Vísir - 11.10.1973, Síða 4

Vísir - 11.10.1973, Síða 4
4 Vísir. Fimmtudagur 11. október 1973. ÞAKKLÆÐNING I Bjóöum upp á hiö heimskunna þéttiefni fyrir sprungur, steinþök, asfalt, málmþök, sléttsem báruð. Eitt bezta við- loöunar- og þéttiefni, sem völ er á fyrir nýtt sem gamalt. Þéttum húsgrunna o.fl. 7 ára ábyrgð á efni og vinnu i verksamningaformi. Fljót og góð þjón- usta. Uppl. i sima 26938 kl. 9-22 alla daga. alcoatin£>s þjonustan FRIMERKI. íslenzk og erlend Frímerkjaalbúm Innstungubækur Stærsta frímerkjaverzlun landsins FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavöröustig 21 A-Simi 21170 SoLUSTAÐIR: HjólbarSaverkstæðift Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúöin, Kópavogi, sími 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. ^Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstööum, sími 1158. Laus staða Dósentsstaða i almennri landafræði við jarðfræðiskor verkfræði- og raunvísinda- deildar Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Kennslugreinar eru aðallega svæða- og menningarlandafræði. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsækjendur um dósentsstöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 10. október 1973. í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN U1 Skerst Jórdanía í leikinn? Hussein, Jórdaníukon- ungur, kallaði út allt vara- lið Jórdaníu til vígstöðu við hin 400 kílómetra löngu landamæri Jórdaníu og israels i gær. Enn sem komið er hefur hann þó ekki leitt þjóð sína út í styrjöld Egypta og Sýr- lendinga við israel. Þær fréttir bárust siðan i gær- kvöldi, að sendiherra Jórdaniu i Kairó, Abdul Moneim Rifai, hefði farið til Kairó með sérstakri flugvél, flytjandi skilaboð frá Hussein konungi til Anwar Sadats, Egyptalandsforseta. — Aður hafði Hussein konungur rætt viö Ashraf Marwan, sendimann Sadats, sem kominn var til Amman. Gold Meir, forsætisráðherra, rifjaði i gær upp, að ísrael varaði Jórdaniu við þvi á sinum tima að blanda sér i sex daga striðið, en Hussein konungur lét þá viðvörun sem vind um eyrun þjóta. Afleiðingin varð sú, að hann glataði hálfu konungdæmi sinu og það betri helmingnum. ,,Ég vona, að hann sé nægilega skynsamur og ábyrgur til að minnast þess,” sagði Golda Meir, Sýrlandi og Egyptalandi hefur með degi hverjum borizt liðsauki og hergögn frá öðrum Arabarikj- um. Munaði þó mest um allan flugher traks, sem gekk i lið með þeim á þriðjudag. Auk þess hafa 18.000 fótgönguliðar og um 100 skriðdrekar traks skotið upp koll- inum á vigstöðvum Sýrlendinga i bardögunum i Gólanhæðum. — Ef allur her Iraks tæki þátt i bardög- unum, mundu Israelsmenn hafa þar 100.000 fleiri andstæðinga að ídjást við. Leonid Brezhnev, leiðtogi kommúnistafl.okks Sovétrikj- anna, er sagður hafa sent orð hinum Arabarikjunum um að ,,láta ekki Egypta ogSýrlendinga eina um að berjast við ísrael. Hjálpið þeim með öllum ráðum. — Hann hefur i útvarpsræðum hvatt Arabarikin til að standa sameinuð i striðinu gegn tsrael. Sovétrikin hafa byrjað flutninga flugleiðis á her- gögnum til Arabarikjanna, einkum Egyptalands. Einkum eru það flugskeyti, sem send eru, að þvi er fréttir herma. Israel hefur haldið þvi fram, að óvinir þeirra nytu aðstoðar bandamanna, sem ekki voru til- greindir frekar, en þar var greinilega átt við ýmsa vopna- seljendur Araba. Franskt flutningaskip, fermt sprengjum, flugskeytum og öðrum vopnum, lagði af stað til Tripoli i Libyu i gær, þrátt fyrir mótmæli tsraels gegn slikri aðstoð Frakka við óvini þeirra. — Flest hergögnin voru þó talin heyra til þeim 110 Mirage-þotum, sem Frakkar láta Libýu i té. Nokkrir skriðdrekar voru þó i farminum, og er sagt, að þeir fari til Saudi Arabiu. — En bæði þessi riki senda Egyptum og Sýr- lendingum hergögn. En aðalhættan, sem Israel er talin stafa af stuðningi hinna Arabarikjanna, mundi verða sú, að Jórdania hæfi aðgerðir á þriðju vigstöðvunum. Agnewsektaður fyrir skattsvik Fölleitur og með titr- andi hendi lagði Spiro Agnew fyrir alrikisrétt- inn i Maryland i gær yfirlýsingu sina þess efnis, að hann mundi ekki færa fram vörn gegn ákærunni um skattsvik. ,,Ég tek það sem játningu”, sagði dómar- inn og kvað samstundis upp dóm sinn — 10.000 dollara sekt og 3 ára skilorðsbundið fangelsi. Cox Richardsson, dómsmála- ráðherra, hafði sjálfur beðið Walter Hoffman, dömara, um að hlífa Agnew við fangelsisdómi. Sagði hann, að afsögn Agnews og yfirlýsingin um að hann mundi ekki bera af sér sakir, væri næg refsing. Spiro Agnew hafði fyrr i gær sagt af sér embætti i bréfi til Nixons forseta, þar sem hann sagðist ekki sjá sér annað fært, þar eð hann gæti ekki fært fram vörn fyrir máli sinu. NTB-fréttastofan hefur það eftir fulltrúum dómsmálaráðu- neytisins, að vissa sé fyrir þvi, að Agnew hafi þegar 100.00 dollara I mútur, þegar hann var rikis- stjóri Maryland. Agnew er annar varaforseti Bandarikjanna, sem orðið hefur að segja af sér. Hinn var John Calhoun, sem sagði af sér i des. 1832 i stjórnartið Andrew Jackson. Fangarnir nefndir glœpamenn Utanrikisráðuneyti israels mótmælti liarðlega i gær þvi, að Egyptar hafa kallað israelska striðsfanga „striðsglæpamenn”. Sagði i yfirlýsingunni, að Israel liti mjög alvarlegum augum á þessa „auvirðilegu tilraun til þess að sniðganga reglur um rétt striðsfanga og meðferð þeirra.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.