Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 24.10.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Miðvikudagur 24. október 1973. Visir. Miðvikudagur 24. október 1973. 9 Ennþá tapaij C. Palace! Enn tapar Crystal Palace i 2. deildinni ensku og virðist fátt geta komið i veg fyrir, að liðið verði meðal þeirra, sem falla niður i 3. deild næsta vor. tirslit i ensku leikjunum i gærkvöldi urðu þessi: 2. deild Aston Villa — C. Palace 2-1 BristolC. — Swindon 1-0 Carlisle — Middlesbro 1-1 Nottm. For. — Hull 0-0 3. deild Shrewsbury — Tranmere 1-3 4. deild Barnsley — Doncaster 2-0 Newport — Northampton 3-1 Rotherham — Bradford 2-1 Scunthorpe — Gillingham 1-1 Swansea — Crewe 2-0 1 deildabikarnum tókst Luton loks að slá Grimsby út —- sigraði 2-0 i þriðja leik liðanna i gærkvöldi. Þá var einn leikur i Texaco-bikarnum. Norwich vann skozka liðið Motherwell 2-0. Evrópukeppni Fyrri leikirnir i 2. umferð hinna ýmsu Evrópumóta i knattspyrnu verða leiknir i kvöld — og verða þá mörg stórlið i baráttunni. Evrópumeistararnir Ajax, sem sátu yfir i 1. umferðinni, leika i kvöld við CSK Sofia — liðið, sem þeir slógu út i 2. umferð i fyrra. Sennilega endurtekur sagan sig, þó svo Johan Cruyff leiki ekki lengur meö Ajax. Mestur spenningur er i sambandi við leik þýzku liðanna, Bayern Munchen frá Vestur-Þýzkalandi, og Dynamo, Dresden, Austur-Þýzkalandi, i keppni meistaraliða. Liverpool leikur gegn Rauðu stjörnunni i Júgóslaviu i sömu keppni. Mótherjar IBV i Evrópukeppni bikarhafa, Borussia Mönchenglad- bach, fá nú erfiðan keppinaut, Glas- gow Rangers, og i UEFA-keppninni fá mótherjar IBK, Edinborgarliðið Hibernian, enn erfiðari mótherja, Leeds Utd. — efsta lið 1. deildar á Eng- landi. Meiðsli eru þó talsverð hjá leikmönnum Leeds. Fœr metin ekki stað- fest Danski hjólreiða- maðurinn Niels Fredborg reyndi á laugardaginn að setja nýtt heimsmet i eins kilómeters hjólreiðum i Mexikó-borg úr kyrrstöðu — en tókst ekki. Einum tuttug- asta úr sekúndu munaði. Þetta var í annað skipti á stuttum tima, sem Fredborg mistókst heims- metstilraun i Mexikó — áður i kiló- meters hjólreiðum með „fljúgandi viðbragði”. Tilraunir hans hafa kostað um átta þúsund dollara — en fjár- sterkir aðilar standa að baki Danans. Nields Fredborg hjólaði vegalengd- ina á laugardag á einni minútu, 4.66 sekúndum. Heimsmet Italans Giani Sartori frá 1967 er 1:04.61 min. Þá hjólaði Fredborg einnig 200 og 500 metra — og var innan við heimsmetin á báðum vegalengdum, en hafði ekki áður beðið um opinbera timatöku, svo þeir timar verða ekki staðfestir sem heimsmet. Muhameö Ali, fyrrum heimsmeistari i þungavigt í hnefaleikum, lætur þarna höggin dynja á hollenzka meistarann Kudi Lubbers f 11. lotu þeirra f Djakarta á laugardag. Ali vann yfirburöasigur eins og viö höfum sagt frá hcr i opnunni. Keppni úliendiiiganna mikil hjá Standard! Liðið tapaði á sunnudag, en Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með „Rora og Sigurvinsson — tveir, sem munu bæta og styrkja ástand Standard", segir belgiska íþróttablaðið Les Sport í fimm dálka fyrirsögn núna á mánu- daginn. Lið Ásgeirs Sigur- vinssonar, hins unga Vest- mannaeyings, hafði degin- um áður leikið á heimavelli gegn RWDM og tapað með 0-2. 