Vísir


Vísir - 24.10.1973, Qupperneq 6

Vísir - 24.10.1973, Qupperneq 6
6 Visir. Miðvikudagur 24. október 1973. VÍSIR (jtgefandi:-Reykjapi;ent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgatu 32. Simar 11660 86611 Afgreiósla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (Tjfnur) Áskriftargjald kr. 360 ó mónuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Það verður samið Samkomulag við Breta i landhelgisdeilunni má nú heita alveg öruggt. Lúðvik Jósepsson hefur orðið undir i rikisstjórninni. Fremur en að slita stjórnarsamstarfinu hefur hann kosið að beygja sig með semingi, þrátt fyrir herskáar yfirlýsing- ar i kjölfar samningsgrundvallar brezka og islenzka forsætisráðherrans. Stjórnarandstaðan hafði tekið tiltölulega vel i samningsgrundvöllinn. ólafur forsætisráðherra var þvi ekki upp á náð Lúðviks kominn i þessu máli. Ljóst var, að væntanlegur samningur mundi fá mikinn meirihluta á alþingi, þegar til staðfestingar kæmi. Þessa stöðu hefur forsætis- ráðherra notfært sér vel. Utanrikisráðherra mun nú einn ganga frá sam- komulaginu við Breta, án þess að Lúðvik komi þar nærri. Þessi frágangur ætti ekki að þurfa að taka langan tima. Á meðan mun friður vafalaust haldast á miðunum. Þorskastriðinu hefur þvi verið aflétt að sinni. Mikilvægasta atriði samningsgrundvallarins er, að hann er aðeins til bráðabirgða. Hann bind- ur á engan hátt hendur Islendinga til frambúðar. Við getum unnið ótrauðir áfram að 200 milna auð- lindalögsögu og lýst yfir slikri landhelgi þegar á næsta ári eins og sjálfstæðismenn hafa lagt til. Alþjóðlega viðurkennd 200 milna auðlindalög- saga er okkar stóra mál. öll deilan um 50 milurn- ar hverfur i skugga þess. Við teljum okkur eiga 200 milur unnar i kjölfar hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Þess vegna skiptir öllu máli i samningnum við Breta, að við bindum ekki hendur okkar i 200 milna málinu. Og sem betur fer er engin slik binding i samningsgrundvelli þeim, sem nú liggur fyrir. Þetta tvennt er kjarni málsins, annars vegar friðurinn á miðunum og hins vegar óskert at- hafnafrelsi i 200 milna málinu. Ákvæðin um aflamagn, skipastærð, friðunarsvæði og tima- skiptingu eru allt minni háttar málamiðlunarat- riði, léttvæg i samanburði við stóru atriðin. Hinu er ekki að leyna, að samningsgrundvöll- urinn gerir kleifa fíeiri en eina túlkun á þvi, hvernig lögsagan verði framkvæmd á svæðum þeim, sem samningurinn mun ná til. Forsætis- ráðherra virðist telja eins konar heiðursmanna- samkomulag nægilegt á þvi sviði. Það kann að vera rétt metið hjá honum. Og svo getum við auð- vitað lýst samninginn ógildan, ef Bretar rjúfa heiðursmannasamkomulagið. Við þurfum þvi liklega ekki að hafa verulegar áhyggjur af þessu atriði, þótt i þvi felist nokkur áhætta. Við getum þvi i höfuðatriðum verið ánægð með samningsgrundvöllinn, þótt i honum felist ýmsar eftirgjafir af okkar hálfu. Það er þó Heath, for- sætisráðherra Bretlands, sem af siðbúnu raunsæi hefur stigið stærsta skrefið til samkomulags. Og við getum verið jafn ánægð með þá málsmeðferð rikisstjórnarinnar, að Einar Ágústsson gangi frá málinu án aðstoðar Lúðviks Jósepssonar. — JK Þess konar galgopa- aðferðir, sem voru dag- legt brauð i sex daga striðinu 1967, eru nú jafn gamaldags, eins og þeg- ar eyðimerkur- riddararnir þeystust fram i fylkingum á ara- bisku gæðingunum sin- um eða fótfráum úlföld- um. ið, þegar hvergi bólaði ó óvina- flugvélum. Þeir urðu að gæta að sér. SA-6 eldflaugin, sem skotið er á loft af beltisknúnu farartæki, þykir fádæma beinskeytt og markhæfin. Hún getur hæft flug- vél i hvað hæð sem er frá þvi