Vísir


Vísir - 14.11.1973, Qupperneq 1

Vísir - 14.11.1973, Qupperneq 1
vísir 6:t. árg. — Miðvikudagur 14. nóvember 1973 — 263. tbl. Vatnsskortur skemmir mjólkurvöruna - baksíða Unnt að sinna öðru i leiöara Visis er rætt um þau vandamál, sem nú þarf að fást við af fullri einurð, er siðustu lotu landbelgis- málsins hefur lokið með hálfum ósigri. í leiöaranum segir m.a., að skera þurfi niður ,,fjárlögin’, jafnvel framkvæmdir, sem i sjálfu sér eru þarfar, cn þjóðin hefur ekki efni á að sinni. Niðurskurður fjárlaganna verður að nema einum til tveimur milljörðum króna, ef gagn á að vcra að. Sparnaöinn af þessu má sumpart nota til að lækka skattana og sumpart til geymslu til mögru áranna. Þetta er án efa virkasta leiðin til að ná verðbólgunni aftur niður i venjulegt horf”. sjá leiðara bls. 6 CHOPIN SPILAR GEGNUM MIÐIL -NÚ-síða á bls. 4 • Litla Alda skoraði eins og Tyrdal Sjá íþróttir í opnu Gengur hvorki né rekur í þjóna- deilunni — sjá baksíðu HÆTTU NÁMI í MORGUN - sjá baksíðu Skriður á samninga við V-Þjóðverja Engin tollfríðindi fyrr en samið er við Þjóðverja sendiherrann Nú fer væntanlega að komast skriður á samningaumleitanir við Vestur-Þjóðverja. Þeir eru einir eftir í þorskastriðinu. Tollfriðindi, sem íslenzkar sjávarafurðir eiga að njóta i löndum Efnahagsbanda- lagsins, koma ekki til framkvæmda fyrr en búið er að semja við V-Þjóð- verja. Brezki sendiherrann, John McKenzie, sagði i viðtali við Visi i morgun, að tollalækkanir á islenzkum fiskafurðum i Bret- landi gætu ekki orðið fyrr en búið væri að semja við Þjóðverja. Tvö riki i Efnahagsbandalaginu, Bretland og V-býzkaland, hefðu borið fram mótbárur við þann þátt i samningi lslands og EBE, sem varðar sjávarafurðir. Bretar munu nú draga mótbárur sinar til baka. En það dugir ekki, nema Þjóðverjar geri það lika. Fyrr en það verður, yrðu þessir tollar að standa óbreyttir i öllum rikjum EBE, þvi að bandalagið kæmi fram sem heild. Hér er um mjög verulegar tollalækkanir að ræða. Næsta lota i samninga- viðræöum tslendinga og Vestur- Þjóðverja hel'ur ekki enn vérið timasett, en það verður væntan- lega gert nú, jafnvel hugsanlega i dag. Þorskastriði íslendinga og Breta lauk i gær. Alþingi sam- þykkti með 53 atkvæöum gegn 6, en 1 var fjarstaddur, þings- ályktun um heimild fyrir rikis- stjórnina til að ganga frá samningum á þeim grundvelli, sem fyrir liggur. Atkvæði gegn þingsályktuninni greiddu 5 þing- menn Sjá lfstæðisf lok ksins, Matthias Bjarnason, Pálmi Jóns- son, Pétur Sigurðsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Guð- laugur Gislason, og auk þeirra Bjarni Guðnason. Utanrikisráð- herra var fjarstaddur, sakir anna en hann hafði áöur greitt atkvæði með tillögugreininni, svo að stuðningur hans við þings- ályktunina lá fyrir. Eftir þetta skiptust utanrikis- ráðherra og brezki sendiherrann á „orösendingum”, og með þvi höfðu báðir staðfest bráðabirgða- samkomulagið i landhelgisdeil- unni. Þorskastrið Islendinga og Breta hafði þá staðið i tæplega 14 1/2 mánuð. —1111 Bakkatjörn á Seltjarnarnesi var freistandi leiksvæöi fyrir þessa Seltirninga, sem voru snemma á ferli I froststillunni f morgun. Þeir renndu sér fótskriðu á ísnum, ólmuðust og hlupu I kapp við hundinn sinn — sem ævinlega beið ósigur I keppninni, þvi fast var hald- ið i hálsbandið. Enda eins gott, þvf hundar eru óvelkomnir á Sel tjarnarnesi eins og f Reykjavfk. Lionsmenn við fiskmóttöku — kaupa lœkningatœki fyrir vinnulaunin „Við vorum allan daginn að landa þessum 90 tonnum i af- leitu veðri. En það sem við fáum greitt fyrir þessa vinnu verður látið renna óskert til kaupa á tækjum fyrir sjúkrahúsið”, sagöi Svavar Helgason, einn þeirra 20 Lionsmanna á Sauðár- króki, sem nýlega tóku að sér að landa 90 tonnum úr Drangey. Lionsmenn á Sauðárkróki hafa jafnan farið i róður á þessum tima mcð snurvoðarbátum, en slikt cr ckki leyfilegt lengur og ákváðu þcir þá að landa I stað- inn. Kom það sér Ifka vel fyrir Fiskiöjuna, þvi nokkur ekla hef- ur verið á mannskap til fisk- vinnu. Var landaö, fsað og geng- ið frá kössum um borð á einum degi, en veðrið var mjög slæmt. Vonast þeir Lionsmenn til að fá ein 70-80 þúsund fyrir þessa vinnu og verður féð notað til kaupa á endurhæfingartækjum. ÞS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.