refsiaðgerðum, svo að biti. Knýja verður á stjórnvöld hvarvetna, að þau hætti að hlifa hermdarverkamönnum. Það kann að kosta fórnir i fyrstu, en með þeim yrðu mannslif spöruð i framtiðinni. Ekki á að láta rikisstjórn ísraels komast refsingarlaust upp með það að stunda flugvélarán á alþjóðlegum flugleiðum. —HH Tíu stœrstu í skýrslu Sameinuðu þjóðanna/ sem lögð var fram á sunnudaginn, eru eftirtalin fyrirtæki talin vera heims- instíu stærstu, og með þeim er birt í milljónum dollara sala þeirra árið 1971 1. General Motors (USA) 28.264. — 2. Standard Oil (USA) 18.701. — 3. Ford Motor (USA) 16.433. — 4. Royal Dutch-Shell Group (Holl,- Bretl.) 12.713. — 5. General Electric (USA) söiuna vantar. — 6. International Business Machines (USA) 8.274. — 7. Mobil Oil (USA) 8.243. — 8. Chrysler Motor (USA) 7.999. — 9. Texaco (USA) 7.529. — 10. Unilever (Holl.-Bretl.) 7.483. r Iskýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem lögð var fram á sunnudaginn, er þvi haldið fram, að al- menningur láti sér ekki lengur j lynda hvernig sumar risavaxnar alþjóðlegar fyrirtækjasam- steypur noti sér áhrifamátt peninganna til þess að losna und- an nánu eftirliti þess opinbera. Skýrslan bendir á, að finna verði leiöir til þess að setja taum- hald á sum risafyrirtækin, eða meiri skyldur til þess að standa yfirvöldum viðkomandi lands, þar sem þau starfa, frekari reikn- ingsskil. Þetta er fyrsta skrefið, sem Sameinuðu þjóðirnar stiga til þess að meta, hvaða itök alþjóð- leg kaupsýsla hefur á „heims- málin”. 20 sérfræðingar frá Bandarikj- unum og átján rikjum öðrum munu leita svara við þeim spurn- ingum, sem leita á menn varð- andi rekstur þessara stóru fyrir- tækja. Gert er ráð fyrir, að það hefji athuganir sinar með viðtöl- um um starfsemi alheimsfyrir- tækja i New York 4. september nk. Rikisstjórnir og félags- málastofnanir heima- landa þessara risfyrir- tækja — og þá eink- anlega Bandarikjanna — láta þau sig æ meiru varða, segir i skýrsl- unni. „Aðalatriðið er ekki, hvort heimalöndin ættu að setja meiri hömlur á þessi fyrirtæki eða reyna að komast af án þeirra, heldur hvort og þá hvernig hægt er að hafa áhrif á rekstur þeirra til þeirrar áttar, sem þykir vera Þeir halda þvi fram, að i ein- stöku löndum séu lifnaðarhættir útlendinganna, sem starfa við fyrirtækin þar, ibúunum tilefni öfundar og afbrýðisemi, þegar þeir bera þá saman við heima- menn. 1 skýrslunni er þó á einum stað skýrt frá þvi, að mörg alþjóðafyr- irtæki hafi sýnt! viðleitni til fé- lagslegrar ábvrgðar og reyni að láta ekki mikið berast á. En þvi er bætt við, „að út á eitt RISAHRINGIR í BRENNIDEPLI Framkvæmdastjórn S.þ. vann að gerð þessarar skýrslu sem vegarnesti fyrir sérfræðingana, sem Kurt Waldheim fram- kvæmdastjóri skipaði til, að til lögu Efnahags- og félagsmála- stofnunarinnar. r Itillögu þessari (sam- þykkt 1972) var skorað á S.þ. að taka upp málið um risafyrirtækin og þá frá hinum ólikustu hliðum. í land- greiningarálit var ekki farið i til- lögunni og tekin dæmi um jafnt einkaeign bandariskra fyrirtækja á náttúruauðlindum i Chile og eigu belgiskra aðila og itök i afrisku nýlendunum fyrrverandi. 1 skýrslunni var svo komizt að orði, að það sýndi hug almennings til þeirrar „óvissu sem rikti um völd og áhrif alþjóðlegra fyrir- tækja”, hversu misjafnlega mæltist fyrir eign einkaaðila á auðlindum á borð við koparnám- ur Chile. Þvi er haldið fram, að mestar áhyggjur hafi menn af áhrifa- mætti þessara risafyrirtækja meðal almennings i Bandarikjun- um, sem séu einmitt aðalheim- kynni slikra samsteypuhringa. Heimalöndin í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlegu auðhringana eru eftir- talin ríki talin hafa mestan fjölda risafyrir- tækja, sem hafi aðal- skrifstofur heima. Þá eru talin fyrirtæki, þar sem árssalan nemur 300 milljón dollurum á ári eða meir: Lönd Fjöldi fyrirt. 1. Bandrikin 385 2. Japan 74 3. Bretland 61 4. V-Þýzkaland 45 5. Frakkland 32 6. Kanada 17 7. Svfþjóð 13 Efst á lista yfir slik risafyrirtæki er General Motors, bandariskt og átta af tiu efstu eru bandarisk, en alls 358 af 650 risafyrirtækjum, sem talin eru til, eru bandarisk! Sérhvert hinna „tiu á toppn- um" 1971 framleiddi meira en nam þjóðarframleiðslu 80 smá- rikja samtals. meir i samræmi við alþjóðlega samhygð.” Þá er bent á i skýrslunni, að einkum séu það hin smærri riki, sem lendi á milli tveggja elda, vegna þess að annars vegar sé þeirra freistað „með auknum tekjum, auknum útflutningi, auk- inni atvinnu, aukinni tækni, hag- ræðingu og framkvæmdastjóra- þekkingu, sem stóru erlendu fyr- irtækin bjóði upp á. Meðan á hinn bóginn,” segir ennfremur i skýrslunni „stórfyrirtækin geti i kyrrþey unnið gegn hagsmunum rikisstjórnanna á efnahagssvið- inu, gjaldeyrismarkaði og við dreifingu teknanna. komi, hve skynsamlega heima- landið og gestgjafnarnir semji við alþjóðahringana, eða hversu fé- lagslega ábyrgir þeir séu, alltaf finni menn sér emhvers staðar tilefni sundurþykkis og spennu i millirikjasamskiptum, og finna verður ráð gegn þvi.” Risafyrirtækin hafa leikið mik- ilvægt hlutverk i sambandi við kreppu dollarans, og sérhvert gjaldmiðilskerfi verður að gera ráð fyrir áhrifamætti þeirra,” segir i skýrslunni. Fyrirtæki þessi hafa á hinn bóginn framúr- skarandihæfni, svo sem til að sameina hagsýni og framkvæmdastjórasnilli i eitt, og verkefnið hlýtur að vera það, að reyna að nýta þennan eigin- leika i þágu mannkynsins,” halda skýrslugerðarmennirnir áfram. 131118181111 Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.