Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 27. október 1973
| í PAG | I KVÖLP | I DAG | í KVÖLP | í DAG | í KV
IITVARP •
Laugardagur
7.00. Morgunútvarp. Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr
iórustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45:
Séra Helgi Tryggvason flyt-
ur. Morgunleikfimikl. 7.50:
Valdimar Ornólfsson leik-
fimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari.
Morgunkaffiftkl. 10.25: Páll
Heiöar Jónsson og gestir
hans ræöa um útvarpsdag-
skrána. Borgþór H. Jónsson
veöurfræöingur talar um
veöriö og vegaverkstjóri um
færöina.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 óskalög sjúklinga
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.30 A íþróttavellinum. Jón
Asgeirsson segir frá.
15.00 islenskt mái. Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
15.20 Hvaö veröur i barnatim-
um útvarpsins? Nokkrar
upplýsingar um barnaefni i
upphafi vetrar.
15.30 Útvarpsleikrit barn-
anna: „Siskó og Pedró”,
saga eftir Estrid Ott, i leik-
gerð Péturs Sumarliöason-
ar. Fyrsti þáttur. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Siskó: Borgar Garðarsson.
Pedró: Þórhallur Sigurös-
son Pepita: Valgerður Dan.
Maöur: Jón Aöils. Carlo:
Sigurður Skúlason. Juana:
Þóra Lovisa Friðleifsdóttir.
Sögumaður: Pétur Sumar-
liöason.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppnum. örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.20 1 umferöinni. Þáttur i
umsjá Jóns B. Gunnlaugs-
sonar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Vetrarvaka.
a. Hugleiöing um niissira-
skiptinSéra Björn Jónsson i
Keflavik flytur. b. Tómas
Guömundsson — ljóö og
söngvar. Vilmundur Gylfa-
son sér um þáttinn.
Kórsöngur: Karlakór
Reykjavikur syngurlög eft-
ir Árna Thorsteinsson, Sig-
vaida Kaldalóns og Bjarna
Thorsteinsson. Söngstjóri:
Páll P Pálsson Kl. 20.30:
Nýlt framhaldsleikrit hefst:
„Snæbjörn galti” eftir
Gunnar Benediktsson.Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Snæbjörn galti: Þorsteinn
Gunnarsson. Þorbjörn
Þjóðreksson: Baldvin
Halldórsson. Hólmsteinn:
RUrik Haraldsson. Svipdag-
ur: Karl Guðmundsson.
Kjalvör: Helga Bachmann.
Hallur: Arni Tryggvason.
Sögumaöur: Gisli Halldórs-
son.
21.15 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Dansskemmtun útvarps-
ins i vetrarbyrjun, auk
danslagaflutnings af plötum
leikur hljómsveit Asgeirs
Sverrissonar. Söngvari:
Sigga Maggý.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
01.00 Veðurfregnir.
02.00 Dagskrárlok.
í bígerð að stofna:
Barna- og unglingadeild
innan útvarpsins
Hvað verður í barnatímum
í vetur?
„Útvarpið hefur nú augiýst
eftir deildarstjóra, þar sem i bi-
gerð er að mynda visi aö barna-
og unglingadeild ínnan út-
varpsins”, sagöi Baldur Pálma-
son hjá útvarpinu, þegar við
höföum samband viö hann.
Ilann fræddi okkur einnig á þvi,
aö upp úr áramótunum ætti aö
geta oröið til þess konar deild, ef
deildarstjóri fæst, en þetta er i
fyrsta sinn, sem slík deild
starfar innan stofnunarinnar.
1 dag, kl. 15.20, er tuttugu
mlnútna þáttur, sem heitir,
Hvað verður I barnatimum Ut-
varpsins? Þar verður barna-
efnið kynnt, en strax á eftir
hefst fyrsti þáttur nýs fram-
haldsleikrits, fyrir börn, sem
heitir „Siskó og Pedró” og er
eftir Estrid Ott. Þetta verður
saga i leikgerð Péturs Sumar-
liðasonar, og verða fluttir sjö
þættir. Leikstjóri er Klemens
Jónsson, en með hlutverk Siskó
og Pedró fara Borgar Garðars-
son og Þórhallur Sigurðsson.
En svo við kynnum okkur að-
eins það barnaefni, sem verður
á dagskrá Utvarpsins i vetur, þá
má fyrst geta annars bindis
sögunnar Mamma skilur allt,
sem Gfsli Halldórsson mun lesa,
en hann las fyrsta hlutann i
fyrravetur.
Sagan verður lesin upp til
jóla, 3svar i viku, á sunnu-
dögum, miðvikudögum og
föstudögum.
A mánudögum verður stund
fyrir yngstu hlustendurna en á
þriðjudögum verður tónlistar-
þáttur. Á fimmtudögum verður
svo aðalbarnatiminn.
Barnaefnið verður alltaf
kíukkan 17.10, nema á sunnu-
dögum, þá kl. 15.30 og á fimmtu-
dögum kl. 16.45. til kl. 17.30.
—EA
„I fyrstu 34 kvikmyndunum
minum var ég skotinn í 12
þeirra, hengdureöa settur i raf-
magnsstólinn í 8 og fangi eða
fangelsismatur i niu þeirra. úg
lék meira skriðandi um á gólf-
■nu uciuui en uuKKurn iimi
1
standandi uppréttur”.
