Vísir - 23.10.1973, Síða 6

Vísir - 23.10.1973, Síða 6
6 Visir. Þriöjudagur 23. október 1973. VÍSIR titgefandiReykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgotu 32. Simar 11660 86611 Afgreiósla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Rambað á brún hengiflugsins Risaveldin urðu óttaslegin. Þau voru komin i tryllt vopnakapphlaup i Mið-Austurlöndum. Risaveldin höfðu ekki ætlað sér þetta, en nóg var enn eftir að lögmáli kalda striðsins til að knýja þau til þess nauðug viljug. Enn virðist sennilegast, að Sovétrikin hafi ekki verið fylgjandi árás Egypta og Sýrlendinga á Israelsmenn. Vitað er,að Bandarikin vildu sizt, að strið hæfist i Mið-Austurlöndum nú. En Arabar, gripnir örvæntingu, gerðu sina innrás á þau svæði, sem ísraelsmenn höfðu hertekið af þeim fyrir sex árum. Þeir hugðust þrauka sem lengst, svo að valkestirnir hlæðust upp beggja vegna, unz það segði til sin, að Arabar eru mann- fleiri en ísraelsmenn. Þeir gerðu sér vonir um að komast talsvert áfram með áhlaupi á ginn- helgum hvildardegi ísraelsmanna. En þeir komust skammt. Valkestir hlóðust, en yfirburðir ísraelsmanna i hertækni réðu úrslitum. Sovétmenn töldu sig þurfa að koma i veg fyrir hrakfarir Araba. Ósigur Araba með smán hefði stofnað i hættu öllu þvi, sem Sovétmenn höfðu unnið á undanförnum árum i Mið-Austurlöndum. Sterk aðstaða risaveldisins á þeim slóðum, þar sem eru helztu uppsprettur oliunnar, lifsvökva iðnaðar Vesturlanda, gæti glatazt. Þvi tóku Sovétmenn að senda mikið magn vopna til að draga úr hrakförum Araba i þessu feigðarflani. En jafnframt knúðu Gyðingar i Bandarikjunum og ísraelsstjórn á sitt risaveldi að láta ekki Rúss- ana eina um sviðið og sjá til þess, að Sovétmenn sköpuðu ekki með vopnasendingum ný hlutföll i herstyrk. Þvi tóku Bandarikjamenn þátt i kapp- hlaupinu, og fyrir helgi magnaðist hlutur risa- veldanna i striðinu ákaft. Þau voru nú, nauðug viljug, komin út i ofsalegt kapphlaup, sem ekki var séð hvernig færi. Sérfræðingum i Moskvu og Washington varð ljóst, að i algert óefni stefndi. Stigmögnun á þátt- töku risaveldanna i striðinu gerði það að verkum, að annað hvort þeirra átti á hættu að biða mikinn hnekki, ef skjólstæðingur þess tapaði. ósigur Araba hefði orðið mikið áfall fyrir Sovétrikin Ósigur ísraels hefði orðið mikið áfall fyrir Bandarikin.Ljóst var að risaveldin mundu verða að leggja ofurkapp á að moka vopnum til skjól- stæðinga sinna, og hvenær kæmi þá að þvi, að of djarft yrði teflt? Sovétrikin og Bandarikin römbuðu á brún hengiflugs. Þetta er orsök þess, að allt i einu varð til „hræðslubandalag” milli risaveldanna. í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna höfðu þau stutt mál skjólstæðinga sinna, hvort um sig, með hörku og æsingum, frá þvi striðið hófst. En bak við tjöldin unnu forystumenn að samningum. Ferðalög Kosygins, forsætisráðherra Sovétrikj- anna, til Kairó og Kissingers, utanrikisráðherra Bandarikjanna, til ísraels sýndu, hvert stefndi. Risaveldin stóðu sameiginlega að tillögu um vopnahlé, sem ísraelsmenn og Egyptar sam- þykktu fljótt, enda ekki vænlegt fyrir þá litlu að ætla að streitast gegn hræðslubandalagi hinna stóru. —-HH SCGULSPÓLUR NIXONS A f t7 ^ ! I ð |||§1mö| \ M' \ 0 I ! m m 1 * 11;, ' ;■ Þótt sprengju heföi veriö varp- að i saiinn, þá heföu áhrifin vart orðið meiri heldur en af orðum Alexanders Butterfields, fyrrver- andi ráðunauts viö Hvita húsið, þegar hann upplýsti i yfirheyrsl- um frammi fyrir Watergate- nefndinni, að öll simtöl við forset- ann og samtöl inni á skrifstofum hans hefðu veriö hljóörituð. Þá var skiljanlegt, að Pompi- dou Frakklandsforseti vildi held- ur hitta Bandarikjaforseta að máli i Reykjavik eöa á Azoreyj- um. Þá höfðu liklega samtöl Brandts og Nixons og Brezhnevs og Nixons veriö hleruð og hljóö- rituö! — Það var ekki laust viö, aö Bandarikjamenn færu ögn hjá sér, þegar upplýstist, að svo var mjög sennilega. En þetta hvarf þó i skuggann af öðru mikilvægi þessarar upp- ljóstrunar, sem bandarisku þjóð- inni varð starsýnna á. Nefnilega hlautnúna aö vera hægt að ganga úr skugga um, hvað Nixon vissi raunverulega mikið um Water- gate-málið og tilraunir undir- manna hans til þess að spilla fyrir rannsókn málsins. Samtöl hans við helztu ráðgjafana, eins og Haldemann, Erlichmann, Dean og fleiri höfðu eins og önnur sam- töl verið hljóðrituö. Þvi ekki aö leika núna spólurnar og