Vísir - 13.09.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 13.09.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtudagur 13. september 1973 5 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson, Bílstjórarnir hefja vinnu Fréttir enn óljósar af byltingunni. Lögreglqn segir,að Allende hafi framið sjólfsmorð, en aðrir draga þó skýringu í efa Juan Salas, forseti sam- bands vörubifreiða- stjóra i Chile, hvatti vörubilstjórana til þess að hefja vinnu i dag eftir 45 daga verkfall, sem átti ekki litinn þátt i að- draganda byltingar- innar i Chile. Salas ávarpaði vöru- bilstjórana í útvarpinu og óskaði þeim til hamingju með verk- fallið. „Það átak ykkar allra hefur nú uppskorið þau laun að sjá fóstur- jörðina frjálsa,” sagði hann. Samtök ýmissa borgaralegra stétta, sem lagt höfðu niður vinnu I samúðarskyni við vörubilstjóra, einsog læknar, tannlæknar, lyfja- fræðingar, kennarar o.fl. lýstu þvi yfir, að þau væru reiðubúin að taka upp vinnu á nýjan leik. Jarðarför Salvadors Allende forseta var gerð i gær. og voru ekki aðrir iðstaddir en fjölskylda hans. — Hann hafði sagt i siðustu -útvarpssendingu sinni, sem ’ hreyflagnýrinn i herþotunum • hafði nær yfirgnæft, að hann mundi halda' áfram baráttunni, ,,þótt hún kosti mig lifið.” Háttsettur lögreglumaður i Santiago sagði, að Allende hefði ráðið sér bana með sjálfvirkri skammbyssu, sem Fidel Castro gaf honum, þegar hann var þar i heimsókn 1971. Sagði lögreglu- maðurinn, aðskammbyssan hefði verið hjá likinu, þegar að var komið. Sendiherra Chile i Bretlandi, Alvaro Bunster, sagði i Lundúnum i gær, að hann dragi þessar frásagnir i efa. ,,Ég held ekki, að Allende mundi fremja sjálfsmorð,” sagði hann. „Hann hefur verið myrtur, ef hann er dáinn. Fyrir aðeins fáum vikum sagði Allende, að hann mundi aldrei fremja sjálfsmorð, á hverju sem gengi.” Sendiráð Chile i Mexikóborg fullyrti i gærkvöldi, að byltingin hefði kostað 1.000 manns lifið. Hefði fólk þetta fallið i átökum milli stuðningsmanna Allende og hersins. — En frá Chile hafa engar fréttir borizt um átökin milli hersins og Allendesinna. Herforingjaráðið hefur skipað leiðtogum vinstri manna að gefast upp og gefa sig fram. Þar á meðal eru utanrikisráðherrann, Carlos Altamirano, og systir Allende, Laura, sem sat á þingi. — 1 útvarpi herforingjaráðsins var skýrt frá þvi, að 19 leiðtogar kommúnista og jafnaðarmanna hefðu gefið sig fram við lög- regluna (þar af tveir fyrrv. ráð- herrar), og hefðu flestir fengið að fara ferða sinna eftir yfirheyrslu. Einhverjum virðist þó hafa verið haldið eftir. Viðbrögð i öðrum löndum hafa verið mest áberandi hjá vinstri mönnum, sem viða hafa efnt til mótmæla. bannig er gizkað á, að um 30.000 hafi verið i fjöldagöngu, sem farin var framhjá sendiráði Chile I Paris. — Þúsundir fóru fjöldagöngu i Róm i sama skyni. Lögregla Allendes, sem beitt W var gegn vörubilstjórum og V smákaupmönnum, sem lokuðu i ' samúðarskyni við bilstjórana, yfirheyrir nú stuðningsmenn Allendes. Sprengjur í Lundúnum Innkaupapoki sprakk i Oxford-stræti í Lundúnum i gær, og særðust <i manns af völdum sprcngjunnar. Fyrr um daginn hafði tvennt slasazt i sprengingu i Chelsea. Þannig liður hver dagurinn hjá Lundúnabúum — enginn án þess að háværir sprengju- hvellir rjúfi daglegan ys og þys. Myndin hér við hliðina er frá Euston-járnbrautarstöðinni, sem