Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 1
VISIR 63. árg. — Miövikudagur 24. oktáber 1973. — 245.tbi. GERÐU TILRAUN MEÐ ÚTVARP í STEREÓ BAKSÍÐA Hvernig skyldu þeir taka i tilboðiö? — Dayan varnar- málaráöherra skimar yfir vigiinuna til Egypta. Nýtt vopnohlé í morgun Rólegt ó vígstöðvunum síðan Nýtt vopnahlé gekk í gildi um kl. 5 i morgun miiii israelsmanna og Araba að tillögu Moshe Dayans, varnarmáiaráöherra israels. Sameinuðu þjóð- irnar hafa kaliaö aftur út friöargæzlusveitirnar, sem kvaddar höföu verið brott, þegar ófriðurinn brauzt út fyrir 18 dögum. í morgun og framundir hádegiö virtist rólegt á vígstöðvunum likt og báðir aðilar hefðu virt vopnahléö að þessu sinni. Yfirmenn israelska hersins höfðu gefið hersveitum I Sinai fyrirmæii um að stöðva skothriðina. Frá Egyptum hefur ekki heyrzt, hvort þeir hafi samþykkt vopnahléð, en fréttir frá Tel Aviv hermdu, að fulltrúi S.þ. hefði þó fært Dayan þau tiðindi I nótt. Sjábls.5 o Verða ítalir dœmdir úr HM- keppninni? Ef leikur italiu og islands I riðlakeppni heimsmeistara- keppninnar fer ekki fram i kvöid, liggur ekkert annað fyrir en kæra ttali til Alþjóðasambandsins vegna fyrirhyggjuleysis þeirra I sambandi við dómara leiksins. Niöurstaða þeirrar kæru geti ek'ti orðið nema á einn veg — ítalska liðið dæmt úr keppninni, og fyrri leikir þess gegn islandi og Frakkiandi strikaðir úr. Sjá iþróttir i opnu. FLÓÍR ÓT ÓR CYJASJÓÐI „Afgangur" verður af gjafafénu vegna gossins — Verður skip keypt fyrir umframféð? Það verður „af- gangur” af gjafafénu vegna Vestmannaeyja. „Upplýsingar liggja fyrir um, að til greiðslu kostnaðar vegna náttúruhamfaranna i Eyjum og til fullra bóta til Vestmannaeyinga samkvæmt reglu- gerðinni um Viðlagasjóð og lögunum um neyðar- ráðstafanir vegna jarð- eldanna á Heimaey þurfi ekki að fullu að nota það fé, sem borizt hefur til Vestmanna- eyjasöfnunarinnar frá rikisstjórnum Norður- landanna og fleiri aðilum og Viðlagasjóður hefur veitt móttöku. Erhér á nokkur mismunur.” Svo segir i greinargerð sex þingmann Suðurlandskjördæmis fyrirlfrumvarpi er þeirflytja um byggingu skips til Vestmanna- eyjaferöa. Ekki kemur fram, hversu mik- ill „afgangurinn” yrði, enda erfitt aö leggjafram „harðar” tölur um það að svo stöddu. En hér er átt við, að gjafaféð og það sem Afgreiösiustúlka hampar þeirri vöru, sem kaupmenn eru tilneyddir að bjóöa að afioknu kartöflusumrinu 1973, öðrum flokki (Ljósm. VIs. BG) RÆKTUÐUM BARA 2. FLOKKS KARTÖFLUR í SUMAR „Svo til öll kartöfluuppskeran hér sunnanlands fer I 2. flokk Sökum óhagstæðs tiðarfars i sumar hefur útkoman orðið sú aðdómi matsmanna, sem settir eru, að ekki hefur verið unnt að setja nema örlitið i 1. flokk”. Þetta sagði Jóhann Jónasson hjá Grænmetisverzlun land- búnaðarins i viðtali viö Visi i morgun, en neytendur hafa áreiðanlega rekið sig á það, að erfitteraðfá 1. flokk kartaflna i verzlunum núna. Jóhann sagði, að svo virtist sem eitthvaö væri betra norðanlands, og þar hefur verið hægt að fá 1. flokk að undan- förnu, en hins vegar hefur verið mjög litið um það hér. Hann sagði, að óhætt væri að segja þetta helmingi verra en í fyrra. Verðmismunur á 1. og 2. flokk er ca. 20%. 