Vísir - 13.09.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Fimmtudagur 1-3» september 1973 visiftsm: Hver er afstaða yðar gagnvart Votmúla- kaupunum? Guðjón Sigfússon trésmiöur: — Það vantar alltaf land hér á Sel- fossi, en ég held, að Votmúlaland- ið sé frekar óhentugt. En það eru sennilega möguleikar á skiptum á öðrum löndum, sem eru nær kaupstaðnum. Miðað við verð á jörðum hér i nágrenninu er þetta verö á Votmúla ekkert svo óskap- legt. ililmar Þór Sigurösson, nemi: —Þetta er alltof dýrt land, og hreppurinn hefur ekki efni á þessu. Þar aö auki er landið lélegt og langtutar, skipulagsnæstu ára. Ég held kaupin hafi verið gerö i fljótfærni. Friðrik Gunnarsson nemandi: — Það er vitleysa að vera að kaupa þetta land. Ég er á móti þvi, þvi þetta er alls ekki gott land. Brynjólfur Björnsson bilst jóri hjá MBF: — Ég er óánægður yt'ir kaupunum. Ég veit ekki ennþá út áf hverju verið er að kaupa land- ið. Við höfum ekkert að gera við þetta land í nánustu framtið. Regina G uðm undsdóttir, af- greiðslukona: — Ég er á móti kaupunum. Þau eru alls ekki hag- kvæm fyrir hreppinn. Og ég hef ekki trú á þvi að þetta reynist neitt hagkvæmt i framtioinni. Ólöf Bjarnadóttir, nemandi: — Ég er á móti. Þetta er allt of dýr jörð miðað við jarðaverð hér i nágrenninu. Það hefði mátt iáta það nægja aö kaupa nyrzta hluta jarðarinnar, þann sem er næstur kauptúninu. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hringið í símo 86611 6 milli kl. 13-15 Ætla Vogabúar að taka lögin í eigin hendur? Gunnar Guðmundsson, Lang- holtsvegi 150, hringdi: „Við hér i Vogahverfi höfum um tima enga löggæzlu haft hérna i hverfinu hjá okkur, eins og tvö dæmi, sem ég skal tiltaka upp á það, sýna. A mánudagskvöld var hér bar- inn maður, sem varð fyrir árás unglinga. Afgreiðslumaður BORGFIRÐINGURINN HEITIR.... Ég verð a,ö biðja skógræktar- stjóra velvirðingar á þvi að hafa ætlað honum að svara algjörum ómerking á opinberum vettvangi um „einkamál Skógræktar rikis- ins”. Ég hefi litið svo á, að það væri málefniö en ekki maöurinn, sem skipti máli, en sitt sýnist hverjum. Gamall Borgfiröingur. Sæmundur Jóhannesson. SYKURSYKI OG ÁFENGISNAUTN ílafnarfiröi 7.9. 1973. Þætti ykkur nokkuð athugavert við það, lesendur góðir, ef sú hefð hefði skapazt hér á landi að setja blinda menn þannig i sveit, að þeim væri nærri ókleift að komast hjá bráðu berklasmiti? Eða er þeim nóg að aðlaga sig aðeins öðru vandamálinu? Sé þeim það nóg, hvaða afstöðu takið þið þá til þeirrar hefðar, sem rikjandi er hér að gera sykursjúkum mönn- um nær ókleift að komast hjá áfengissýki? Þannig er málið vaxið, að vin- veitingahúsin hér á Reykjavikur- svæðinu selja ekki sykurlausa gosdrykki, nema sódavatn. Fáir drekka óblandað sódavatn sér til ánægju, en þeim gæti dottið i hug að reyna að blanda eða i bezta falli verða sér úti um eina flösku af súru rauðvini (það selst ekki i giösum i menningarlandinu okk- ar). Þess vegna langar mig til að spyrja, hvaðan veitingahúsaeig- endur hafa þetta almenna bann við þvi að selja Fresca (þvi miður er svonefnd