Vísir - 07.09.1973, Síða 16

Vísir - 07.09.1973, Síða 16
VÍSIR Föstudagur 7. september 1973 Einvfgi Svissara á „Fischers- slóðum" Tveir ungir svissneskir skák- kappar munu heyja einvlgi i stói- um þeirra Spasskis og Fischers i borötennissal Laugardalshallar annað kvöld. Og einvlgisborðiö var fengið að láni frá l>jóðminja- safninu. I>essu borði hafnaði Fischerá sinuni tima, einhverra hluta vegna. Það er dagblað i Lausanne i Sviss, Tribune de Lausanne Matine, sem stendur fyrir úrslita- skákinni hér I Reykjavlk, en úr- slitin eru i skólakeppni hins frönskumælandi hluta landsins. Það er Feröaskrifstofa rlkisins, sem hafthefur milligöngu i þessu máli. -JBP- Borgarbúar í aðdróttar- leiðangri í Borgarnesi — kipptu með sér einum og einum dilkaskrokk heim „Það var talsvert um það seinni partinn i ágúst, að Iteykvikingar keyptu sér dilka- skrokk svona um leið og þeir keyröu um. Enda eðlilegt, þar sem ekkert kjöt var til fyrir sunnan hjá okkur,” sagði Jón Einarsson, fulltrúi hjá Kaup- félagi Borgfiröinga, i viötali við blaðið I morgun. — Var kannski hringt frá Reykjavik og pantað kjöt hjá ykkur? — „Jú, kaupmenn hringdu mikið til okkar, þar sem þeir vissu að við áttum kjöt og kjötleysi var i Reykjavik. En við vildum ekki selja þeim þaö, þar sem þetta var ekki nema rétt nóg fyrir okkar heimamarkaö.” Jón sagði okkur, aö þetta væri auövitaö mjög eölilegt, þar sem kjöt á gamla verðinu kostaði i heilum skrokkum 157.30 hvert kg, en verð á nýju kjöti frá 29. ágúst til 8. sept. væri 238.50 hvert kg. Hins vegar kemur nýtt verð 9. sept. og verður þá hvert kg i heil- um skrokkum á 209.00 kr. -EVI. 15 ára piltur lézt í dráttar- vélaslysi Það slys varð að bænum Gásum I Glæsibæjarhreppi i gærkvöldi, aö 15 ára gamall piltur lenti i drifskafti á dráttarvél og lézt hannþegar. Var pilturinn einn aö vir.nu með tvær dráttar vélar, aðra sem tengd var mykjudreifara, cn hin knúði mykjusnigil, og lenti pilturinn i drifskaftinu sem tengt var við snigilinn. Erheimilisfólkið kom að var pilturinn látinn. Var lögregl- unni tilkynnt um slysið klukkan rúmlega 7. Pilturinn var frá Akureyri og er ekki unnt að skýra frá nafni hans aö svo stöddu. ÞS STOLNIR SKILDINGAR Á ISLANDIA-SÝNINGUNNI? — „Þorum ekki að geta okkur til hvernig þessi yfirfœrslo ótti sér stað", segir blaðafulltrúi sýningarinnar SKIUÚNGABRÍF MED DÖNSKUM FRÍMEftKJUM. Sýntshorn um dönsk skildlngamerki, notuð á íslenzkan mtllilanda póst. Bréí er sent á tfmabillnu 1870 - 1872 og þekkist á Reykja- víkur þrfhringsstlmplí nr. 236, Merkileg uppgötvun var gerð á frlmerkjasýningunni i Kjar- valsstöðum i gærdag. Þá kom danskur frimerkjaáhugamaður auga á skildingabréf með dönskum frimerkjum, sem samkvæmt öllum sólarmerkj- um er i eigu danska póstminja- safnsins. En bréf þetta var I sýningarramma, sem sænskur frimerkjakaupamaður útvegaði á sýninguna. „Við erum steini lostnir yfir þessu. Við þorum alls ekki að geta okkur til, hvernig þessi yfirfærsla geti hafa átt sér stað”, sagði Sigurður H. Þor- steinsson, blaðafulltrúi sýn- ingarinnar I viðtali viö Visi i gær. A frimerkjasýningunni er ljósmynd úr safni Hans Hals, sem islenzka póststjórnin á núna. Sú ljósmynd er áratuga gömul og er af umræddu bréfi. A hana er llmdur miöi, sem á stendur, að þetta bréf sé i eigu danska póstminjasafnsins. Hef- ur þessi miði verið á ljósmynd- inni siðan hún var tekin. Forstööumaður danska póst- minjasafnsins var staddur á sýningunni I gær, og náðum við tali af honum. Hann sagði, að bréf þetta heföi fariö úr safninu áður en hann byrjaði þar, en það var 1948. Hann sagðist enga hugmynd geta gert sér um, hvernig það hefði farið frá póstminjasafn- inu. SigurðurH. Þorsteinsson vildi ekki gera neina