Vísir - 13.09.1973, Side 16

Vísir - 13.09.1973, Side 16
Fimmtudagur 13. september 1973 Kemur Katla gamla Ólafi til bjargar? Bjarni Guönason alþingis- maöur sem hefur lif rlkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar i höndum sér, hafði fátt gott um þá stjórn aö segja á fundi hjá félagsskapnum Junior Chamber fyrr I vikunni. Hann taldi stjórn efnahagsmála algjörlega hafa fariö i handa- skolum og ekki hefði verið um neina stefnubreytingu að ræöa i þeim efnum, þegar hún tók viö völdum. Stuðning eða hlutleysi sitt við rikisstjórnina skýrði dr. Bjarni með þvi, aö landhelgismáliö væri ekki til lykta leitt, og einnig væri ekki búið aö taka ákvéðna stefnu i varnarmálunum, sem hann taldi þó að yrði að gera, ekki siðar en nú I vetur. Að áliti þingmannsins virtist fátt ætla að verða þessari rikis- stjórn til bjargar. Hann sagði þó aö eins og dæmin sönnuðu, gætu skjótt skipazt veður i lofti á himni stjórnmálanna og margt gæti þar breytzt á skömmum tima. „Kannski gæti Kötlugos eða aðrar náttúruhamfarir bætt stöðu rikisstjórnarinnar. Staða rikisstjórnar styrkist oft, ef þjóöareiningar er þörf vegna að- steðjandi erfiðleika”, sagöi dr. Bjarni Guðnason. Þingmaðurinn átaldi einstaka ráðherra i rikisstjórninni fyrir aö gefa út yfirlýsingar I ýmsum mikilvægum málum, áður en þau eru rædd og afgreidd i rikis- stjórninni. Sameiningarmál vinstri manna taldi dr. Bjarni Guðnason „nánast brandara”. „Það sjá það allir, að vinstri sameining meö Gylfa Þ. og Hannibal i stafni er vonlaus. Fólk tekur ekki við sliku.” —ÓG UPPREISN UM BORÐ eða mannrán? „Ég hef varla staldraö lengur viö niöri i bátnum en 5 minútur”, sagöi brottrekinn bátasjómaöur viö Visi I gær, ,,en þegar ég kom upp meö mitt hafurtask var bát- urinn kominn frá bryggju og „kartinn” ófáanlegur til aö skila mér i land aftur. Hann sigldi meö sig til Sand- gerðis, setti mig þar i land vega- lausan og peningalausan. Ég varð að fá inni I steininum i Keflavik yfir nóttina og góöviljaður lög- reglumaöur i Sandgeröi lánaði mér fyrir farinu til Reykjavik- ur”, sagöi sjómaðurinn. Sagöi hann að vera sin á bátn- um hafi aöeins varað i viku, og allan þann tima hefði honum og skipstjóranum komið illa saman. A sunnudaginn sauð svo upp úr, og á siglingunni til Sandgerðis kom til átaka þeirra á milli, eftir að skipstjórinn „gerði mannrán”, að mati skipverjans. Þá sagði há- setinn, sem reyndar var kokkur hluta hins stutta ferils sins, að skipstjórinn hafi ásakað sig um að hafa stofnað til „uppreisnar um borð”, og hótaði að siga lög- reglunni á manninn. Ekki varð þó af sliku. En nú kvaöst sjómaðurinn vilja ná rétti sinum gegn skipstjóranum, kvað viiinubrögð á borð við þetta heyra til fortiðinni. VIsi tókst ekki að hafa samband við viðkomandi skipstjóra til að fá fram hans frásögn, áður en blaöið fór i prentun. — JBP Kvarta undan full ötulum embœttismanni Ilestaeigendur i Mosfellssveit eru sagðir orönir gramir mjög yfir ötulum gæzlumanni, sem á aö hafa gætur á þvi, aö skepnur gangi ekki lausar. „Þaö hefur jafnvel veriö sannaö á hann, aö hann sæki hross inn fyrir girö- ingar I þeim tilgangi aö geta siöan innheimt sektir af eigendunum,” sagöi Þórarinn Jónasson i Lax- nesi, sem