Vísir - 24.09.1973, Blaðsíða 16
16
Geir R. Andersen:
NJÓSNIR Á ÍSLANDI
Skortur á aðhaldi og eftirliti
Allir, sem fylgzt hafa meö
gangi heimsmála gegnum árin
vita, aö njósnir hvers konar hafa
veriö og eru enn mikilvægur þátt-
ur I framgangi mála, bæöi aö þvi
er varöar aukna þekkingu og út-
breiðslu hennar, I heimi verzlun-
ar og viöskipta og svo iönaöar —
en þó allra mest i heimi
stjórnmálanna, einkum hvaö
varöar hervarnir og áætianir ein-
stakra landa og þjóöabandalaga.
I siöari heimsstyrjöldinni valt
framvinda mála og endanleg
úrslit stórum á njósnum og gagn-
njósnum beggja striösaðila, og
gekk brezka leyniþjónustan hvað
ötulast fram i aö halda uppi vel
skipulögðu njósnakerfi i vel-flest-
um löndum, óvinveittum sem vin-
veittum, og hélt raunar I alla þá
þræöi, sem til þurfti til þess að
sameina eitt allsherjar njósna-
kerfi, sem notaö var sameigin-
lega af „Bandamönnum” i siö-
ustu styrjöld. Eftir striöiö þróaö-
ist þessi grein athafna beinlinis
upp i þaö að veröa ein af viöa-
mestu og útgjaldahæstu stofnun-
um hvers þess lands, sem ein-
hvers mátti sin á viðskipta- eöa
hernaðarsviöinu. Timi „kalda
striösins” varð þannig eitt mesta
blómaskeiö njósnanna og byggð-
ist raunverulega að miklu leyti á
þeim.
Og enn sér ekki fyrir endann á
þessu blómaskeiði njósna, þótt
timabil „kalda striðsins” sé talið
liöiö. Njósnir halda áfram, og öfl-
ug njósnakerfi, sem eru á „diplo-
matamáli” oft kölluð „upplýs-
ingadeildir” eru starfandi innan
velflestra landa til vaxtar og við-
gangs þeirri stefnu, sem hvert
einstakt land fyrir sig fylgir
hverju sinni.
Þaö voru þvi i sjálfu sér engar
stórfréttir i sl. viku, þegar
tilkynnt var um, að hérlendis
hefðu, af tilviljun fundizt rifrildi
úr njósnakerfi, eflaust einu af
mörgum, sem hér eru enn við
lýði.
t þetta sinn sinn var taliö, að
um rússnesk tæki væri að ræða,
og er þá i annaö sinn á skömmum
tima, að rússneska sendiráðiö er
bendlað við njósnir hérlendis. Aö-
ur höfðu bein samskipti rúss-
neskra sendiráðsmanna við is-
lenzkan aðila oröið til þess að
beina athygli manna að þeirri
staðreynd að Island væri ekki
frekar en önnur lönd, afskipt
varðandi þessa umfangsmiklu
alþjóða starfsemi.
Samkvæmt upplýsingum
Landsimans er bannað að flytja
hvers konar sendi- eða móttöku-
tæki til landsins, nema með hans
vitneskju, en þar sem erlend
sendiráö eru undanþegin öllu
opinberu eftirliti, að þvi e'r varðar
flutning á varningi til og frá land-
ínu, þarf ekki að efa, að tæki
þau, er áður eru nefnd , eru eftir-
litslaust flutt inn og endurnýjuð af
erlendum sendiráðum, hvenær
sem þurfa þykir.
Nú má til sanns vegar færa, að
þeim erlendu rikjum, em hafa
sendiráðhér á landi, finnist land-
ið nógu afskekkt, og starfsfólk
þeirra búa viö nógu einhæf skil-
yrði, til þess að réttlæta þá nauð-
syn að útbúa sendiráö sin þeim
tækjum, sem gerir þeim kleift að
hafa umsvifalaust samband við
aðalstöðvar lands sins, hvenær
sem mikið þykir liggja við, þar
sem komið hefur fyrir, að Island
hefur orðið sambandslaust við
umheiminn af og til vegna óvið-
ráöanlegra orsaka, enda má
fullvist telja, aö flest stærri sendi-
ráð erlend hafi hér fullkomna
sendi- og móttökustöð innan sins
umráðasvæðis. Það réttlætir þó
ekki þærathafnir, sem alls staðar
eru talin lögbrot, að halda uppi
njósnastarfsemi innan erlends
rikis, og sem leiðir oftast til brott-
reksturs á viökomandi starfsfólki
erlendu, og viðhlitandi hegningar
til handa þegnum eigin lands ef
upp kemst.
Þvi er það, að i flestum löndum
þykir sjálfsagt að hafa ákveðið en
„diplómatiskt” aðhald með
starfsfólki erlendra sendiráða,
einkum vegna þeirrar staðreynd-
ar, sem áður er nefnd, að erlend
sendiráö eru undanþegin eftirliti
á öðrum sviðum, svo sem
vegna innflutnings á varningi
og vistum til eigin þarfa.
