Vísir - 22.09.1973, Side 16

Vísir - 22.09.1973, Side 16
| í DAG Vlsir. Laugardagur 22. september 1973 1 í KVÖLD | | í DAG | 1 KVÖLD | | í DAG | Og Cicero fer aft leggja iag sitt vih tigna konu, sem hann þjónaAi óftur fyrr. James Mason og Danielle Darrieux I hlutverkum sfnum í myndinni „Five Fingers”. Sjónvarpið í kvöld kl. 21.30: Og yfirvöldin fer að gruna, að ekki sé aílt með felldu! Laugardagsmynd sjón- varpsins á að gerast í heimsstyrjöldinni siðari. Segir hún frá Cicero, einkaþjóni brezka sendi- herrans i Tyrklandi og er hann i miklu uppáhaldi hjá húsbónda sínum. Þjónninn kemst yfir leyni- skjöl bandamanna og selur þau þýzkum sendimanni. Einnig rifjar hann upp kunningsskap sinn viö tigna konu, sem hann þjónaði áður fyrr. Brátt tekur brezka valdhafa að gruna, að ekki sé allt með felldu í sendi- ráðinu i Ankara, og senda gagn- njósnara á vettvang. James Mason, sem fer með aðalhlutverkið i þessari tvltugu biómynd, var fæddur i Yorks- hire árið 1909. Hann hóf nám i arkitektúr árið 1931, en fór einn- ig að þreifa fyrir sér á leiklist- arsviöinu það sama ár — og þaö var ekki að sökum aö spyrja, hann var áður en langt um leið eftirsóttur leikari, og 1935 bauðst honum fyrsta kvik- myndahlutverkið. Er þaö vist ekki ofmælt að segja, að James Mason hafi veriö einhver vin- sælasti leikari fjórða áratugar- ins i Engl. Það, sem kvenfólki þótti svo hrifandi við leikarann, var hans dökka yfirbragð, leiftrandi augnaráð og áhrifa- mikil röddin. Hann lék lika einna helzt hlutverk athafna- samra glæpamanna og þá gjarnan vanheilla á geðsmun- um. Margir vilja telja túlkun hans á Brútusi i „Júliusi Cæsar’.’einn allra mesta sigur hans. James Mason skrifaði jafnframt fjöl- mörg kvikmyndahandrit, og ár- ið 1956 fór hann einnig að fást viö að stjórna upptöku þeirra mynda, sem hann lék i. í mynd sjónvarpsins, „Njósn- arinn Cicero”, fara þau Dani- elle Darrieux og Michael Renn- ie jafnframt með stór hlutverk. — ÞJM. Opnar sýningu Hjörleifur Sigurðsson listmálari opnaði i gær sýningu i Hamragörð- um. Hjörleifur sýnir að þessu sinni eingöngu vatnslitamyndir, 21 tals- ins. Sýning hans er opin til 30. september. Mynd- in hér til hliðar sýnir Hjörleif hjá einni mynd sinni á sýningunni. Sýn- ingin verður opin frá kl. 16 til 22 alla daga. SJÓNVARP • 18.00 Enska knattspyrnan 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Stiflan Bandarisk fræðslumynd um áhrif stiflugerðar á umhverfið. Greint er frá framkvæmd- um við stifluna miklu við V'iktoriufossa i Afriku og breytingum þeim, sem urðu á lifinu ofan stiflunnar, þeg- ar þar myndaðist stöðuvatn. Einnig er gerður saman- burður á stiflugerð manna og uppistöðum, sem bjórar byggja við bústaði sina. Þýðandi og þulur Öskar Ingimarsson. 21.20 Akio Sasaki Japanskur orgelleikari leikur þrjú vin- sæl lög á rafmagnsorgel i sjónvarpssal. 21.30 Njósnarinn CiceroiFive Fingers) Bandarisk njósna- mynd frá árinu 1952, byggð á sögu eftir L.C. Moyzisch. Leikstjóri Joseph L. Mankiewicz. Aöalhlutverk James Mason, Danielle Darrieux og Michael Rennie. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. 23.20 Dagskrárlok i ÓTVARP • Laugardagur 22. september 1973 7.00 Morgunútvarp. V'eðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr forustugr. dagbl),9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Sigurður Gunnarsson heldur áfram að lesa „Söguna af Tóta” eftir Berit Brænne (10). Tilkynningar kl. 10.25. Morgunkaffiö kl. 10.50: Þorsteinn Hannesson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Á íþróttavellinum. Jón Asgeirsson segir frá. 15.00 Vikan sem var. Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 t umferöinni. Þáttur i umsjá Jóns B. Gunnlaugs- sonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 A haustsýningu. Talað við listmálara. 19.35 Rússneskt kvöld.a. Arni Bergmann blaðamaður spjallar um land og þjóð. b. Rússland i söng. c. „Planka”, smásaga eftir V'il Lipatoff i þýðingu Arna Bergmanns. 21.05 Hljómplöturabb. Guðmundur Jónsson bregð- ur plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill. 22.35 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Útvarp í kvöld kl. 19.30: A HAUSTSÝNINGU MYNDLISTARMANNA MEÐ HLJÓDNEMANN Þegar lokið hafði verið við að setja upp listaverk 55 íslenzkra myndlistar- manna í Kjarvalsstöðum, fór Gylfi Gíslason út- varpsmaður með hljóð- nemann á staðinn og ræddi við nokkra listmál- aranna. Viðtölin, sem voru hljóðrituð i gærdag, má svo heyra i út- varpsþætti Gylfa i kvöld, en sá þáttur nefnist einfaldlega ,,A haustsýningu”. Það eru ekki færri en 116 verk á þessari haustsýningu Félags islenzkra myndlistarmanna, sem sýningarnefnd hafði úr samtals 321 mynd að velja. Sýn- ingarnefnd er skipuð niu mönn- um, en formaður nefndarinnar er Leifur Breiðfjörð. Þrjátiu félagsmenn eiga myndir á sýningunni og tuttugu og fimm utanfélagsmenn. Er það athyglisvert, að nitján utan- félagsmannanna eru nú að sýna i fyrsta sinn, en það er einmitt megintil'gangur sýningar þess- arar að draga fram i dagsljósið óþekkta listamenn. Þess má geta, að siðasta haustsýning Félags islenzkra myndlistarmanna var haldin i Norræna húsinu i september 1971, en félagið hafði sýnt viöa, eftir að Listamannaskálinn leiö undir lok. Haustsýningin mun standa i eina viku, en henni lýkur sunnu- daginn 30. september. Sýningin verður opnuð almenningi klukk- an sex i dag, en siðan standa op- in alla daga frá klukkan fjögur til tiu. — ÞJM. Nokkrir myndlistarmannanna. sem unnu aö uppsetningu þeirra 116 verka, sem veröa til sýnis á haust- sýningunni. Myndina tók Ijósmyndari Visis, Bragi, aö Kjarvalsstöðum seint í gærdag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.