18 þúsund áhorfendur sáu leikinn, en Ásgeir lék ekki í liði Standard Liege. Félagið hefur sex útlend- inga í sínum röðum — en má aðeins nota þrjá þeirra . Samkeppnin er því afar hörð meðal þessara sex er- lendu leikmanna og eins og stendur eru júgóslavneskir landsliðsmenn hjá Stand- ard, sem eru í liðinu. t greininni i Les Sport er viðtal við þjálfara Standard sem segir meðal annars. ,,Ég reikna einnig með að nota Asgeir Sigurvinsson, þvi i bikarkeppninni eru ekki tak- mörk á þvi hvað lið má nota marga útlendinga. Rora og Sigur- vinsson munu styrkja liðið”. Af þessu sést, að Asgeir, þó ungur sé, væri fastur maður i liði Standard, einu kunnastá knatt- spyrnuliði Evrópu, ef takmörk væru ekki á þátttöku erlendra leikmanna hjá belgiskum liðum. Albert Guðmundssyni, for- manni KSt, barst nýlega bréf frá Asgeiri, sem skrifað var 10. októ- ber. Albert gaf okkur góðfúslega leyfi til að birta kafla úr þvi, og þar segir Asgeir meðal annars: „Það er allt það bezta að frétta af mér — meiðslin, sem háðu mér framan af, eru nú að mestu leyti úr sögunni. Þó fæ ég einstaka sinnum verki i hnéð — sérstak- lega eftir erfiðar æfingar. Stand- ard er i fyrsta sæti i 1. deildinni og ég hef leikið tvivegis með aðal- liðinu i 1. deildinni og tvivegis verið varamaður. Við erum hér sex útlendingar hjá Standard og þar af eru þrir júgóslavneskir landsliðsmenn — mjög snjallir. Tveir þeirra léku áður með frönskum liðum. Mig hefði ekki órað fyrir, að æfingar yrðu svo erfiðar, sem raunin er á hér. Ég fór nýlega i keppnisför til Vestur-Þýzkalands og lék með sem tengiliður gegn Nurnberg. Við unnum leikinn 3-2. Þá kom lið frá Marseille hingað og ég lék gegn þvi. Þann leik unnum við einnig 2-1. 1 liði Frakka var sænskur leikmaður, Roger Magnusson, og var hann bezti maður þess. Þeir leikmenn, sem ekki komast i aðalliðið, leika venju- lega i varaliðinu sömu keppnis- daga og aðalliðið. Þar hef ég leikið sex sinnum — og hef skorað i öllum leikjunum nema einum”. Fyrirsögnin hér að neðan er úr Les Sport á mánudag. Falla leikir itala niður? Ekki vitað í morgun hvort HM-leikurinn við Itali verður háður í kvöld Verður leikurinn í heims- meistarakeppninni við italíu i kvöld eða verður ítalska liðið strikað út úr keppninni,og fyrri leikir þess í riðiinum gerðir ógildir? — Þetta voru stóru spurningarnar í morgun — en þegar við höfðum sam- band við íslenzka landsliðs- hópinn í Róm í morgun gátu fararstjórarnir ekki leyst úr þessum spurning- um. — Þeir gátu ekki svar- að þvi með nokkurri vissu hvort júgóslavnesku dóm- ararnir yrðu komnir i tæka tíð. Þeir voru farnir að heiman — með járnbraut- arlest — vegna verkfalls flugumferðarstjóra á italíu. Júgóslavnesku dómararnir Juric og Kristic eiga að dæma leik Italiu—Islands — það var ákveðið fyrir mörgum mánuðum. Hins vegar eru Italir algjör „börn” i alþjóðaviðskiptum á handknattleikssviðinu, og höfðu ekki gert neinar ráðstafanir