Vísir - 24.10.1973, Page 3
Vísir. Miðvikudagur 24. október 1973.
3
myndimar
Baðkarið kemur þarna I góðar
þarfir við að skola myndirnar.
Sjá má, að þau eru ekki fá hand-
tökin, sem þarf til að gera góða
mynd. Það er nefnilega ekki nóg
að smella af á myndavéiinni.
landa. Við höfum frétt, að i
Bandarlkjunum séu menn æstir i
sýningar sem þessar, og þvi þá
ekki að gripa tækifærið?”, sagði
Pjetur.
Hinir piltarnir, sem eru með
sýninguna, eru Karl Jeppesen,
Kjartan Kristjánsson, Skúli
Magnússon, Gunnar Guðmunds-
son og Jón Ólafsson.
—ÓH
„Tel mig hafa unnið
— segir Kristinn Finnbogason,
framkvœmdastjóri Tímans, en hann
vinnur að mólshöfðun ó hendur
Alþýðublaðinu. — „reikningar
Framsóknarflokksins birtir í
Alþýðublaðinu fljótlega", segir Kristinn
„Það er allt i athugun varðandi
málshöfðun á hendur Alþýðublað-
inu", sagði Kristinn Finnboga-
son, framkvæmdastjóri Timans,
er Visir ræddi við hann i gær,” ég
er að viða að mér gögnum, og
raunar er stefnan tilbúin. Ég tel
mig vera meö uniiið mál — en svo
er hitt annað mál, hvort maður
vill vera að stofna til illinda við
þá. Reyndar áttu þeir frum-
kvæðið að þessu slúðri — og ég tek
það fram, að ég tel það óvina-
fagnaö, ef starfsmenn blaða i
Reykjavik eru hlaupandi á eftir
slúðursögum i bænum hver um
annan. Einfaldast fyrir Alþýðu-
hiaðið hefði verið að fá upp-
lýsingar um bókhald Timans
beint frá mér”.
Sagði Kristinn Finnbogason, að
hann væri „bara starfsmaður
Timans”, og þvi gæti hann ekki
tekið ákvörðun um birtingu bók-
halds blaðs sins, það yrði blað-
stjórnin að fjalla um.
„Ég get bara sagt það, að
tölur þær, sem Alþýðublaðið fór
með og þær dagsetningar, sem
blaðið nefndi, eru alrangar.
Alþýðublaðið talaði um niu
mánaða rekstraryfirlit, sem ekki
er til. Það er verið að vinna að þvi
núna, það er ekki tilbúið enn. Og
sex mánaða yfirlitið var ekki lagt
fram fyrr en eftir 13. september,
en þá var fundur i stjórn Blaða-
prents og lagt fram yfirlit gagn-
vart öllum blöðunum”.
Kristinn tók það fram, að sér
félli illa að elda grátt silfur við
starfsmenn Alþýðublaðsins, jafn-
framt þvi sem hann yrði að eiga
við þá vinsamleg samskipti i
Blaðaprenti.
„En væntanlega mun Alþýðu-
blaðið birta á næstúnni yfirlit yfir
alla reikninga Framsóknar-
flokksins. Þá skýrist málið”.
Mun Alþýðublaðið hafa verið
beðið um að birta téða reikninga
vegna skrifanna um bókfærslu
Kristins Finnbogasonar. —GG
KIRKJUKORAR AÐ DEYJA UT?
— Erfiðara að fó fólk til þess að binda sig
„Það reynist erfiðara og erfið
ara aö fá fólk til þess að binda
sig við söng i kirkjukórum. Það
vill eiga sinn fridag, og það er
erfiðara aö halda saman hópi
sem á að mæta á vissum timum
nú, heldur en áður fyrr” sagði
Jón G. Þórarinsson orgelleikari,
þegar við höfðum samband við
hann.