1. flokkur kostar 26,60 út úr búð og 2. flokkur kostar 21.40 út úr búð. —EA TVEGGJA VIKNA VERKIFNI FYRIR ÁBURÐARFIUGVÍLINA — Landgrœðslunni naumt skammtað á fjárlögum „Það bendir alit til þess, að vél landgræðslunnar verði ekki i notkun nema i um það bil hálfan mánuð aftur i ár, eins og var i fyrra. Framiagið þarf aö vera miklu meira en gert er ráð fyrir”, sagði Sveinn Runólfsson i Gunnarsholti, þegar við ræddum við hann, en á fjár- lögunum núna er gjaldfærður stofnkostnaður til iandgræðsl- unnar 29 milijónir. Þessa peninga á að nota til kaupa á áburði og fræi og bindingarefni fyrir land- græðsluvéiina. í fyrra var gert ráö fyrir 25 miiijónum, svo hér er um litla sem enga hækkun að ræða. „Kostnaöur við aö dreifa hverju tonni er tiltölulega Htill”, sagði Sveinn ennfremur. „En það er áburðurinn og fræið, sem var svo dýrt, þetta er allt innflutt, og á árunum — ’72 —• '73 nam hækkunin á þessum efnum 35-40%. A þessu er eins von nú”. Fjárframlögin eru misjafn- lega há nú sem áður. Sums staöar erum við örlát, annars staðar ekki. Kirkjan hlýtur góöan skerf, hjálparsveitir litinn o.s.frv. —EA FJARLOGUNUM FLETT — sjá bls. 2 og 3 rennur til Viðlagasjóðs með almennri skattheimtu innanlands samkvæmt Viðlagasjóðslögunum sé meira en talið er þurfa til „fullra bóta til Vestmannaey inga” samkvæmt reglugerðinni og lögunum. Flutningsmenn frumvarpsins álita, að það væri „vissulega i fullu samræmi við óskir gefenda, aö framlög þeirra yrðu notuð til uppbyggingar i Eyjum, þannig að byggö mætti sem fyrst risa þar á ný og blómgast i framtiðinni. En telja má frumskilyrði fyrir, að svo megi verða, að sam- göngumálum Vestmannaeyinga veröi komið i svo gott horf sem frekast er kostur á, „segja flutningsmenn. Féð, sem nota mætti til skipskaupanna sé að visu i bili fast i fjárfestingum Við- lagasjóðs, einkum innfluttu hús- unum. Það muni fljótlega skila sér aftur, þegar Vestmannaey- ingar þurfi ekki lengur að nota húsin og þau verða seld og lántak- endur endurgreiða lánin. Þingsályktunartillagan gengur út á áskorun á rikisstjórn- ina að láta nú þegar byggja nýtt skip til Vestmannaeyjaferða og leita tilboða ismiði þess á grund- velli tillögu stjórnskipaðrar nefndar, sem lög var fram fyrir tæpu ári. Sam- komu- lag öruggt Samkomulag i landhelgisdeil- unni við Breta cr talið öruggt, cftir að afstaða allra flokkanna liggur fyrir. Rikisstjórnin ákvað i gær, að gert skyldi samningsupp- kast á grundvelli viðræðna for- sætisráðherranna i London. Unnið verður eftir diplómatiskum leiðum að því að fá fram nokkrar „lagfæringar” á grundvellinum. I reynd verður það utanrikis- ráðherra, sem með viðræðum við brezka sendiherrann, á að fá fram þær lagfæringar, en i sam- ráði við dómsmála- og sjávarút- vegsráðuneytið. Er stefnt að þvi aö fá skýrar fram aö Islendingar hafi einir ákvörðunarvaldið um meöferð á landhelgisbrotum. Forsætisráðherra túlkar niður- stööur viðræðna sinna við Heath þannig, að íslendingar hafi það vald. Einnig skal ganga nánar frá samkomulagi um veiðihólf og samningstimann. Alþýðubandalagið hefur verið einangrað i andstöðu við samningsgrundvöll forsætisráð- herranna, en flokkurinn gekkst i gær inn á þessa meðferð málsins. Varð þvi samkomulag allra flokka um að byggja á samnings- grundvelli Ólafs og Heaths. Sendinefndir rikjanna eiga ekki að koma við sögu, ef fer sem horfir, heldur á að vera unnt að ganga frá samningum á skömmum tima með einfaldari leiöum. Sjá ennfremur viðtöl við forystumenn á baksiðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.