til þess, að dómararnir mættu til leiks. Það var fyrsta verk Is lendinganna að ganga i það mál, þegar þeir komu til Rómaborgar a mánudag — og óvist með öllu hvort það ber árangur. - Ef ekki verður af leik Italiu—íslanó . verður framkoma Itala kærð til Alþjóðahandknatt- leikssambandsins — og getur nið- urstaðan þar varla orðið önnur, en að það dæmi ftali úr keppninni — fyrri leikir Itala við Islendinga og Frakka verða þá strikaðir út. Aðeins tsland og Frakkland keppa þá um efsta sætið i riðlin- um, sem gefur rétt i úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar, sem verður i Austur-Þýzkalandi um mánaðamótin febrúar—marz næstkomandi. Þar standa Frakk- ar betur að vigi, þvi þeir sigruðu sem kunnugt er með þriggja marka mun i Metz á sunnudag — en það er munur, sem vel á að vera hægt að vinna upp hér heima. Geir Hallsteinsson á að leika gegn Italiu og einnig Frakklandi hérheima eins ógvið skýrðum frá i blaðinu i gær. Hann lenti i erfiðleikum vegna verkfallsins á Italiu — en vonir stóðu þó til að hann mætti til leiks ef leikið verður i kvöld við Itali. Ferðaáætlun islenzka liðsins er alveg komin úr skorðum vegna hins óvænta ástands, sem skapazt hefur á Italiu — og klaufaskaps Itala. Leikmennirnir höfðu reikn- að með að koma heim i dag — nú verða þeir sennilega að taka lest til Frakklands, og reyna þar að ná flugvél til Luxemborgar. Sex á NM! Sex íslendingar munu keppa á Norðurlanda- meistaramótinu i bad- minton, sem verður háð i Helsinki dagana 17. og 18. nóvember næstkom- andi. Keppendurnir eru Haraldur Kornelius'kon, Steinar Petersen, Sigurður Haraldsson, Garðar Adolfsson, Óskar Guðmundsson og Friðleifur Stefánsson. Allir nema Garðar taka þátt i ein- liðaleik i mótinu — og þrjú pör verða i tviliðaleiknum. Þeir Karl Maack, formaður Badmintonsambands Islands, og Magnús Eliasson* gjaldkeri þess, munu fara með hópnum út sem fararstjórar auk þess, sem þeir sitja þing Badmintonsambands Norðurlanda, sem verður háð á sama tima. Landskeppni verður við Finna 16. nóvember i Helsinki — daginn fyrir Norðurlandamótið. Verða þar háðir fjórir einliðaleikir og þrir tviliðaleikir. Rora et Sigurvinsson: deux fortifiants pour améliorer l’état du Standard Dave McKay til Derby! Dave McKay, eitt stærsta nafniö í enskri knattspyrnu síðustu tvo áratugina, var í gær ráðinn framkvæmda- stjóri Derby County í stað Brian Clough, sem sagði starfi sínu lausu fyrra mánudag vegna ágreinings við st jórna rforma nn Derby, Longson. Siðustu mánuði hefur Dave McKay verið framkvæmdastjóri Nottingham Forest, sem leikur i 2. deild, en samkomulag náðist milli Forest og Derby um að Dave skipti um starf. Hann verður nú einn tekjuhæsti framkvæmda- stjórinn i enskri knattspyrnu — árslaun hans nema 20 þúsund sterlingspundum og geta hækkað i 40 ef góður árangur næst. Dave McKay var mjög kunnur leikmaður hjá Tottenham — fyrirliðiL liðsins um tima, meðal annars þegar það sigraði i bikar- keppninni 1967. Hann var oft valinn i skozka landsliðið, en Tottenham keypti hann frá Hearts fyrir smápening — 30 þúsund pund. I