Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 8
8 Vfsir. Miðvikudagur 29. ágúst 1973 Jóhanna Gunnarsdóttir, skrifstofustúlka. Ragnheiður Pétursdóttir, 21 árs af- greiðslustúlka. Elin Valdimarsdóttir, bankamær. 20 ára HVER ÞEIRRA FER TIL MALL- ORCA? Bryndis Sveinsdóttir, 24 ára afgr. i blómabúð. 9 Hildur Gunnarsdóttir, 16 ára bankamær. Berta Jónsdóttir, 21 árs, nemi i þroskaþjálfun. Ester ólafsdóttir, 22ja ára húsmóðir. Guðrún Jóhannesdóttir, 20 ára hjúkrunarnemi. Þá höfum viö lokiö viö aö kynna fyrir lesendum Sumarstúlkur Vfsis þetta áriö og leggjum þaö nú undir dóm hvers og eins, hver þessara stúlkna skuli hljóta verö- launin, sem er ferö meö Sunnu til Mallorca og nokkur þúsund krón- ur i vasapening frá Visi. Hér til hliöar er atkvæöaseðill og veröa aöéins tekin til greina atkvæöi, sem rituö eru á þennan seðil úr blaðinu. Atkvæða- seölarnir skulu sendir af staö til blaösins eigi siöar en föstudaginn 7. september og er utanáskriftin til okkar: Dagblaöiö VISIR Ritstjórn: Sföumúla 14, Reykjavik. Einnig má senda seölana á af- greiöslu blaösins, Hverfisgötu 32. Orslitin vonumst viö svo til að geta birt strax á fyrstu dögum næstu viku á eftir. Enn á ný viljum við færa þakkir okkar öllum þeim, sem sendu okkur ábendingar, en þegar fresti til ábendinga lauk vorum viö komnir meö lista yfir um 40 stúlkur, og á dögunum þar á eftir bárust ekki færri en fimmtán til tuttugu til viðbótar. Þaö gefur augaleiö, aö þann mikla fjölda gátum viö ekki náð aö birta i tæka tiö. Sumarstúlku þurftum við að kjósa áður en ferðaskrifstofan Sunna lýkur feröum sinum i sólina á Mallorca. Það voru bæði karlar og konur, sem höföu samband viö blaðið meö ábendingar. Mest var siminn notaöur og voru þaö fullorönar konur, sem áttu flestar ábendingarnar, en einnig var mikiö um að vinnufélagar og vinnuveitendur vildu benda okkur á stúlkur til keppninnar. Eins og við höfum áður skýrt frá.býður Sunna sumarstúlkunni okkar upp á gistingu á nýju og glæsilegu hóteli við Arenal, sem er 6 km löng samfelld sand- strönd. Hótélið heitir Gran Hotel E1 Cid og á fyrstu hæð byggingar- innar er m.a. stór skemmti-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.