sykurlaust Orange yfirleitt ekki sykurlaust), eða er það sparnaður á útgjöldum rikis- ins til heilbrigðismála að hafa sykursjúklinginn og áfengis- sjúklinginn i sama búknum? Virðingarfylist. Guðrún Bjarnadóttir. sjoppu einnar hérna i nágrenn- inu hringdi i lögregluna og bað hana að bregða við fljótt til hjálpar manninum. — Nær 45 minútum siðar ók hérna um lög- reglubifreið, en þeir, sem i henni voru, létu sig engu skipta öskur skrilsins og ólæti. Enginn sté út úr bifreiðinni. — Sá sem ráðizt var á, hafði sem betur fer komizt burt af eiginn rammleik. A sunnudagskvöld var litill drengur laminn af þessum skril. Loks eftir mikil neyðaróp kom lögreglan i hverfið. Einn lög- regluþjónn sté út úr lögreglubif- reiðinni, sem fór á hringsól um hverfið. En litið hafðist hann aö þessi eini. Hérna i Vogunum erum við farnir að halda, að við þurfum að annast okkar löggæzlu sjálfir. Það er ekki til lengdar hægt að þola þessum skril að vera með ólæti og öskur i húsagörðum okk- ar og upp við glugga hjá fólki, grýtandi hús og bfla. Oftast nær er þetta á timanum frá kl. 20.30 til kl. 01.00. Auk þess að grýta hús manna eru þessir unglingar þeysandi um á skellinöðrum, svo að undir tek- ur i húsunum öll kvöld. Það endar með þvi, að ibúarnir missa þolinmæðina, láta særa sig út og „taka til hendinni”. „ 100 Jónasar í einum Nordal" Helgi Daöason hringdi: „Mig langar að koma þvi á framfæri, fyrst þessi Jóhannes Nordal seðlabankastjóri er svona einráður, hvort ekki væri rétt að heiðra hann með þvi að breyta nafni krónunnar og láta hana heita i höfuðiö á honum. Hérna áður var gjaldmiðill okkar „rikisdalur” og „spesia”. Hvernig væri þvi að kalla krón- una „Nordal”, og hafa i honum 100 „Jónasa” Lstaö aura?” Bílastœðin ekki fyrir „viðskiptavini" tolls Halldór hringdi: „Það vakti nokkra undrun mina, þegar ég frétti að þessi nýju bifreiðastæði við Toll- stöðina væru ekki ætluð fyrir bila „viðskiptavina” þess embættis. Það ku vist eiga að hafa þessi bilastæði fyrir bifreiðir starfs- manna embættisins, og afganginn á að leigja út hinum og þessum aðilum. Auðvitað blasir það vel við af þessu, aö þessi stofnun eða embætti eða hvað við viljum kalla það, er ekki rekið fyrir þá, sem þurfa að eiga við það erindi”. Bílskúrinn — Seðlabankinn og mennirnir í opinberri stjórnsýslu Hvenær á ég, einstaklingurinn i þjóðfélaginu að láta i mér heyra, hvenær a ég, einstaklingurinn i þjóðfélaginuað voga mér fram á ritvöllinn og lýsa skoðunum min- um? Þessar spurningar leita stöðugt á, þegar dagblöð eru lesin eða hlustað á aðra fjölmiðla, þvi oft er það svo, að ég, einstak- lingurinn, hef skoðun á málefni þvi, sem um er fjallað. Það, sem væntanlega fælir flesta einstak- linga frá þvi að láta i sér heyra, er meðvitundin um það, að skoðun þeirra skipti litlu máli i þeim mikla fjölda frétta og skoðana, sem fjölmiðlar koma á framfæri. Einstaklingurinn i þjóðfélaginu veit það, að litið tillit mun verða tekið til þess, sem hann hefur fram að færa. Þeir, sem ættu að lita til skoð- ana einstaklingsins, ráðamenn- irnir — mennirnir i opinberu stjórnsýslunni — hafa annað að gera en að vera á. höttum eftir skoðunum einstaklinga. Hins vegar eru dæmin fyrir þvi, að séu nógu margir einstaklingar um skoðun, og veiti þeir henni fylgi sitt i ræðu og riti, má hafa áhrif á mennina i opinberu stjórn- sýslunni, þannig, að þeir fara þá beinlinis að orðum einstakling- anna, sem komið hafa skoðunum sinum á framfæri. Ýmsir einstak- lingar hafa ritað og rætt um bil- skúrsbyggingu nokkra i Gnitanesi og fyrirhugaða byggingu Seðla- bankans á Arnarhóli. Með þess- um orðum vill undirritaður lýsa stuðningi sinum við þá gagnrýni, sem fram hefur komið á skipu- lagsyfirvöld i Reykjavik og ráða- menn Seðlabankans. Skipulags- og byggingaryfir- völd i Reykjavik hafa gert sig sek I þvi að fara i manngreinarálit, þegar fjallað er um umsóknir um byggingarleyfi. Þessi yfirvöld vila ekki fyrir sér: að setja jarðýtur og vélskóflur upp að húsum reykviskra borg- ara og hóta að moka þeim i burt, að breyta gatnaskipan frá aðal- skipulagi, ef það er sérstökum mönnum i hag, að hefja framkvæmdir við gatna- gerð, án þess að tilskilin staðfest- ing samkv. skipulagslögum sé fyrir hendi. Mennirnir, sem vinna með þessum hætti, eru ráðnir til verka af kjörnum fulltrúum Reykvik- inga. Staðsetning bankahúss á Arnarhóli og bilskúrsins i Gnita- nesi eru átakanleg dæmi um það, hversu vanhæfir mennirnir eru til sinna starfa. Dæmin eru fleiri, sem almenningi eru ekki kunn- gerð og þöguð eru i hel. Af umræðum um staðsetningu bankahússins á Arnarhóli má ráða það, að bankastofnun þessi virðist lifa sinu „privatlifi” I is- lenzku þjóðfélagi. Bankastjórar bankans koma þannig fram gagn- vart rikisstjórn og þeim aðila, sem á að vera henni ráðgefandi um efnahagsmál, að ætla má, að bankastjórarnir séu einráðir um það, hversu miklum fjármunum Seðlabankinn sóar i óhóf og iburð. Þetta er hörmulegt, einkum með tilliti til þess, að bankastjórar Seðlabankans hafa ekki verið kjörnir af islenzku þjóðinni til að Björn Baldursson annast um fjármál rikisins, þótt þeir hafi verið ráðnir bankastjór- ar. Ætla má, að með hinni skeytingarlausu framkomu sinni nú hafi þeir áunnið sér óvirðingu þjóðarinnar, og ég leyfi mér að efast um, að þjóðin vilji styðja þá til bankastjórastarfa, yrði það lagt undir þjóðaratkvæði. Ég hef bankastjóra Seðlabank- ans grunaða um það, að þeir ætli sér að ná Islandsmetinu i iburði og óhófi með byggingu hins nýja húss. Til dæmis að taka i þessu efni er sú staðreynd, að erlent verktakafyrirtæki, sem fékk verklýsingu á einum þætti bygg- ingarinnar, kvaðst ekki vilja bjóða i verkið, þvi að fyrirtækið tæki ekki þátt i svona vitleysu. Ég leyfi mér að skora á alla Reykvikinga að standa gegn þvi, að hús Seðlabankans risi nokkurn tima á Arnarhóli. Ég leyfi mér að skora á alla Is- lendinga, að þeir mótmæli þvi, hvernig bankastjórar Seðlabank- ans ætla að fara með fé almenn- ings, þegar rikissjóði veitir ekki af hverri krónu til þarfari mál- efna en byggingar enn eins bankahúss. Björn Baldursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.