Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 16
visir Miðvikudagur 24. október 1973. FJÓRTÁN í AFTANÁ- KEYRSLUM — ó stuttum vegarkafla Fjórtán uröu þeir, bflarnir, semt lentu i árekstrum á kafla á Miklu- brautinni í gær, á aðeins einum klukkutima. Fyrsti áreksturinn varð um, klukkan 17.20 Þá höfðu nokkrir bílar stöðvað við gatnamót Háa- leitisbrautar og Miklubrautar, vegna þess að sjúkrablll var við þau gatnamót meö blikkandi l]ós. Bíll kom aövifandi austur Miklu- brautina, lenti aftan á einum sem stóð kyrr, og kastaði honum á| aðra tvo bila. Bllstjóri bilsins viðurkenndi fyrir lögreglunni, að hann hefði ekið á talsveröum hraöa. Meðan veriö var að rannsaka þennan árekstur, hlóöst upp bila- röð fyrir aftan, á hægri akrein Miklubrautarinnar. Og það skipti engum togum, aö tiu bHar i viöbót fóru hver aftan á annan i röðinni, sem myndaöist. Röðin teygðist sffellt lengra að Kringlumýrarbrautinni, og árekstrarnir urðu meö talsveröu millibili. Það stóðst á endum, að röðin var komin að Kringlu- mýrarbraut, og þá um leið árekstrasúpan, þegar fór að rýmkast um blla og menn hinum megin. Allir voru bilarnir með fullum ljósum. A þeim tima sem þessir árekstrar urðu, er langmest umferð farartækja á götum borgarinnar. Þrir slösuðust í þessum árekstrum, svo flytja varð á slysadeild. —ÓH Fyrsta stereo-útsendingin reynd hér í síðustu vikul — Frumstœð tilraun útvarps- og sjónvarpsstöðvar varnarliðsmanna við útsendingu ó hljóðfœraleik islenzkrar hljómsveitar Fyrsta stereo-útsendingin hér á landi átti sér staö aðfaranótt siðasta laugardags. Það voru útvarp og sjónvarp varnar- liðsins, sem stóðu að þeirri út- sendingu sameiginlega, en það sem sent var út I stereo var hljóöfæraleikur Islenzkrar hljómsveitar. „Þetta átti sér allt saman mjög stuttan aðdraganda”, sagði Pétur Kristjánsson, söngvari hljómsveitarinnar Pelikan, I viðtali við VIsi. „Við höfðum verið að spila fyrir dansi i „Top Of The Rock”, sem er klúbbur fyrir varnarliðs- menn. Þegar viö vorum um það bil að ljúka leik okkar þar, komu til okkar tveir hressir strákar og stungu upp á þvl, að við kæmum með þeim upp I sjónvarp til að spila þar nokkur lög. En þá stóð einmitt yfir hin umtalaða maraþon-dagskrá”. „Viö slógum til, þó þreyttir værum”, hélt Pétur áfram frá- sögn sinni. „Strákarnir i sjón- varpsstöðinni tóku okkur opnum örmum og hljóðfærin okkar voru komin upp klukkan að verða hálf þrjú um nóttina. Þegar svo kom aö þvi að stilla upp hljóönemanum fékk einhver þá snjöllu hugmynd að gera tilraun með stereo-út- sendingu. Sú hugmynd var gripin á lofti og náð i annan hljóðnema inn i sali útvarps- stöðvarinnar, sem er undir sama þaki og sjónvarpiö. Siðan voru hljóönemarnir settir niöur sinn til hvorrar handar viö hljómsveitina og hlustendum tilkynnt, að ef þeir vildu njóta hljómlistarflutnings okkar til fulls, yrðu þeir að hafa samtimis i gangi útvarp sitt og sjónvarp. Þannig næðu þeir fram þessari fyrstu tvíviddar- útsendingu”. Pelikan léku siðan I sjón- varpssal fram til klukkan sjö um morguninn, en hlustendur urðu að greiða fyrir hverja minútu. Þannig aö ef eitthvert lát varð á kaupunum gerði hljómsveitin hlé á leik sinum. En eins og fram hefur komið i fréttum, var þessi marabon- dagskrá liöur i fjársöfnun liknarfélaga ýmiss konar á vellinum. Stereo-útvarp mun eiga nokkuð langt i land hérlendis og ótrúlegt, að islenzka rikisút- varpið fari hina frumstæöu leiö Keflavikurstöðvarinnar. Allt útlit er fyrir, að Færeyingar ætli að verða á undan okkur meö stereo-út- varpsútsendingar. —ÞJM A þessum kafla Miklubrautarinn- ar náðu 14 bilar aö skemmast meira eöa minna I aftanákeyrslum I gærdag. Fýrstu árekstrarnir urðu uppi á brún- inni, þar sem jeppinn er, og sá siðasti hjá bilnum sem er næstur. Hlutföllin i myndinni skekkjast aðeins, þvi myndin er tekin með aðdráttarlinsu. Ljósm: Bragi. Viðtöl við foringja flokkanna: „MISSKIININGUR AÐ ÞETTA VÆRU ÚRSIITAKOSTIR" segir Ragnar Arnalds — uppkastið tilbúið í nœstu viku A «n m niifinlnmiin fnnrlí m Ali/S Q/S fforo Hinc llOffor vrM Kneum I o rtf'ni'i n rt nm hi ,,A saineiginlegum fundi utanrikismála- og landhelgis- nefndar I gær töldu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Matthlas A. Mathiesen og ég, eðlilega þá málsmeðferð, sem forsætisráð- herra lagöi þar til. Þaö var aö fela utanrlkisráðherra að vinna að samkomulagsuppkasti