Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 2
Visir. Miðvikudagur 24. október 1973. VÍSIR SPYfc Teljiö þér, aö séð sé fyrir endann á landhelgisdeilunni? Svavar Gestsson, benzinaf- greiðslumaður: — Ég hef frekar litið fylgzt með þessum málum, en mér sýnist samt, að talsvert sé enn eftir i land i deilunni. Þessir samningar eru að visu bráða- birgðasamningar, en ég held, að þeir leiði i átt til lausnar. Snorri Arnfinnsson, nemandi: — Já, ég held, að þessi samnings- drög leiði til lausnar. Það hlýtur auövitað einhvern timann að ger- ast, að endi verður bundinn á deiluna. Mér finnst sem Is- lendingar fari frekar hagstætt út úr þessum samningum. Guðriður Agústsdóttir, nemandi: — Já, mér virðist það eftir þess- um samningsdrögum forsætis- ráðherra að dæma. Þó finnst mér tslendingar ekki fara nógu hag- stætt út úr samningunum, eins og þeir liggja fyrir. Ólafur Þór ólafsson, flutningabil- stjóri: — Ég er hræddur um, að eitthvað meira eigi eftir að ganga á i þessari deilu. fslendingar verða að fara betur út úr þessu, og i raun og veru er algjör friðun það eina, sem kemur til greina, hún er svo nauðsynleg. Það er nú ekki gott að segja, hvort Alþingi samþykkir þessa samninga. Guðbrandur Steinþórsson, verk- fræöingur: — Ég get hreint ekk- ert sagt, hvort séð sé fyrir endann á deilunni. En mér finnst ekki ástæða til að vera ánægður með þessi samningsdrög. Ég býst þó frekar við, að þau fari i gegnum Alþingi. Kristmundur jakobsson, lol't- skeytamaöur: —Já, ég tel miklar likur til þess. Ég býst viö, að samningsdrögin verði samþykkt. Eftir þvl sem útvegsmenn hafa lýst yfir, þá virðast þessir samn- ingar vera okkur betri kostur en að þetta strið haldi áfram. — sex ungir menn og Gunnar Hannesson setja upp Ijósmynda- sýningu á Kjarvalssfóðum í nóvember Nota baðkeríð til að skota „Þetta eru mest ailt sömu aðiiarnir og stöðu fyrir Ijós- myndasýningunni Ljós '71. Við erum búnir að taka geysilegan fjölda af myndum siðan og viljum gjarnan leyfa fleirum að njóta þeirra". Þetta voru orö Pjeturs Þ. Maack, sem ásamt fimm öðrum ungum mönnum ætla að halda Ijósmyndasýningu i Kjarvals- Pjetur Maack og Karl Jeppesen að Hma upp eina af þeim 130 myndum, sem piltarnir verða með á sýningunni. Karl er nýr maður f félags- skapnum, kom inn í stað Ólafs Hákonarssonar. Ef myndirnar á sýning- unni eru eins góðar og þessi, sem þeir eru að lima upp, þá er goðs að vænta. stöðum frá og með 1. nóvember. „Það verða eitthvað i kringum 130 svarthvitar myndir, sem við félagarnir sýnum þarna. En svo er Gunnar Hannesson ljósmynd- ari einnig með sýningu um leið á litskuggamyndum. Hann ætlar að sýna i minni salnum á Kjarvals- stöðum 400 litskuggamyndir i fimm sýningarvélum. Og það er öruggt, að marga fýsir að sjá þessar stórkostlegu myndir hans Gunnars", sagði Pjetur ennfrem- ur. Vísismenn heimsóttu þá félaga, er þeir voru að stækka myndir um helgina. Þeir hafa lagt heila ibúð á Hverfisgötu 44 undir þetta starf sitt. „Gunnar Hannesson á reyndar þessa ibúð. Hann hefur verið okk- ur geysilega vinsamlegur og hef- ur ódrepandi áhuga á þvi, sem við erum að gera, þótt það sé reyndar I svarthvitu. En við vorum komn- ir I mikla hönk með að stækka þessar myndir. Við ætluðum að hafa góðan fyrirvara á og pöntuð- um sérstaklega stóran ljós- myndapappir hjá fyrirtæki éinu hér i bæ. Þetta gerðum við fyrir tæpu ári siðan. Við vorum aftur á móti sviknir um þennan pappir, svo við þurftum að leita annað. Þá var bara svo liðið á timann, að við höfum undanfarið lagt nótt við dag við að stækka myndir Ibúðin kemur sér þvi sérstaklega vel undir þetta sull", sagði Pjetur. Og starfsemin þarna uppi á lofti á Hverfisgötunni er ekkert smá i sniðum. Stofan er lögð undir tvo stækkara, sem standa uppi á pöll- um smiðuðum úr mótatimbri. Slfkt er nauðsynlegt til að fá myndirnar nógu stórar. Eldhúsið er notað til að framkalla myndirnar. Baðkarið gegnir svo þvi hlutverki að skola þær. Stærstu myndirnar eru um metri á hvorn veg. Myndirnar eru Ur öllum áttum, allt frá einu litlu blómi upp i klettagljúfur i Fær- eyjum. „Svo er nú stærsti draumurinn að fara með þessa sýningu til út- Kjartan Kjartansson og Gunnar Guðmundsson kófsveittir við að stækka myndir. Geysimikla ná- kvæmni þarf við þessa stækkun, og ekkert má út af bregða. Þá er nefnilega Ijósmyndapapplr fyrir þúsund krónur fyrir bi. Ljösmyndir: Bragi LESENDUR HAFA