Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Miðvikudagur 24. október 1973. EYFELLS-HJÓNIN SÝNA í FLÓRÍDA Hjónin Kristin og Jóhann Eyfells opnuðu sameiginlega sýningu á verKum sinum i Florida um siðustu helgi. Bæði hafa þau hjón sýnt viða i Evrópu og Bandaríkjunum, en þau kynntust þar við nám 1949. Undanfarin ár hafa þau ýmist dvalizt hér á landi eða i Bandrikjunum. Þau luku bæði námi frá háskólanum i Florida, Jóhann I húsagerðarlist og Kristin i sál- fræði. A sýningu þeirra i Florida núna eru margs konar höggmyndir, bæði úr járni, steinsteypu og öðrum efnum. Myndirnar, sem felldar eru saman hér að ofan, sýna þau hjónin, Jóhann og Kristínu við sitt hvorn sýningargripinn. Það má kannski rif ja það upp hér, að þau áttu bæði verk á úr- valssýningu bandariskra listamanna á Olympiusýningunni I Munchen i fyrra. Orðsending til hluthafa Verzlunar- banka Islands Athygli hluthafa er vakin á samþykkt aðalfundar bankans hinn 9. april s.l. um aukningu á hlutafé svo og bréfi til hluthafa þar að lútandi dags. i júni 1973. Þeim hluthöfum, sem ekki hafa sent hluta fjárloforð, er bent, á að forkaupsréttur þeirra fellur niður 1. nóv. 1973.' Allar nánari upplýsingar um hlutafjár- aukninguna veitir Steinn V. Magnússon i aðalskrifstofu bankans, Bankastræti 5, simi 22190, innanhússimi 46. Verzlunarbanki íslands h.f. Járnsmiðir — Aðstoðarmenn Getum bætt við nokkrum járnsmiðum og aðstoðarmönnum við skipasmiðar. Mikil næturvinna framundan. Stálvik hf. Simi 51900. HEIMSHORNIÐ________________________________________________________________________ mmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmmi^^^mm^m^^mmmmmm^mi^^^m^^^m^mmmm^^^^^mmmmmmm^^mmmmmmmmm^mmmmmmmi^mimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Johnny Carson — hæstlaunaða sjónvarpsstjarna veraldar — hefur komið á fót nýju kvikmyndafélagi i samvinnu við Paramount. Hefur fyrirtækið hlotið nafnið Carson — Para- mount Production og mun það vinna að gerð bæði sjónvarps og biómynda. Leonard Bernstein vinnur um þessar mundir að nýj- um söngleik ásamt Alan Jay Lerner. Nafnið er kannski dulitið pólitiskt, nefnilega „1600 Pennsylvania Avenue,” en það skal tekið fram, að söguþráðurinn snýst ekki um Nixon og Water- gate. Ginger Rogers er hin sprækasta þrátt fyrir að hún sé nú orðin 62ja ára. Þessi gamla dansandi kvikmyndaleik- kona sló i gegn, þegar hún fyrir skömmu síðar kom fram og skemmti gestum klúbbsins La Bussola i Viareggio á ftaliu. Hún skemmti sér sjálf svo afbragðs vel, að hún ákvað að gera frekari samninga við næturklúbba. En nú er dansfélagi hennar ekki lengur Fred Astaire. Peter Ford — sonur Glenn gamla Ford — verður leikstjóri sjónvarpsmynda flokksins „Ný ævintýr Perry Mason”, en nú á að fara að taká til við gerð Perry Mason-þátt- anna að nýju og hefur Monte nokkur Markham verið valinn i titilhlutverkið i stað Raymonds Burr. Hin nýja sjónvarpshetja er 19 árum yngri en Burr var, þegar hann skildi við hlutverkið, og han er að minnsta kosti 50 kilóum létt- ari. Doris Day og Rock Hudson hafa ekki leikið saman i kvikmynd siðan þau á ár- inu 1959 léku i myndinni „Með lausa skrúfu.” Núna ætla þau að rifja upp gömul kynni og taka saman höndum um gerð nýrrar kvikmyndar — þar sem þau verða að sjálfsögðu i aðalhlutverkun- um. Marilyn Monroe er langt frá þvi aö vera gleymd. Bókin, sem Norman Miller hefur skrifað um hina liðnu leikkonu og heitir einfaldlega „Marilyn” hef- ur selzt i risastóru upplagi siðustu vikurnar þrátt fyrir hinar harkalegu móttökur blaðanna. Og þá er að geta bókar Normans Rostens, sem á að heita „Mari- lyn, An Untold Story.” Sú bók er fyrir löngu uppseld, þó að enn sú hún ókomin á markaðinn. Seint koma sumir — en koma þó... ftalska lögreglan hefur fundið aftur safn griskrar myntar, en safn það hefur verið metið á 150 milljónir króna. Myntsafninu var rænt af safni i Egela á Sikiley i ársbyrjun og voru ræningjarnir vopnaðir byssum. Skutu þeir yfir höfuð safnvarðanna, þegar þeir hirtu peningana. Sérfræðingar telja,að þetta myntsafn frá Hellas hinu forna sé það bezta, sem til er i heimi. MARIA SCHNEIDER þekkt fyrir leik sinn i kvik- myndinni „Siðasti tangó i Paris”, hefur loksins fengið hlutverk i nýrri mynd. Hún á að leika þar á móti Richard Burton.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.