Það væru t.d. ekki óeðlileg af-
skipti viðkomandi lands að koma
i veg fyrir, að starfsmaður er-
lends sendiráðs gæti, i skjóli
„diplómatiskra” réttinda sendi-
ráðs þess, er hann starfar við,
flutt inn ákveðna vörutegund, svo
sem matvæli, og selt einstökum
aðila, og þannig komið af stað
viðskiptum, sem brytu i bága við
landslög. — A fleiri sviðum mætti
auðveldlega notfæra sér frjáls-
ræði það, sem samkomulag er um
til handa erlendum sendiráðum
um allan heim.
En til þess að fyrirbyggja slik
og þvilik óæskileg viðskipti og
samskipti, er haldið uppi svoköll-
uðu „takmörkuðu eftirliti” með
sendiráðum erlendra rikja i
hverju landi.
Ekki skal hér farið út i þá
sálma að tiunda þau verksvið,
sem erlend sendiráð hérlendis
hafa með höndum. Það væri hins
vegar ekki úr vegi, að viðkom-
andi opinberir aðilar, islenzkir,
gerðu fólki nokkra grein fyrir þvi,
á hvern hátt fylgzt er með starf-
semi hir.na erlendu sendiráða, og
hvort, eða hvernig islenzka rikið
getur komið í veg fyrir ólöglega
eða óæskilega starfsemi þeirra,
þegar grunur er um slikt.
Margar þjóðir hafa verið iðnar
við að halda úti njósnum i öðrum
löndum um hvaðeina, sem ekki
annars er falt fyrir peninga, eða
ekki fæst eftir venjulegum opin-
berum samskiptum, og eru sum-
ar þjóðir þar viðtækari en aörar,
eftir fréttum að dæma, en slikar
njósnir eru gjarnan fréttaskýrðar
glögglega i blöðum og timaritum,
þá er upp kemst. Umfangsmestu
njósnirnar eru þó enn sem fyrr
stundaðar af stórveldunum, og er
þar um að ræða bæði sérhæft fólk
frá þessum rikjum, sem ferðast
sjálft i þessum erindum, og svo
aðstoðarfólk ýmislegt, sem stað-
sett er i viðkomandi landi, sem
njósna skal i, og sem gengur
þeirra erinda að safna upplýsing-
um, fyrir þá aðila, sem njósna á
fyrir.
Það hefur oft borið á góma
manna á meðal, að Island ,vegna
legu sinnar milli Evrópu og
Ameriku, væri hinn ákjósanleg-
asti staður, sem aðsetur fyrir
ýmsa þá aðila, sem þurfa að
skiptast á og senda leynilegar
upplýsingar milli þessara tveggja
heimsálfa. Hinu hefur ekki eins
verið haldið á lofti, hve slik að-
staða hlýtur að vera hagkvæm
hér, vegna hins tiltölulega
litla eftirlits, sem fólk býr við hér,
og frjálsræðis, sem erlendir
ferðamenn njóta, er hingað
koma.
Hér tiðkast t.d. ekki, eins og
viða erlendis, að ferðafólk þurfi
við innritun á hótel, að sýna vega-
bréf sin. Stimplun vegabréfa við
komu til landsins er látin nægja.
Ekki eru hótel hér heldur skylduð
til að senda lögregluyfirvöldum
skýrslur hvern dag um skráða
næturgesti, sem koma erlendis
frá. Þetta er viðtekin regla i flest-
um löndum Evrópu, a.m.k.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir
ágústmánuð 197:5, hafi hann ekki verið
greiddur i siðasta lagi 25. þ.m.
Dráttarvextir eru 1.5% fyrir hvern
byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var
15. sept. s.l., og verða innheimtir frá og
með 2(». þ.m.
Fjármálaráðuneytið, 20. sept. 1973
Auglýsing
um álestur ökumœla
Athygli hlutaðeigandi bifreiðaeigenda
er hér með vakin á þvi, að álestur
ökumæla fyrir 3. ársfjórðung 1973 fer frain
hjá Bifreiðaeftirliti rikisins dagana 20.
september til 10. október.
Sé ökumælisskyld bifreið ekki i ökufæru
ástandi ber eiganda hennar að tilkynna
það til Bifreiðaeftirlits rikisins eða skrif-
stofu tollstjóra.
Komi eigandi eða umráðamaður
ökumælisskyldrar bifreiðar ekki með
hana til álesturs eða fullnægi framan-
greindri tilkynningarskyldu fyrir 11.
október næstkomandi, verður þungaskatt-
ur áætlaður lögum samkvæmt og frekari
viðurlögum beitt.
Tollstjórinn i Reykjavik, 20. september
1973.
