Vísir


Vísir - 24.09.1973, Qupperneq 6

Vísir - 24.09.1973, Qupperneq 6
6 Vísir. Mánudagur 24. september 1973 VÍSIR Útgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (V.lihur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiB. Blaftaprent hf. McKenzie má nú fara Þá eru sönnunargögnin komin. Atburðir siðustu daga á íslandsmiðum hafa verið kvik- myndaðir rækilega af sjó og úr lofti. Þessar kvik- myndir hafa nú verið sýndar viða um heim. Þær sanna umheiminum, svo ekki verður um villzt, hver ásök á árekstrum brezkra herskipa og is- lenzkra varðskipa á miðunum. Brezku herskipin leika það að sigla fram með hlið islenzkra varðskipa og beygja siðan þvert fyrir stefni þeirra. Það kemur þvi i hlut islenzka varðskipsins að sigla á brezka herskipið, þótt allar vélar séu hafðar á fullu aftur á bak. Það er þvi ákaflega óheppilegt, þegar islenzkir embættismenn og rikisfjölmiðlar segja brezku skipin hafa siglt á þau islenzku. Réttara er að segja, að þau hafi siglt fyrir þau og valdið árekstrinum. Ónákvæmara orðalagið gefur Bretum tækifæri til að halda uppi orðhengilshætti um, hver hafi siglt á. Meginmáli skiptir, að það eru Bretar, sem valda árekstrunum, með þvi að sigla snögglega i veg fyrir varðskipin. Af kvikmyndunum er ljóst, að islenzku varðskipin reyna að forðast árekstur með þvi að keyra vélarnar aftur á bak og vikja undan herskipunum. Enginn vafi er á þvi, að kvikmyndirnar munu sannfæra sjódóminn um þetta, enda eru þær gerðar af fréttamönnum frá öðrum löndum i nær- veru ótal vitna. Það eru þvi komnar upp þær kringumstæður, að islenzka rikisstjórnin getur lokað sendiráði Breta á íslandi i samræmi við fyrri yfirlýsingu sina. McKenzie sendiherra má taka pokann sinn. Hann hefur tekið þátt i lygasjnfóniu brezkra stjórnvalda og brezka flotans þótt sannanirnar liggi á borðinu. Heiður hans er skertur á sama hátt og heiður annarra brezkra aðila, sem halda áfram að ljúga sig svarta frammi fyrir stað- reyndunum. í þessu sambandi skiptir minnstu, hvort ísland hafi hag eða óhag af slitum stjórnmálasambands við Bretland. Mergurinnmálsinsersá, að við get- um ekki endalaust látið traðka á sjálfsvirðingu okkar. Eins og Jóhann Hafstein sagði um daginn kann svo að fara, að við getum, heiðurs okkar vegna, ekki hugsað okkuraðhafa samskipti við Breta, nema þeir bæti ráð sitt. Allt framferði brezkra stjórnvalda i landhelgis- deilunni einkennist af takmarkalitlum rudda- skap. Þau setja upp engilhreinan sakleysissvip meðan þau vinna ofbeldisverk sin, allt sam- kvæmt kennisetningum Göbbelsar, sem greini- lega nýtur mikillar hylli hjá fyrrverandi and- stæðingum sinum. Við teljum það fyrir neðan virðingu okkar að standa i stjórnmálasambandi við slik stjórnvöld. Við höfum lengi vonað, að þau mundu bæta ráð sitt, en nú er þolinmæði okkar þrotin. Við erum ekki lengur til viðtals um hinar minnstu undan- þágur Bretum til handa, hvorki innan 50 milna landhelginnar né innan væntanlegrar 200 milna landhelgi. Það er þvi kominn rétti timinn fyrir islenzku rikisstjórnina að fá samþykki utanrikismálá- nefndar alþingis fyrir slitum á stjórnmálasam- bandi við Breta. Framferði Breta hefur þjappað þjóðinni svo saman, að engin rikisstjórn getur leyft sér minnstu undanlátssemi gagnvart Bret- um. -JK. HEATH HÓTAÐI HÖRÐU EN HOPAÐI Á HÆLI ÞEGAR HART KOM Á MÓTI Það var fyrsti fundur leiðtoga þessara tveggja rikja, en það var lika það eina sögulega við hann. Þegar þeir hittust fyrir viku Edward Heath forsætisráðherra Bretlands og Liam Cosgrave, forsætisráð- herra írska lýðveldisins, báru viðræðurnar engan sýnilegan ávöxt. Menn höfðu þó vænzt tiðinda af fundi, þar sem á góma mundi bera leiðir til lausnar deilunni á