Vísir - 24.09.1973, Síða 4
Vísir. Mánudagur 24. september 1973'
Sannleikurinn
um tvöfalt
gier
GÆÐIN
Gott einangrunargler er sjaldan hægt að þekkja frá lélegu gleri fyrr en löngu eftir að
kaupin eru gerð. Vandi neytandans er að vita í hverju áhætta hans er fólgin.
Cudogler hf. hefur framleitt tvöfalt einangrunargler í meira en áratug. Á þessum
tíma hefur Cudogler staðizt dóm reynslunnar.
Cudogler hf. hefur framleitt rúmlega 150.000 fermetra af traustu einangrunar-
gleri, enda eru flest stórhýsi á íslandi nú glerjuð með Cudogleri.
ÁBYRGÐIN
Við ábyrgjumst framleiðsluna. Cudogleri fylgir 10 ára ábyrgð. Líkurnar
fyrir því, að kaupandinn þurfi nokkurn tíma að notfæra sér ábyrgð á
Cudogleri eru langt innan við einn af þúsundi. Ef svo ólíklega vill til
að kaupandi þurfi að leita til okkar vegna ábyrgðarskuldbindingar-
innar, leysum við vanda hans þegar í stað.
VERÐIÐ
Þér getið vafalaust keypt ódýrara gler - þegar kaupverðið eitt er
skoðað. Það er dýrt að byggja, og húsbyggjendur munar um
allt. En - ef ódýrari framleiðandinn hættir starfsemi, fellur
ábyrgðin sjálfkrafa niður. Hvað verður þá um kaupandann ?
Blöðin flytja öðru hverju fréttir af biturri reynslu þess fólks,
sem sér litla hagnaðinn verða að stóru tapi. Reynslu
og gæði skyldi ávallt meta til fjár, þegar tvöfalt gler
er keypt.
TRAUSTUR FRAMLEIÐANDI
TRYGGIR YÐUR ÓDÝRT GLER
OG RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ
TIL 10 ÁRA
VIÐ ERUM REYNSLUNNI RÍKARI