1
m
Tækin úr Kleifarvatni
Það er þvi ekki ástæðulaust aö
ætla, að við þær frjálslegu að-
stæður, sem hér rikja á þessum
sviðum, séu talsverð brögð að þvi
að erlendir aðilar noti aðstöðu
sina hér til þess að stunda njósnir
eða „upplýsingastarfsemi”, og
það á all-umfangsmiklum svið-
um.
Áðurnefnd dæmi um athafnir
rússneskra starfsmanna hérlend-
is og um fund hinna rússnesku
tækja nú nýveriö, eru siður en svo
til þess fallin að útiloka slikar
bollaleggingar. En það eru ekki
aðeins „upplýsingar” um
hernaöar- og landvarnir, sem hér
er hægt að safna fyrir erlenda að-
ila. Það er einnig i atvinnumál-
um, verzlun og viðskiptum, og
landsmálum almennt, sem utan-
aðkomandi aðilar geta hagnýtt
sér upplýsingar, sem liggja á
lausu. Það er viðast hvar erlendis
viðtekin hefð hjá fyrirtækjum að
gefa engar upplýsingar óvið-
komandi aðilum um framleiðslu-
hætti, magn eða tölur, nema með
samkomulagi við viðkomandi op-
inbera aðila, eða ráðamenn við-
komandi fyrirtækja.
Hér hafa fiskveiðar og fisk-
vinnsla verið sú atvinnugrein,
sem er uppistaða að tilveru
þjóðarinnar. Smátt og smátt hafa
þó aðrar greinar bætzt við og er
iðnaður þar ef til vill mikilvæg-
astur, ásamt þjónustu hvers kon-
ar, ekki sizt við erlenda aðila. Það
væri hreinn óvitaskapur.að halda,
að aðrar þjóðir, sem við eigum
viðskipti við og oft erum i sam-
keppni við á erlendum mörkuðum
leggi sig ekki fram um að ná i
ýmsar upplýsingar, sem styðja
að framförum i áðurnefndum at-
vinnugreinum hérlendis. T.d. er
ekki efamál, að vel er fylgzt
með aðgerðum ,sem við notum i
baráttu þeirri, sem við éigum i
vegna landhelgisútfærslunnar,
svo eitthvað sé til nefnt.
Og ekki verður þeirri þjóð,
Bretum, frýjað vits i sambandi
við „upplýsingaöflun” á þeim
sviðum, frekar en öðrum, svo
framarlega sem hún stóð i þeirri
grein á heimsstyrjaldarárunum
siðari, og æ siðan.
Mörgum finnst enda, að oft tali
ráðamenn islenzkir einum um of
opinskátt um þær fyrirætlanir,
sem á döfinnu eru i sambandi við
þá deilu, sem viö eigum nú i við
Breta, og betra væri, að margar
þeirra færu lægra, þar til
framkvæmdir töluðu sjálfar.
Enhvaðsem einstökum þáttum
oe atburðum liður á þessu sviði,
er það næsta fávislegt, að hafa
ekki haldbetra eftirlit og afskipti
af erlendum sendiráðum og
starfsmönnum, einkum þeirra, er
grafa vilja undan samskiptum
okkar við vestræn lýðræðisriki —
eða þeirra, er vilja skaða tilveru-
rétt þjóðarinnar með yfirgangi á
hugsanlegum eða sannanlegum
auðlindum hennar, á eða við
landið.
Hvar annars staðar en á tslandi
myndi það t.d. látið afskiptalaust,
að erlendir visindamenn fengju
leyfi hjá viðkomandi rikisstofnun
til þess að ferðast um landið, einir
sér, án fylgdarmanna, visinda-
manna eða annarra eins og nú á
sér stað, varðandi rússenska að-
ila, sem ferðast um landið þvert
og endilangt til ýmiss konar „at-
hugana og mælinga”, að eigin
sögn?
Kynleg viðbrögð þeirra og svör
við spurningum heimamanna, er
á þá rekast viðs vegar um landið,
en þó einkum i kringum fjar-
skiptastöðvar þær, sem staðsett-
ar eru með vissu millibili við
sjávarsiðuna, gefa til kynna, að
eitthvað mikilvægara liggi á bak
við en einhverjar „smáskjálfta-
mælingar” eins og kemur fram i
einu dagblaðanna þ. 18. sept. sl.
Það er þvi full ástæða til, og
raunar krafa, sem almenningur á
rétt á að gera til rikisvaldsins, að
það upplýsi hvernig sé háttað
samskiptum og eftirliti með þeim
erlendu visindamönnum, og
öðrum, sem uppvisir eru að þvi að
„pukrast” um land og strönd á
tslandi, og oftar en ekki verða
uppvisir að „mistökum” og óút-
skýranlegu athæfi i landinu. En
ef til vill eru slik mál sem þessi
ekki lengur á dagskrá, þar sem
svo virðist, að uppsögn varnar-
samningsins og úrsögn úr NATO
hafi unnið hug allra ráöherra
rikisstjórnarinnar að frátöldum
fjármálaráðherra, og hafi þar
með fengið „algeran forgang”, til
þess að eftirleikurinn megi verða
auðveldari.