Vísir - 22.09.1973, Side 1

Vísir - 22.09.1973, Side 1
DAUÐAGATAN VIÐ LEIRVOGSÁ <>:!. árg. — Laugardagur 22. september 1973. — 218. tbl. ennþá óleyst eftir fjögur ár. Var það slys eða ekki? Var það hinn látni sem ók? Sjá bls. 2 Kennarar komast ekki í Háskólann Kennarar eru reiðir, að minnsta kosti þeir, sem hafa próf úr Kennaraskólanum og vilja setjast f Háskóiann. Nefnd Háskólans mælti með þvi, að þeir fengju sæti, en heimspekideildin neitar. Sjá baksiðufrétt • „Methafí" í eiturlyfja- svallinu - Sjá baksfðufrétt ítarlegar frásagnir af bridge■ sveitinni okkar Sjá bls. 9 og 3 O Þœr fengu kristal Sjá bls. 3 Þrír „toppmenn" sóttu um prófessorsstöðuna Allir dœmdir óhœfir! Þrír menn, sem sóttu um prófessorsembætti í þjóö- félagsfræðum við Háskóla Islands, hafa allir verið dæmdir óhæfir til starfans. Það var fyrst fyrir tveimur árum sem þessi prófessorsstaða var auglýst. Svo var hún auglýst afturfyrireinuári, og þá sóttu 3 menn um starfann. Þeir voru Þorbjörn Broddason lektor, Haraldur Ólafsson lektor og Hannes Jónsson, blaöatulltrúi rikisstjórnarinnar og félags- fræðingur. „Eftir að nefndin hafði fengið öll plögg i hendurnar, hóf hún störf sin. Hún starfaöi i tvo mánuði, áður en niðurstaða fékkst. Að öðru leyti vil ég ekkert um málið segja. Alitsgerð nefndarinnar er farin til mennta- málaráðuneytisins, og þaðan fér hún til Háskólans”, sagði Björn Björnsson prófessor i viðtali við Visi i gær. Björn var forseti dóm- nefndarinnar, og var hann eini Islendingurinn. Asamt honum i nefndinni voru Norðmaður og Svii. Til að þeir gætu eitthvað sagt um hæfni umsækjenda var talsvert af ritum eftir umsækj- endurna þýtt sérstaklega fyrir þá. Dómnefndin mun hafa komizt að þessari niðurstööu fyrir stuttu. Blaðið hefur fregnað ýmsar þær meginástæður, sem umsækj- endurnir munu hafa verið dæmdir óhæfir fyrir. Þorbjörn Broddason var ekki talinn hafa „nóg próf” til að geta fengið starfið. Haraldur er fyrst og fremst menntaður sem mann- félagsfræðingur. Þótti það ekki nógu rétt menntun fyrir prófessor i félagsfræði. Hannes Jónsson blaðafulltrúi hefur gefið út talsvert af bókum um sitt svið. En þær bækur voru ekki taldar hafa nægilegt fræði- legt gildi. -OH FATAFRAMLEIÐENDUR í ERFIÐLEIKUM „Okkur finnst skjóta svolitiö skökku við, þegar við erum látnir greiða gengishagnað af fram- leiddum birgðum til rikisins á gengislækkunartimum, en ekki bólar neitt á greiðslu til okkar, þegar gengið er hækkað, eins og orðið hefur á siðustu múnuðum.” Þetta sagði Pétur Eiriksson framkvæmdastjóri Alafoss, þeg- ar við ræddum við hann um áhrif gengishækkunar islenzku krón- unnar á útflutningsiðnaðinn. Ala- foss flytur út fyrir um það bil 20 fataframleiðendur viðsvegar að af landinu auk eigin framleiðslu. Er þar um að ræða ýmsan ullar- fatnað, peysur — kápur — jakka — pils — slár og fleira. Pétur Eiriksson sagði, að á- kveðið hefði verið að framleiða þessar vörur, þegar gengi dollar- ans var 97 krónur, og telur hann að mjög erfitt verði að framleiða þessar vörur, þegar skráð gengi dollarans er komið niður i rúmar 83 krónur. Svolitið öðru máli gegnir um Evrópumarkaðinn, þvi gjald- miðlar Evrópuþjóða hafa ekki lækkað eins og dollarinn og sumir ekki neitt,Þó kemur það islenzku framleiðendunum ekki að gagni nema að litlu leyti, þar sem út- flutningssamningar Álafoss eru að mestu gerðir i dollurum. „Það sem hefur bjargað okkur svolitið, er að verðbólga er i ná- grannalöndunum og við þvi get- að hækkað okkar vörur nokkuð. Að staða ullariðnaðarins er þó að þvi leyti sérstæð, að verð á ull hefur hækkað mjög mikið að und- anförnu. Samkeppnisaðstaða ull- ar gagnvart fatnaði úr gerviefni hefur versnað mikið undanfarið vegna verðhækkana”, sagöi Pét- ur Eiriksson að lokum. Iðnrekendur hafa farið fram á að þær útflutningsgreinar, sem hafa tapað vegna gengishækkan- anna og ekki notið góðs af hækk- uðu verðlagi eins og hluti fisk- vinnslunnar, fái einhverjar bæt- ur. Hefur verið rætt um, að gengis- tap verði bætt, einnig hafa komið upp hugmyndir um endurgreiðslu söluskatts, niðurfellingu launa- skatts og fleira. — ÓG. Nú verður haprœð ing í saltburðinum „Við teljum ekki kleift að hætta og með þvi vonumst viö til þess að salthurði á götur borgarinnar geta takmarkað saltmagnið vegna hálku. Borgarráð hefur meira en verið hefur hingað til, en heimilað kaup á tveimur salt- þó náð fullum notum af þvi.” dreifingartækjum af nýrri gerð Þetta sagði Stefán Hermannsson deildarverkfræðingur hjá Reykja vikurborg, þegar við ræddum við liann I gær. „Við athugun á þessum málum komumst við að þvi að saltburður hefur verið meiri hér en annars staðar i nágrannalöndunum og er þá miðað við hvað borið er á hvern fermetra. Við það að fá þessi nýju tæki verður hægt að lækka kostnaðinn við saltdreifinguna um nálægt 2 milljónir á meðalvetri. Bæði er þetta töluverður saltsparnaður og einnig þarf minna vinnuafl við að dreifa saltinu á göturnar heldur en með þeim aðferðum, sem notaðar hafa verið til þessa.” Stefán Hermannsson sagði, að ætlunin væri að salta allar aðal- leiðir strætisvagna eins og áður. Miklar umferðargötur og gatna- mót og brekkur verða einnig saltaðar, þegar þörf er á. Kostnaður við saltburðinn er mjög misjafn frá ári til árs og fer það eftir veðurfari. Arið 1972 var he.ildarkostnaður Reykjavikur- borgar vegna varna gegn hálku á götum um það bil 2,5 milljónir en i ár er kostnaðurinn kominn upp i 5,6 milljónir nú þegar. Siðastliðinn vetur voru götur i Reykjavik saltbornar 118 sinnum en veturinn áður þurfti aðeins 48 sinnum að bera salt á. —ÓG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.