er einn hestaeigend- anna i Mosfellssveit. „Þessi maður hefur innheimt 500 krónur fyrir að handsama hest og 500 krónur I svokallaðan girðingakostnað fyrir hvert hross, en I Reykjavfk eru þær upphæöir öllu lægri sem inn- heimtar eru undir sömu kringum- stæðum,” sagði Þórarinn. „Hestaeigendur i sveitinni eru búnir aö fá meira en nóg af þessum gæzlumanni, sem hefur margsinnis gerzt brotlegur i starfi,” hélt Þórarinn áfram. Samkvæmt upplýsingum Þórarins, klæðist gæzlumaðurinn einkennisbúningi, sem hann hefur gert sér sjálfur að fyrirmynd búnings mótorhjólalögreglunnar, „Eins harkalega og þessi maður gengur fram i störfum slnum er ekki að undra, að hann hafi getað opnaö myndarlega skrifstofu og ráðið til sin tvo að- stoðarmenn,” hélt Þórarinn áfram. „Annan þessara aðstoöar- manna gat ég nýlega hindrað á siðustu stundu, er hann var aö teyma á eftir sér hross út af landareign minni.” Sem annað dæmi um hörku gæzlumannsins gat Þórarinn þess, aö i þrjá mánuði hafi hann saknað hunds sin, sem hann svo frétti siðan fyrir tilviljun, aö gæzlumaöurinn hafi hirt upp og skotið án þess aö gera minnstu tilraun til aö láta eigandann vita. Og þó bar hundurinn merkt háls- band sem Þórarni hefur ekki verið skilað ennþá. Þá sagði Þórarinn jafnframtfrá óskilahrossi, sem gæzlumaöurinn hafði selt á uppboöi löngu fyrr en tilskilinn frestur var útrunninn, samkvæmt lögum um opinber uppboð. í þvi tilviki fékk gæzlumaðurinn á sig kæru. Visir sneri sér til bæjarfógetans I Hafnarfirði, Einars Ingi- mundarsonar, og leitaði upp- lýsinga hans um umræddan gæzlumann. „Hann var i upphafi ráðinn til starfa hjá hreppnum til að hafa eftirlit meö hundahaldi, en siðan var starfssviö hans aukið, þannig að honum var jafnframt faiiö að hafa eftirlit með gripum, og þá aðallega sauðfé og hrossum,” svaraöi bæjarfógetinn. Aðspurður um þaö, hvort ein- hverjar kvartanir hafi borizt em- bættinu vegna gæzlumannsins, svaraði bæjarfógetinn: „Þaö kannast ég ekki við. Hins vegar er það mjög algengt, að þeir kvarti, sem hafa oröið fyrir ágangi af gripum, sem ganga lausir.” —ÞJM „HVALBÁTARNIR SNARIR í SNÚNINGUM OG HENTUGIR í ÞORSKASTRÍÐIÐ" — segir Helgi Hallvarðsson, skipherra Það er ekki um leigunám að ræða núna eins og I fyrra, þegár Landhelgisgæzlan styrkir flota sinn með tveim hvalveiðibátum. Samkvæmt frétt frá rikisstjórn- inni hefur verið komizt að sam- komulagi að þessu sinni og verður gengið frá samningsatriöum i næstu viku. Aðspurður um það, hvort hval- bátarnir væru ekki óhentugir i þorskastríðið með tilliti til þess, hversu ásiglingatilraunir hafa færzt i vöxt, svaraði Helgi Hall- varösson hjá Landhelgisgæzl- unni: — Nei, þvert á móti, svaraöi hann umsvifalaust. Hvalbátarnir eru svo snarir i snúningum, að þaö er ekki hægt að fá betri báta i gæzluna. Þeir geta hreinlega snú- izt á punktinum, og það er einmitt það, sem mest ríður á, nefnilega lipurleikinn. Varðskipin eru ekki eins lipur. Það var Hvalur 9, sem fenginn var til liös við Landhelgisgæzluna I fyrra. Nú mun Hvalur 8 bætast við. — Ekki voru það neinar telj- andi breytingar, sem gerðar voru á Hval 9, áöur en við tókum hann i notkun, sagði Helgi. Göngubrúin frá brúnni og fram aö byssunni var fjarlægð