Vísir - 07.09.1973, Side 3

Vísir - 07.09.1973, Side 3
Visir. Föstudagur 7. september 1973 3 KRISTALSVORUR handskorið — mótað POSTULÍNSSTYTTUR í gömlum stíl og spœnskum stíl ANTIK-KRISTALL Rauður kristall í gömlum stíl Lítið ó okkor fjölbreytta og fallega gjafaúrval vörur fyrir olla - verð fyrir alla 4 TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111 ALLT AÐ 400 MANNS í AUSTUR- STRÆTI EFTIR „OPNUNINA" „Það er óhætt að fullyrða, að þessi tilraun hefur tekizt mjög vel. Við höfum sárafáar kvartan- ir fengið, en það eru helzt strætis- vagnarnir, sem menn vilja burtu úr götunni. Nú er aðeins rúm vika eftir af fyrsta áfanga tiiraunar- innar, en um aðra helgi fara strætisvagnarnir alveg úr göt- unni”, sagði Hilmar Ólafsson hjá Þróunarstofnuninni, er við rædd- um við hann i gær um Austur- strætis,,opnunina”. Upphaflega var gert ráð fyrir, að ef tilraunin tækist vel, yrði göt- unni aftur lokað fyrir bilum næsta vor. Sagði Hilmar, að ekki væri gert ráð fyrir að gatan yrði lokuð fyrir bilum i vetur, enda þyrfti þá að gera ýmsar breytingar á henni fyrir veturinn. „Við höfum stöðugt mælt um- ferðina i kringum Austurstrætið og fólksfjöldann á götunni. Hann hefur verið allt að helmingi meiri en áður en bilarnir fóru, eða allt að 400 manns um kl. 5”, sagði Hilmar ennfremur. ÞS. VIÐ ERUM ÖLD Á EFTIR ÖÐRUM í DÝRAVERND" „Það er hringt til min á ótrú- legustu timum sólarhringsins út af veikum dýrum”, sagði Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndunarfélaga islands. „Einu sinni seint á laugardags- kvöldi kom kona til min með kött, sem öngull hafði festst uppi i. Ég hafði ekki önnur ráð en senda konuna á slysadeild Borgarspit- alans með köttinn, og þar tók á móti henni Haukur Arnason lækn- ir. Hann svæfði köttinn og fjar- lægði öngulinn, og finnst mér að hann eigi heiður og þökk skilið. A þessu m.a. sjáum við, hvort ekki er þörf fyrir dýraspitala”, sagði Jórunn ennfremur. Þú ert nýkomin frá Danmörku, þar sem þú hefur skoðað dýra- spitala? Jú, ég er nýkomin þaðan, og kynnti ég mér starfsemi dýra- spitala þar. Hans Hvass, formað- ur „Foreningen for dyrenes be- skyttelse i Danmark”, sem er heimsfrægur maður og hefur skrifað fjöldann allan af bókum um dýr, tók á móti mér. Mig langar gjarnan að lýsa ein- um dýraspitala, sem við komum á. Fyrst var komið inn i móttöku- herbergi dýranna, þar sem þau eru skoðuð. Siðan gengum við inn i röntgenherbergi, en röntgen er geysimikið notað við sjúkdóms- greiningu á dýrum, hvort sem heldur er við brot eöa kýli. Þarna inni biðu hundar eftir meðferð. Næst fórum við á skurðsfofuna, þar sem litil kisa lá á skurðar- borðinu, en hún hafði lent fyrir bil og fótbrotnað, og átti að laga það. Þarna voru svo lika legudeildir fyrir hunda, ketti, fugla, hamstra, nagdýr, skjaldbökur og fleiri dýr. Sérdeild er fyrir hunda og ketti, sem finnast á viðavangi. Þeir sem mest villast frá eigendum sinum eru hálfstálpaðir hvolpar. Þá er lika geymsludeild fyrir dýr, þar sem eigendur geta komið dýrum sinum fyrir, ef þeir fara i sumarfri eða geta ekki haft dýrin hjá sér af einhverjum ástæðum, t.d. veikindum. Ég var afskaplega hrifin af þvi, hvað dýralæknar og dýrahjúkr- unarkonur stunduðu dýrin af mikilli alúð. Eftir að hafa talað við marga dýralækna og alls konar fólk i Danmörku komst ég að þeirri nið- urstöðu, að við á tslandi værum lOOárum á eftir nágrannaþjóðum okkar i dýravernd.” Sprenghlægilegt að skera kisu upp? Jórunn sagði okkur, að hún hefði orðið vör við það, að fólk i Danmörku sem ætti ekki dýr og getur ekki einu sinni hugsað sér að eiga dýr, hafi samt ekkert haft út á það að setja, að nágrannarnir ættu þau. Aftur á móti væri þeir hér á tslandi, sem ættu dýr, af- skaplega þakklátir nágrönnun- um, ef þeir væru ekki að kvarta yfir þeim. t Danmörku þætti sá hlægilegur, sem væri að skipta sér af dýrahaldi annarra að á- stæðulausu. Hún sagði, að ef dýr væri kært i Danmörku fyrir