Vísir - 24.09.1973, Blaðsíða 8
8
Vísir. Mánudagur 24. september 1973
Höfum fyrirtiggjandi flestar gerðir
Shure segul hausa (Cartridge) og
Shure nóla, hringlaga og
sporöskulaga.
— Gœði Shure vara þarf ekki.að
kynna ó íslandi. Þau þekkja allir
Skipholti 19 gengið fró
Nóatúni S: 23800
Klappastíg 26 S: 19800
Akureyri Sími 21630
EftiryÖarvali!
Opiö daglega frá kl. 8 til 19/ en auk þess
möguleiki á afgreiöslu á kvöidin og um
helgar.
Gangstéttarhel lur Sexkantaðar hellur
Garðhellur ilitaúrvali
Brotsteinar og hellur i litum eftir vali.
Helluval sf.
Hafnarbraut 15, Köpavogi.
cTyienningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
LÍFIÐ ER
í VIL
Pétur Gunnarsson:
SPLUKNUNÝR DAG-
UR
Heimskringla 11973. 100
bl.
Fyrsta auðkenni þess-
ara fyrstu ljóða Péturs
Gunnarssonar er hin
mikla mælska, frisklegi
bragur sem á þeim er.
Og sumpart má i bók-
inni, að mér finnst, lesa
drög skáldlegrar ævi-
sögu, frásögn af för ungs
manns áleiðis til skáld-
skapar, og sumpart
einskonar skáldlega
stefnuskrá, likast til
sprottna af þeirri
reynslu sem bókin lýsir í
heilu lagi.
Það má svo sem vera að þessi
lestrarháttur starfi að einhverju
leyti af efnisskipan bókarinnar.
En ljóðunum er raðað i timaröð,
skipað saman i sjö þætti sem
ársettir eru 1969,1970, 1971. Siðati
þátturinn, frá tveimur seinni ár-
unum, nemur nær þvi helmingi
textans. Allténd þann þátt er eðli-
legt að lesa sem samfleyttan
ljóöaflokk, en reyndar hefur bók-
in einkar samfellt svipmót i heilu
liki. Það er lýst þeim áfanga það-
an sem ungur maður er að byrja
skáldskap.
1 fyrsta þætti bókarinnar stend-
ur skáldið uppi, dálitið eins og
barn, gagnvart heiminum og lif-
inu, miklum lykilorðum að hug-
myndaheim þessarar bókar.
Fyrsta ljóðið i bókinni er bara
fallegur texti, sinum látlausu
einföldu orðum:
af jarðarinnar hálfu
byrja allir dagar fallega
þolimóð snýst hún og snýst
með trén og höfin og vötnin
eyðimerkurnar og eldfjöllin
okkur tv.ö og ykkur hin
og öll dýrin
Frumhvöt þessara ljóða sýnist
að sé beinlinis undrun, aðdáun
skáldsins andspænis „lifinu”, oft
eins og honum nægi að nefna það
á nafn, hinar einföldustu myndir
þess: blóm, dýr, börn, tré, og svo
auðvitað ástina, pilt og stúlku, i
einskonar runustil sem einatt
gæðist þokka af þvi hvað hann er
einfaldur. Úr þessum sporum
mætti mætavel hugsa sér
innhverfing ljóðs, einbeitning
þess að fágun máls og tilfinn-
inga: það yrði sjálfsagt ekki
óefnilegur skáldskapur. En i þess-
ari bók liggur leið skáldsins út á
meðal manna og á vit hins stóra
heims. í „ferðamyndum” annars
og sjötta þáttar er einatt verið að
lýsa steingerðu landslagi stór-
borgar, öndverðu lifskröfu ljóð-
anna:
eitt af öðru uppljúkast húsin
útúr þeim stigur fólk
úti nýjan dag
sem hefur aldrei verið áður
sem kemur aldrei aftur
það ætlar að gangsetja daginn
kveikir sér i slgarettu
og gengur hratt upp og niður
strætin
borgin er lifsform
rammi utanum lif fólksins
svo það lendi ekki á villigötum
það er verið að fara með það I
vinnuna
andardráttur þess blandinn reyk
lekur af rúðunum
flóttaleg andlit og tómir svipir
hvað fólk er ljótt
og vonlaust
og úhamingjusamt
í samanburði við auglýsingar
borgin er steinn
langa vegu er maðurinn kominn
útúr myrkri og kulda
til að enda i þessum uppdiktuðu
steinum
sem spretta ekki eins og gorkúiur
heldur eins og sprengjur i jarð-
holdinu
VÍSIH
Auglýsingadeild
Hverfisgötu 32.
KZ
STÁLREKKAR
Hin fullkomna og
hagkvæma lausn ó
geymsluvandamáli yðar.
Hleðsluþungi eftir
þörfum hvers og eins.
KZ stálrekkar í
notkunn í vörugeymslu
okkar að
Sundagörðum 4, Rvik.
Sjón er sögu ríkari.
EGGERT KRISTJÁNSSON & CO.’HF.
Sundagörðum 4 - Sími 85300
MEÐANEKKERT
GERÐIST
Guðný Jónsdóttir frá
Galtafelli:
BERNSKUDAGAR
Helgafell 1973. 120 bls.
Fyrir nokkrum árum
kom út stutt skáldsaga,
Brynhildur, eftír Guðnýju
Jónsdóttur. Þá var höfund-
urinn níræð að aldri. En á
95 ára afmæli hennar í ár
kom út þessi litla bók,
minningar Guðnýjar frá
bersnkudögum sínum fyrir
nærfellt heilii öld.
Það má svo sem vera að vit-
neskja lesandans um hinn háa
aldur höfundarins geri bók henn-
ar'enn geðfelldlegri en ella þætti.
Svo mikið er vist, áð hér er frá
engum tiðindum sagt, þetta- er
saga þar sem nánast gerist ekki
neitt. Höfundurinn litur úr hárri
elli aftur til sællar bernskutiðar,
lands og þjóðar eins og þau voru
þá, en verða aldrei meir. Sem
betur fer mundi margur segja.
En það land þar sem Guðný Jóns-
dóttir ólst upp, það er „hið
hómerska Island” sem Halldór
Laxness nefnir svo, fyrir fram-
farir og nútima, traffik og
konkúrrensi. Með sinu látlausa
móti er bók hennar til vitnis um
það hve skammar eru vegalengd-
ir aftur á bak og áfram i timanum
hér hjá okkur, að minnsta kosti
enn sem komið er. Þokka sinn fá
frásagnir Guðnýjar af upprifjun
þessarar horfnu tiðar, einfaldlega
og látlaust stilaðar en stundum
litkaðar hóflegri viðkvæmni —
samkynja hugblæ og svo glöggt
birtist á mynd Einars Jónssonar
af gamla bænum i Galtafelli sem
fylgir bókinni litprentuð.
Guðný Jónsdóttir óx upp á efna-
mannsheimili eftir hætti fyrri
aldar i skjóli góðra foreldra, hópi
mannvænlegra systkina. Að
minnsta kosti tveir bræður henn-
ar urðu þjóðkunnir menn hvor á
sinu sviði islenzkrar menningar,
Einar myndhöggvari og Bjarni