lok leikferils sins réðst McKay til Brian Clough hjá Derby — var þar fyrirliðið með frábærum árangri, þvi Derby komst strax i 1. deild undir stjórn þessara manna. Derby gerði þarna reyfarakaup — fékk McKay fyrir fimm þúsund sterlingspund. Eftir tveggja ára dvöl hjá Derby réðist McKay til Swindon og varð þar fljótt framkvæmda- stjóri — auk þess sem hann lék með Swindon framan af. Hann var aldrei ánægður þar og var fljótur til, þegar Nottingham Forest — þá i sárum, fallið niður úr 1. deild, bauð honum fram- kvæmdastjórastöðu. En dvölin þar varð ekki löng — frá þvi i vor — og nú tekur Dave McKay við einu litrikasta félagi Englands, sem skipað er mörgum frábærum leikmönnum. Vitaspyrna réð úrslitum i úrslitaleiknum i norsku bik- arkeppninni á sunnudag. Strömgodset vann þá Rosen- borg 1-0 og á myndinni hér að ncðan sendir Steinar Petter- sen knöttinn i mark Rosen- borg úr vitinu. Ullevallvöll- urinn i Osló litur vel út þó vetur sé að ganga i garð. Vinna strákarnir upp írska markið? Síðari leikur íslands og Írlands í UEFA-keppninni annað kvöld Þá er að koma að stór- leiknum hjá unglinga- landsliðinu i knattspyrnu í UEFA-keppninni. Siðari leikur Islands og irlands verðurannað kvöld á Mela- vellinum og hefst kl. 19.30. Leikið verður i fl ðljósum. lrar unnu sem kunnugt er fyrri leikinn, sem nýlega var háður i Dublin, með eins marks mun 4-3, og þurfa islenzku piltarnir þvi að vinna með eins marks mun annað kvöld til að komast áfram i keppninni — ef mörkin verða ekki fleiri en þau sjö, sem skoruð voru i Dublin — reyndar einu færri til að tryggja stöðuna. Þetta ætti að vera möguleiki, þó svo irska liðið sé skipað sterkum leikmönnum — meðal annars er möguleiki á þvi, að Liam Brady, sem leikið hefur i aðalliðið Arsenal i haust, verði með i leiknum annað kvöld. Hann lék ekki i fyrri leiknum. I gærkvöldi var æfing hjá islenzka liðinu og þá tók Bjarnleifur þessa mynd af æfingunni. Eftir æfinguna voru eftirtaldir leikmenn valdir. 1) Ólafur Magnússon, Val 2) Guðmundur Hallsteinsson, Fram 3) Janus Guðlaugsson, F H. 4) Guðjón Hilmarsson, K R. 5) Árni Valgeirsson, Þrótti 6) Guðjón Þórðarson, 1 A. 7) Gunnlaugur Þór Kristfinnsson, Viking 8) Guðmundur Arason, Viking 9) Hannes Lárusson, Val 10) Óskar Tómasson, Viking 11) Kristinn Björnsson, Val 12) Arni Sveinsson, I A. 13) Ragnar Gislason, Viking 14) Jóhannes V. Bjarnason, Þrótti 15) Hálfdán Orlygsson, K R. 16) Theódór Sigurðsson, F H. 17) Viðar Eliasson, I B V. Milljón hjó ÍBK en mestar tekjur af einum leik á Akureyri Aðsókn að leikjum 1. deildar i knaltspyrnu' var heldur betri I sumar en árið áður — meðaltal 1050 á leik gegn 914 árið 1972. Mestu munaði þar jöfn og góð aðsókn á leiki Keflvikinga. 