Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 29. ágúst 1973. 7 Skáldið Solzhenitsyn (1. t.h.) sést hér við jarðarför fyrsta útgefanda sins, Tvardovsky, sem birti verk eftir hann i Novy Mir — en Soizhenitsyn segist luma á inegin hluta verka sinna, sem verði gefin út, ef eitthvað kemur fyrir hann. Solzhenitsyn heldur þvf fram að þúsundir einstaklinga sæti slikum hlerunum. Það er þess konar þjóðfélag, sem Sakharov er að vara Vestur- veldin við að trúa of vel, þegar hann segir, að þau ættu að setja ákveðin skilyrði fyrir afvopnun- inni og vera ekki of andvaralaus. „Vopnahlé án lýðræðis,” sagði hann á blaðamannafundinum fyr- ir viku, „vopnahlé, þar sem Vest- urlönd samþykkja i rauninni okk- ar leikreglur, gæti orðið stór- hættulegt vopnahlé.” Þótt Sakharov hafi annað veifið látið ýmislegt flakka við blaða- menn, og Solzhenitsyn dregið upp þá mynd af Sovétrfkjunum i bók- um sinum, sem stjórnvöldum þeirra er ekki þóknanlegt, þá hef- ur hvorugur þeirra gengið svo langt áður sem nú i „samvinnu við niðurrifsöflin” — eins og það er orðað. Það er engu likara, en þeir ótt- ist þá og þegar að verða lokaðir inni á geðveikrahæli, og vilji nota tækifærin, er kunna að vera hver hin siðustu, til þess að segja það sem þeim liggur á hjarta. Það tók stundum jafnan tíma að fara á kvenfé- lagsfund eins og að fara í kríngum hnöttinn Ólíku er saman af jafna, hversu mikið var haft fyrir þvi að kom- ast á kvenfélagsfundi fyrr og nú. i riti, sem Samband breiðfirzkra kvenna gefur út i tilefni af 40 ára afmæli sinu, lýsir Ólöf Þorleifsdóttir einni af ferðum sinum þegar hún fór á fund 5. mai 1934. Ólöf hafði verið kosin af Kvenfélaginu „Gleym mér ei” i Grundarfirði til að mæta á fundi S.B.K., sem haldinn var á Staðarfelli. Konurnar á Snæfellsnesi hittust i Stykkis- hólmi og var farið þaðan með skipi til Staðarfells. „Heldur þótti mér smár far- kosturinn, sem þar sótti okkur út i skipið, þvi bæði var hvasst og kalt”, segir Ólöf. Vel var tekið á móti konunum og gott var að komast i húsa- skjól. Fundarkonur gerðu sér margt til skemmtunar og m.a. fóru þær i boði Kvenf. „Guðrún ósvifursdóttir” i Hvammssveit riðandi að Hvammi. Var þeim boðið upp á kaffidrykkju ásamt forstöðukonu Húsmæðraskólans á Staðarfelli og námsmeyjum þaðan. A leiðinni heim þeysti for- stöðukonan ásamt námsmeyj- um á undan og höfðu til heitan mat handa þeim, sem hægar fóru yfir, þegar komið var á áfangastað. „Mjög kalt var á leiðinni, og þegar ég steig af baki á Staðar- felli hélt ég að fæturnir væru ekki með, svo dofnir voru þeir”, segir Ólöf. „Nú áttum við eftir að komast heim aftur. Fyrsti áfanginn var Stykkishólmur. Kom þaðan trillubátur til þess að sækja okkur, en þá kom suðvestan hvassvirði með éljagangi. Ekki var útlitið gott, en við stigum um borð i „Drottins nafni". Segl var breitt yfir okkur i skutnum. þvi að báran ýfði fjörðinn þetta kvöld”, segir Ólöf i frásögn sinni. Til Stykkishólms komust þænnúsamt heilu og höldnu. Nú væri hægt að komast i kringum hnöttinn á sama tima og það tók þessar kvenfélagskonur að fara af Snæfellsnesi i Dalasýslu árið 1934. Kristin Tómasdóttir ritari S.B.K. sagði okkur að Halldóra Bjarnadóttir, sem verður 100 ára núna i október, hefði verið frumkvöðull að stofnun S.B.K. Ferðaðist hún um og vakti at- hygli á nauðsyn þess, að þessi fámennu félög við Breiðafjörð stofnuðu með sér samband og fékk Ingveldi Sigmundsdóttur skólastjóra á Hellissandi til að taka að sér formennsku. Halldóra skrifar á ritvél enn þó að hún verði 100 ára i okt. Halldóra er sú kona, sem mest hefur unnið fyrir islenzkan heimilisiðnað hér á landi og hef- ur hún verið með sýningar bæði utanlands og innan. Hún stofnaði eina tóvinnuskólann á Islandi en hann var starfræktur á Sval- barði við Eyjafjörð. Hún sá um útgáfu Hlinarog Vefnaðarbókina gaf hún út, þegar hún var komin yfir nirætt. Allar sinar greinar og bréf vélritar hún og hefur þá ritvélina á hnjánum. Enn þann dag i dag hfur hún þennan hátt á og ekkert lát er á bréfaskriftum hjá henni bæði hér innanlands og utan, þó að þetta gömul sé. Aðaláhugamál