á grundvelli viðræðna forsætis- ráðherra tslands og Bretlands,” segir Geir Hallgrimsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, i viðtali við Visi. „Þetta sam- komulagsuppkast yrði slðan lagt fyrir Alþingi með þings- ályktunartillögu til endanlegrar ákvörðunar, væntanlega um miðja næstu viku.” Þórarinn Þórarinsson (F), formaöur utanrikismálanefnd- ar, taldi einnig, að búast mætti við að samningsuppkastið lægi fyrir um miðja næstu viku. Það yrði þá lagt fyrir þingflokkana. Fariö yröi að eftir diplómatisk- um leiðum við gerð uppkastsins, sem þýddi i praxis, að utanrik- isráðherra hefði mest meö málið aö gera. Hins vegar yrði fullt samráð haft við dóms- og s jávarútvegsráðuney ti. „Rikisstjórnin hefur i sam- ráði við stjórnarflokkana ákveðiö að vinna aö samkomu- lagsuppkasti i samræmi við þær niöurstöður, sem fengust I við- ræöunum i London. 1 samnings- uppkastinu á i fyrsta lagi að taka tillit til þeirra tillagna, sem ólafur Jóhannesson lagði fram, aö þvi leyti sem þær voru frá- brugðnar tillögum Heaths,” segir Ragnar Arnalds, formaöur Alþýöubandalagsins, I viðtali viö Visi. „I öðru lagi þarf að fá á hreint ýmis atriði, sem ekki koma nógu skýrt fram, þar á meðal það, sem viö Alþýðubandalagsmenn höfum lagtmeistaáherzlu á, að ljóst sé, aö Islendingar úrskurði, hvort um brot sé að ræða og hafi framkvæmd um meöferð slikra mála. Alþýðubandalagið samþykkti að undirbúa þetta uppkast með þeim fyrirvara og i trausti þess, að unnið yrði að þesum lagfæringum. Þegar málið liggur ljósar fyrir, mun rikisstjórnin taka ákvörðun. Viökomandi fagráðuneyti, utan- rikis-, dóms- og sjávarútvegs- ráðuneytin, munu i samstarfi vinna að uppkastinu. Þaö er al- rangt’,’ segir Ragnar, ,,að Alþýðubandalagið hafi nú breytt afstöðu. Við lögöum áherzlu á, aö viö gætum ekki fallizt á tillögur Breta og bent- um á nokkur atriði, sem þyrftu lagfæringar við.” Ragnar segir, að það hafi veriö vegna misskilnings”, að Alþýöubandalagiö hélt þvi fram i fyrstu, að samningsdrögin i London væru „úrslitakostir” Breta. Hann vildi ekki greina nánar frá, af hverju sá mis- skilningur hefði stafað, en sagði: „Við töldum upphaflega, að um úrslitakosti væri að ræða og töldum málið komið i hnút. Siöar hefur verið upplýst, að ekki sé um úrslitakosti að ræða.” — HH STROMPUR EVDfD 15 MILLJÓNIR? — Hafnfirðingar reyna að leysa ólyktarvanda sinn með 70 metra háum reykháf 70 metra hár plast-strompur á væntanlega eftir aö tróna yfir Hafnfirðingum i framtíðinni. Lýsi og Mjöl h.f. I Hafnarfirði, getur átt von á þvi, aö fyrir tækinu verði iokað, hafi þvi ekki tekizt að leysa „f.ýlu-vandamál” sín fyrir næstu loönuvertið. 1 fyrravor setti bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrirtækinu að byggja stromp eða fá sér annan útbúnað, sem eyddi ólykt, sem hingað til hefur verið látin ganga yfir bæjarbúa i Firðinum, og valdið mikilli óánægju og óþægindum, svo ekki sé meira sagt. 1 sumar og haust hafa staöið yfir talsverðar rannsóknir þar suður frá og viröist mönnum nú, að helzt sé aö byggja háan stromp, eigi að losna við fýluna. Auglýst voru útboð, en aðeins eitt fyrirtæki sinnti þvi. Var það brezkt fyrirtæki, sem hefur boðizt til aö reisa I Hafnarfirði 70 metra háan stromp úr plast- efni („glass-fieber ”). Strompurinn við Klett i Reykja- vik, er einmitt 70 metra hár. Sérfræöingar telja, að varla tjói annað en hafa reykháfinn a.m.k. 70metra háan, eigi hann aö losa heilt bæjarfélag við ólykt, beina bræðslupestinni út i himingeiminn. Bretarnir sem vilja byggja plast-strompinn fyrir Hafn- firöinga, ætla að flytja hann til landsins og setja hann saman hér. Sagði Kolbeinn Jónsson, framkvæmdastjóri Lýsis og Mjöls h.f. við Visi I morgun, að áætlað innkaupsverö stromps- ins væri kringum 10 milljónir króna. „Viö eigum eftir að hafa tal af ráðuneytinu hér, varðandi tolla og önnur gjöld af reyk- háfnum”, sagöi Kolbeinn, „við getum vist búizt við 30% tolli af honum og söluskatti að auki, og þannig gæti verðiö farið i 15-20 milljónir. Þaö er allt of dýrt fyrir okkur. Viö ráöum ekki við þaö. Nú I vikunni erum við að kanna þessi peningamál, en vonandi verður hægt að taka ákvörðun um máliö i vikunni”. Sem fyrr segir getur Lýsi og Mjöl h.f. ekki tekið við loönu til bræðslu i vetur, hafi verk- smiðjan ekki leyst fýluvanda- málið. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.