Tilefnið var grein i blaði
Organista, skrifuð jif Jóni
Stefánssyni, þar sem hann segir
meðal annars: „Hvernig
stendur á þvi að meðalaldur
fólks i kirkjukórunum er svo
hár sem raun ber vitni? Hvernig
stendur á þvi, að ekki fæst
lengur fólk til að syngja i kirkju
kór? Hvernig stendur á þvi, að
kirkjukórarnir eru að deyja,
hægum dauðdaga að visu, með
þvi fólki sem undanfarin tiu,
fimmtán eða jafnvel tuttugu ár
hefur staðið á söngpallinum?”
Jón G. Þórarinsson sagði
reyndar, að það væri helzt til
mikil svartsýni að segja að
kirkjukórarnir væru að deyja
út, en hann sagði að erfitt
væri að fá ungt fólk i kórana.
Þeir, sem á annað borð hafa
vanizt þvi að syngja i kórunum,
taka ástfóstri við þá, og halda
áfram, og það getur gert háan
meðalaldurinn.
„Það, sem vantar hjá okkur,
er fyrst og fremst að kirkju-
gestir syngi meira sjálfir. 1
kirkjum erlendis syngja gestir
sálmana sjálfir. Það getur lika
verið leiðigjarnt að æfa sálma
allan ársins hring.”
„Við erum enn með þennan
fjórraddaða söng, sem tiðkast
hezt ekki annars staðar, hann
tiðkast þó enn hjá ensku
biskupakirkjunni.”
t fyrrnefndri grein sinni
kemur Jón Stefánsson með þú
hugmynd að skipta kórunum
niður, þannig að aðeins hluti
kórsins syngi -við venjulegar
messur. Einnig gæti komið lil
greina að fækka það mikið i
kórnum, hann gæti talizt
atvinnukór, þegar greiðslan
skiptist i færri staði.
— EA
Eyjamenn leita
hugmynda í Noregi
15 fulltrúar Vcstmannaeyja eru
nú staddir i Noregi, til þess að
alhuga hvernig framtiðarskipu-
lagning eyjanna verði bezt unnin.
Fulltrúarnir eru þarna á vegum
Norsks-islenzka sambandsins, og
Rauða krossins, og hafa þeir
verið á fundum i tvo daga, en eru
væntanlegir aftur á morgun.
Rætt verður um það hvaða
skipulag henti bezt, hvernig eigi
að standa að málunum og hvernig
fjárhagurinn verður sameinaður,
og þar fram eftir götunum.
Meðal þeirra sem héldu út er
Magnús bæjarstjóri i Eyjum, Páll
Zophoniasson bæjartækni-
fræðingur, Helgi Bergs sem
fulltrúi forsætisráðherra, o.fl.
—EA
Hverjir fá hvað mikið — og til hvers?
Tœkniskólinn bað
um 200 milliónir
- fékk 3
I fyrra var vakin athygli á þvi
ófremdarástandi, sem rikir i hús-
næðismálum Tækniskólans. Skól-
inn er dreifður á 3 eða fleiri staði
og kennsluhúsnæði allt mjög
lélegt og ófullnægjandi.
Að sögn Bjarna Kristjánssonar
skólastjóra var farið fram á 200
milljón króna framlag til
skólabyggingarinnar, til að hægt
væri að ljúka byggingu
skólahússins i einum áfanga. Á
fjárlögunum núna er aftur á móti
áætlað að veita 3 milljónum króna
til byggingar, sem hver maður
sér, að dugar skammt.
Bjarni sagði i viðtali við Visi, að
horfið hefði verið frá byggingar-
framkvæmdum i bili. Þess i stað
hefur Tækniskólinn i hyggju að
taka á leigu húsnæði Aðalverk-
taka á Höfðabakka. Það mál er
ekki að fullu útrætt. Þó er vitað
mál, að Tækniskólinn verður að
vera áfram i vetur I þvi húsnæði,
sem hann hefur búið við.
Tækniskólanemar við vinnu sina.
700 þúsund til að
byggja bœndaskóla
Heilar 700 þúsund krónur eru
ætlaðar sem stofnframlag til
bændaskóla á Suðurlandi i fjár-
lögunum fyrir næsta ár.