hennar eru sem fyrr tóvinnan og að halda við islenzka búningnum. Kristin sagði okkur, að eins og önnur kvenfélagasambönd hef- ur S.B.K. barizt fyrir bættri uppfræðslu kvenna við heimilis- hald. Hafa i þessu tilefni verið haldin alls konar námskeið i öllu þvi, sem lýtur að heimilishaldi. Umferðarkennarar hafa verið fengnir til þess að kenna garð- rækt, matreiðslu, sauma og föndurvinnu, svo að eitthvað sé nefnt. Haldnar eru kvöldvökur, og er þar margt haft til skemmtunar og fróðleiks. Kon- ur koma mikið i islenzka búningnum bæði á kvöldvökurn- ar og á aðalfundi til þess að örva aðrar konur til þess að halda honum við. 1 sambandi við aðalfundina eru alltaf haldnar sýningar á handavinnu og gömlum mun- um, sem eru i eigu félags- kvenna. Má oft sjá á þessum sýningum öll afbrigði af is- lenzkri tóvinnu, vefnaði, út- saumi o.fl. Koma margir aðrir en fundarkonur til þess að sjá þessar sýningar. Viða hugsa kvenfélögin um kirkjurnar, halda þeim hreinum og ótaldar, eru þær gjafir, sem kirkjan hefur þegið af kvenfélögum. Kvenfélagið Lilj- an i Reykhólasveit gaf t.d. Reykhólak irk ju vandaða kirkjubekki. Þau hafa lika oft beitt sér fyrir ræktun lands og tekið fyrir óræktarbletti, sem engum datt i hug, að yrðu ann- IIMIMl SIÐA im | Umsjón: Erno V. Ingólfsdóttir að, og gert þá að fallegum gróðurreitum. S.B.K. hefur stutt mjög Húsmæðraskólann á Staðarfelli og fleiri skóla með gjöfum og fjárframlögum. Merki sambandsins er kona við stýri á seglbát og minnir það á, að konur stunduðu mikið sjó við Breiðafjörð og þóttu góðir sjósóknarar. Margar konur bregða sér á sjó enn i dag, þó að ekki séu nú selgbátar almennt notaðir. Formaður S.B.K. er Þrúður Kristjánsdóttir i Búðardal. Sambandið er aðili að Kven- félagasambandi Islands K.I., sem heldur landsþing annað hvert ár, og er eitt slikt nýaf- staðið. Þingin eru alltaf haldin i Reykjavik og koma fulltrúar frá öllum kvenfélagasamböndum á landinu. K.l. er tengiliður allra félaganna. Gefur það út blaðið „Húsfreyjuna”, sem inniheldur hið fjölbreytilegasta efni. — EVI. VELBÚIN ÞEGAR DIMMA TEKUR! Nú fer daginn að stytta og áður en við vitum af, ér sumarið horfið og haustið tekið við. Það er heldur ekki svo ýkja langt þar til að dimma tekur strax um miðjan daginn. Þá er það snjórinn, hálkan og annað, sem því fylgir. Og þá ekki hvað sizt umferðaróhöppin og slysin. Þau eiga sér svo sem ekki eingöngu stað um vetur, en verða samt öllu tiðari þá. Skólinn er hafinn hjá börnunum, sum hver þurfa að þræða miklar umferðargöt- ur til þess að komast í skólann, og þá er vist eins gott að búa þau eins vel úr garði og unnt er. Miklu meir er nú lagt upp úr umferðar- fræðslu en áður, og börnin vita frekar hvernig þau eiga að snúa sér. En hug- myndirnar, sem hér fylgja, ættu ekki að saka einn eða neinn. A meðfylgjandi myndum sjáum við, hvernig börnin eru búin fyrir umferðina. Annað barnið er iklætt vesti, sem lýsir vel i myrkri, en hitt er hins vegar með húfu á kollinum, sem einnig lýsir vel i myrkri. Húfan er prjónuð úr mjúku acrylgarni, 100%, og efsti hluti húfunnar er appelsinu- gulur á lit. Sá litur er mjög skær og lýsir Efsti hluti húf- unnar er prjón- aður úr mjög skæru appel- sinulituðu garni, sem lýsir vel i myrkri. t stað dúsks er svo komið fyrir sjálflýsandi umferðar- merki. fyllilega nóg i myrkri, en til öryggis er saml hengt aftan i húfuna, i staðinn fyrir dúsk, sjálflýsandi merki. Hinir litirnir i húfunni eru svo brúnn og hvitur, en þó að hviti liturinn lýsi eitthvað gerir áá brúni það ekki. Vestið á hinni myndinni er reyndar gert úr plasti og skreytt meö umferðarmerki að framan. Þannig vesti mætti auðveld- lega sauma eða prjóna úr skæru el'ni eða garni, sem lýsir vel i myrkri. Umferðar- merkið og röndin neðst á vestinu lýsa einnig sérlega vel. Slikt vesti er hentugt fyrir barnið, t.d. ef það hjólar einhverjar vegalengdir i myrkri á umferðargötum. —EA Vesti prjónað eða saumað úr skærlituðu efni eða garni, er hentugt cf að harnið t.d. hjól- ar i myrkri á miklum um- ferðargötum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.