heyra, hvað kæmi fram? Þessi brennandi spurning um, aö hversu miklu leyti forsetinn sjálfur hefur verið viðriðinn þetta hneykslismál, hefur nagað Bandarikjamenn allan timann slðan slóðin var rakin til ýmissa handgengnustu undirmanna hans. Þegar menn þarna eygðu möguleika á að fá loks endanlegt svar við þessari spurningu, sem flestir höfðu gefiö upp alla von um að fá vissu sina i, þá var eins og andrúmsloftið raf- magnaðist af spennu. Sú spenna jókst, eftir þvi sem frá leið og möguleikinn var ekki nýttur, þrátt fyrir þrálátar tilraunir bæði Watergatenefndar öldunga- deildarinnar og svo Archibalds Cox, sem skipaður hafði veriö sérstakur saksóknari við dóms- rannsókn i Watergatemálinu. Það var þvi fyrirsjáanlegt, að þaö mundi engin smáræðis skrugga fylgja þvi, ef einhvers staðar slægi saman og þessi spenna losnaði úr læðingi. Það varð núna um helgina, þeg- ar Cox sagðist ,,ekki geta átt hlut að neinum málamiðlunarsamn- ingum” á borð við þá, sem Nixon hafði gert við Watergatenefndina undir forystu Sam Ervins. Þeir höfðu fallizt á að fá aðeins út- drætti af hljóðritunum, útdrætti, sem teknir yrðu upp undir eftirliti John Stennis, eins þingmanna Demókrataflokksins (stjórnar- andstöðunnar), sem mundi þá einn heyra segulspólurnar. Afleiðingar þessa spennufalls hafa menn lesið i fréttum helgar- innar. Aðdraganda málsins og gangi þess eru menn hins vegar kannski búnir að gleyma, enda sumt af þvi kannski drukknað i öðrum tiðindum, sem gerzt hafa sam- tiða. Þvi er kannski réttast að rifja upp gang málsins um segul- spólurnar, sem er sérkapituli i Watergatehneykslinu. 16. júlíupplýsir Butterfield, fyrrum ráöunautur Hvita hússins, að samtöl i skrifstof- um forsetans og simum séu hljóðrituð af „raddstýrðum” segulbandstæk jum. 17. júliskrifar Sam Ervin, formaður Watergatenefndar- innar, Nixon forseta bréf og biður hann um spólurnar. 18. júli skrifar Archibald Cox Nixon og biður hann um hljóðritanir að 8 samtölum forsetans. 23. júli neitar Nixon að verða við beiðnum Ervins og Cox. 23. júlí gefur Cox út stefnu og krefst þess, að 9 segulspól- ur verði afhentar Watergate- dóminum. Watergatenefndin gaf út tvær stefnur og krafðist 5 segulspóla og fjölda skjala. 26. júli tilkynnir Nixon Sirica dómara, að hann muni ekki virða þessar stefnur. 26. júli biður Cox Sirica að skipa forsetanum að sýna, með hvaða rétti hann neiti að láta spólurnar af hendi við réttinn. 9. ágúst höföar Watergate- nefndin einkamál til þess aö fá áréttaðan lagalegan rétt og tilkall til segulspólanna. 29. ágúst úrskurðar Sirica dómari, að forsetinn skuli láta honum i té segulspólurnar, svo að hann geti sjálfur gengið úr skugga um réttmæti full- yrðinga forsetans, að halda þurfi efni þvi leyndu, sem segulspólurnar hafi að geyma. 29. ágúst tilkynnir Hvita húsið, að forsetinn muni ekki hlita þessum úrskurði.__________ 30. ágúst lætur forsetinn lögfræðinga sina kæra úr- skurðinn til alrikisdómstóls. 12. okt. frestar dómstóllinn fullnustu úrskurðar Sirica og veitir forsetanum 5 daga frest til þess að visa máli sinu til hæstaréttar. 17. okt. vísar Sirica dómari máli Watergatenefndarinnar frá dómi á þeim forsendum, að rétturinn hafi ekki lögsögu yfir þvi máli. 17. okt. herma fréttir, að Cox og Elliott Richardson dómsmálaráðherra eigi fundi saman til þess að leita sam- komulags. 19. okt. tilkynnir forsetinn að hann muni leyfa John C. Stennis öldungadeildarþing- manni frá Missisippi að hlusta á segulspólurnar og vera vitni þvi, að útdráttur handa Watergatenefndinni sé réttur. Þessa málamiðlun samþykkja Ervin og Howard Baker fyrir hönd Watergate- nefndarinnar, en Cox hafnar henni. Forsetinn fyrirskipar Cox að hætta frekari tilraun- um til að komast yfir spólurn- ar. 20. okt. lýsir Cox þvi yfir á blaðamannafundi, sem var sjónvarpað, að hann muni halda áfram tilraunum sinum I trássi við fyrirmæli forset- ans. 20. okt. vikur forsetinn Cox frá störfum og leysir upp starfsliö hans. Elliott Richardson, dómsmálaráð- herra, segir af sér embætti i mótmælaskyni og segir, að þetta brjóti i bága við loforð um að Cox yrði leyft að starfa óháður og án pólitiskra þving- ana. Forsetinn rekur einnig aðstoðardómsmálaráðherr- ann, William Ruckelhaus, fyr- ir að neita að vikja Cox frá. Cox fær uppsagnarbréf sitt frá Robert Bork, sem forsetinn hefur sett dómsmálaráðherra til bráðabirgða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.