spá um verð- gildi bréfsins. ,,En ef við miðum við verð- gildi islenzku skildingabréf- anna, þá má gera sér einhverjar hugmyndir. Islenzku skildinga- bréfin eru 33 talsins, og ekkert þeirra kostar undir einni milljón krória. Þessi dönsku skildinga- bréf, sem til eru, eru 4 talsins. Út frá þessu má hver sem er gera sér sinar hugmyndir”. Magni Guðmundsson hjá Fri- merkjamiöstöðinni er umboðs- maður fyrirtækis Svians. „Það geta verið ýmsar skýringar á þessum umskipt- um. Sviar og Danir gætu hafa haft skipti á verðmætum bréf- um. En mér þykir það ótrúlegt, þvi Danir eiga ekkert annað af þessu tagi. Svo er hreint og beint sá möguleiki fyrir hendi, að bréfinu hafi verið stolið fyrir mörgum árum. En það er aldrei að vita”, sagði Magni, er blaðið ræddi viö hann i gær. Við náðum einnig i Bernhard Beskow, Sviann sem kom með umslagið. Hann sagöist ekki geta sagt hver væri núverandi handhafi þess. „En ég held, að geti verið tvær skýringar á þessu. Annað- hvort eru upplýsingarnar frá Hans Hals rangar, og það þykir mér llklegri skýring eða að umsiaginu hefur verið stolið fyrir mörgum árum siðan.” Beskow sagðist halda, að bréfið væri rúmlega einnar og hálfrar milljón Islenzkra króna .virði. —ÓH Sirnmmm&mmssm Leitarflokkur höföu ærinn starfa I gær, —hér voru björgunarsveitir frá Ingólfi I Reykjavlk og Albert á Seltjarnarnesi að starfi við fjöruna við Ægisslöu. Reynd- ust ekkí týndir — tveir piltar í mótorhjólaferðalagi komu fram í Luanda Komiö hefur upp sá kvittur, að tveir ungir piltar séu týndir- I Afriku. Hafði þvi Visir samband við föður annars piltsins og utan- rikisráöuneytiö til þess að fá upp- lýsingar. ÞRÍR TÝNDUST Björgunarsveitir voru tvisvar kallaðar út i gærdag til að leita að týndu fólki. Um miðjan daginn I gær var Slysavarnafélagið bcöið að svipast um eftir manni sem var týndur. Nokkrir félagar úr björgunarsveitum fóru af stað meö sporhund, og benti allt til þess aö manninn væri að finna I fjörunni við Ægissiðu. Leitar- menn fóru um fjöruna I gærdag, og fram á kvöld, en án árangurs. Um kvöldmatarleytiö i gær var svo tilkynnt til lögreglunnar i Hafnarfiröi um tvo týnda drengi. Hafði faðir annars þcirra ekið þeim út I Kúagerði, en þaöan ætiuðu þeir að ganga á Keili. Allar björgunars veitir á Suðurnesjum voru kallaöar út til leitar I gærkvöldi, og höföu þær leitað I nokkra tima, þegar piltarnir komu i leitirnar. llöfðu þeir villzt, og ráfuðu um þangað til þeir fundu veg, þar sem þeir náðu I bil. —ÓH — tveir fundust í gœrkvöldi Reyndist svo vera, að þeir hafi aldrei verið tyndir. Þeir eru á feröalagi á mótorhjólum og frétt- ist af þeim, siöar I gærkvöldi I Lunanda I Angola. Þörf var á að hafa samband við þá, þar sem þurfti að tilkynna öörum þeirra lát föður hans. — EVI. Katla gamla vöktuð af Almannavörnum í nótt — brennisteinslykt fannst fró Múlakvísl Fylgzt hefur veriö mjög vel með Kötlu undanfar- inn sólarhring og var sér- stök vakt hjá Almanna- vörnum í Reykjavík í nótt. Höfðu visindamenn bent á, að breytinga hefði oröið vart á efn- um i vatninu i Múlakvisl og brennisteinslykt hefur verið af ánni. Guðjón Petersen hjá Al- mannavörnum i Reykjavik sagði, að talið heföi verið sjálf- sagt að hafa sérstaka vakt hjá Almannavörnum i nótt, en engin ástæða væri þó til ótta og hefði ekkert gerzt sem benti til þess að gos væri i aðsigi. Sagði hann, að jarðfræðingar væru nú fyrir austan og tækju þeir ný sýni úr vatninu. Þá sagöi Guðjón að af og til heföi verið hringt austur i nótt á Loranstööina á Reynis- fjalli, en ekkert óvanalegt hefði komiöfram. Sagðihann, að ekki væri ákveðið, hvort sérstök vakt yrði hjá Almannavörnum aftur næstu nótt. — ÞS.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.