N-lrlandi. En eftir þvi sem upp var látið, itrekuðu báðir stuðning sinn við hugmyndina um stofnun allsherjarráðs fyrir Irland til þess að reyna að sætta kaþólska og mótmælendur á Norður-ír- landi. Það var vist allt og sumt. — En um hitt voru þeir langt i frá sammála. Hvernig skipa ætti ráð- ið, eða hver völd það skyldi hafa. Þegar þeir skildu, var eðlilega tekið fram i opinberum tilkynn- ingum, að þetta ágreiningsefni teldu báðir að mætti vel afna. Og um það voru þeir báðir sammála, að ráðið mundi að likindum aldrei komast á laggirnar, ef stjórn- málamenn hinna striðandi fylk- inga Norður-lrlands gætu ekki hið bráðasta farið aö snúa sér að þvi að deila með sér völdunum. Þannig var umhorfs eftir eina af „bilasprengjum” spellvirkja á N-lr- landi. 400 punda sprengju liafði veriö komið fyrir I bifreið á stæöi fyrir utan samkomustað. Fimmtán manns slösuðust og um 100 bilar skeinmdust meira og minna. 1 átta klukkustundir stóðu þessar viðræður og að þeim lokn- um var gefin út tilkynning um, að ,,þeir urðu sammála um nauðsyn þess að binda endi eins fljótt og mögulegt má verða á þjáningar ibúa N-lrlands, til þess að koma á friði og sáttum.” Það varð ekki af þessu séð, að nein hreyfing kæmist á Irlands- málin eftir þennan fund, hvorki til hins betra né hins verra. Þeim mun meira fjör kom i tuskurnar hins vegar daginn eftir, þegar Heath forsætisráð- herra i viðtölum i sjónvarpi og út- varpi varaði við þvi, að Bretar mundu neyðast til þess að yfir- taka til frambúðar beina yfir- stjórn N-lrlands nema hið nýja þing norðurhlutans gæti myndað starfhæfa samsteypustjórn fyrir 30. marz. Þessar hótanir Heaths komu mjög flatt upp á Ira, og bráðlyndi þeirra lét ekki á sérstanda. Það blossaði upp reiðin og hótanirnar fylgdu i kjölfarið. Irski lýðveldis- herinn, sem berst fyrir þvi að N- Irland verði sameinað Irska lýðveldinu og Bretar .verði auð- vitað á brott, hótaði þvi, að eyði- legging.ringlureið og pislir skyldi á Bretum dynja, ef Heath for- sætisráðherra gerði alvöru úr hótum sinni. Hinir ábyrgari notuðu hóf- samara orðalag og létu hótanir um spellvirki og ódæði liggja á milli hluta, en vöruðu eindregið við hinum boðuðu aðgerðum Heaths. Brian Faulkner, fyrrum forsætisráðherra, (úr sambands-. flokki mótmælenda) og Gerry Fitt (kaþólskur) vöruðu báöir við þvi, að hótanir Heaths kynnu að skjóta loku fyrir frekari sátta viðræður. — Kaþólskir stjórn- málamenn létu i ljós kviða fyrir þvi, að tækju Bretar yfirstjórn landsins fyrir fullt og allt, gætu harðlfnu mótmælendur fundið þar átyllu til að neita þátttöku i á- ætlanagerð um að deila völdum með kaþólska minnihlutanum. Þessi áköfu viðbrögð virðast hafa komið brezka forsætisráð- herranum til þess að skoða sinn hug betur, og hann reyndi að lægja ofsa hinna æstustu með þvi að draga i land. Hann sagði að þessu sinni, að hann hefði einungis haft i huga, að það gæti verið möguleiki, að Bretland yfir tæki til frambúðar yfirstjórn N- írlands, en það væri þó litt fýsi- legt. Hann beindi nú þeirri áskor- un til deiluaðilanna, að „þeir lifðu og störfuðu saman og yrðu ábyrg- ir fyrir friðsamlegri stjórn mála sinna.” Hann sagði, að beina stjórnun trlands frá Lundúnum hefði brezka þingið þvi aðeins umborið, að þar væri um timabundið ástand að ræða. ,,En það stingur i stúf við stjórnarskrána, að það verði nokkurn tima meir en svo.” Heath lét þó fylgja með að- vörun, til þess að ekki yrði litið á mál hans, sem algert undanhald frá fyrri yfirlýsingum. Sagði hann, að þeir væru ýmsir sem vildu, að Bretar tækju algerlega i sinar hendur stjórnun N-lrlands. Heath sagðist viss um, að það væri framkvæmanlegt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.