Þessi orð eru höfð eftir kvik-
y
1
//
Sjónvarp kl. 21.50: Laugardagsmyndin:
r
Eg var annað hvort skotinn,
hengdur eða í fangelsi"
Humphrey Bogart leikur aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Orrusta ó Atlantshafi í kvöld
my ndaleikaranum fræga
Humphrey Bogart, en hann fer
með aðalhlutverk laugardags-
myndarinnar að þessu sinni. Sú
mynd nefnist Orrusta á Atlants-
hafi, eða Action in the North
Atlantic. Myndin er bandarisk
og er frá árinu 1943.
Einmitt þetta ár var Bogart
settur á „topp 10” listann, og
þar var hann kyrr til ársins
1949. Eftir það var hann aldrei
langt frá þeim lista.
Það var myndin Casablanca,
sem gerði hann hvað vin-
sælastan, en þá mynd sáu
islenzkir sjónvarpsáhorfendur i
sjónvarpinu fyrir nokkru. Þar
lék hann á móti Ingrid
Bergman.
Næsta kvikmynd, sem hann
lék i, var einmitt mynd sú, sem
sýnd verður I sjónvarpinu i
kvöld. En á þeim árum lék hann
i nokkrum myndum hernaðar-
legs eðlis.
Bogart lézt árið 1957 i janúar-
mánuði. Hann hefur verið
álitinn einn allra bezti leikari,
sem uppi hefur verið og hann
skildi eftir sig fjórar eða fimm
kvikmyndir, sem alla daga mun
verða hægt að sýna aftur og
aftur, og ævinlega munu verða
sigildar.
Myndin i kvöld gerist á
Atlantshafi i heimsstyrjöldinni
siðari og greinir frá viðureign
skipverja á bandarisku oliu-
flutningaskipi við þýzkar
sprengjuflugvélar og kafbáta.
HUn hefst kl. 23.45.
—EA
Sjónvarp kl. 20.50: Ugla sat á kvisti:
LOGAR FRA VESTMANNAEYJUM
í SÍÐASTA SINN
Lagið Minning um mann tekið sérstaklega
upp fyrir sjónvarp
úgla sat á kvisti, skemmti-
þáttur meö söng og gieöi,
veröur meöal efnis á (lagskrá
sjónvarpsins i kvöld og lifgar
sjálfsagt upp á hjá þeim, sem
sitja heima.
Það er Jónas R. Jónsson, sem
er umsjónarmaður þessa
þáttar, en sjálfsagt muna flestir
ágæta þætti Jónasar frá þvi i
fyrravetur þegar Kaffibrúsa
karlarnir svokölluðu, komu
fyrst fram á sjónarsviðið
I kvöld koma þau fram i þætt-
inum Svanhildur Jakobsdóttir
og Logar frá Vestmannaeyjum,
sem leika lagið Minning um
mann, er vinsælt hefur orðið.
Logar ætla einmitt að leika
þetta lag Gylfa Ægissonar i
sjónvarpssalnum i kvöld en
annaö lag ætla þeir einnig að
spila fyrir áhorfendur, og það
er lagið You Better Move On,
gamalt og gott lag, sem Rolling
Stones gerðu vinsælt. Logar
hafa lika aldreilis átt það til að
hrifa áhorfendur og hlustendur
sina með þessu lagi.
Þá má geta þess, að lagið
Minning um mann var tekið upp
aftur, sérstaklega fyrir sjón-
varpið en lagið hafði fengið
harðar ádeilur fyrir sérlega
lélega Upptöku áður.
Og það er þá ekki Ur vegi að
geta þess að Logar koma hér
fram i siðasta skipti
Þátturinn Ugla sat á kvisti,
hefst klukkan 20.50. og stendur
til kl 21.20.
—EA
SJÚNVARP •
Laugardagur
16.30 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
17.00 tþróttir. Meöal annars
mynd úr ensku knattspyrn-
unni kl. 18.00. Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veöur ogaugiýsingar.
20.25 Brellin blaöakona.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýöandi Heba
JUliusdóttir
20.50 Ugla sat á kvisti,
Skemmtiþáttur i sjónvarps-
sal með söng og gleði.
Gestir þáttarins eru Svan-
hildur Jakobsdóttir og
hljómsveitin Logar.
Umsjónarmaður Jónas R.
Jónsson. Stjórnandi upp-
töku Eigill Eðvarðsson.
21.20 Gefiö þeim friö.Bresk
fræöslumynd um fugialif á
Seychellseyjum I Indlands-
hafi. Þýðandi og þulur Ell-
ert Sigurbjörnsson.
21.50 Orrusta á Atlantshafi
(Action in the North
Atlantic), Bandarisk striðs-
mynd frá árinu 1943. Aðal-
hlutverk Humprey Bogart,
Raymond Massey, Alan
Hale og Dane Clark. Þýð-
andi Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin gerist á Atlantshafi
i heimsstyrjöldinni siðari og
greinir frá viðureign skip-
verja á bandarisku oliu-
flutningaskipi viö þýskar
sprengjuflugvélar og kaf-
báta.
23.45 Dagskrárlok.