ORÐIÐ Kemur engum málið við? J.S. skrifar: „Það er hryllilegt til þess að vita, að ekki skuli vera hér á landi neitt eftirlit með þvi, hvaða leikföng og leiktæki eru seld i verzlunum. Dæmið um barnið, sem missti framan af fingri, er átakanlegt dæmi um þetta sleifarlag. Og i framhaldi af frétt Visis á laugardag segir i FINT FRAMTAK LÖGREGLUNNAR Gúndi skrifar: „Ég er virkilega ánægður með það framtak, sem lögregl- an i Reykjavik hefur sýnt til að koma i veg fyrir hjólaslys. Það er staðreynd, að þegar skyggja tekur, þá verður sifellt erfiðara fyrir bilstjóra að greina vegfarendur út um bil- rúðurnar. En þeir vegfarendur, sem ferðast einna mest um göturnar, eru einmitt hjól- reiðarmenn. Til að tryggja öryggi þeirra er það bráðnauð- synlegt, að þeir séu með ljós á hjólum sinum, eigi þeir ekki að verða drepnir i umferðinni. Þessi rassia, sem Reykja- vfkurlögreglan er að gera á ljós- lausum hjólum, er til mikillar fyrirmyndar og sýnir, að það er ekki eingöngu hugsað um að elta drukkna bilstjóra eða sekta menn fyrir umferðarlagabrot. Slysafyrirbyggjandi aðgerðir sem þessar mættu gjarnan vera hjá fleirum en hjólreiðarmönn- um. Hvernig er það með alla gangandi vegfarendurna, sem enn ganga um dökkklæddir, án allra endurskinsmerja. Það fólk leggur sig i stórhættu með þvi að álpast út á um- ferðargötur. Bilstjóri, sem situr inni i bil, kannski i rigningu og með billjós annarra bila á móti, getur ekki alltaf komið auga á slika vegfarendur. Þvi segir ég: Upp með endurskinsmerkin og meiri áróður fyrir þeim. Er það annars satt, að ennþá séu endurskinsmerki seld? Og hvað með aðra staði, eins og Kópavog, Hafnarfjbrð og Akureyri, þar sem er mikil um- ferð. Má búast við svipuðu framtaki frá þeim til að forðast slysin?" Vísi á mánudag, að ekki hafi göngugrind þessi verið tekin úr hillum búðarinnar, sem þær seidi. Mérfinnst, enda þótt Oryggis- eftirlit rikisins' hafi ekki með slik mál að ger'a, að lögreglu- rannsókn ætti að fara fram. Eða gerði lógreglan nokkrar ráð- stafanir? Það er varla hægt að una þvi, að svona nokkuð geti gerzt átölulaust. En varðandi leikföngin má geta þess, að oft hafa komið i umferð leikföng, sem hafa verið stórhættuleg. Alls konar byssur og tól, sem reynzt hafa skaðleg, jafnvel sprengiefni og táragas hefur verið selt undir borðum, skilst manni. Auðvitað hefur göngugrindin af þessari gerð verið flutt inn I góðri trú, en mér finnst, að verzlunin ætti þegar að hætta sölu á þeim og reyna að afla sér annarra og hættuminni. Og verzlunareigandanum ber vita- skuld að taka af skarið, úr þvi enginn opinber aðili telur sér málið skylt". Blaðað í fíórlögum: Ólafur: „Jó, ég vil samþykkja þessar tillögur" Morgunblaðið 20. okt. 73 Það þjóðarhneisa algjör er og allan svertir stjórnarhaginn, að Ólafur er sjálfum sér sammála eins og fyrri daginn. Ben. Ax. Frumvarp til fjárlaga 1974 er hin merkasta lesning. Þar kem- ur fram.hvaðáætlað er til hinna geysimörgu liða I ríkis- rekstrinum. En það eru ekki bara stóru tölurnar, heildarút- gjöld og heildartekjur, sem eru athyglisverðar. Fjárveitinganefndin vegur og metur hvaðhver á að fá. Siðan á auðvitað eftir að ræða það á Alþingi, og eflaust verða þær margar breytingarnar, sem þar verða. Við tókum úr nokkra liði fjár- lagafrumvarpsins og segjum frá, hvað áæltað sé að veita miklu fé til ýmissa mála og stofnana. Sumar þessara talna er varla búizt við, að breytist nokkuð i meðförum þingsins. En aðrar breytast, og það eru þær tölur, sem styrinn stendur um á þingi næstu vikur. Þjóðkirkjan kostar okkur 143 milljónir nœsta ár Það er ekki annað hægt að segja, en við tslendingar gerurn vel við kirkjuna, þ.e.a.s. þjóð- kirkjuna. 143 milljónum er áæltað að verja til hennar af skattafé næsta árs. Er það i fullu samræmi við það, sem verið hefur undanfarin ár. Langstærsti útgjaldaliðurinn eru auðvitað laun presta og prófasta og annarra starfsmanna kirkjunnar.Samtalsfá þeir tæpar hundrað milliónir i sinn hlut. Afgangurinn fer svo til hinna ýmsu útgjaldaliða, svo sem til viðhalds á kirkjum, bygginga á prestsetrum (10 milljónir), til æskulýðsstarfs, sumarbúða o.s.frv. Yfirstjórn kirkjunnar kostar svo 4,8 milljónir. Prestar virðast ekki hyggja á miklar' eða langar utanfarir næsta sumar á vegum embætt- anna, þvi til utanferða er aðeins gert ráð fyrir 44 þúsund krónum. — ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.