að valda ónæði eða öðru, þá væri ekki alltaf sá sem dýrin á sjálfkrafa talinn vera hinn seki, heldur væri málið rannsakað hlutlaust. „Hér á landi hef ég oft orðið vör við i samtölum við fólk, að talað er með litilsvirðingu um þá, sem lært hafa mikið um meðferð og hegðun dýra. Og slagorðum rign- ir yfir mann eins og t.d.: hundar — segir Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýravernd- unarfélaga í viðtali við Vísi og kettir eiga að vera i sveit, þeir eiga að vera frjálsir. Hver er eig- inlega frjáls? Nei, þetta er þröng- sýni og skilningsleysi og einkenn- andi skoðun manna gagnvart dýrum i þéttbýli.” Jórunn sagði okkur, að það væru mjög margir hér á landi, sem fyndist það alveg gjörsam- lega ónauðsynlegt og alveg sprenghlægilegt að leggja i þann kostnað að skera litlu kisu upp við fótbroti. „Burtséð frá allri dýravernd, þá skulum við bera virðingu fyrir tilfinningum annarra manna gagnvart dýrum sinum og skilja að við gerum þeim, sem á litinn veikan kött, mikiðgott með þvi að vilja lækna hann. Þetta á ekki sizt við hið opinbera að skilja þannig, að þarfir þegnanna eru svo marg- vislegar”, sagði Jórunn að lok- um. — KVl. BANKAMENN GEGN ARNARHÓLSBANKA — fundur ó mónudaginn Þá er búið að ákveða, hvenær mótmælafundurinn gegn Seðla- bankabyggingunni verður hald- inn. Timinn hefur verið valinn kl. 5 á mánudaginn 10. september. „Við erum að visu ekki búnir að fá leyfi hjá lögreglunni og garð- yrkjustjóra, en ef þeir gefa sitt leyfi, þá verður fundurinn haldinn á Arnarhóli”, sagði Þorsteinn O. Stephensen i viðtali við blaðið i gær. „Við höfum fengið um 14 fé- lagasamtök I lið með okkur og fjöldann allan af einstaklingum. Það má t.d. nefna Bandalag is- lenzkra listamanna og Samband^ islenzkra bankamanna. Margir af' höfuðsnillingum islenzkra bók- mennta hafa sent okkur orðsend- ingar, sem verða svo lesnar upp á fundinum”, sagði Þorsteinn ennfremur. Hann sagði, að fundurinn færi fram i formi nokkurra ræðna, og svo yrðu ályktanir væntanlega samþykktar. Eins og fyrr hefur verið sagt frá I fréttum, þá er það starfsmanna- félag Útvarpsins, sem stendur fyrir fundinum. — óll. Jórunn Sörensen formaður Sambands dýraverndunarfélaga tslands býr í Garðahreppi, en þar er hundahald leyft. Við sjáum þarna lika hundinn hennar, Snata, og köttinn Sisko, og auk þess eru á heimilinu páfagaukar og fiskar. Þeir fyrír norðan búa í nýrri húsum Norðlendingar byggja mikið miðað við fólksfjölda þar i sveit. Aukning á ibúðabyggingum á Norðurlandi varð 45 af hundraði 1970— 71 og 50 af hundraði 1971- 72. En ibúafjöldi á þéttbýlis- stöðum óx aðeins um 2,5 af hundraði árin 1970-72. Fjórðungssamband Norðlend- inga gekkst nýlega fyrir könnun á húsnæðismálum á þéttbýlisstöð- um. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar áður á Vesturlandi og Vestfjörðum, og eru þær þáttur i viðleitni landshlutasamtakanna til að knýja á um húsnæðisáætl- anir, sem gerðar yrðu fyrir dreif- býlið i samstarfi við Húsnæðis- málastofnunina og Fram- kvæmdastofnunina. A Norðurlandi kom i ljós, að 28 af hundraði Ibúðarhúsanna voru byggð fyrir 1930. Þar eru hús þvi tiltölulega yngri en er á Aust- fjörðum og Vestfjörðum. Á Austurlandi reyndust 35,5 af hundraði ibúðarhúsa byggð fyrir 1930 og á Vestfjörðum 40,7 af hundraði. Norðlendingar eru þvi betur staddir i þessum efnum. A tveimur þéttbýlisstöðum á Norðurlandi, þorpunum Hofsósi — en Austfirðingar °g Vestfirðingar og Svalbarðsströnd, hafði meira en helmingur ibúðarhúsa þó verið byggður fyrir 1930. Á átta þétt- býlisstöðum var hins vegar að- eins tæpur fjórðungur byggður fyrir 1930. Norðlendingar byggðu 39,8 af hundraði ibúðarhúsa sinna áratugina 1950-69, en Aust- firðingar byggðu 47,3% sinna ibúðarhúsa á þeim tima og Vest- firðingar 33,3%. Norðlendingar eiga fleiri ibúð- arhús úr steini. Þar eru 70,9 úr steini, en 60,3% á Austfjörðum. —HH.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.