1 Keflavik var meðaltalið hæst 1624 áhorfendur á leik að jafnaði, en Akureyringar komu skammt á eftir með 1376 áhorfendur á leik. Hjá Vestmannaeyingum i Njarð- vik var meðaltalið 962 — á Akra- nesi 906, en lakast i Reykjavik. Þar var meðaltalið 884 á 28 leiki. Keflvikingar höfðu mestan hagnað af keppninni — eina milljón 826krónur. Þá kom Valur með 676.123 krónur og Vest- mannaeyingar voru i 3ja sæti með 638.155 krónur. Neðst var Breiða- blik með 497.706 krónur. Mestar tekjur af einum leik i 1. deildarkeppninni voru á Akur- eyri, þegar Keflvfkingar komu i heimsókn. Sá leikur gaf 312.300 krónur. Tekjuhæsti leikurinn i Keflavik var milli IBK og Fram 242.850 krónur. Nánar siöar. Geir með 22 mörk! Geir Hallsteinsson hefur, staðið sig mjög vel hjá Frisch Auf Göppingen — eftir fjóra leiki i 1. deildinni( 1 Suður-Þýzkalandi var hann markhæstur hjá félag- inu með 22 mörk — og ekk- ert þeirra var þó skorað úr. vitaköstum. I tveimur siðustu leikjunum, sem við höfum haft fréttir af, var Geir marka- hæstur hjá Göppingen. Helgina 6. 7. okt. lék Göppingen við TV Neuhausen á útivelli og sigraði með 19-12 — eftir 7- 2 i hálfleik. Geir skoraði sjö mörk i leiknum — næstur hjá Göppingen var Don með þrjú mörk og Bucher skoraði einnig þrjú mörk — öll úr vitum. I næsta leik, helgina 13.-14. október, sigraði GöppingenTV Grossvallstadt á heimavelli meö 21-18 éftir að hafa komizt i 9-2 i byrjun og 11-7 i hálfleik. Geir var einnig markhæstur leik- manna Göppingen i þeim leik með fimm mörk — Patzer skoraði fjögur, Buch og Don þrjú hvor. Hér á eftir fer listi yfir markahæstu leikmenninga i suður-þýzku 1. deild- inni. Tölurnar fyrir aftan eru vitaköst, sem leikmenn hafa skorað úr. J. Hahn (SG Leutershausen) 27/2 H. Wehnert (SG Dietzenbach) 26/2 T. Turkaly (TSV Butzbach) 23 6 G. Hallsteinsson (FA Göppingen) 22 M. Múller (TSV Rintheim) 20/5 K. Reusch (TV Neuhausen) 17/9 H. Spengler (TV Húttenberg) 15/2 M. Hádrich (SG Leutershausen) 14 W. Osada (SG Leutershausen) 14/9 A. Böckling (TV GroRwallstadt) 13 P. KuR (TV GroBwallstadt) 13/4 P. Bucher (FA Göppingen) 13/7 F. Bechler (TSV Rintheim) 10 P. Epple (FA Göppingen) 10/2 A. Kotlas (TV Húttenberg) 10/2 Staðan Eftir fyrstu Icikina i suður-þýzku 1. deildinni i handboítanum er lið Geirs Ilallsteinssonar, Göpping- en, i efsta sæti ásamt tveim- ur öðrum félögum með sex stig. Göppingen hefur tapað einum leik og einnig TSV Butzbach —.en hins vegar hefur TSV Rintheim ekki tapað leik — unnið alla leiki sína, þrjá að tölu. Staðan i riðlinum 17. október var þannig: 3 3 0 0 56:45 4 3 0 1 77:65 4 3 0 1 62:62 3 2 1 0 47:39 4 2 0 2 76:62 3 111 37:46 3 1 0 2 50:49 4 0 0 4 60:80 4 0 0 4 47:67 TSV Rintheim Fé Göppingen TSV Butzbach TV Húttenberg SG Leutershausen TSV Milbertshofen TV GroBwallstadt SG Dietzenbach TV Neuhauson Sá 37 ára rotaði Ilinn 37 ára heimsmeistari i fjaður- vigt, Braziliumaðurinn Eder Jofre, varði titil sinn i Salvudor i Brazillu á sunnudag gcgn Viccnte Saldivar frá Mexikó — miklu yngri kcppinaut. Keppni þeirra átti að vera 15 lotur — en stóð ekki nema i tæpar fjórar, þvi þá hafði Jofre slegið mótherja sinn niður — rothögg. Fyrir keppnina hafði hann sagt, að þetta yrði sinn siðasti leikur — en skipti um skoðun eftir að hafa leikið sér að Mexikananum. Jofre vann heimsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári, þegar hann sigraði Jose Legra á Spáni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.