Stofnframlag af álika upphæð
hefur komið til þessa skóla
undanfarin tvö eða þrjú ár.
Það er nokkuð gömul hugmynd
að koma á fót bændaskóla á
Suðurlandi, og heimild er fyrir
þvi I lögum. Ingólfur Jónsson,
fyrrverandi landbúnaðarráð-
herra, ákvað á sinum tima, að
þessi fyrirhugaði bændaskóli
skyldi verða i Odda á Rangárvöll-
um. Undanfarið hafa þó átt sér
stað viðræður við forráðamenn
Laugardæla um aðstöðu fyrir
bændaskóla þar. Svona stofn-
framlag mun fyrst of fremst
hugsað til að mæta kostnaði við
undirbúning byggingar.
Hætt er þó við, að það stofn-
framlag, sem safnast svona fyrir
á nokkrum árum, þynnist
allverulega út fyrir áhrifamætti
verðbólgunnar.
Við borgum 19 milljónir
í meðlög fyrir
útlendinga
Þegar útlendingar koma hingað
til lands og geta börn með is-
lenzku kvenfólki, en neita svo að
borga meðlögin og stinga af, þá fá
islenzkir skattborgarar ánægjuna
af því að borga þau.
Einn útgjaldaliður félags-
málaráðuneytisins á fjárlögunum
heitir „Meðlög samkvæmt lögum
nr. 87/1947”. Til þess liðar eru
áætlaðar nitján og hálf milljón.
Stúlkur, sem hafa orðið óléttar
af völdum erlendra manna, þurfa
þvi ekki að óttast það að „kerfið”
hugsi ekki um þær, þótt barnið sé
að hálfu erlendrar ættar.
Félagsmálaráðuneytið reynir
að innheimta þessi meðlög hjá
þessum mönnum, ef til þeirra
næst. Ekki tókst okkur að afla
upplýsinga um, hvernig það
gengur að ná inn peningunum.
Störf hjólparsveita
metin ó 650 þús.
Ef það er eitthvert framlag úr
rikissjóði, sem kassinn hans
Halldórs E. mun ekki þurfa að
liða fyrir, þá er það framlag
rikisins til hjálparsveita.
t viðtali við Visi fyrir stuttu
sagði ritari Landssambands
hjálparsveita skáta, að hjálpar-
sveitirnar þyrftu um eina og hálfa
milljón króna framlag frá rikinu
næsta ár til að ná endum saman
við nauðsyníegustu útgjöld sveit-
anna til björgunarmála.
A fjárlögunum 1974 er gert ráð
fyrir, að sveitirnar fái 550 þúsund,
og skiptist það niður á 9 sveitir.
Flugbjörgunarsveitirnar fá svo
100 þúsund krónur, og eru þær 3
talsfns. Slysavarnafélag Islands
er eitthvað betur sett i þessum
efnum, fær rúmar 6 milljónir. En
það er einnig mun fjölmennara og
rekur skrifstofur með starfsfólk á
launum.
Þessi útdeiling styrktarfjár til
björgunarsveita, sem bjarga
árlega mörgum mannslifum, er
ótrúlega litil. Þess má svo geta,
að rikið hirðir aftur meginhluta
þessa styrktarfjár, með þvi að
láta sveitirnar borga fullt gjald af
bifreiðum, sem notaðar eru til
björgunarstarfa.
Hvernig útvegar
ríkisútvarpið sér
88 milljónir?
Það eru ekki feitu kýrnar hans
Halldórs E útvarpiðog sjónvarp-
ið.
A fjárlögum næsta árs er áætl-
að, að bæði fyrirtækin beri, hvert
fyrir sig, rúmlega 44 milljón
króna halla. Þrátt fyrir að sjón-
varpið fær 33,5 milljónir úr rikis-
sjóði, þá vantar enn þessar 44
milljónir til að ná endunum
saman.
Samtals gjöld við rekstur út-
varpsins (hljóðv.) á næsta ári eru
áætluð 214,6 milljónir. Sjónvarpið
eyðir talsvert meiru, eða 283
milljónum.