rétt ofan við jörðu og upp i 7 milna flughæð. Hún hefur innbyggðan radar, sem stýrir henni á flugvél- ina, og á réttu augnabliki hleypir hún flugskeytinu af. Annað morðtól, sem kenndi tsraelsmönnum að nálgast Arab- ana af meiri varúð en þeir höfðu gert i 6 daga striðinu, er Snapper- skeytið. Þvi er beint gegn skrið- drekum eða öðrum vélknúnum farartækjum á jörðu niðri, og venjulegur byssuliði getur stjórn- að þvi-. Það kom tsraelsmönnum illi- lega á óvart, þegar þeir ráku sig á, að Sýrlendingar og Egyptar sendu oft fótgönguliðssveitir á undan vélafylkjum sinum með Snapperskeyti á bakinu. Þessi skeyti voru afar nákvæm. Þetta hvorutveggja leiddi til þess, að tsraelsmenn urðu að hægja á gagnsókn sinni, jafnt i Golanhæðum sem á Sinaiskaga, þegar þeir vildu reka óvinina af höndum sér. Skriðdrekasveitun- um lærðist að æða ekki beint i Snapperskeytahrið fótgönguliða, sem gátu leynzt að baki næstu sandöldu. Bandariskar flugvélar höfðu oft sætt árásum sovézkra flugskeyta i Norður-Vietnam, en aldrei i svo litilli hæð sem israelsku flug- vélarnar yfir Sinai, þegar þær fylgdu vélafylkjunum. Vitað er, að Bandarikjamenn höfðu komið fyrir i flugvélum sinum útbúnaði, sem ruglaði radarmiðanir flug- skeyta Rússa. En það er ekki vit- að, hvort slikan útbúnað hefur vantað i flugvélar, sem þeir hafa sent tsraelsmönnum, eða hvort Rússar hafi aftur fundið eitthvert tæknibragð til þess að yfirstiga þennan vandann. En allt bar það þó að sama brunninum. Israelsmenn urðu að fara varlega i sakirnar. Auðvitað hafa ísraelsmenn sin tæknibrögð lika til að halda aftur af óvininum. Þeir hafa banda- riska „Spörfuglinn”, flugskeyti, sem radarstýrt eltir uppi flugvél- ar. Þeir hafa Gabrielflugskeyti, sem draga 12 milur. „Sidewind- er” heitir annað skeyti, sem leit- ar uppi hitann frá útblæstri þot- unnar, eða Maverick, sem stýrt er af sjónvarpsauga að skotmarki á jörðu. Þessi tól grönduðu einum 800 skriðdrekum Araba og 150 flug- vélum á fyrstu vikunni. Svo að Arabar ráku sig fljótt á, að þeir lika urðu að sækja fram af gát og með varúð. Varkárnin hefur þokað þessum aöferðum til hliðar. Varkárnin og tæknin. — Það er að miklu leyti þessari auknu varkárni að kenna, að striðið hefur dregizt á langinn. 1 stað sex daga er það orðið sautján daga langt, þegar þetta er skrifað, og vopnahlé aðeins i orði, svo að það gæti dregizt enn. Ef litið er á, hvernig fór fyrir israelskum flugvélum fyrstu vik una, áður en Israelsmenn höfðu rekið sig á, má sjá, hvi þeim hef- ur lærzt að sýna aðgát. Þessar hraðfleygu bandarisku orustuþotur á borð við Sky Hawk, Phantom o.fl. urðu einar sjötiu að bráð rússneskum flugskeytum á fyrstu vikunni. Þá lærðist Israels- mönnum, að þeir voru ekki eins einráðir i lofti og þeir höfðu hald- Þetta er einn af skotpöllum SAM-3 flugskeytanna á Vesturbakka Súez- skurðarins. A neðri myndinni sést israelskur hermaöur virða eld- flaugina fyrir sér, en á efri myndinni eru skriðdrekar lsraelsmanna á leið hjá skotstöðvunum. Aukin tœkni * „Zafer”-eldflaug,ein af þeim langdrægari, sem Anwar Sadat hrósaði scr af að hafa komið þannig fyrir að Egyptar gætu skotið á hvcrt það skotmark innan tsraels, sem þeim iéki hugur á. —meirí aðgát Hin nýja striðstækni, sem fram hefur komið i fjórða striði Araba og ísraels, tekur af allan vafa um, að eyðumerk- urstrið verður ekki aft ur háð með gamla laginu. Hin sigilda mynd fjölda skriðdreka, sem skjótast fram og aftur yfir sandinn undir verndarvæng flugsveit- ar, sem flýgur i litilli hæð yfir þeim, er nú úr- kynjuð. Illlllllllll ST Umsjón Guðmundur Péfursson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.