skemmdist í sprengingu fyrr i vikunni. Sprengjan varð einum að hana. sú sama Liðan Gústafs Adolfs Svía- konungs er enn mjög alvarleg, og segja læknar, að honum hafi ekkert farið fram siðustu daga. Þeir segja, að þótt hjartað starfi vel, blóðþrýstingur sé eftir vonum, þá hafi konungi versnað aðkenningin að lungnabólgunni, sem á sinum tima lagði hann i súrefnistjaldið. Konungur er jafnt og þétt með milli 38 og 39 stiga hita. 77 milljón króna hass tekið í Kanada Það bar vel i veiði hjá kanadisku lögreglunni i fyrrinótt, þegar hún lagði hald á stærstu hass-birgðir, sem þar hafa komizt undir mannahendur. 1.708 pund af hassi voru tekin, en götusöluverðmæti þess er talið nema um 77 milljónum króna. Hassið fannst í tólf trékössum i vöruskemmu. Höfðu kassarnir komið með franskri flugvél frá Beirut ’í Libanon á föstudag. En þeirra var ekki vitjað fyrr en i fyrrinótt. Handtók þá lögreglan þrjá menn, sem ætluðu að sækja kass- ana. Þess fjórða er leitað. A fylgiskjölum stóð, að i köss- unum væru eldhúsáhöld. En lög- reglan komst að hinu sanna i venjulegri tollskoðun á kössun- um. Líðan Svía- kóngs VAR ARABI MYRTUR f KAUPMANNAHÖFN Lögreglan i Kaup- mannahöfn vinnur að þvi að upplýsa dular- fullt morð manns, sem fannst i skógi skammt norður af Kjöben. Er ekki vitað, hver maður- inn er, en hann virtist hafa á sér yfirbragð Araba. Ekki alls fyrir löngu var Arabi myrtur i Noregi og vakti morðið heimsathygli, þvi að norska lög- reglan fann samband milli morðsins og leyniþjónustu tsra- els. Var israelskum sendiráðs- manni visað úr landi i Noregi, þvi grunur vaknaði, að morðið hefði verið hefnd á skæruliðahreyfing- um Araba. Lik mannsins, sem fannst hjá Kaupmannahöfn, var illa leikið af axarhöggum. Voru hendur þess bundnar á bak aftur og likið reist upp við tré. Telur lögreglan, að hann hafi verið myrtur annars staðar, en likinu komið fyrir þarna. Goldu Meir spáð sigri Flokkur hennar tapaði ögn fylgi, en hélt samt velli í stjórnarkosningum í Hirstadrut (ASÍ ísraels) Rúmlega 750.000 Israels- menn gengu til atkvæða í hinum áhrifamiklu lands- samtökum verkalýðsfélaga þar i landi „Histadrut". Úrslit i stjórnarkosningum þar hafa alltaf þótt gefa nákvæma spá um, hvernig fara muni í eftirfarandi þingkosningum i Israel. Samkvæmt þvi mun Verkalýðs- samband Goldu Meir hljóta 58% atkvæða i kosningum 30. okt. næstkomandi og tryggja sér áframhaldandi setu i stjórn næstu fjögur árin. Það yrði þó 4% fylgistap frá þvi i kosningasigrin- um 1969. Gæti flokkur hennar þvi tapað þingsætum i „Knesset” (þingi Israels). 1 stjórnarkosningum Histadrut (alþýðusambandi þeirra Israels- manna) buðu 13 stjórnmálaflokk- ar fram. — Vakti þar nokkra athygli, að samtök róttækra ungra Gyðinga, sem nú fóru i fyrsta sinn fram á stjórnmála- völlinn, fengu 1,67%. Þykir þaö sýna, að fylgistap flokks Goldu Meir stafi að ein- hverju leyti að þvi, að almenning- ur sé orðinn hálft i hvoru leiður á gamla flokknum. — Þeir, sem fylgið hrifsuöu til sin, hafa það eitt á stefnuskrá sinni, að vera al- gerlega á móti öllu gamla stjórn- kerfinu. Þrir hægrisinna stjórnarand- stööuflokkar bættu við sig einu prósenti sem spáir meiri fylgis- aukningu i þingkosningunum. Golda Meir mun halda vclli, en tapa einhverju fylgi og flokkur hennar þingsætum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.