Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 12

Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 12
12 Vísir. IVIiðvikudagur 29. ágúst 1973. Snert af skákæöinu... Stjörnudýrkun i algleymingi. Gripiö til lánsfjaöra frá páfa- gaukum. •• Kitthvaft fyrir augaö. Augnablik elskan. Ég er að mála mig! Þegar stúlka segir ofangreind orð getur fylgisveinn hennar eða húsbóndi bókað næstu 20 til 30 minúturnar i bið. Sumir jafnvel meira. Og nú ætla snyrtisérfræð- ingar aldeilis að lengja biðina. Á meðfylgjandi myndum getum við séð hvert stefnir. Hægt og hægt hafa snyrtisérfræðingarnir verið að færa sig upp á skaftið. Þeir hafa fengið stúlkurnar til að mála á sig fiðrildi hér og þar. Eitt kannski við naflann og- annað á kinnina. Siðan var sett á markað- inn málning i gull-, brons-, og silfurlitum og sömuleiðis glimm- er. Fleiri litum hefur verið bætt við og stúlkunum tjáð, að það sé ekki aðeins i tizku að nota einn lit eða tvo, heldur sé það eina, sem dugi, að nota þá helzt alla saman — og strá svo nógu miklum glimmer yfir alltsaman. Þeir hlógu einhvern tima aö hettuúlpunum og siðar að stutt- buxna-tizkunni. Kannski það verði ekki hlegið að þessari „striðsmálningu” nema aðeins fyrst i stað.... . ^ , MÍIRI VON UM FAR ÞANNIG A margvislegan hátt reyna puttaferðamenn að ná sér i far mcð bifreiðum, sem aka hjá. Við heyrum olt getið um kvenfólk, sem kippir pilsfaldinum upp fyrir hné til að draga að sér athygli ökumannanna og altur á móti ekki lieyrt um fyrr, að karlmaður beiti viðlfka brögðum. Piiturinn á myndinni hér að ofan heitir Ilarry Scott og cr 21 árs gamall. Hann var á ferðalagi i gegnum Ohio i siðustu viku og átti i einstökum erfiöleikum mcð að fá bilfar. Hann greip þá til þess ráðs, að afklæðast og setjast nakinn á gangstettarbrun veifandi þumalfingri. ()g hann fékk fljótlega far. Lögreglan kom hið snarasta og hirti Harry upp. Páfí fordœmir bíómynd l’áll páfi hefur látið i Ijós andúð sina á þeim fyrirætlunum danska kvikmyndagerðarmannsins Jens Jörgens Thorsens, að gera klám- kvikmynd um Jesúm Krist. Þá um leið fordæinir páfi danska rik- ið, sem styrkir umrædda kvik- myndagerö með sem svarar átta milijónum islenzkra króna. t yfirlýsingu sinni sagði Páli páfi, að myndin væri greinilega gcrð með það fyrir augum, að gera Krist að athlægi — og vcra féþúfa kvikmyndaframleiðend- anna. Jens Jörgen Thorsen lætur mótmæli Vatikansins ekki hafa nokkur minnstu áhrif á sig. Hann hefur fengið rikisstyrkinn og lokið við að velja leikara i öll hlutverk og er þvi ekkert að vanbúnaði. — Og nú skal Kristur loksins koma fólki fyrir sjónir sem kvenfólk og reykir hass, segir mennskur maður, sem elskar Jörgen með áherzluþunga. Jens Jörgen Thorsen. POP-PUNKTAR STEINAR BERG LITLAR BARNATOSKUR Fyrir börn á aldrinum 2ja - 6 ára. og þessar litlu körfur fyrir sama aldur, vorum við einnig að fá.- Komið beint þangað sem úrvalið er mest. Iljá okkur eruð þið alltaf velkomin. Skólavörðustig 8 og Laugavegi 11 (Smið justigs megin) Batnandi plötu er bezt að eiga Curtis Mayfield: Back to the World. Fyrir nokkrum árum sungu allir um ást og frið, mótmæltu striði og reyndu að fá fólkið til að sjá villu sina. Þvi miður varð þetta að tízkufyrirbrigði og missti þvi að of miklu leyti marks, þvi sama tizkan gengur aldrei mjög lengi. Þó margir friðarsinnanna hafi nú fundið ný yrkisefni, þá eru þeir einnig margir sem eru sannfærðir um að ást og friður muni einhvern tima rikja i þessum heimi. En fyrst þarf að leysa vandamálin sem að steðja. Curtis Mayfield er einna fremstur i þessum flokki. Hann hefur lengi verið á róli, fyrst með The Impressions, en aðal- lega varð hann frægur eftir að hann yfirgaf The Impressions. Frægð hans hefur svo til ein- göngu verið bundin við Bandarikin, enda er vandi Bandarikjanna i þessum mál- um sennilega mestur. Hver eru svo þessi vandamál og hvað hefur Curtis Mayfield | um þau að segja? I fyrsta lagi, w hið tilgangslausa strið: „Crawlin’ through the trees / suckin’ mud up to my knees. / Fightin’ this damm war / Wondering if the Lord knows what it’s for”. Og eiturlyfja- vandamálið ágerist þegar... „The price of meat/Is higher than the dope in the Street”. Kynþáttavandamálið væri ekk- ert vandamál, ef horft væri á það með augum barnsins. „If I were only a child again. / No one’s ever been so good to me since then / Everywhere I looked / It seemed so color bright / There were never such things to me / As black and white. Sjálfur er Curtis Mayfield blökkumaöur og tónlistin sem hann framleiðir ásamt hinum framúrskarandi aðstoðarmönn- um sinum mundi sennilega flokkast undir soul-músik — en umfram allt er hún góð músik, sem stendur ein á báti algerlega fyrir sinu. Við fyrstu áheyrn gæti „Back to the World” virzt framandi, og svipuð út i gegn, en það er að- eins við fyrstu áheyrn. Einu sinni enn gildir málshátturinn: Batnandi plötu er bezt að eiga. — Curtis Mayfield syngur um stríð, fíknilyf og kyn- þáttavandamálið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.