Vísir


Vísir - 11.10.1973, Qupperneq 12

Vísir - 11.10.1973, Qupperneq 12
Vísir. Fimmtudagur 11. október 1973. alþýðu Birtir dag- skrá Kefla- víkursjón- varpsins á íslenzku. Nýir áskrifendur eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið sent ókeypis til mánaðamóta. Alþýðublaðið: Blaðið, sem tekur framförum. Áskriftarsíminn er 8-66-66. Sálfrœðingurinn spyr: Hvernig heldur þú um stýrið? Hvernig þú heldur um stýrið, segir til um, hvort þú sért flestir eiga sér þó eina ákveðna stellingu, sem þeir nota mest. öruggur bilstióri, og það sýnir einnig persónuleika þinn. Sálfræðingur og umferðarsérfræðingur sögðu álit sitt á Allir bilstiórar skipta um handstöðu á stýrinu við og við. En nokkrum tegundum stellinga, sem algengastar eru. 9/EíMS OLOF PALME sænski forsætisráðherrann, skýrði nýlega frá þvi i blaðavið- tali, að hann hefði alla tiðverið snillingur. Þegar hann var 4 ára gat hann þá þegar talað bæði þýzku og frönsku — auk sænsku. CAROLINE prinsessa af Monaco vakti ný- verið nokkra athygli fyrir það aö dansa margoft við sama karlmanninn á stórdansleik.. Það fannst þó engri slúðurkerl- ingunni ástæða til að pússa þau saman. — Dansherrann var nefnilega gamanleikarinn Danny Key. LIZA MINELLI fær ekki tækifæri til að verja ný- árskvöldinu næsta með ástvin- um sinum. Hún er ekkert sér- lega súr yfir þvi — hún hefur nefnilega þegið tilboð frá Colo- nie Hill-klúbbnum i Hauppauge á Long Island. Fyrir þetta eina kvöld á þeim stað fær hún greiddar sem næst niu hundruð þúsund islenzkar krónur. Þann- ig vinnur hún sér inn á fyrsta kvöldi ársins 1974 árstekjur ts- lendings — og gott betur. Miss Skandinavia Sálfræðingurinn: — Ökuþór þessi lætur sig umferðaröryggi engu varða og er í raun hættu- legur vegna tíðra óhappa, sem hann veldur. Umferðarsérfr.: — Slæm stelling — ekki gott að sjá, hvernig nokkur getur notað þessa stell- ingu, en samt ekið beint. Þessi bílstjóri veit ekki mikið um akstur. Sálfræðingurinn: — Kærulaus og óviss. Þessi persóna er æst og uppnæm meðal fólks og breiðir yfir það með því að látast og þykjast áhyggjulaus. Umferðarsérfr.: — Kærulaus stelling. Sýnir leti og slæmt viðhorf til aksturs. Staðan gefur slæma möguleika til þess að hafa gott vald á bílnum Sálfræðingurinn: — Praktískur bílstjóri — hefur vald á bílnum, en slappar af þrátt fyrir aksturinn. Sýnir afslappaðan og stöðugan persónuleika. Umferðarsérfr.: — Afslöppuð stelling — bílstjórinn hefur báðar hendur á stýri á ágætlega örugg- an hátt. Þessi stelling er ágæt á löngum ferðum. Sálfræðingurinn: — Maður fullkomleikans— slíkir bílstjórar eru öruggir. Þetta er þó oft spennt og stressað fólk sem breiðir yfir erfiðleika og reiði með því að gera allt fullkomlega. Umferðarsérfr.: — Langbezta stellingin — ákveðið, þægilegt tak, með góðu jafnvægi. Sálfræðingurinn: — Sýndar- mennskan uppmáluð — þessi bílstjóri þarf að vera öðruvísi en aðrir, sama hverjar afleið- ingarnar kunna að verða. Umferðarsérfr.: — önnur slæm stelling. Þarfnast þess, að sífellt þarf að vera að hreyfa stýrið til að rétta bílinn af. Þessi bílstjóri ætti frekar að aka kassabíl. Sálfræðingurinn: — Þessi er hald- inn minnimáttarkennd — bílstjór- inn er óöruggur og finnst hann vera ófullkominn. Samt ekur hann eins og væri hann bílstjóri á slökkvibíl. Hættulegur. Umferðarsérfr.: — Hörmuleg stelling — gerir erfittfyrir með að stýra og næstum ómögulegt að beita stýrinu snöggt og hratt. Sálfræðingurinn: -- öörugg stell- ing. Bílstjórinn er óviss og notar blandað grip á stýrinu. óákveð- inn í öllum smærri og stærri á- kvörðunum lífs sins. Umferðarsérfr.: — Slæm stelling, næstum jafnslæmog sú fyrsta. Að aka beint á þennan hátt jaðrar við að vera ómögulegt. óhugsandi að nokkur aki svona. Sálfræðingurinn: — Tekur enga áhættu — verður að hafa tök á öllu, jafnt innan sem utan bílsins. Ótti við mistök fær þennan til að vilja hafa stjórn á öllu. Umferðarsérfr.: — Ekki æskileg stelling ekki gott að f ramkvæma örugga stjórn bílsins með hend- urnar svona. Og hér höfum við mynd af Miss Skandinavíu 1973. Hún er frá Stokkhólmi, er 19 ára og heitir Monica Sundin.' Keppnin fór fram fyrir fáeinum dögum i Helsingfors, og tóku þátt i keppninni tiu stúlkur, tvær frá hverju landi. tslenzku þátttak- endurnir voru þær Nina Breið- fjörð og Valgeröur Hjartardóttir. Nina er tizkusýningardama og vinnur i tizkuverzluninni Fanný, en Valgerðurer starfandi á skrif- stofum Loftleiða. Og þá má geta þess hér i leið- inni, að Helga Eldon, sem kjörin var fulltrúi ungu kynslóðarinnar i keppni hér heima fyrir tveim ár- um, er nú stödd i Tokyo, þar sem hún tekur þátt i Miss Internatio- nal-keppninni fyrir Islands hönd. Hún tók sem kunnugt er þátt i Miss Young International-keppn- inni i Tokyo i fyrra, en það er tán- ingakeppni sömu aðila og standa að þeirri keppni, sem Helga tekur þátt i að þessu jýnni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.