Tekjur þessara tveggja stofn-
ana koma fyrst og fremst af af-
notagjöldum, svo og auglýsing-
um. En það vekur furðu, að ekki
skuli gert ráð fyrir neinni ákveð-
inni leið til að vinna upp hallann,
t.d. aukið framlag úr rikissjóði.
Þykir það benda til þess, að ein-
hverjar fjáröflunaraðferðir séu i
undirbúningi, sem eigi að brúa
þetta bil.
Oft er þröng á þingi við núverandi
aftsetur Biireiftaeftirlitsins.
Loks hillir undir hús
fyrir Bifreiðaeftirlitið
Loks fer þá að hilla undir al-
mennilegt húsnæði fyrir Bif-
reiðaeftirlit rikisins i Reykjavik.
t mörg ár hefur það búið við
mjög slæma vinnuaðstöðu. Á
fjárlögum ársins 1974 er gjaldfært
stofnframlag 5,8 milljónir.
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri
I dómsmálaráðuneytinu, sagði i
viðtali við Visi, að næsta vor væri
hægt að hefja framkvæmdir við
byggingu húss fyrir Bifreiða-
eftirlitið. Húsið hefur þó enn ekki
verið teiknað, en það verður
sennilega gert i vetur. 5,8
milljónir eru auðvitað enginn
stórpeningur til slikra fram-
kvæmda, en duga þó til að hægt sé
að byrja. Talsverðar vangaveltur
munu hafa átt sér stað um, hvort
ætti að skoða bila inni i húsi. Slikt
mun hafa gefið slæma reynslu
erlendis, þar sem bifreiða-
skoðunarmenn hafa veikzt við
vinnu sina vegna útblásturs.
25 millj. í skuldir
síldarverksmiðjanna
Þrátt fyrir að gjöld og tekjur
Sildarverksmiðja rikisins standi
á sléttu er gert ráðfyrir 25 milljón
króna framlagi úr rikissjóði til
þeirra á fjárlögunum 1974.
Gylfi Þórðarson hjá sjávarút
vegsráðuneytinu sagði iviðtali við
blaðið, að þetta framlag væri til
þess að tryggja afborganir af
skuldum Sfldarverksmiðjanna.
Rikið samþykkti að greiða þessar
skuldir upp á 4. árum. t fyrra
þurfti það að láta úti 26 milljónir,
sem fengust svo að mestu endur-
greiddar með eignaupptöku hjá
Þormóði ramma og Siglósild. En
ef loðnuvertiðin gengur vel i vet-
ur, má búast við þvi að þá verði
ágóði hjá Sildarverksmiðjunum,
og jafnvel svo mikill, að þessar 25
milljónir frá rikinu þurfi ekki að
notast.
Það er ánægjulegt að vita af
þessum 25 milljónum, ef pening
skyldi kannski vanta annars
staðar. Hvar kynni þaö annars að
vera? Ekki þó i rikiskassann?
Ríkið kaupir
fœrri blöð
Ætli þeir, sem sömdu fjárlaga-
frumvarpið hafi ekki fylgzt með
þvi að blöðin hafa hækkað?
A fjárlögunum núna er 18
milljónum ráðstafað til kaupa á
blöðum, samkvæmt nánari
ákvörðun rikisstjórnarinnar að
fengnum tillögum stjórn-
skipaðrar nefndar.
Þessi sama fjárhæð, 18 milljón-
ir, var aftur á móti notuð i fyrra
tilkaupa á blöðum. Mest mun það
vera dagblöð, sem rikið kaupir i
þessu tilfelli. Verðbólgan lækkar
þessa fjárhæð, þótt hún sé jafnhá
og i fyrra. 1 staðinn fá starfsmenn
rikisstofnana aftur á móti færri
dagblöð til að lesa i vinnunni.
Kannski er þetta lævist bragð til
að fá starfsmenn til að lesa ekki
blööin i vinnunni og fara að vinna.
— ÓH.