Vísir - 27.10.1973, Síða 5
Vísir. Laugardagur 27. október 1973
5
ERLEND MYNDSJÁ
Umsjón Guðmundur Pétursson
P-®fw§i
■ ■ ■ • ■ : ■ :
Vopna-
hlé og
farnir
heim
Þeir eru léttstigari
þessir en fyrir 19 dögum.
Enda eru þeir núna á
leiðinni heim, en voru á
leið á vigvöllinn fyrir
byssukjaftana fyrir
þrem vikum.
Fórnardýr flóða
Enn er alltóvlst um, hver margir i raun og veru hafa drukknað i fióð-
unum miklu á Suður-Spáni. Um siðustu heigi höfðu fundizt lik 12S. Um
miðja viku gizkuðu menn á, að dánartalan væri um tvö hundruð. En
undir vikulokin eru menn farnir að halda, að það séu nær 500, sem týnt
hafa iifinu i þessum hamförum.
Þúsundir manna eru taldir hafa misst heimili sin, sem skolazt hafa
burt I rigningarvatninu, en það eru óvenjumikiar úrkomur, sem vaidið
hafa flóðunum.
Á myndinni hérna fyrir neðan sést hvar haidin var minningarathöfn I
Puerto Lumbrera I héraðinu Murcia yfir nokkrum hinna látnu.
FIB-MÁLIÐ
Upp er risið mál i Sviþjóð,
sem sprottið er af skrifum
blaðsins „Folket i Bild” um að
leyniþjónusta sé I Sviþjóð, sem
í SVÍÞJÓÐ
sé i nánum tengslum við CIA,
ley niþjónustuna i Banda-
rikjunum og lcy niþjónustu
NATO.
(Jerð hefur verið húsleit á rit-
stjórnarskrifstofum FIB og þrir
hlaðameun hnepplir i varðhald.
I l'yrslu þvertóku yfirvöld fyrir
tilveru leyniþjónustunnar, sem
var tilefni skrifanna, en siðan
viðurkenndu þau, að hún væri
starfandi.
LÁTTU
GANGA
LJÓÐA
SKRÁ
Sigurgeir Þorvaldsson sendi þættinum
ágættbréf, sem ég þakka fyrir. Sigurgeir
hefur eins og mörgum er kunnugt gefið út
tvær ljóðabækur og er með þá þriðju i
handriti, en úr þvi er fýrsta vísan i þætt-
inum.
Hún lýsir vorinu 1973.
Vorið hefur verið kalt.
varla neinn það gleður.
Ennþá reynist úti svalt
algjört skitaveður.
1 bókinni hans, Hrærigrautur, er þessi
visa aftur á móti, og kveður þar við annan
tón.
íslands bliða árdagssól
yijar hliðum grænum,
fjöllin iskrýðir fögrum kjói,
feldi prýðir vænum.
Þannig er Sigurgeiri aftur á móti innan-
brjósts, þegar veturinn nálgast.
Haustið liður hægt og þétt,
harður biður vetur.
Innan tiðar undur létt
að mér kviða setur.
Úr bókinn Hryðjuverk og hringhendur
sendir hann eftirfarandi visur. Sú fyrsta
er ort eftir heimsókn á elliheimili:
Öllum hrakar, ellin þver
illa þjakar suma hér.
Ef þeir mjaka áfram sér,
i þeim braka mikið fer.
Næsta visa ber yfirskriftina Ófýsileg
endalok.
Endurgoldið enginn fær
allt, sem foldu lýtur.
Endar holdið oftast nær
eins og mold og skitur.
Siöustu visuna, sem ég birti að þessu
sinni eftir Sigurgeir, tileinkar hann konu
sinni:
Elsku hjartans yndið mitt,
ekki kvarta máttu.
Góða, bjarta geðið þitt,
gjarnan skarta láttu.
Og þá eru það botnarnir, og eru þeir
fremur ófriðlegir, en i þeim var að finna
fjórar tegundir striðs.
Nú skal efla óðarsmíð
og andans stefnu halda.
Þeir, sem holdsins heyja strið
heimsku sinnar gjalda. Bj.Þ
Ýmsum þó að ógni strið og æsing stjórnarvalda. L.J.
Bragnar horskir heyja strið við heimskuna jökulkalda. I.Þ.
Arabanna ógnar strið ýmsa kann að gjalda Sigurgeir Þorvaldsson
Yrki þvi i erg og griö, öllu mun ég tjalda
Sigurgeir Þorvaldsson.
Kossum rcflarósin blið
rckk skal vcfnað gjalda.
G.Ag
Snati sendi þættinum visur, sem hann
kallar Um daginn og veginn. Er þar
komið viða við. Ég get ekki birt bréfið i
heild.en um útkomu bókar segir þar.
Frá útgefendum berast boð
um bókakost i hrönnum,
er það mikil andleg stoð
öllum læsum mönnum.
Meðal bóka ein þó er
eflaust hæst á blaði.
Kaunir sinar rekja hér
Ragnheiöur og Daði.
Af himnum ofan heimildir
höfundarnir fengu.
Aður löngu upphafnir
andar milli gengu.
Iiygg ég reyni hjörtun á
að heyra sögu slika.
Þar mun Kamban þokaö frá
og Þorstcini vist lika.
Sagnfræðingur sérhver má
sannlega verða feginn.
Inn á band nú allt má fá
hjá öndunum hinum megin.
Ég þakka Snata fyrir hans innlegg i
þáttinn. Fyrir utan næsta fyrripart verður
ekki kveðið meira að sinni
Bjarni Guðna ennþá er
illindum að valda.
Ben. Av