og jafnframt var bætt viö ýmsum mælitækjum, eins og t.d. nýjum radar og sterk- ari loftskeytastöðvum. Og svo kom fallbyssa á bátinn i staö hvalbyssunnar. — Ég þori ekki að fara með það, hvernig hvalbátarnir verði mannaðir, en ég hef grun um, að vélstjórarnir muni fylgja, þvi aö vélar þessara báta eru mjög vandmeðfarnar. Hvalur 8 er nokkru minni en Hvalur 9. — Það má kannski segja sem svo, að það væri til hjálpar að fá sjálfstýringu i þessa tvo báta, þvl að eins og stýrið er stórt i þeim eru bátarnir svolitið kvikir, sagði Helgi. Aðrar breyt- ingar gat hann ekki séð, að gætu verið nauösynlegar. Hvalur hf. mun leggja áherzlu á, að hvalbátarnir tveir verði til- búnir til afhendingar á sem skemmstum tima, en Landhelgis- gæzlan á að fá þá frá lokum yfir- standandi vertiðar, sem er undir mánaðamótin næstu. — ÞJM Týr heldur út sem varðskip I fyrsta skipti. Hann reyndist vel I sjóhernaði þrátt fyrir hrakspár margra „sérfræðinga.” HALLDÓR S. GRÖNDAL SIGRAÐI I GRENSASPRESTAKALLI „Úr því prestar eru kosnir, þýddi ekki anncð en að ganga í það", segir séra Halldór um kosningarnar „Ég er mjög þakklátur og giaður yfir úrslitunum, og ég hygg gott til glóðarinnar aö hefja safnaðarstarf af fullum krafti,” sagöi séra Halidór S. Gröndal, þegar talningu var lokið I morgun i prestskosning- unum i Grgjjí,ásprestakalli. Séra Halldór maut 1056 atkvæöi, en séra Páll Páisson 673. Auðir seðlar voru 20 og 2 ógildir. Séra Halldór hlaut tilskilið hlutfall tii að vera kjörinn lögmætri kosningu, þar sem kjörsókn hafði verið um 55%. „Ég reyndi að hugsa sem minnst um það, hver úrslitin kynnu að verða. Ég hef verið andvigur þvi, aö prestar væru kosnir almennum kosningum. En úr þvi að þessi skipun er höfð, þýddi ekki annað en aö ganga i það. Ég vann þvi mikið, gekk hús úr húsi og ræddi viö fólkið”, segir Halldór „Ég varð reyndar var við, að menn segja gjarnan sem svo, að þeir vilji fá að kjósa sinn prest, en hættan við kosningarnar er sú, aö sundrung skapist i söfnuðinum, eins og reynslan hefur sýnt að söfnuðir hafa jafnvel beinlinis klofnað upp úr kosningum. Ég vænti þess þvi, að Alþingi taki almennilega til umræöu þáð frumvarp, sem fyrir þvi liggur um þetta mál, en slik frumvörp hafa verið svæfð á þinginu árum saman. Safnaðarstarf i prestakallinu er mjög gott fyrir og gott að byggja á þvi. Ég varð ekki var við neinar persónulegar deilur i kosningabaráttunni og vænti þess, aö söfnuðurinn sé á engan hátt sundraður eftir.” Á kjörskrá i Grensáspresta- kalli voru 3242, og atkvæði greiddu 1751. Ólafur Jens Sigurðsson kjörinn á Hvanneyri Jafnframt var i morgun taiiö i prestskosningum i Hvanneyrar- prestakalli. Þar voru 249 á kjör- skrá, og 153 greiddu atkvæði. Umsækjandi var einn, séra Ólafur Jens Sigurðsson, og hlaut hann 146 atkvæöi. Auðir seðlar voru 7. Kosningin er einnig lögmæt, þar sem meiri- hluti þeirra, sem á kjörskrá eru, greiddi atkvæði. tH Taliöá biskupsskrifstofunm i morgun. Frá vinstri: ólafur Jens Sigurösson, sem var kjörinn iHvann- eyrarprestakalli, Sigurbjörn Einarsson biskup, Erlendur Sigmundsson biskupsritari, Baldur Möller og Þorleifur Pálsson fuiltrúar ráðuneytisins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.